Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Borgarspítalinn í fararbroddi í heilarannsóknum: Unnið að þróun tækni til að „kortleggja" starfsemi heilans Hingað til hafa menn litið svo á að hugsanir sínar hafí hver maður út af fyrir sig. Að vísu kemur það alltaf annað slagið fyrir að við getum „lesið hugsanir" fólks, en þá meinum við að sjálfsögðu að við getum ráðið það af aðstæðum og hegðun viðkomandi hvað hann sé að hugsa. Hitt hefur engum manni dottið í hug, að hægt sé beinlínis að hafa hugsanir manna fyrir augunum og lesa þær eins og bók. En sá tími kann að koma, og raunar hafa verið stigin fyrstu sporin í þá átt: viðleitni til að „kortleggja“ heilastarfsemina með hjálp tölvu jafnóðum og hún á sér stað. Þannig má sjá - á táknmáli forms og lita - hvaða hræringar eiga sér stað undir höfuðleðrinu. Ernir Snorrason taugasálfræðingur að störfum við BEAM-samstæðu Borgarspítalans. Morgunbladið/Júlíus Það er auðvitað langur vegur (og kannski ófær) að því marki að túlka heilahræringar í myndformi sem hugsanir. Því þótt heilinn kunni að vera skilyrði hugsunar, er hugsun eitthvað allt annað og meira en heilastarfsemi. Svo það kann að vera vonlaust að hægt sé að setja samasemmerki á milli ákveðinnar heilastarfsemi og til- tekinnar hugsunar. En hitt er ótvi- rætt að ný tðlvutækni hefur opnað möguleikann á því að kortleggja starfsemi heilans, og tilkoma slíkra „heilakorta" getur haft ómetanlega þýðingu fyrir fram- vindu geð- og taugalæknisfræði. Á Borgarspítalanum hefur í nokkur ár verið í notkun velþekkt rannsóknartæki, svokallaður taugagreinir, sem notaður er til að mæla framkölluð taugavið- brögð. Er tækið einkum notað til að greina ýmsa taugasjúkdóma, svo sem M.S. eða mænusigg, og jafnframt til að mæla heyrn og sjón nýfæddra barna. Mælingar taugagreinisins koma fram á línu- ritum, sem seinlegt og flókið getur verið að lesa úr. Undanfarin ár hefur verið unnið að þróun nýrrar og nákvæmari tækni til rannsókna á heilastarfseminni, ekki síst með það í huga að auðvelda úrvinnslu. Eru mestar vonir bundnar við svokallaða BEAM-tækni, sem er skammstöfum á ensku fyrir Brain Electric Activity Mapping, og kalla mætti á íslensku kortagerð á raf- starfsemi heilans. Borgarspitalinn hefur, í samvinnu við Verk- og kerfisfræðistofuna, fylgst vel með og tekið þátt í þróun þessarar nýju tækni, og innan tíðar má vænta þess að BEAM-rannsóknir hefjist á spítalanum, þær fyrstu á Norð- urlöndunum. Ernir Snorrason taugasálfræð- ingur við Borgarspítalann hefur staðið fremstur í flokki þeirra manna sem vinna að því að koma þessari tækni í notkun hérlendis. Áhugi hans er fyrst og fremst fræðilegur, en hann telur að BEAM-tæknin geti skipt sköpum í heilarannsóknum og aukið veru- lega þekkingu manna á því hvernig heilinn starfar. „Heilinn er fóknasta líffæri mannsins, og enn sem komið er vita menn litið sem ekkert um hvernig hann starfar," segir Ernir. „Við vitum í smáatriðum hvernig hjartað pumpar blóði og hvemig nýrun sía blóð, en þekking okkar á starfsemi heilans er enn mjög fábrotin. Og ástæðan fyrir því er einföld: við höfum ekki haft yfir að ráða nógu góðri rannsóknar- tækni. En með tilkomu BEAM- tækninnar gætu hjólin farið að snúast." Upphafsmaður BEAM-tækninn- ar er Bandaríkjamaður að nafni Frank Duffy, læknir við Childrens Hospital í Boston, en hann er jafn- framt rafmangnsverkfræðingur að mennt. Fyrir tveimur árum gerði Ernir Snorrason sér ferð til Boston gagngert til að læra þessa tækni Duffys. „Ef það gengur eftir sem Duffy spáir gæti BEAM-tæknin gjörbylt geðlæknisfræðinni. Hann fullyrðir að með tækjum sínum geti hann greint hinar ýmsu tegundir geð- sjúkdóma, og nýlegar rannsóknir í New York virðast staðfesta þetta," segir Ernir, en bætir því við að hann hafi ekki séð þessar rannsóknir og fyrirfram sé hann nokkuð vantrúaður á að hægt sé að kortleggja geðsjúkdóma á þenn- an hátt. „En hitt er ótvírætt að þessi tækni auðveldar mjög rannsóknir á starfrænum truflunum heilans, einkum truflunum sem ekki koma fram við vefrænar rannsóknir, svo sem með sneiðmynatökum. Þetta gæti til dæmis auðveldað rann- sóknir á sjúkdómseinkennum flogaveiki, eða ásköpuðum lestrar- örðugleikum, sem vitað er að þjaka 5-10% manna. Duffy telur sig geta séð það fyrirfram hjá ungum börn- um hvort þau muni koma til með að eiga erfitt með að læra að lesa eða ekki.“ Brandarakeppnin framlengd í nýjasta hefti tímarits Arnarflugs, „Örninn flýg- ur", er dálítil brandara- keppni, þar sem fólk er beðið um að gera smellinn texta við teiknimynd. Verð- launin eru ferð fyrir tvo til Amsterdam. Upphaflega var skilafrestur 15. október. Sá frestur er nú liðinn en okkur er enn að berast bréf frá þátttakendum, einkum utan af landi og erlendis frá. Þá er líka byrjað að hringja til að spyrja um úrslit. Því þykir okkur rétt að láta vita að ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest til I. desember. Og þeim til huggunar sem ekki hljóta verðlaun núna skal tekið fram að þeir fá annað tækifæri til að vinna til verðlauna, í næsta blaði, sem kemur út í lok nóv- ember. J .Ju á sídunni tii hæen T, ÍnT" -Vo* . Í r ni'kk'« t’ana, myndir 1,1 „ hám,,r,„„ „ a V"a J"dum , tlugbransanum momrum «m rU, ^., að lata nafns sins gc’f Skilafrestur er nl /s Heimil,*faní5ið er 7 VcfMa'*' ARNARFLUG Lágmúla 7. simi 84477 - verðlaunin 2 farmiðar til Amsterdam (w>- v l u r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.