Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR8. NÓVEMBER1985 33 Fjölskyldusaga Sofku framkölluð af myndum Erlendar bækur Anna Bjarnadóttir í upphafi nýjustu bókar Anitu Brookner, sem hlaut bresku Book- er McConnel-bókmenntaverðlaun- in í fyrra fyrir bókina Hotel du Lac, skoðar sögumaður gamla brúðkaupsmynd þar sem Sofka stendur stolt ásamt börnunum sínum fjórum og dregur athygli frá brúðhjónunum sjálfum. Börnin voru enn ung þegar myndin var tekin en þó má sjá hvað í þeim bjó. Frederick stendur brosleitur milli fallegra systra sinna, Mimi og Betty, og lítur frekar út fyrir að vera fylgdarsveinn þeirra en bróðir. Þær stara stóreygar út úr myndinni og brosa, eins og móðir þeirra hefur sagt þeim að ungar stúlkur eigi að gera. Alfred situr stilltur og prúður á gólfinu hjá frænkum sínum og hans hlutskipti í lífinu á í rauninni lítið eftir að breytast. Saga fjölskyldunnar í Family and Friends er sögð úr fjar- lægð, sögumaður rifjar hana upp þegar hann skoðar gamlar fjöl- skyldumyndir, en hún er forvitni- leg og einn breskur gagnrýnandi hefur sagt að Brookner hafi aldrei skrifað betur. Sofka er ekkja eftir sér miklu eldri mann. Hann var kaupsýslu- maður og fjárhættuspilari og kemur ekki við sögu nema hvað á heimilið til Alfreds eftir að Sofka deyr. Alfred var mikill bókaormur sem barn og átti sína drauma en vissi að hann yrði að taka við fjölskyldufyrirtækinu og standa við hlið móður sinnar eftir að Fredrick fengi nóg af því og flytti í burtu. Hann lætur sig dreyma áfram eftir að hann eldist en honum tekst ekki að láta draum- ana rætast. Hann verður aldrei hrifinn af öðrum konum en frænk- um sínum tveimur og hvorki hann né Mimi losna nokkru sinni úr faðmi fjölskyldunnar. Family and Friends er í sama anda og fyrri bækur Brookners, A Start in Life, Providence, Look at Me og Hotel du Lac, að því leyti að bókin fjallar fyrst og fremst um manngerðir og samskipti fólks og söguþráðurinn skiptir ekki meginmáli. Mimi á mest sameigin- legt með fyrri kvenpersónum Brookners en Frederick og hótelið hans á Ítalíu minnir aðeins á hót- elfjölskylduna í Hotel du Lac. Per- sónulega er ég mjög hrifin af Brookner og varð síður en svo fyrir vonbrigðum þegar ég las Family and Friends en ég myndi ekki ráð- leggja þeim sem eru fyrir spenn- andi og viðburðaríkar bækur að lesa mikið eftir hana. Mannakorn í mylsnustuði Hljómplötur Árni Johnsen í ljúfum leik heitir nýjasta hljómplata Magnúsar Eiríksson- ar með hljómsveitinni Manna- korn, en á plötunni eru öll lög og textar eftir Magnús nema ljóðið Eldur eftir Stein Steinarr. Mannakorn skipa að þessu sinni auk Magnúsar, Pálmi Gunnars- son sem syngur alla textana nema Eldinn sem Magnús syngur sjálfur, Ragnar Sigurjónsson og Sigfús Örn Óttarsson, en aðrir sem leika með eru Rúnar Georgs- son sem tekur tilþrifamikið sóló í laginu Þaö er komið suraar, Magnús Kjartansson og Guð- mundur Benediktsson. Mannakorni bregst ekki boga- listin 1 heildinni frekar en fyrri daginn og Magnús heldur sínu striki I tónsmíðunum, en þó finnst mér hann heldur fara út í ópersónulegri stíl með þessari plötu, fíngerðu en svipmiklu smáatriðin hans týnast nokkuð í þeirri útsetningu sem ræður ferðinni á í ljúfum leik. Hitt er að þessi plata er með miklum tilþrifum og það er titringur í henni, mylsnustuð. Nokkur ókostur þó hvernig hljóðblöndun er háttað þar sem söngrödd og nokkur hljóðfæri eru mjög aftar- lega. Tromman er víðast á fremsta bekk eins og gamall glóðarhaus sé á ferðinni um svið- ið en Pálmi er á köflum ein- hversstaðar úti í buskanum með hekluðum hljóðfæraleik sem mætti skila sér betur í myndinni. Á rauðu ljósi er dúndrandi gott lag þar sem allir þræðir njóta sín og rífandi rokktaktur. Þá má nefna að lagið Börn við vorum er að mínu mati gott lag og sérstætt. í Eldinum skilar Magnús sér vel og það snarkar vinalega í laginu eins og í dágóð- um varðeldi. Þá er þrumustuð í laginu í ljúfum leik og Horna- fjarðarblúsinn er myndrænn og fallegur. Ef maður horfir yfir Hornafjörðinn undir Horna- fjarðarblúsinum þá er slatti af firðinum í laginu, ósar líöa hjá, það hriktir í jökultungum, spegl- ast á vatni og litir spretta fram í fögrum fjallahring, góður náttúrublús. Á þessari plötu er mikil áhersla lögð á fastan og ákveðinn takt en einhvernveginn finnst mér að hin mjúku tök fari Magn- úsi Eiríkssyni betur, meiri ljóð- ræna, minni blús. En hvað um það, platan er góð, það fer ekkert á milli mála. Metsölublad á hverjum degi! lanita brooknl-r WINNMUX VHr AXAI KMd CAMU Htl/fM^ Funily and Fríenda, eftir Anita Brookner, gefin út nf Jonathan Cape, London, 187 bls. fjölskyldan lifir af gamla fyrir- tækinu hans og hans blóð rennur í æðum barnanna. Frederick og Betty líkjast honum mest og eru uppáhaldsbörn móður sinnar. Frederick er aölaðandi og vinsæll meðal kvenna, móöir hans hefur gaman af að sjá hrifninguna í augum stúlknanna sem hann býð- ur heim í köku og kaffi á sunnudög- um en er ekki eins hrifin af dugn- aðarforkinum, konunni, sem gift- ist honum og fer með hann til Italíu þar sem þau reka hótel og hann heldur áfram að njóta lífsins sem huggulegur og áhyggjulaus gestgjafi. Báðum dætrunum er kennt að gefa karlmönnum hýrt auga og daðra við þá í hófi. Betty er blóð- heitari og stingur fjölskylduna af til Parísar um leið og tækifæri gefst. Hún fær ungan danskennara þeirra systra, sem fellur betur við Mimi, með sér og Mimi hittir hann þegar hún fer að leita systur sinnar. Hún segir honum hvar hana sé að finna, bíður hans reiðu- búin alla nóttina á hótelherbergi og nær sér aldrei af skömm þegar hann lætur ekki sjá sig. Betty fær fijótt leið á danskennaranum og giftist ungum kvikmyndaleik- stjóra. Þau flytjast til Hollywood þar sem hún fitnar og lifir í gamla tímanum. Hvorki hún né Frederick fara aftur heim en eru þá áfram uppáhöld móður sinnar. Mimi og Alfred eru hin full- komnu börn. Mimi gerir allt fyrir móður sina, giftist meira að segja manninum sem Sofka segir henni aö giftast og þau hjónin flytja inn o 1 n A pLEGGUR \ OG SKEL -* fatauerslun barnannu Ljóninu, Skeiði - S. 4070 400 ísafirði aoena HAFNARGATA 36 KEFLAVIK SIMI92-4994 V/ERSLUMIM 0/% BREKKUGÖTU 5 ' AKUREYRI SIMI96-21252 Éf LAUGAVEGI32 REYKJAVIK SIMI27620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.