Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ.'FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Parakeppni í pílukasti STÓRMÓT í pílukasti ler fram um helgina á veitingahúsinu Duus. Mótiö hefst klukkan 14 á laugar- daginn og úrslitakeppnin veröur háö á sunnudaginn. Þaö er fs- lenska pílukastfélagiö sem stend- ur aö þessu móti. Pílukast er meöal vinsælustu íþróttagreina í heiminum og viöa er hún sú íþrótt sem flestir stunda. I móti þessu sem nú veröur haldiö munu bæöi erlendir og hérlendir pílukastarar reyna meö sér, en mót- iöer parakeppni. Þessi íþrótt er ung hér á landi en hún á sívaxandi vinsældum aö fagna. Allmargir islendingar hafa einhvern tíma reynt pílukast þó ekki sé nema þegar menn voru ungir og áttu þá skífu og nokkrar pílur. Keppni í greininni er margskonar en á mótinu um helgina veröur keppt í svokölluöum 501, en þaö merkir aö keppendur byrja í tölunni 501 og síöan er dregiö frá þar til þeir komast nákvæmlega niöur í 0. • Frá uppskeruhátíö Vals. Frá vinstri: óttar Sveinsson, leikmaöur 1. flokks, Hilmar Haröarson, efnilegasti leikmaöur meistaraflokks, Sigur- rós Sigurðardóttir og Þorbjörn Guómundsson, sem tóku við verölaun- um fyrir son sinn Guömund Þorbjörnsson og Grátar Haraldsson, for- maöur knattspyrnudeildar Vals. Guömundur bestur KNATTSPYRNUDEILD Vals hólt uppskeruhátíö ( veitingahúsinu Broadway um síöustu helgi. Verö- laun voru veitt til þeirra leik- manna sem aö mati þjálfara, þóttu hafa staóiö sig vel í sumar. Mikill fjöldi fólks var saman kominn í Broadway þennan dag. Hápunktur hátíðarinnar var til- kynning um kjör leikmanns Vals í mfl. 1985. Þaö var aö vonum, eftir stórkostlega velgengni og frábæra frammistööu á þessu tímabili, aö Guömundur Þorbjörnsson hlaut þann titil. Hann hlaut veglegan far- andbikar til varöveislu í eitt ár og aö auki veglega styttu til eignar. Foreldrar Guðmundar tóku við verölaununum fyrir hans hönd. Auk þess var Hilmar Haröarson sérstak- lega heiöraöur fyrir góöa frammi- stööu í mfl. Innan Vals er ár hvert keppt um Jónsbikarinn, en þaö er bikar sem gefinn var til minningar um Vals- manninn Jón Björnsson, sem lést af slysförum áriö 1963. Sá keppnis- flokkur Vals, sem hæstu prósentu- tölu hlýtur úr leikum sumarsins, hlýtur þennan grip, sem er mikils metinn meðal Valsmanna. Fjóröi flokkur Vals hlýtur þennan bikar áriö 1985 meö rúmlega 93% útkomu sem er hreint frábær ár- angur. Varfttoun hlutu: Lelkmaöur 6. fl. A: Helgl Helgason Vlðurkennlng 6. fl. A: Ivar Láruason Vlðurkenning 6.fl.B:ThorThors Þjálfari: Kristján Slgurjónsson. Leikmaöur 5. fl.: Dagur Slgurösson Viöurkenning 5. fl. A: Frlörlk Jónsson Vlðurkennlng 5.fl.B:ValurÖmAmars. Þjálfarl: Saavar T ryggvason Leikmaöur 4.«.: Arnar Frlðgelrss. Viöurkenning 4. fl.: Gunnar Már Másson Vlöurkenning 4. fl. B: Krlstján Jóhanness. Þjálfarl: Róbert Jónsson. Leikmaöur 3.fL: JónÞórAndrésson Viöurkenning 3. fl. A: Gunnlaugur Einarss. Vlöurkennlng 3. fl. B: Hallbjörn Þórisson Þjálfari: Kristján Þorvalds. Lelkmaöur 2. fl.: Snœvar Hrelnsson Vlöurkennlng 2. fl.: Elnar Páll Tómasson Þjálfari: Siguröur Dagsson > Leikm. yngri fl.kvenna HelgaSigriöurEiriksd. Viöurkenning fyrir mestarframfarir AnnaGisladóttlr Þjálfari: Ragnheiöur Skúladóttlr. Leikm. mfl. kvenna Erna Lúöviksdóttlr Viöurkennlng fyrlr mestarframfarir VédísArmannsd. Þjálfarl: Höröur Hllmarsson Lelkmaöureldrlfl. (Oldboys) Siguröur Haraldsson Lelkmaöur 1. fl. Óttar Svelnsson Verólaun: Bikar og verölaunapeningur, gefiö af Tékk-Kristal. Arcihibald skoraði og kom Barcelona áfram PORTO frá Portúgal sigraöi spánska liöiö Barcelona, 3-1, í seinni leik þessara liöa í Evrópu- kappni bikarhafa á miövikudags- kvöfd. Barcelona far áfram í 3. umferö þar sam þair skoruöu mark á útivelli og unnu heima, 2-0. • Stava Archibald Brasilíski framherjinn Juary skoraöi öll mörk Porto í leiknum. Skoski landsliösmaöurinn Archi- bald skoraöi mark Barcelona, sem fleytti þeim áfram í keppninni. 75.000 áhorfendur voru á Antas- leikvanginum í Porto. • BlakvertiÖin ar hafin. Þassi mynd var tekin ( fyrravetur og sýnir þá fálaga úr Þrótti, Lárentsínus (nr. 8) og Laif (nr. 11). Hrainn Þorkalsson ar fyrir aftan Laif an hinum megin netsins aru Friöjón (nr. 25) úr ÍS og Þröstur úr Víkingi (nr. 90). Breytt fyrirkomulag á íslandsmótinu í blaki — Undirbúningur hafinn fyrir NM sem verður hér á landi BLAK ar íþrótt, sem mann leggja stund á yfir vetrarmánuóina og ar þv( kappnistímabilió nýhafiö hjá blakmönnum. Keppnisfyrir- komulagiö ar maö talsvert öðrum hsstti í ár an veriö hefur. Hér á eftir ar ætlunin að ræöa nokkuð þatta nýja fyrirkomulag og ainnig ræöa hvaö afst ar á baugi hjá blaksambandinu. A síöasta biakþingi var samþykkt tillaga um aö blakkeppni karla færi fram í einni deild í staö tveggja áö- ur. í vetur er því keppt í einni deild hjá körlum og eru átta liö í deildinni. Leikin er tvöföld umferö og þeir sem verða efstir aö þeirri keppni lokinni veröa deildarmeistarar. Fjögur efstu liöin leika síöan í kross þannig aö efsta liöiö leikur viö liö, sem varö í fjóröa sæti, og liö númer tvö viö liö númer þrjú. Þessi liö leika þar til annaö hvort hefur unniö tvo leiki og síöan leika sigur- vegararnir um íslandsmeistaratitil- ínn. Segja má aö fimmta sætiö sé mikiö baráttusæti því ef fyrra fyrir- komulag veröur tekiö upp aftur þá 'yröu fimm efstu liöin látin leika í 1. deildinni. Hvort þaö er hinu nýja fyrirkomu- lagi á deildarkeppninni aö þakka eöa ekki þá viröist keppnin í blakinu ætia aö veröa mun skemmtilegri og jafnari í vetur en veriö hefur undan- farin ár. Þróttur viröist ekki eins afgerandi og áöur, töpuöu meöal annars fyrir Víkingum í Reykjavík- urmótinu, og fiest Reykjavíkurliöin ættu aö geta tekiö stig hvert af ööru. Um þau liö, sem eru utan Reykjavíkur, er þaö aö segja aö þau viröast ekki líkleg til aö blanda sér í toppbaráttuna, en maöur skildi þó aldrei segja aldrei þegar íþróttir eru annars vegar. Deildarkeppninni lýkur í febrúar og síöan hefst keppnin um islands- meistaratitilinn i byrjun mars aö aflokinni árshátiö blakmanna. Hjá Aðalfundur Knattspyrnudeildar KR verður haldinn í nýja félagsheimilinu í kvöld, föstu- daginn 8. nóvember kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjöl- mennið. Stjórnin. stúlkunum er leikið í einni deild þar sem fimm liö taka þátt. Stúlkurnar Ijúka keppni í mars nema hvaö bikarkeppnin veröur trúlega eftir, eins og hjá körlunum, en hún hefst 25. janúar. Stærsti viöburöurinn í heimi blakara á þessu keppnistímabili veröur eflaust Noröurlandamót karla, sem fram fer í íþróttahúsi Digraness, og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldiö hérlendis. Kvennalandsliöiö mun á sama tíma taka þátt í Noröurlandamóti kvenna sem haldiö veröur í Svíþjóö. Undirbúningur fyrir Noröur- landamótiö er hafinn fyrir nokkru og hefur Kjartan Páll Einarsson yfir- umsjón meö framkvæmd þessa móts. Þess má geta i þessu sam- bandi aö ekki er enn búiö aö ráöa landsliösþjálfara, en veriö er aö vinnaaöþvi. Annaö atriöi, sem lengi hefur staðiö til aö verði aö veruleika, virö- ist nú eiga stutt í land. Þaö eru alþjóöareglur í blaki. Þær hafa ekki veriö til í íslenskri þýöingu en nú er búiö aö þýöa þær og aöeins beöiö eftir aö þær komi úr prentun. Þá er Guömundur E. Pálsson, íþrótta- kennari og blakmaöur mikill, aö undirbúa B-stig í blaki og er þaö væntanlegt á markaöinn í vetur. Mikill áhugi er fyrir því í stjórn blaksambandsins aö koma upp myndbandasafni þar sem hægt væri aö ganga aö, á einum staö, öllu þvi efni sem snertir blak og til væri á myndböndum hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.