Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Ágústa Þ. Vig- fúsdóttir Minning Fsdd l.ágúst 1906 Dáin31.október 1985 Sagt er, að eitt sinn skuli hver deyja, en einhvern veginn fannst okkur þetta aldrei eiga við um ðmmu okkar. Við vonuðum, að hún yrði ávallt til taks, reiðubúin að hjálpa okkur eins og hennar var vandi. Nú er okkur ljóst að ekkert varir að eilífu, nema ef vera kynni þær góðu minningar, sem amma skildi eftir. Þar er af nógu að taka. Enda um sérstæða konu að ræða. Eins lengi og við munum hefur hún verið höfuð ættarinnar, stutt hana með ráðum og dáð. Jóladagur var alltaf sérstaklega tengdur ömmu. Þá komu ættingjar saman á heim- ili hennar og styrktu þau bönd, sem amma lét aldrei bresta. Raun- ar var það fyrst eftir fráfall henn- ar að við gerðum okkur grein fyrir því, hversu stór hluti hún var af lífi okkar. Hún var gædd lífskrafti og hlýju, sem lét engan ósnortinn. Heiðarleiki, tryggð og ósérhlífni hennar verða okkur ætíð fyrir- mynd. Blessuð sé minning hennar. Barnaborn „Komdu hérna Guddu-tetur." Gudda þessi var undirrituð, þá átta ára, ofalin, í gallabuxum með gular fléttur. „Viltu ekki vera hjá mér í Suð- ur-Vík í sumar?“ Ágústa ömmusystir mín dró seiminn ísmeygilega, og hló síðan hjartanlega þegar eitthvað stóð á svarinu. „Jæja, Adda mín, ertu hrædd um að ég tími ekki að gefa þér að borða," sagði hún þá og klappaði mér hlýlega. Enn örlaði á brosviprunum í kringum munn- inn. Ekki var annars að undra þótt Ágústu yrði dillað yfir slíkum öfugmælum. En aðdáun mín á þessari kjarnmiklu konu var óneit- anlega nokkuð óttablandin, og hún hafði hitt naglann á höfuðið. Þótt vist mín í Suður-Vík yrði ekki sumarlöng, þá svaf ég þar stundum á vorin þegar ekki var fært á Sandinn. Aldrei hef ég séð svo margt manna á einu heimili, og aldrei kom ég svo, að frænka mín fagnaði mér ekki innilega. Þegar ég svo bjóst til brottferðar, þá brá Ágústa sér úr eldhúsinu, fylgdi mér út, og gaukaði að mér góðgæti. „Hafðu þetta heillin, og hafðu gætur á þeirri gömlu. „Það þurfti ekki að segja mér tvisvar. Með nefið klesst á rúðunni, hossað- ist ég í hálfkassabíl austur yfir Mýrdalssand og mændi f átt að Kötlu. Kannski kæmi hún núna? Árin líða, og allt í einu er Ágústa öll. Líklegast hef ég hálfpartinn haldið að hún yrði eilíf. Við höld- umst í hendur. Hún hálfmókir í fyrstu, en sest síðan upp og skenkir mér súkkulaðibita. „Óttalegur fáráður er ég orðin. En þetta er nú bráðum allt yfir- staðið." „Óvera,“ andmæli ég, án þess að hugleiða að við sitjum saman í síðasta sinn. Það var bara í fyrra að ég afþakkaði öldurhúsaheim- sókn, af því að ömmusystir mín hafði boðið mér á ball. Ágústa klæddist upphlut. Á upphlut, bein í baki hallaði hún höfðinu eilftið skáhallt aftur, kipraði varirnar sposk á svip, með sveiflu, og grallaralegan glampa í augunum. Það var hún líka, þegar eitt síðsumarkvöld hún sýndi mér afmælisgjöf. „Sjáðu, Adda, þetta gáfu krakk- arnir minir mér þegar ég varð sjötug." Ég sá, heyrði og naut. Það var svo ekki fyrr en í bítið, að ég bisaði við að komast á bak gamla reiðhjólinu mínu og renndi heim á leið. Fáir voru á ferli, og ég rifjaði upp frásögn konu sem hafði leyft mér að ferðast fram og aftur um fimmtiu ár ævi henn- ar. Fyrst með ólafi, ung að árum. „Þetta var svo dásamlegt, að það hlaut að taka enda.“ Fimm árum síðar, ekkja með tvö börn. „Adda mín,“ sagði hún með áhersluþunga, „þú skalt aðeins gifta þig af ást.“ Og Ágústa varð ástfangin aftur. „Hann var mikið góður maður, hann Ásgeir minn.“ Snöggvast snéri Ágústa andlit- inu undan, en leit síðan af sjón- varpinu og á mig aftur. „Eg hef alltaf verið soldiö skotin í Derrick," sagði hún hlæjandi. Þá hlógum við báðar, Gústa og ég, og yljuðum okkur að innan. Guðríður Adda Ragnarsdóttir Hinn 31. október lést Ágústa Vigfúsdóttir, frá Flögu í Skaftár- tungu i Landakotsspítalanum í Reykjavík. Hún fæddist 1. ágúst 1906. Foreldrar hennar voru hjón- in Vigfús Gunnarsson bóndi að Flögu og Sigríður Sveinsdóttir. Var Ágústa ein sjö systkina, og eru þrjú þeirra enn á lífi, Svein- björg, Sigríður og Gísli. Árið 1929 giftist Ágústa ólafi Halldórssyni, bónda og kaupmanni í Suður-Vík í Mýrdal. Ráku þau ásamt Jóni, bróður Ólafs, bú og verzlun í Vík í Mýrdal. Búið í Suður-Vík var stórbýli á þeirra tíma mælikvarða og þungamiðja sveitarinnar í kring. Naut Ágústa sín vel sem húsmóðir á stóru og mannmörgu heimili. En á skammri stundu skipast veður í lofti og mátti Ágústa sjá á bak tveimur börnum sínum áður en núlifandi dætur þeirra hjóna, Matthildur og Ólöf, fæddust. Ólaf mann sinn missti hún eftir aðeins fimm ára hjónaband. Árið 1937 giftist Ágústa seinni manni sínum, Ásgeiri L. Jónssyni, vatnsvirkjafræðingi frá Þingeyr- um í Austur-Húnavatnssýslu. Fluttu þau fyrst til Reykjavíkur, en dvöldust svo stríösárin í Suður- Vík og fram til 1948, en fluttu þá búferlum aftur til Reykjavíkur. En sveitin átti sterk ítök í Ágústu. Til ársins 1964 dvaldist hún í Suður-Vík á sumrum, ásamt börn- um sínum, og stýrði þar búi á meðan Ásgeir maður hennar var við landmælingar. Börn þeirra eru þrjú: ólafur, Sigríður og Vigfús. Lifðu Ágústa og Ásgeir í farsælu hjónabandi, þar til Ásgeir lézt árið 1974. Ágústa var kona sem óhjá- kvæmilega setti svip sinn á hvern þann hóp er hún var í. Hún var vingjarnleg við fyrstu kynni, sem og endranær. Persónuleiki hennar var marg- brotinn. Hún var hreinskilin en sagði ekki meira en meiningu sína. Það reyndist sannmæli, sem fjöl- skylduvinur Ágústu sagði um hana: „Því betur sem þið kynnist henni, því betur munið þið meta hversu geysilega vönduð kona hún er.“ Hún var kona höfðingleg, bæði í fasi og sinni. Hún var greind og hafði mótað sér mjög ákveðnar skoðanir bæði í trúmálum og stjórnmálum, en var þó umburðar- lynd gagnvart skoðunum annarra. Hún var kona hjálpsöm og eru ómældar þær stundir, er hún fór í heimsóknir til sjúkra og aldraðra, til þess að stytta þeim stundir og veita öðrum ánægju. Hún var kona gestrisin og og hafði ánægju af að bjóða mörgum og veita vel. Hún var kona lífsglöð og hrókur alls fagnaðar i hópi vina og ættingja. Hún var dugleg og ósérhlífin og henni lét betur að gefa en þiggja. Ágústa naut þess þegar öll börn hennar og barnabörn höfðu setzt að í Reykjavík og var heimili hennar í Drápuhlíöinni vettvangur tíðra heimsókna þeirra og fjöl- skyldumóta. Til skamms tíma var Ágústa við góða heilsu og svo ung í anda, að fjölskyldunni fannst, að hennar hlyti að njóta við um ókom- in ár. Skyndilega syrti að, heilsa hennar bilaði og innan fárra vikna var hún öll. En það var léttir að ríkri kímnigáfu hennar, sem stóð af sér þungbær veikindi síðustu vikna. Margbrotinn persónuleiki mót- ast af margbrotinni lífsreynslu. Ágústa varð fyrir djúpri lífs- reynslu bæði í gleði og sorg. Oft hvarflaði að okkur að Ágústa hefði, í hugsun og hætti, allt það til að bera sem bezt er talið í hefðbundinni islenzkri menningu. Með þessum orðum viljum við kveðja tengdamóður okkar. Tengdasynir Að morgni hins 31. október síð- astliðins lést ía Landakotsspítala Ágústa Þ. Vigfúsdóttir, Drápuhlíð 24 hér i borg. Ágústa fæddist á Flögu i Skaft- ártungu 1. ágúst 1906, dóttir hjón- anna Sigríðar Sveinsdóttur og Vigfúsar Gunnarssonar, bónda og oddvita þar. Var hún fjórða i röð- inni af sjö systkinum. Elst var Guðríður, dáin, þá Gunnar, dáinn, Sveinbjörg, í Reykjavík, Ágústa, dáin, Sigríður, í Reykjavík, Sveinn, dáinn, og Gisli, bóndi á Flögu. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Flögu og átti þar heima þar til hún giftist 14. júli 1929 fyrri manni sínum, ólafi J. Halldórssyni bónda og kaupmanni í Suður-Vík, en hann dó 1934 þar, börn þeirra: stúlka, fædd 31. júlí 1930, dáin 28. ágúst sama ár, drengur, dó f fæð- ingu, Matthildur, eiginmaður Ágúst Valfells, búa i Kópavogi, ólöf, býr i Reyjavík. Hinn 31. júlí 1937 giftist hún seinni manni sínum, Ásgeiri L. Jónssyni vatnsvirkjafræðingi og bjuggu þau í Reykjavík, en Ágústa var þó að mestu leyti á sumrin í Suður-Vík, þegar Ásgeir vann við mælingar. Börn þeirra: ólafur Ásgeir, býr í Reykjavík, eiginkona Ragnheiður Hermannsdóttir, þau skildu, Sigríður Vigdís, eigin- maður ólafur Gunnlaugsson, búa í Reykjavík, og Vigfús, eiginkona Solveig Brynjólfsdóttir, búa í Reykjavík. Við systkinin minnumst með þakklæti margra ánægjustunda sem við áttum í Suður-Vík, meðan Ágústa bjó þar. Við fengum þar tækifæri til að kynnast bústörfum og umgangast fólk sem kunni frá mörgu að segja og mundi tímana tvenna. Mikill gestagangur var ætíð í Suður-Vík og gestrisni Ágústu orðlögð, enda var hún ekki óvön gestakomum frá æskuheimili sinu á Flögu. Aldrei var nein lognmolla í kringum Ágústu og Ásgeir og hlutir sem voru í sjálfu sér hvers- dagslegir eins og fýlatími og slát- urgerð urðu skemmtilegir og spennandi, þar sem Ágústa stjórn- aði öllu af sinni alkunnu röggsemi. Það var sama hvað gera þurfti, alltaf var Ágústa tilbúin. Þegar eitt okkar systkinanna var á leið- inni í heiminn og ljósmóðirin i Vik var ekki við þá kom Ágústa auðvit- að og tók á móti. Þegar við komum til Reykjavík- ur var alltaf komið við i Drápuhlíð- inni og þar var okkur tekið opnum örmum hvort sem dvalið var leng- ur eða skemur. Og flatkökur, pönnukökur og annað góðgæti ávallt á boðstólum. Hún var óþreytandi við að heim- sækja fólk sem þurfti að dvelja á sjúkrahúsum. Er heilsu afa tók að hraka voru það ófáar ferðirnar sem hún og systur hennar, Sigga og Sveinbjörg, fóru austur á Sel- foss að ógleymdum öllum heim- sóknunum á sjúkrahúsið eftir að hann lagðist þar. Við minnumst einnig Ágústu á góðum stundum en þar var hún ætið hrókur alls fagnaðar. Þegar nú Ágústa er öll er okkur efst í huga þakklæti fyrir alla vinsemdina og samverustundirn- ar. Við biðjum Guð að styrkja börn hennar, tengdabörn og barnabörn í sorginni. Fari hún í friði. Þórður, Jón Ólafur, Gunnar Már og Ása Kristbjörg. Kristinn Kristjáns- son Kveðjuorð Fæddur 8. júni 1903 Dáinn 20. október 1985 Eins og ljósmyndari festir á filmu viðburði samtímans þannig greypir sérhvert okkar svipmyndir úr eigin lífi í myndasafn minning- anna. Myndefnið virðist stundum valið af handahófi og tæring tím- ans vinnur fljótt 'a þeim myndum sem lítið skilja eftir. Þá standa eftir einstakar svip- myndir sem með einhverjum hætti skjóta upp kollinum hvað eftir annað þannig á ég myndir af afa, ömmu og aðrar minningar tengdar Vesturbænum fyrir rúmum tutt- ugu árum. Frá því ég fyrst man eftir mér var alltaf tilhlökkunar- efni að fara i „útilegu" og gista hjá afa og ömmu á Hávallagöt- unni. Ég á mér mynd frá fjögurra ára aldri eða svo í einni af gisti- ferðunum. Afi hefur lánað mér, „nafna sínum“ eins og hann kallaði migoftast, spilastokk og við sitjum í stofunni í rökkri vorkvöldsins. Ég er byrjaður að endurbyggja t -■ Reykjavík úr hjartakóngum og «sr9paftadrottningiím á-meðan-Stefán fslandi brýnir raustina í kvöldvöku útvarpsins. Afi hefur dottað og höfuðið tekur að síga út á hlið. Um stund horfi ég á afa og mér verður ljóst að þetta getur ekki endað nema á einn veg. Ég hleyp til afa, vek hann, og bjarga höfðinu áður en það dettur af. Hann hlær þessi ósköp þegar ég segi honum í hvílíkri hættu hann var. Afi átti mikla fjársjóði sem mér eru ómetanlegir. Þetta voru bæk- urnar sem hann safnaði og las spjaldanna á milli. Ég var svo lán- samur að faðir minn kenndi mér snemma að lesa og afi sá til þess að sú kunnátta færi ekki forgörð- um. Áður en skólaganga hófst hafði hann leitt mig um ævintýra- lönd Grimms-bræðra og þjóðsögur Jóns Árnasonar. Síðan komu Nonnabækurnar, Brazilíufararnir og H.C. Andersen, svo eitthvað sé nefnt. Ég á afa að gjalda þann hluta æskuáranna er ég gleymdi stund og stað í bókalestrinum og þann þroska sem ég hefði annars orðið af. Afi vissi alltaf hvaða lestrarefni væri nafna sírium til gagn? og ánægju. Allt fram á síðustu ár lagði hann mér til bækur, svo sem skrif Jóns Þorlákssonar, fv. borg- arstjóra, og Ófeig Jónasar frá Hriflu. Þetta voru menn að skapi afa, þjóðskörungar sem vissu hvað þeir vildu og sögðu skoðanir sínar tæpitungulaust. Auk bókanna átti garðyrkja sterk ítök í afa. Garðyrkjustörfin veittu honum kærkomið tilefni útiveru og með orf og ljá í hönd hefur honum eflaust oft orðið hugsað vestur í Dali þar sem hann ólst upp i byrjun aldarinnar. Afi hætti erilssömu starfi hjá Gjaldheimtu Reykjavíkur fyrir u.þ.b. tíu árum. Það urðu honum vafalaust mikil viðbrigði að hætta þeirri áratugalöngu venju að mæta til vinnu um sex að morgni sér- hvefs vinnudags og keppast svo við að ljúka verkefnum líðandi stundar áður en annir næsta dags hrönnuðust upp. Um það leyti veiktist amma og dó skömmu síð- ar. Þetta varð til þess að gjör- breyta lífi afa og þess sáust fljót- lega merki. Minnisleysi fór æ meir að gera vart við sig, það sem nú er kallað Alzheimer-veiki. Það var lán að móðir mín, sem var eina barn þeirra ömmu og afa, bjó í nágrenninun og þar átti afi alltaf athvarf. Þegar ég hóf háskólanám hófst nýr kafli í samskiptum okkar afa, ég flutti i húsið til hans. Þessi fjögur ár voru okkur báðum til gagns og ánægju. Ekki spillti held- ur fyrir er Erla, eiginkona min, bættist í heimilið á Hávalla- götunni síðari tvö árin. Afi lék á als oddi þegar við vorum heima og við kvöldverðarborðið var margt skrafað. Þrátt fyrir minnis- leysið var afi alltaf áhugasamur um daglegar annir okkar. Stund- um reikaði hugurinn aftur, til æskuáranna í Dölunum og þá lét- um við afa ráða ferðinni. . Að loknu námi mínu heima héld- um við Erla vestur um haf til frekari náms og starfa. Við ýmist skrifuðum afa eða hringdum til hans. Okkur var ljóst að minninu hrakaði óðfluga og svo fór að móðir mín gat ekki lengur hjúkrað hon- um heima. Síðastliðið vor komum við fyrst í heimsókn til íslands og við heimsóttum afa á Borgarspít- alann. Þar var hann í góðri umönn- un, en ekki þekkti hann okkur lengur fremur en aðra. Hann var orðinn ungur aftur, kominn heim í Laxárdalinn og stiklaði milli þúfnanna í sauðskinnsskónum sínum. , Ég veit að síðustu árin voru afa erfið, maðan hann gerði sér grein fyrir hvert stefndi. Ekki voru þau móður minni síður áraun, en hún veitti afa þá umönnun sem enginn annar gat gefið. En afi gaf okkur öllum minningar sem ylja okkur um ókomna tíma. Svipmyndir sem rifjast upp þegar andvarinn sveip- ar sjávar- og gróðurilminum um götur Vesturbæjarins. Nashville, Tennessee, - 23. október 1985 Kristinn Andersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.