Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 23

Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Símaþjónusta verdur framvegis i Landspítala og Borgarspítala. Fólk getur hringt í síma 622280 og fengið upplýsingar hjá lækni um ónæmistæringu. Fyrst um sinn verður svarað í símann milli klukkan 13 og 14 og á þriðjudög- um og fimmtudögum. Á öðrum tíma er símsvari. ráðlegt að hefja slík próf í blóð- bönkum fyrr en komið hefur verið á fót fullnægjandi þjónustu utan blóðbankanna fyrir fólk, sem óttast að það hafi smitast. Þetta er nauðsynlegt til að girða fyrir að ót-prófanir blóðbanka beinlínis hvetji slíka einstaklinga til blóð- gjafa. Mótefnapróf blóðbanka greina ekki nýsmitaða einstakl- inga sem þó eru ekki síður smit- andi en þeir sem farnir eru að mynda mótefni. Varnaraðgerðir á íslandi Nú eru liðin rúmlega 2 ár síðan íslensk heilbrigðisyfirvöld gerðu fyrstu ráðstafanir vegna ónæmis- tæringar og Landlæknisembættið gaf út fræðslurit um sjúkdóminn í júlí á þessu ári. Ákveðnum sér- fræðingum var falið að annast rannsóknir á einstaklingum úr svokölluðum áhættuhópum. Þessi þjónusta var auglýst í Læknablað- inu þannig að heimilislæknar og aðrir sérfræðingar gætu notað hana fyrir skjólstæðinga sína. Lögð hefur verið svo rík áhersla á nafnleynd, þagnarskyldu og trún- að í þessari þjónustu, að enginn einn sérfræðingur, sem hana hef- ur annast, veit hversu margir hafa fundist smitaðir hérlendis. Þó er ljóst að þeir eru ekki margir. Ót-varnaþjónusta Land- spítalans og Borgarspítalans Nýlega var ákveðið að setja á laggirnar sérstakan starfshóp á vegum Landspítalans og Borg- arspitalans til að hraða sem mest kerfisbundinni leit að ót-sýktum einstaklingum og veita þeim að- gengilega þjónustu, sem óttast að þeir hafi smitast. Kristján Erlendsson, sem er sérfræðingur í lyflækningum og ónæmisfræði, hefur verið ráðinn starfsmaður hópsins. Kristján er nýlega kominn heim frá Banda- ríkjunum þar sem hann vann við greiningu og meðferð á ónæmis- tæringu. f flestum löndum þar sem ónæmistæring er orðin útbreidd hafa hommar og þeir sem sprauta sig með eiturlyfjum langsamlega hæsta sýkingartíðni. Nýlegar rann- sóknir sýna að smitun er líka víða orðin útbreidd meðal vændiskvenna. Árangur fyrirbyggjandi aðgerða er þess vegna að verulegu leyti háður því hversu góð samvinna næst við þessa einstaklinga, og þá sem haft hafa við þá kynmök. Margir hommar eru í felum og sumir eru fjölskyldufeður. Þessir menn og ýmsir aðrir, sem kunna að hafa tekið einhverja áhættu að því er varðar ót-smitun, þurfa að geta treyst á algera nafnleynd og ábyrga meðhöndlun upplýsinga. Stefnt er að því að ná sem fyrst til sem flestra er hafa sl. 5 ár haft samfarir við homma eða aðra, sem tilheyra svokölluðum áhættuhóp- um. Læknir mun veita hverjum sem hafa vill upplýsingar milli- liðalaust í sérstökum tima án þess að fyrirspyrjendur þurfi að gefa upp nafn. Á sama hátt gefst heimilislæknum og öðrum sér- fræðingum kostur á að fá upplýs- ingar fyrir sjúklinga sína. Ef læknir metur að viðkomandi þurfi skoðun eða blóðpróf verður hægt að koma því við á þrjá mis- munandi vegu eftir óskum hvers og eins: Skoðun á göngdeild, á einkastofu læknis eða með vitjun í heimahús. Þess verður stranglega gætt að öll persónubundin vitn- eskja verði trúnaðarmál milli Kengúruskór Úr mjúku sterku anilinskinni og ekta hrágúmmísólar. Loöfóöraöir. m/riflás litur: natur st: 36—45 litur: svart st: 35—46 Kr. 1.480.oo PÓSTSENDUM án riflá88 hlutaðeigandi einstaklings og þeirra lækna, sem annast skoðun- ina. Þær verða ekki tengdar beint við neina nafnaskrá og blóðsýni verða eingöngu merkt númeri en ekki nafni. Lögð verður mikil áhersla á fræðslu fyrir' þá, sem reynast smitaðir, og leitast verður við að veita þeim allan þann stuðning, félagslegan og læknisfræðilegan, sem völ er á. Allir, sem hafa einhverjar spurningar varðandi ónæmistær- ingu, eru hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu. Símanúmerið er 622280 og verður það einungis not- að í þessu skyni. Fyrirspyrjendur fá milliliðalaust samband við lækni ót-varnaþjónustunnar. Fyrst um sinn verður viðtalstími kl. 13—14 á þriðjudögum og fimmtudögum, en þess á milli verður símsvari tengdur við nú- merið. Tveir bflar út af Lágheiðinni Siglufirði, 24. október. LÁGHEIÐIN, sem liggur milli Siglu- fjarðar og Skagafjarðar, hefur verið mjög erfið yfírferðar í dag. Rétt fyrir hádegið fór bíll, sem flytur mjólk milli Siglufjarðar og Akureyrar, út af veginum og þurfti að fá stórvirk vinnutæki frá Ólafsflrði til að draga hann upp á veginn aftur. Var hann að losna um kvöldmatarleytið. Um klukkan fjögur í dag fór bíll, sem var að koma með fiski- kassa til Siglufjarðar, út af vegin- um rétt við Þrasastaði I Fljótum, en þar gat bóndinn veitt aðstoð til að ná bílnum upp. Samkvæmt nýj- stu fréttum er 40—50 sentimetra þykkur snjór á veginum. Hann er því ófær öllum nema stærstu bíl- um og þeim aðeins vel búnum. MJ. TRÚÐURINN RUBEN TrúÖur á heimsmælikvarða ásunnudaginn 27.10. kl. 15. MISSIÐ EKKIAF ÞESSARIEINU SÝNINGU SEM HALDIN VERÐUR í ÁR. Aðgangsverð kr. 100. VERIÐ VELKOMIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.