Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 15 Lausn fíknar Sjúkdómshugtakið felur í sér að fíkn sé ólæknandi, en það megi, með ákveðinni meðferð, kenna einstaklingnum að halda fíkninni í skefjum. Bindindi er sett fram sem sine que non árangursríkrar meðferðar. Því er trúað, að þátt- taka í AA sé nauðsynleg til að viðhalda bindindi. Almenningi er talin trú um að þetta sé eina leið- in, og því sé leit að öðrum leiðum tímasóun. Þeir sem ekki geta fellt sig við AA, verði því bara að drekka áfram. Sagt er að þeir séu ekki tilbúnir til að meðtaka fræðin og geti þeir sjálfum sér um kennt. Niðurstöður tækra rannsókna á áhrifum AA hafa verið samdóma um, að bein áhrif hugmyndafræði AA á lausn fíknar sé léttvæg. Það þýðir ekki að AA séu gagnslaus samtök. Óbein áhrif AA eru aukin félagsleg tengsl. AA þjónar því hlutverki félagslegra tengsla, en það sem aðgreinir AA frá öðrum félagslegum hópum hefur lítil áhrif. Því getum við dregið þá ályktun að öll félagasamtök sem eru umburðarlaus gagnvart mis- notkun áfengis geri sama gagn og AA. Niðurstöður athugana á fjölda þeirra sem halda bindindi með aðstoð AA eru ekki samdóma, jafnvel þótt breytan „árafjöldi liðinn frá meðferð" sé hinn sami. Það eru ákveðin vandkvæði á að meta árangur af þátttöku A A, þvi að nafnleysi meðlima veldur því að ekki er hægt að fá upplýsingar um þann fjölda sem hættir að sækja AA. Við vitum heldur ekki hver sá fjöldi er sem sækir AA- fundi án þess að hafa farið í meðferð. Oftast næst aðeins til þeirra einstaklinga sem trygginga- félög hafa greitt meðferð fyrir. Þannig að alhæfingargildi beinna og óbeinna áhrifa af AA er mjög takmarkað. Þær athuganir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum sýna að 25% halda bindindi í eitt ár eftir meðferð og telja sig hafa fundið lausn á vandamáli sínu, (25% er meðaltal úr niðurstöðum 400 rann- sókna). Hér er ekki greint á milli beinna og óbeinna áhrifa (Emrick, 1975). En það er samdóma niður- staða að bindindi og lausn vanda fara ekki endilega saman. Polich (1980) og Kincanno'n (1980) gerðrðu langtima-athugun á bind- indi og notuðu til þess upplýsingar, sem fengnar voru með ákveðnu árabili. I ljós kom að aðeins 60% þeirra sem halda bindindi á einu tímabili, gera það á öðru tímabili. I athugun Polich eru það aðeins 14% þeirra sem halda bindindi í fjögur ár, sem sýna að þeir eru lausir við einkenni fíknar. Enn- fremur kom fram að helmingur þeirra viðfanga sem Polich at- hugaði var laus við einkenni fíknar án þess að halda bindindi. Bindindi er því ekki nauðsynlega lausn frá öllum einkennum fíknar. Það er talsvert undarlegt, að því skuli enn vera haldið fram, að bindindi sé eina lausnin, þótt vitað sé að bind- indi er hvorki nægjanlegur né nauðsynlegur þáttur í fráhvarfi fíknar, og að fíknum tekst illa að halda bindindi. (Journal of Studies on Alcohol, 40,3,318-338,1979.) En við skulum muna að bindindi skað- ar ekki nokkurn mann og er alls ekki óæskilegur kostur svo fram- arlega sem aðrir kostir eru kynntir sem i'.öguleg lausn fyrir hinn fíkna. Það er ljóst að erfiðara er að leysa vanda vegna fíknar en mis- notkunar. Það verður að taka aðra þætti en bindindi til greina við meðferð fíkinna einstaklinga. Sjálfkvæm lausn (sjálfkvæmur bati) er hugtak sem ekki hefur verið nægilegur gaumur gefinn. Þetta er læknisfræðilegt hugtak og vísar til þess að einstaklingur sé laus við sjúkdóm sem hefur hrjáð hann og að það hafi gerst án læknisfræðilegra ígripa. Emrick (1981) birti niðurstöður þar sem 13% hópsins er skýrður með sjálf- kvæmri lausn. Tuchfield (1981) hefur gert einu rannsóknina sem til er um þá þætti sem ákvarðandi eru um fráhvarf fíknar án þess að til meðferðar komi. Hann komst að því, að ákveðnir atburðir og kreppur hvettu fólk til skuldbind- inga um breytta lífsháttu. Þessir einstaklingar gátu ekki skilgreint sig sem „alkóhólista" og féllu því ekki að hugmyndafræði AA- samtakanna. Þetta fólk gat heldur ekki hugs- að sér að fara í hina hefðbundnu meðferð. Það sem gerði gæfumun- inn fyrir þetta fólk var að það hafði tækifæri til þess að stunda félagslíf þar sem áfengi var ekki haft um hönd, styrk frá umhverf- inu til þess að viðhafa breyttar lífsvenjur og öruggt lífsviðurværi. Þetta voru þeir þættir sem reynd- ust vera ákvarðandi um fráhvarf frá fíkn. Fjörutíu manns af 51 héldu bindindi, 10 drukku með aðgát en einn drakk án aðgátar. Hér voru það óbeinar félagslegar hömlur sem skiptu máli. Obeinar hömlur eru nauðsynlegar til lausn- ar en ekki nægjanlegar til frá- hvarfs frá fíkn. Það ber einnig að leggja áherslu á að fráhvarf frá fíkn getur átt sér stað án þess að til meðferðar komi. Fráhvarfi frá fíkn verður ekki viðhaldið nema að tii komi festa í félagslegum aðstæðum og aukin fjölbreytni í félagslegum sam- skiptum. 80 70 60 50 40 30 20 10 Dreifirijg á tiöni áfengis- neyslu Islendinga, sam- kvæmt könnun Felagsvís- indad.H.Í. 1985(neörilína) og samkvæmt könnun Gylfa Asmundssonar et. al, 1972—1974 (efri lína)( 1= einu sinni i mánuöi eöa sjaldnar, 2= tvisvar til fjór- um sinnum í mánuði, 3= oftaren fjórum sinnum í mánuði). O Drekk stundum 1 Drekk fremur oft r> Drekk staáaldri Svipmyndir ur borginni / óiafur Ormsson Þeir hafa níu líf eins og kötturinn Ánægjulegt er að fylgjast með dugmiklum athafnamönnum sem eru ekkert á því að gefast upp þó erfiðleikar komi upp i atvinnurekstri þeirra um tíma og kannski ekki annað framund- an en að snúa sér að öðrum verkefnum. Þeir eru til sem harðna við hverja raun og breyta tapaðri stöðu á skákborði við- skiptalífsins í unnið tafl á svo undraverðan hátt að minnir á galdra. Sumir eru komnir að því að falla á tíma og skjóta þá inn óvæntum leik og sókn er hafin á taflborði viðskiptalífsins og heillaóskaskeyti streyma að frá viðskiptavinum og velunnurum. Þeir hafa níu líf eins og kötturinn og dafna aldrei betur en þegar talið er víst að nú eigi að fara að gera upp reksturinn í eitt skipti fyrir öll vegna skulda við lánadrottna innanlands sem utan. Ég þekki einn slíkan. Hann er önnum kafinn frá morgni til kvölds og maður honum kunnug- ur segist ekki vita hvenær hann megi vera að því að snæða eða slappa af, það sé varla fyrr en eftir miðnætti og svo árla morg- uns áður en hann fer að heiman í stríðið. Lengi hef ég verið að reyna að ná tali af þessum upp- tekna athafnamanni. Hann er umfangsmikill bóka- og tíma- ritaútgefandi og er með hóp manna í vinnu í eigin húsnæði inn í Vogum. Ég náði honum í síma fyrir nokkrum dögum. Það var stund milli stríða. — Það bíða hér fyrir utan skrifstofuna þrír menn. Ef þú ætlar að koma þá verður þú að fá kort sem fjórði maðurinn, sagði hann í símanum. Ég var kominn inn í Voga klukkutíma síðar. Forstjórinn var horfinn af staðnum og þre- menningarnir sem biðu eftir viðtali. Þeir höfðu ásamt for- stjóranum ákveðið að snæða á matsölustað og ræða viðskipta- mál á breiðum grundvelli. Viku seinna hitti ég for-stjór- ann á hlaupum í Lækjargötu. Ég var að koma úr banka og for- stjórinn á leið inn í bankann með svarta stresstösku undir hendi. Hann kallaði tll mín: — Því miður hafði ég ekki tíma um daginn. Ég frétti að þú hefðir komið rétt eftir að ég fór í hádegisverðinn. Nú er ég búinn að taka frá fyrir þig tíma í næstu viku, og hann nefndi daginn og síðan hvarf hann inn í bankann, athafnamenn þurfa oft að heim- sækjabanka. Umræddan dag leit ég inn í Voga í höfuðstöðvar athafna- mannsins. Mér var tjáð af starfs- manni að forstjórinn væri kom- inn út á land í erindrekstur fyrir fyrirtækið og ekki væntanlegur fyrr en eftir nokkra daga. Þá var ég kominn á þá skoðun að erfið- ara reyndist að ná í hann en sjálfan páfann í Róm. Síðan gerði ég þrjár tilraunir og það var ekki fyrr en í þeirri fjórðu að tókst loks að hafa uppá forstjór- anum á skrifstofu hans inn í Vogum. Það var enginn uppgjaf- artónn, þann daginn. Bjartsýni var ríkjandi og verið að spá í mikil umsvif. Símalínur voru rauðglóandi og mikil viðskipti í vændum. Jóhann Þórir Jónsson er hugsjónamaður. Þekktastur er hann fyrir útgáfu sína á tíma- ritinu Skák, en í ár eru tuttugu og fjögur ár liðin síðan hann tók við útgáfunni af Birgi Sigurðs- syni sem árum saman hafði hald- ið úti tímaritinu af miklum myndarskap. Stuðningur Jó- hanns Þóris Jónssonar við ís- lenskar bókmenntir er mikill. Síðastliðinn áratug hefur hann gefið út mikinn fjölda af ljóða- bókum og smásagnasöfnum eftir íslenska höfunda, auk þess skák- bækur eftir innlenda og erlenda höfunda. I ár eru væntanlegar einar átta bækur frá forlaginu sem Jóhann Þórir veitir forstöðu. Flestar eftir unga íslenska höf- unda sem eru að hefja sinn feril og vissulega tekur Jóhann áhættu, það er hreint ekki víst að hann sé með sölubækur og þegar upp er staðið eins líklegt að um fjárhagslegt tap verði að ræða. Þegar ég kom í heimsókn í Skákprent um daginn þá var Jó- hann að vélrita reikninga varð- andi auglýsingar í tímaritið Skák og hann drakk Sinalco á milli þess sem hann renndi nýjum reikningi í ritvélina. Hann flaut- aði lagstúf, þekktan slagara og skolaði niður úr Sinalcoflöskunni án þess að depla augunum. Hann var í Ijósblárri skyrtu og svörtum terelynebuxum og í svörtum lakkskóm, sem voru nýbónaðir. Rukkarar voru stöku sinnum að koma í dyragættina og gera vart við sig og fengu allir einhverja fyrirgreiðslu. Síminn var einnig stöðugt að trufla Jóhann en að lokum fundum við smástund til að spjalla saman. Jóhann er fæddur í vesturbænum í Reykja- vík fyrir um það bil fjörtíu og fimm árum. Lengi býr að fyrstu gerð. Það var mér ljóst þegar Jóhann Þórir sagði mér frá æskuárum sínum í vesturbænum um miðjan fimmta áratuginn og fram í byrjun þess sjötta. Jóhann Þórir hóf snemma sín umsvif þó að með öðrum hætti hafi verið en nú. Hann var kornungur þegar hann kynntist „Selsvarartröll- inu“, Pétri Hoffmann Salomons- syni, hinum kunna Reykvíkingi sem lengi setti svip á bæinn og fór ótroðnar slóðir svona dags- daglega, var þó hvers manns hugljúfi. — Selsvarartröllið og ösku- haugarnir voru snar þáttur í lífi okkar krakkanna um langt ára- bil. Ég var svo lánsamur að komast í „Sjóvinnuskólann" hjá Pétri Hoffmann Salomonssyni, en hann gaf örfáum unglingum tækifæri til að læra hjá sér nokkur undirstöðuatriði við trilluveiðar, að ógleymdri brim- lendingunni, en sú kennlustund mun aldrei líða mér úr minni. Aftur á móti voru öskuhaugarnir við sjóinn þar sem JL-húsið er nú, gullnáma fyrir þá sem vildu nýta sér. í því tilliti að þar var alltaf hægt að finna eitthvað í fjöruborðinu t.d. smápeninga sem dugðu fyrir helstu nauðsynj- um og flöskur sem auðvelt var að selja, gos- og brennivínsflösk- ur.“ — Þú hefur kannski byrjað einhvers konar atvinnurekstur þarna við haugana á fimmta ára- tugnum? spurði ég. — Það má kannski segja það. Að vísu byrjaði ég snemma að bera út og selja dagblöðin. Tekj- urnar að haugabjástrinu höfðu og hafa þó sérstakan ævintýra- blæ í minningunni." Svo mörg voru þau orð. Það eiga margir erindi við Jóhann Þóri í ýmsum erindagerðum þó aðallega tengdum útgáfumálum og skákinni. Hann er aðalskipu- leggjandi Helgarskákmótanna sem haldin eru úti á landsbyggð- inni með nokkurra mánaða milli- bili og hefur unnið þar brautryðj- andastarf fyrir íslenska skák- hreyfingu sem hún mun lengi búa að. Jóhann Þórir er með mörg járn í eldinum. Stundum er reksturinn bölvað basl og þá er Jóhann kannski svolítið brúnaþungur en aldrei í þeim hugleiðingum að pakka saman og hætta. Hann er og verður sjálfstæður atvinnurekandi og hann sagði mér svona í trúnaði að það væri fyrir sig óumræðan- leg kvöl að þurfa að vinna undir annarra stjórn ... Skipasmíðastöðin Stálvík: Nýr slippur að koma til landsins Hluti nýja slippsins sem kominn er til landsins. í SKIPASMÍÐASTÖÐ Stálvíkur í Garðabc er verið að taka heim nýjan slipp sem hingað hefur verið keyptur frá Noregi. Slippurinn er gerður fyrir 3000 þungatonn og getur tekið skip sem er allt að 18 til 19 metra breitt og 90 til 100 metrar á lengd. Tvo menn þarf til að stjórna slippnum, einn við spilið og hinn til að stilla skipið af á undirstöðunum. Áð sögn Jóns Sveinssonar for- stjóra Stálvíkur fékkst slippurinn á góðum kjörum og þarf ekki að byrja að greiða af honum fyrr en eftir þrjú ár. Reynsla fyrri eigenda af slippnum var mjög góð og tók ekki nema 20 mínútur að stilla 2500 tonna skip af á slippnum og draga það alveg upp, „Ég veit að þetta er gott verkfæri, sem við höfum feng- ið. Méð tilkomu þessa slipps verður hægt að taka allflest þeirra skipa, sem áður urðu að leita slipptöku 'erlendis vegna stærðar sinnar. Slippurinn og nýja bryggjan sem við fengum 2. september síðastlið- inn koma til með að gjörbreyta grundvelli fyrir stöðina hér í Garðabæ," sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.