Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 13 Starfsfólki í fiskvinnslu og bönkum fækkar ekki þrátt fyrir aukna tækni — segir í niðurstöðum könnunar á áhrifum nýrrar tækni fólksflótta á síðasta ári, þar sem fyrirtæki eftir fyrirtæki riðar á barmi gjaldþrots, þar sem einstök sveitarfélög eiga að axla byrðarnar af þeirri óstjórn sem sjávarútvegs- ráðherrar Framsóknarflokksins hafa staðið fyrir í þessari ríkis- stjórn og raunar litið lengra til baka. Sama er uppi á teningnum þegar horft er til annarra ráðherra Framsóknarflokksins, sem halda sínum sætum, hvort sem litið er til landbúnaðarmála eða hús- næðismálanna, sem hafa aldrei verið í skkum ólestri sem nú og þar sem snjóbolti vaxta og verð- tryggingar gerir hverju heimilinu á fætur öðru ófært að axla sínar byrðar. Drátturinn, sem nú er á greiðslum frá Húsnæðisstofnun, samhliða vaxtaokrinu er að leggja fjárhag æ fleiri fjölskyldna í rúst. Gefum ríkisstjórn VerslunarráÖsins frí En Verslunarráðið ræður áfram ferðinni. Það gefur leiðarvísi frá ári til árs, frá misseri til misseris, um „næstu skref" sem ríkisstjórn- inni er ætlað að stíga. Nú er Versl- unarráðið hætt að gefa þetta út á íslensku, nú er Ragnar Halldórs- son farinn að gefa leiðarvísana út á ensku. Sá síðasti kom út í ágúst undir heitinu: „The Icelandic Ec- onomy, Past Performance and Prospects". Þar er að finna leiðar- vísinn fyrir þá sem nú hafa skipt um stóla og fyrir þann sem skipar forsæti. Það er stefna Verslunar- ráðsins sem endurspeglast í því að útlánin til sjávarútvegsins nema frá águst í fyrra til ágúst- mánaðar á þessu ári aðeins um 900 millj. kr. á sama tíma og verslunin hefur fengið 2300 millj. kr. í sinn hlut. Þetta er frjálshyggjustefnan í verki undir forsæti Verslunar- ráðsins og þeirra sem lúta veldis- sprota þess og nú sitja í ríkisstjórn á gömlum og nýjum stólum. Það valdatafl, sem staðið hefur yfir innan Sjálfstæðisflokksins um langt skeið og ekki sér fyrir end- ann á þrátt fyrir stólaskipti, hefur þegar orðið vinnustéttum í landinu dýrkeypt og landsbyggðinni sér- staklega. Niðurlæging Framsókn- arflokksins bætir þar ekki um, því að hans er ábyrgðin á að þessari siglingu er enn haldið áfram undir forsæti Steingríms Hermannsson- ar. Það er undan klafa þessarar ríkisstjórnar og frjálshyggjunnar sem þjóðin þarf að losna. Höfundur er alþingismaður Al- þýðubandalags fyrir A usturlands- kjördæmi. Veturinn heilsar á Suðurlandi Hreragerii, 3. nóvember. VETUR konungur heilsaði okkur Sunnlendingum allhressilega í gær. Hér í Hveragerði byrjaði að snjóa um hádegisbilið og þegar leið á daginn fór að hvessa. Um áttaleytið var komið hið versta veður, skóf í skafla og umferð um Hellisheiði varð þung- fær og ófær litlum bílum. Margir urðu að yfirgefa bíla sína og fá far til byggða með þeim, sem meira máttu sín í óveðrinu. Margir leit- uðu skjóls hjá ættingjum og vinum hér í bæ og í Hótel Ljósbrá voru 15 næturgestir veðurtepptir. öveðrið stóð fram undir morgun, en veður fer nú stöðugt batnandi. Mikil gleði ríkir í hópi yngri kyn- slóðarinnar og eru margir búnir að draga fram tæki sín til vetrar- íþróttanna. Þetta áhlaup kom snöggt og eru menn kannski værukærir vegna hinnar óvenju góðu tíðar, sem verið hefur í sumar og haust, t.d. fann ég tvo nýútsprungna túnfífla á lóðinni minni, þ. 30. október, fyrir fjórum dögum, og tré og runnar virtust vera í vorhugleið- ingum. Vonandi að þeim hefnist ekki fyrir bjartsýnina. STARFSHÓPUR sem félagsmálaráð- herra skipaði þann 9. nóvember 1983 til að gera könnun á áhrifum nýrrar tækni á íslenska atvinnuvegi í næstu framtíð hefur nú skilað ráðherra skýrslu um niðurstöður könnunarinn- ar. f starfshópinn voru skipaðir þeir Hauku' Helgason skólastjóri og Hilmar Jónasson formaður verka- lýðsfélagsins Rangæings eftir til- nefningu launþegasamtaka, Magnús Gústafsson forstjóri og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri eftir til- nefningu samtaka atvinnurekenda. Ingvar Ásmundsson skólastjóri var skipaður formaður nefndarinnar og Gylfi Kristinsson deildarstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu ritari. Þórar- inn V. Þórarinsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ, tók sæti Magn- úsar Gústafssonar sem réðst til starfa erlendis. Starfshópurinn var skipaður i kjölfar þingsályktunartillögu um stefnumótun í upplýsinga- og tölvu- málum sem Alþingi samþykkti þann 20. apríl 1982 og var honum m.a. falið að gera könnun á líklegum áhrifum nýrrar tækni á mannafla- þróun á vinnumarkaði, framleiðni og samkeppnishæfni núverandi atvinnugreina svo og á stofnun og viðgang nýrra atvinnugreina. í skýrslunni kemur fram að ný tækni sé nauðsynleg fyrir Islend- inga þar sem afkoma þjóðarinnar byggist á alþjóðlegri samkeppnis- hæfni. Helstu viðskiptaþjóðir Is- lendinga leggja ofurkapp á að efla tækniframfarir og það þurfi íslend- ingar einnig að gera til að halda sínum hlut i samkeppninni. Fram kemur í skýrslunni að að- staða Islendinga til að notfæra sér nýja tækni sé að ýmsu leyti ákjósan- leg m.a. vegna þess að þeir eru lausir við atvinnuleysi sem víða hefur valdið andstöðu við tækni- breytingar. íslendingar geti einnig nýtt legu landsins til samgangna á sjó og í lofti og til samninga í milli- ríkjaviðskiptum. Þá er í skýrslunni bent á ýmsai forsendur tækniframfara. Bent er é að til þess að skapa jákvæð viðhori til nýrrar tækni þurfi allir þegnar þjóðfélagsins að njóta góðs af. Mikil áhersla er einnig lögð á að öflugl menntakerfi sé forsenda þess að tækninýjungar verði hagnýttar eins og kostur er. Niðurstöður könnunar á áhrifum nýrrar tækni á fiskvinnslu og ^ bankastarfsemi benda m.a. til þess að starfsmönnum muni ekki fækks í þessum greinum, einhæfum störf- um fækki og meiri kröfur verði gerðar til menntunar og þjálfunar starfsfólks. 10 góðar ástæður fyrir að gera helgarinnkaupin í VÖRUMARKAÐINUM.. Svkur^ l*fer. / kg 60 stk Bossa bleyjur nr. 2^ A»I»2kr. Nýtt folaldahakkj'jj^kr./kg Kaaber Colombia kaffi; 5 kg súpukjöt C n 10 kg •fkr./250 gr ■kr./kg ;kr. 49.90 kr./kg Egg- kr./kg Cheerios 425 gr kr. Þykkvabæjar franskar 1500 gr Tómatar *kr./kg Svo eru auðvitað þúsundir annarra ástæðna, því hjá okkur eru allar vörur á VÖRUMARKAÐSVERÐI Vöromarkaðurinn hi. P.S. Þegar við segjum nautakjöt, þá meinum við nautakjöt !!! Sigrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.