Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 253^bl^72^rg. FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1985 Prentsmiöj^Morgunblaðsins Fegurðardís hittir poppstjörnu Hólmfríður Karlsdóttir, fegurðardrottning íslands, virðist í sjöunda himni yfir nærveru poppstjörnunnar Michaels Jackson, þótt um eftirlík- ingu úr vazi væri að ræða. Hún notar tímann fyrir alþjóðlegu fegurðar- samkeppnina í London 14. nóvember til að litast um í stórborginni. f dag fór Hólmfrfður á vaxmyndasafn Madame Tussaud’s og var myndin tekin þar. AP/Slmamynd Kólombía: Chile: Vopnaðar sveitir kæfa mótmæli gegn Pinochet Santúuro. 7. nóvember. AP. *■—* A—* FLOKKAR hermanna og lögreglu fóru um götur Santiago, höfuð- borgar Chile, í dag til að gæta þess að óeirðirnar, sem þar hafa geisað undanfarna tvo daga, endurtækju sig ekki. Fjórir menn voru skotnir til bana í átökum og rúmlega 750 handteknir. 40 manns særðust í átökum á miðvikudag, átta skotsárum. Hafa því þrettán manns verið fluttir í sjúkrahús vegna skotsára frá því á þriðjudag, er mótmælin gegn herforingjastjórn Augustos Pinochets, hershöfðingja, hófust. Alls hafa 60 manns særst. óeirðalögregla réðst á miðviku- dag í heimavist verkfræðiháskól- ans i Santiago og handtók 396 manns, aðallega stúdenta. Stúd- entarnir höfðu leitað skjóls í byggingunni eftir átök við lög- reglu. Lögreglusveitirnar sprengdu táragassprengjur í heimavistinni fyrir áhlaupið og fengu stúdentarnir harkalega meðferð. Lögregla sagði að einnig hefði komið til átaka í borgunum Val- paraiso og Antofagasta, sem eru norður af Santiago. Mótmælin á þriðjudag og mið- vikudag voru skipulögð af ýmsum samtökum og andstæðingum Pinochets, þ. á m. stéttarfélagi verkamanna. Félagið krefst þess að sex leiðtogum úr sínum röðum verði sleppt úr fangelsi. Beirút: Hótað að aflífa bandaríska gísla Engin lík fundin og taugastríð heldur áfram Beirút, 7. nóvember. AP. ÓNAFNGREINDUR maður hríngdi í dag í Beirút og sagði að öfgahreyfing múhameóstrúarmanna, Jihad, myndi taka bandaríska gisla af Iffl þar sem óbeinar samningaumleitanir við Bandaríkjamenn væni komnar í sjálfheldu. Annar maður hríngdi síðar og kvað Bandaríkjamennina hafa verið drepna og líkum þeirra komið fyrir á tilgreindum stað. Lögreglan f Beirút hafði engin Ifk fundið 12 khikkustundum eftir að fyrsta hótunin barst. Umsátrinu um dómshöllina lokið BógóU, 7. nóvember. AP. HERMENN gerðu árás á skæru- liða í dómshöllinni í Bógóta, höf- uðborg Kólombíu í dag og frelsuðu 38 manns úr gíslingu. Forseti hæstaréttar, Alfonso Reyes, fannst látinn inni í byggingunni. Skotið var af fallbyssum og vél- byssum á hálfbrunna höllina, áður en hermennirnir brutu sér leið inn í hana til að hafa hendur í hári skæruliðanna og bjarga gíslum þeirra. Hermennirnir felldu skæruliðana alla með tölu þ.á m. sex leiðtoga vinstri sinnaðra sam- taka þeirra sem kenna sig við 19. aprfl. Einn leiðtoga skæruliðanna var handtekinn fyrir utan höllina. Hann var særður á fæti. Hermenn komu að 42 líkum er þeir réðust í höllina. Ekki er vitað hvort aðeins var um gísla að ræða, né heldur hvernig dauða þeirra hefur borið að- Mikill eldur kom upp f höllinni í nótt, er skæruliðar báru logandi kyndla að dómsskjölum. Sjónar- vottar báru því vitni að eldtungur hefðu teygt sig allt að 15 metra út um glugga dómshallarinnar í morgun. Skæruliðarnir settust að í dómshöllinni á miðvikudag og tóku rúmlega 150 gísla, þ. á m. nokkra hæstaréttardómara, en hæstiréttur hefur aðsetur í bygg- ingunni. Vopnaðir hermenn réðust inn í dómshöllina í skjóli þungvopn- aðra brynvagna í gær, miðviku- dag. Tókst þeim að frelsa tugi fanga og tíu dómara úr klóm skæruliðanna. Hermennirnir neyddust í gær til að hörfa úr byggingunni vegna mikils reykjarkófs. En þeir réðust aftur inn í dómshöllina i dag og höfðu þá betur í viðureigninni við skæruliðana. Skæruliðarnir höfðu haldið kyrru fyrir á fjórðu hæð hússins. Herinn tilkynnti fyrr í dag að einn hermaður, fjórir lögreglu- menn, tveir öryggisverðir og fimm skæruliðar hefðu verið drepnir í átökunum til þessa. Skæruliðarnir eru félagar í samtökum vinstri sinnaðra upp- reisnarmanna. Samtök þessi rufu vopnahlé við ríkisstjórn Kól- ombíu í júní á þeirri forsendu að Belisario Betancur, forseti, hefði svikið loforð um félagslegar umbætur. Hreyfingin gerði samning um vopnahlé við stjórnina til þess að gefa henni tíma til að uppfylla kröfur sínar. Uppreisnarmenn- irnir vilja að kosið sé um borgar- stjóra. Nú eru borgarstjórar skip- aðir af ríkisstjórum, sem eru skipaðir af forseta. Frumvarp um að gengið verði til kosninga um borgarstjóra liggur nú fyrir þing- inu og benda líkur til að það verði samþykkt. Uppreisnarmennirnir fóru einnig fram á betri skóla, húsnæði og læknaþjónustu fyrir fátæka. I Ekkert hefur verið gert á þinginu | til að verða við þeirri kröfu. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði ekkert hafa komið fram, sem renndi stoð- um undir að eitthvað væri hæft í umræddum hótunum. Hann sagði aftur á móti að Bandaríkjamenn hefðu fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af gíslunum og stöðugu sambandi væri haldið við sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og Dam- askus. Engin leið er til að komast að því hvort um gabb var að ræða eða alvöru. Verið getur að flokkur shíta sé með taugastríði að reyna að þröngva Bandaríkjamönnum til að ganga að skilmálum sínum. Sex Bandaríkjamanna er saknað í Beirút. Fjórða október barst til- kynning um að einn þeirra, stjórn- arerindrekinn William Buckley, hefði verið tekinn af lífi, en lík hans hefur ekki fundist. Jihad-samtökin vilja fá 17 félaga sína leysta úr haldi í Kuwait. Þeir voru handteknir fyrir að sprengja sprengjur í sendiráðum Frakka og Bandaríkjamanna í Kuwait í des- ember 1983. Eldflaugasýning á Rauða torginu Atvaimnmynd Rússneska byltingin 68 ára mher AP ** Moskvu, 7. nóvember. AP. MIKIL hersýning var á Rauða torginu f Moskvu í dag í tilefni af 68 átta ára afmæli rússnesku byltingar- innar. Hermenn stóðu teinréttir í röðum og hlýddu á ræðu Solokovs, varnarmálaráöherra. Hann varaði við stríðshættu, sem stafaði af heimsvaldastefnu Banda- ríkjamanna. Fyrsta sinni í áraraðir stóð allt stjórn- málaráðið á svölum grafhýsis Leníns á byltingar- afmælinu og horfði á herinn sýna mátt sinn og megin. Mengistu Haile Mariam, leiðtogi Eþíópíu, stóð við hlið Mikhails S. Gorbachevs. Þegar hersýningunni var lokið og fylkingar skrið- dreka, hermanna og eldflaugavagna, höfðu farið hjá streymdu Moskvubúar yfir Rauða torgið þús- undum saman með blöðrur í höndum og borða, sem á voru letruð slagorð um sigur kommúnismans. í öðrum ríkjum Austur-Evrópu var afmælis byltingarinnar minnst með lítilli viðhöfn. 1 Vestur- Berlín lögðu sovéskir hermenn blómsveiga að sov- ésku minnismerki rétt hjá gamla þinghúsinu, Reichstag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.