Morgunblaðið - 08.11.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985
Brúðhjónin Andrea Thyssen og brúdguminn Heinz Woike.
1000 metra langt slör
úgur og margmenni sópuðust að brúðarp-
arinu Andrea Thyssen og Heinz Woike,
þar sem þau gengu í átt að kirkju nokkurri í
Hamborg, Þýskalandi.
Ugglaust hafa margir haldið að hér væri á
ferðinni konunglegt brúðkaup eða í það minnsta
væri um að ræða þekktar persónur svo viðhafnar-
leg og fjölmenn var marseringin til kirkjunnar.
En ástæðan var önnur. Brúðhjónin höfðu
Slörid var þúsund metra langt og
660 börn, drengir og stúlkur, sem
héldu því frá jörðu.
Múgur og margmenni hópuðust I
kringum brúðhjónin til að fylgjast
með því hvað væri að gerast, hvort
hér væri um að ræða konunglegt
par eða...
ákveðið að komast á síður heimsmetabókarinnar
með því að láta Andreu klæðast lengsta brúðar-
slöri í heimi. Sex vinkonur brúðarinnar tóku sig
til og saumuðu þúsund metra langt slör sem 660
drengir og stúlkur héldu uppi.
Það er semsagt ýmislegt lagt á sig úti í hinum
stóra heimi til að komast á síður Guinness.
Óhætt er að fullyrða að gestum sem
koma í Hellinn óviðbúnir uppákom-
unni hlýtur að bregða í brún þegar
þeir sjá gengilbeinurnar og atferli
þeirra gagnvart gestunum.
DUETT...
Þau tóku sig vel út Dionne Warwick og Boy George þegar þau
komu fram á dögunum í sjónvarpsþætti. Eitt af lögum Dionne
var gamalt lag „Say a little prayer for me“ og Boy George fékk
heiðurinn af því að syngja „Each morning I wake up and put on
my make-up“ ...
Verðandi Ungfrú ftalía? ?
Elisabetta Viaggi vann nýlega
fegurðarsamkeppni, sem
haldin var á Ítalíu, og telur al-
menningur þar í landi hana sigur-
stranglegasta til að hljóta titilinn
Ungfrú Italía, en sú keppni mun
fara fram innan skamms.
Elisabetta, sem er heyrnarlaus,
er róleg stúlka, líður best heima
og vinnur við að mála á steint gler
íkirkjur.
f frístundum er áhugamálið
dans þó svo hún heyri ekki tónlist-
ina.
„Ég finn taktinn og dansinn
veitir mér útrás, heldur mér í
formi og jafnframt er hann svo
afslappandi að ég gleymi öllu öðru
á meðan.
Uppákoma í Hellinum
An efa bregður einhverjum
síðbúnum kvöldmatargesti í
brún, er hann kemur í Hellinn við
Tryggvagötu á föstudags- eða
laugardagskvöldi, því ekki verður
sagt að gengilbeinur staðarins á
þeim kvöldum séu ætíð með
hæverskasta eða venjulegasta
móti í umgengni við gesti.
Þær gala hvor í aðra horna í
millum, hafa í frammi furðuleg-
ustu afskiptasemi við blásaklausa
borgara og góma jafnvel flugu í
súpudiskinum og liggja þá ekki á
skoðunum sínum.
Hinsvegar kippa þeir sér ekkert
upp við þetta sem koma á skikkan-
legum tíma í mat, því þeir vita sem
er, að hér er á ferðinni uppákoma,
framkvæmd undir nafninu „Flug-
ur í súpunni" af tveimur bráð-
hressum leikkonum, þeim Rósu
Guðnýju Þórsdóttur og Kolbrúnu
Ernu Pétursdóttur ásamt Fjalari
Sigurðssyni sem bregður sér í fjöl-
breytilegustu gervi til mótleiks við
þær stöllur. Leikstjóri er Helga
Thorberg.
fclk í
fréttum