Morgunblaðið - 08.11.1985, Page 16

Morgunblaðið - 08.11.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 t 40 glös* af hressandi Cola í einni flösku Þú þarft að koma flelru en Cola fyrir í ísskápnum, er þad ekki? * 1 glas = 20 sl w SOLHF Dagur frí- merkisins Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Bins og nafn þessa sérstaka dags ber með sér, á hann að minna á frímerkið, þennan litla bréfmiða, sem gegnt hefur mikilvægu hlut- verki í sögu póstmála um 145 ára skeið. Ekki á þessi dagur síður að minna á þá hollu tómstundaiðju, sem fjöldi manna úr öilum stéttum hefur þangað sótt hátt á aðra öld. Um leið hafa félög safnara víða um heim notað þennan dag til að minna á starfsemi sína og kynna bæði hana og frímerkjasöfnun meðal almennings og þá ekki sízt meðal unglinga. Svo hefur einnig verið gert hér á landi í rúman aldarfjórðung. Dagur frímerkisins var hér á landi 5. þ.m. Sérstakur da^stimpill var að venju notaður í pósthúsi R-1 í Reykjavík og einnig á Akur- eyri og Húsavík. Nú hefur sem sagt Húsavík bætzt I hópinn. Auðvitað hefði slíkt ekki orðið nema fyrir ötult starf frímerkja- safnara þar í bæ og sveitunum I kring. Ber að óska þeim til ham- ingju með þennan árangur. Jafn- framt sýndu þeir þennan dag ýmiss konar frímerkjaefni í nokkr- um römmum til að minna á sig og daginn. Dagstimpill sá, sem notaður var og hér má sjá, var „gerður með það í huga að minnast í senn Tón- listarárs Evrópu og Árs æskunnar. Nóta er tákn tónlistarársins, en inni í henni er mynd af pilti og stúlku, sem tákna unga frímerkja- safnara." Þetta segir í sérstakri fréttatilkynningu. Jafnframt segir svo: „Kjörorð dagstimpilsins eru: Frímerki eru fræðandi. Þau eiga að minna á gildi frfmerkjasöfnun- ar.“ Félag frímerkjasafnara hafði margs konar sýningarefni I römm- um I nokkrum pósthúsum borgar- innar, svo sem oftast hefur verið venja, til þess að minnast dagsins. í fyrra hafði FF sérstaka kynn- ingarsýningu í sambandi við Dag frímerkisins, og tókst hún það vel að allra dómi, að stjórn félagsins hefur ákveðið að endurtaka hana í svipuðu formi og þá. Verður hún að þessu sinni haldin í hinum nýju húsakynnum að Síðumúla 17 dag- ana 16. og 17. nóvember, þ.e. eftir viku. Svo sem var síðast, verður fyrst og fremst sýnt venjulegt efni, en ekki nein sérfræðisöfn. Er ör- uggt, að slíkt efni höfðar meira til alls þorra fólks en tiltölulega þröng sérsöfn, og örvar og hvetur menn meir en þau til að safna frímerkjum. Enn á eftir að móta ýmsa þætti í væntanlegu sýningar- \\l) 900 Jólafrfmerkin 1985. haldi, en um margt er mér kunnugt í aðalatriðum. Vil ég nefna hér helztu sýningarefni og um leið hvetja alla þá, sem áhuga hafa á frímerkjasöfnun, til þess að skoða það. í fyrra gaf góða raun að hafa heildarsafn íslenzkra frímerkja frá upphafi og fram á þennan dag, og svo mun enn verða. Þá sjá menn alla útgáfustarfsemi ísl. póst- stjórnarinnar í hnotskurn. Eink- um munu hér verða sýnd stimpluð frímerki. Þá er ætlunin að sýna í samvinnu við póststjórnina hluta af hinu fræga Hans Halssafni, en einungis eftir 1930. Þá verða þarna „mótíf“-söfn, t.d. úr sögu geim- ferða og eins fuglafrímerki. Er enginn efi á, að þessi grein söfnun- ar á æ meiri vinsældum að fagna meðal þorra safnara. — Þá hefur einn félagi í FF safnað frímerkj- um, sem út hafa komið vfða um heim í sambandi við frímerkjasýn- ingar, og þá um leið safnað sér- stimplum af sama tilefni og um- slögum og kortum. Þetta safn mun verða þarna í nokkrum römmum. — Þá verða eins og í fyrra söfn með bréfspjöldum og svokölluðum „maxím“-kortum. Enda þótt marg- ir safnarar hafi horn í síðu sfðar- nefndu kortanna, er það staðreynd, að söfnun þeirra er víða orðin all- mikil. — Þá hef ég heyrt, að ís- lenzkir númera- eða tölustimplar verði sýndir í tveim eða þrem römmum, en stimplasöfnun er orðin vinsæl hliðargrein frí- merkjasöfnunar, svo sem alkunna er. — Eins er hugsanlegt, að ís- lenzk jóla- og líknarmerki verði einnig til sýnis. — Ekki er óliklegt, að fjöldi ramma á kynningarsýn- ingu þessari verði milli 60 og 70. Sýningin verður opin frá kl. 13—20 báöa dagana. Ekki er enn allt upp talið. Sunnudaginn 17. nóvember verður skiptimarkaður á sama stað milli kl. 13.30 og 16. Verður hann hald- inn í samvinnu við kortasafnara, en söfnun alls kyns korta hefur einnig orðið vinsæl tómstundaiðja. Er enginn efi á, að þar geta menn bæði losnað við margt umframefni og fengið í staðinn annað, sem vantar. Að mínum dómi ættu safn- arar að gefa meiri gaum að skipti- mörkuðum en oft hefur orðið raun- Ráðgjafarstöð Hús- næðisstofnunar tekin til starfa HÚSNÆÐISSTOFNIJN ríkisins sUrfrekti riðgjafarþjónustu siðastliðið sumar sem hafði það meginverkefni að styðja húsbyggjendur og íbúðakaup- endur sem voru í miklum fjárhagsvanda vegna þessara kaupa. Hátt á þriðja þúsund manns leituðu aðstoðar sem aðallega var fólgin i breytingum á skuldum, lengingu greiöslutíma eða samein- ingu margra lána á einn staö. Einnig voru veitt viðbótarlán og greiðslujöfnun skulda við Bygging- arsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna. Ráðgjafarþjónustan stóð til loka ágústmánaðar og hafði félagsmálaráöuneytið þá ákveðið að hún yrði fastur þáttur í starfi Húsnæðisstofnunar í fréttatilkynningu frá Hús- næðisstofnun rikisins segir að frá því að félgasmálaráðuneytið tók

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.