Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 23 Yfirmannaskipti Constand Vijloen, hershöfðingi, lét nýlega af embætti sem yfirmaður Suður-Afríkuhers en í hans stað var skipaður Jan J. Geldenhuys. Fóru yfirmannaskiptin fram við hátíðlega athöfn í Pretóríu. Bandaríkin: 38 manns taldir af á flóðasvæðunum og tjón talið nema hundruðum milljóna dollara New York, 7. nóvember. AP. YFIRVÖLD tilkynntu í gær, að 38 manns hefðu farist í geysimiklum flóðum, sem færðu i kaf stór landsvæði í Virginíuríki, Vestur-Virginíu og Pennsyl- vaníu, og 20 manns væri saknað. Telja ríkisstjórar tveggja fyrstnefndu ríkjanna, að tjónið þar nemi hundruðum milljóna dollara. Víða voru ár, sem vaxið höfðu sem aldrei fyrr, að komast i eðli- legt horf, en í Virginíu bjuggu menn sig undir mikinn vöxt i James-á. Enn fremur var haldið áfram að hlaða varnargarða á Búlgaría: Áframhaldandi ofsóknir á hendur tyrkneskum mönnum Kirdzali, Bólgaríu, 7. nóvember. AP. SVO virðist sem búlgörsk stjórnvöld leggi nú mikið kapp á að útrýma tyrkn- eskri tungu í landinu og reyni eftir megni að koma í veg fyrir, að múham- eðstrúarmenn þar fái að iðka trú sína. Sæta menn af tyrkneskum uppruna margvíslegri kúgun. Þannig hafa þeir verið neyddir til þess að taka upp búlgörsk nöfn og mátt sæta afarkostum, hafi þeir ekki hlýtt fyrirmælum stjórnvalda. menningu. Nú erum það við, sem vinnum að því að koma á einni þjóð í Búlgaríu." sögufrægum stöðum umhverfis Washington D.C. vegna hættu á að Potomac-fljótið flæddi yfir bakka sína. Yfir 2000 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín á flóðasvæðun- um og margir sáu á eftir húsum sínum í vatnselginn. Charles S. Robb, ríkisstjóri í Virginíu, fór í gær til þeirra svæða, sem verst hafa orðið úti í rfkinu, en þar hafa 19 manns farist í flóð- unum. Átján manns eru taldir af í Vestur-Virginíu og einn í Mary- land, að sögn embættismanna. Jamson-áin er í miklum vexti og fór með boðaföllum í grennd við Richmond. Var talin hætta á, að áin mundi færa miðborgar- svæðið í kaf, og var hafinn við- búnaður með hleðslu flóðvarnar- garða. Búist er við, að vöxtur ár- innar nái hámarki sínu í dag. Á Washington-svæðinu var nokkrum þjóðgörðum lokað og varnargarðar hlaðnir upp í öðrum vegna flóðahættu. Veðurfræðingar bjuggust við, að yfirborð Potomac-árinnar mundi hækka um u.þ.b. tvo metra um- fram venjulega flóðhæð á George- town-svæðinu í Washington. Arch Moore, ríkisstjóri í Vest- ur-Virginíu, fór á flóðasvæðin í ríki sínu, en hann hefur farið fram á, að alríkið veiti 22 sýslum neyð- araðstoð. Hann var uggandi um, að neysluvatn hefði viða spillst af völdum mengunar frá skolpi og dýrahræjum. í Pennsylvaníu óx Mononga- hela-áin meira en nokkru sinni síðastliðna hálfa öld. Vatnsborðið náði hámarki sínu í Pittsburgh snemma á miðvikudagsmorgun og flæddi yfir varnargarða niður í miðborgina. Tyrkir eru fjölmennasta útlenda þjóðarbrotið í Búlgaríu. Þeir eru um 900.000 í landinu og hafa búið þar um langa hríð, því að Tyrkir réðu yfir Búlgaríu í um 500 ár. Er Búlgaría hlaut sjálfstæði 1908 voru Tyrkir fjölmennir í landinu og hafa verið það síðan. Þannig eru um 10% landsmanna, sem mæla enn á tyrkneska tungu og vilja halda fast við siði sína, þjóð- erni og tungumál. Fyrr á þessu ári kom til átaka í suðausturhorni Búlgaríu, þar sem menn af tyrkneskum uppruna eru fjölmennir. Her og lögregla var þar óspart beitt gegn fólkinu og var markmið stjónvalda ekki hvað sízt að fá það til þess að taka upp búlgörsk nöfn en leggja þau tyrkn- esku niður. Sennilega segir þaö mesta sögu um hlutskipti tyrkneskra manna í Danmörk: Sjómenn- irnir 3 taldir af — flóð valda tjóni Kaupmannahöfn, 7. nóvember. AP. Stjórnendur björgunarað- gerða tilkynntu á þriðjudag að leit að þrem sjómönnum, sem týndust í óveðrinu við vesturströnd Danmerkur, hefði verið hætt. Mennirnir þrír voru í áhöfn báts frá hafnarborginni Esbjerg. Síð- ast sást til bátsins, Bente Hovgárd, í þann mund er stormurinn nálgaðist Dan- mörku. Björgunarvesti úr bátnum hefur fundist á ströndinni í grend við Es- bjerg. Flóð urðu víða á strönd Austur—Jótlands þegar stormurinn gekk yfir Dan- mörku á miðvikudag. Nokkrir vegir í grend við Árhus lokuð- ust sökum flóðana og ollu þau nokkru tjóni i bæjum á aust- urströnd Jótlands. Búlgaríu, að nú eru ekki eftir nema örfáar moskur eða bænahús mú- hameðstrúarmanna í landinu, en talið er, að þær hafi verið 1.500 um 1950. Á aðalþingi UNESCO, Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sem fram fór í Sófíu, höfuð- borg Búlgaríu nú í haust, kom til harðra árekstra milli tyrkensku fulltrúanna og þeirra búlgörsku út af hiutskipti tyrkneskra manna í landinu. „Það er unnið kerfis- bundið að því að uppræta menn- ingararfleifð tyrkneska þjóðar- brotsins," sögðu tyrknesku fulltrú- arnir, sem héldu því fram, að stjórnvöld hikuðu ekki við að beita menn af tyrkneskum uppruna kúg- un og líkamlegu ofbeldi í þessu skyni. Búlgarir svöruðu með því að segja, að fullyrðingar Tyrkjanna væru lygar og tilraun til þess að draga athygli umheimsins frá mannréttindabrotum í Tyrklandi sjálfu. Ásökuðu þeir Tyrki um þjóðarmorð með útrýmingu 1,5 millj. Armeníumanna fyrr á þess- ari öld og bentu jafnframt á hernám þeirra á Norður-Kýpur. Lyubonir Shopov, embættismað- ur í búlgarska utanríkisráðuneyt- inu hikaði hins vegar ekki við að segja, að það væri ekkert tyrkneskt þjóðarbrot til staðar í Búlgaríu, aðeins Búlgarir með mismunandi trúarbrögð. Það er ekki nýtt, að búlgörsk stjórnvöld reyni að útrýma þjóð- erni fólks í landinu, sem ekki er af búlgörsku bergi brotið. Hafa þessar aðgerðir beinzt gegn sígaunum, Makedóniumönnum og þeim Búlgörum, sem tóku upp múhameðstrú á tímum Ottomana og gengið hafa undir heitinu pomakar. Makedónfa er og enn viðkvæmt deiluefni gagnvart Júgóslavíu, sem hefur hvað eftir annað ásakað Búlgaríu um ásælni þar. Margir af búlgörsku fulltrúun- um á UNESCO-þinginu virtust ekki hafa miklar áhyggjur af framkomnum upplýsingum um ofbeldi og trúarofsóknir á hendur tyrkneskum mönnum. „Búlgaría mátti búa við stjórn Tyrkja í 500 ár á valdatíma Ottomana," var haft eftir einum þeirra. „Þeir reyndu að útrýma tungu okkar og V/SA 12 EunacAno Greiðslukorta vidskipti Nú getaauglýsendur Morgunblaösins greitt auglýsingar sínar meöVISAog EUROCARD. Auglýsendur geta hringt inn auglýs- ingar, gefið upp kortnúmer sitt og veróur þá reikningurinn sendur kort- hafa frá VISA og EUROCARD. Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá munum viö veita þeim sem staögreiöa auglýsingar 5% afslátt. fttatgtmftlaftift Auglýsingadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.