Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 AF ERLENDUM VETTVANGI Stafar skógadauðinn í Evrópu af veirusýk- ingu en ekki af mengun? Það er veirusýking, sem veldur skógadauðanum í Evrópu. Hún braust fyrst út svo eftir varð tekið í Tékkóslóvakíu skömmu eftir 1960 og hefur síðan breiðst út til Austur- og Vestur-Þýskalands, Sviss, Frakklands og fleiri landa. Það er vestur-þýskur vísindamaður, sem heldur þessu fram og hefur kenning hans að vonum vakið mikla athygli. Burkhard Frenzell, prófessor og yfirmaður grasafræði- deildar háskólans í Stuttgart, hafði við þessar rannsóknir samvinnu við F. Nienhaus, pró- fessor við þá deild háskólans í Bonn, sem fæst við sjúkdóma í trjám, og saman fundu þeir veir- ur í sjúkum trjám á 43 ólíkum skógarsvæðum. Eru veirurnar staflaga af ýmsum gerðum og lengdum 3.— 4.000 hlutar úr millimetra. Nienhaus tókst einn- ig að sýkja heilbrigð tré með þessum veirum. Þessar kenningar Frenzels hafa haft sömu áhrif og olía á eld í umræðunum og deilunum um skógadauðann í Evrópu en samkvæmt nýjustu athugunum er rúmur helmingur skóganna í Vestur-Þýskalandi sjúkur. Lang- flestir vísindamenn hallast nefnilega að því, að skaðvaldur- inn sé súra regnið og þeir munu ekki fallast á skoðanir Frenzels fyrr en hann hefur rökstutt þær betur. Veirur í trjám Það er ekki ný vitneskja, að veirusjúkdómar geti lagst á barr- tré. Árið 1961 fann tékkneskur grasafræðingur veirur í trjám, sem voru sködduð á sama hátt og trén í Vestur-Þýskalandi nú, og talið er, að honum hafi tekist að sýkja með þeim sótthreinsað- ar plöntur á tilraunastofu. Aust- ur-þýskur grasafræðingur fann skömmu seinna sömu veiruna í Austur-Þýskalandi og Ungverja- landi og hún hefur einnig fundist í trjám við Oxford á Englandi og I Skotlandi. Hingað til hafa þessar athuganir þó ekki vakið mikla athygli og ekkert um þær fjallað í umræðunum um skógar- dauðann. Skógfræðingar víða um lönd fylgjast af áhuga með rannsókn- um Frenzels og Nienhaus og margir eru tilbúnir til að sam- þykkja, að veirur kunni að ráða nokkru um skógardauðann. Flestir telja þó, að veirusýking sé fremur afleiðing en orsök, en hún nái sér þá fyrst niður þegar skógurinn er orðinn veiklaður af súra regninu. Smitberinn Tékkneski grasafræðingurinn fyrrnefndi taldi líklegast, að ákveðin blaðlúsategund, sem er algeng á barrtrjám, væri smit- berinn en Otto Kandler við grasafræðideild háskólans í Munchen trúir því, að hann sé sveppategund, sem veldur of miklum skaða á trjám. Sveppur- inn, sem þroskast seint á sumri eða á haustin, lifir á rótum trjánna og á trjástubbum og einnig á stofni lifandi trjáa. Kandler trúir því ekki, að loft- mengunin geti greitt fyrir veiru- sýkingunni. Segir hann, að það mæli gegn því, að skaðinn er oft jafn mikill á tveimur svæðum þótt mengunin á öðru sé aðeins tiundi hlutinn af því, sem er á hinu. Tékkneski vísindamaðurinn, sem fyrst fann veiruna, rakst aðeins á hana í sjúkum trjám en Frenzel og Nienhaus fundu hana jafnt í heilbrigðum sem sjúkum trjám og á næstum öllum at- hugunarsvæðunum í Vestur- Þýskalandi. Meögöngutíminn 20-30 ár Dæmigerður fyrirboði trjá- dauðans i Mið-Evrópu er, að árs- hringir trjánna verða minni, trén vaxa minna en eðlilegt er. Kemur þetta fram 20-30 árum áður en sjúkdómseinkennin verða öllum augljós. í skógunum í Westfalen má sjá þetta fyrst í árshringjum trjánna frá árinu 1954 en það var ekki fyrr en árið 1982, að vart varð við sjúk tré þar. Margir vísindamenn telja, að rekja megi upphaf trjádauðans til aukinnar bílaeignar eftir stríð enda er það þá, sem litlu árs- hringirnir koma fram. Frenzel heldur því aftur fram, að það hafi verið þá, sem veirusýkingin hófst, fyrst í Tékkóslóvakíu og síðan í nálægum löndum. Tengir hann útbreiðsluna miklum skor- dýrafaröldrum, sem orðið hafa í Vestur-Evrópu eftir stríð og hafa komið frá Austur-Evrópu. Gömul ummerki um sjúkdóminn I franska tímaritinu „Science & Vie“, sem sýnt hefur kenning- um Frenzels mikinn áhuga, segir frá því hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu, að um veiru- faraldur væri að ræða. Frenzel hafði sérstakan áhuga á að kynna sér sögu skóganna eftir að ísöld lauk og með því að at- huga sýni úr fornum barr- og eikartrjám reyndi hann að gera sér grein fyrir hvernig veðurfar- inu hefði verið háttað síðustu árþúsundin. Við þessar athugan- ir veitti hann því eftirtekt, að í árshringjum sjúkra trjáa nú á dögum endurspeglast veðurfarið ekki á sama hátt og í heilbrigðum trjám. Ein aðferðin við að meta vöxt trjáa er að ákveða hlutfallslegt magn vetnis- og kolefnisfrum- einda í tréni, sem orðið hefur til á tilteknum tíma, og Frenzel skoðaði sérstaklega ágústvöxtinn í árshringjum sjúkra trjáa nú og einnig í mjög gömlum trjám. Kom þá í ljós, að sama aftur- förin, sem einkennir vöxt sjúkra trjáa, hefur orðið oft áður, t.d. á miðöldum. Frenzel segist hafa fundið í Svartaskógi mjög gömul tré, sem virðast hafa fengið sjúk- dóminn nokkrum sinnum en lifað af en það er nýtt, að áður var sjúkdómurinn takmarkaður við ákveðin svæði en er nú kominn um mestalla Evrópu. Sökudólgarnir margir Burkhard Frenzel kynnti nú nýlega þessar athuganir sínar í þýska blaðinu „Welt am Sonntag" og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þeim, sem berjast gegn tilraunum til að draga úr menguninni af bílunum, fannst sem þeir hefðu himin höndum tekið enda skiptir það litlu máli að minnka mengunina ef það er aðeins veira, sem veldur skógar- dauðanum. Frenzel sjálfur segist ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum og harmar, að kenningar hans skuli vera notaðar af sumum sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í mengunarmálum. Hann segist einmitt hafa fundið merki um mengunarskaða á trjám og að jafnvel þótt veira kunni að valda mestu séu sökudólgarnir margir. SS (Þýtt og stytt ór Svenska Dagbladet.) Sovéskar orrustuflug- vélar veittu japanskri farþegaþotu eftirför Tókf ó, Japan, 7. nóvember. AP. STJÓRNVÖLD í Japan gagnrýndu í dag japanska flugfélagið Japan Air Lines fyrir mistök, sem flugmanni einnar af farþegaþotum félagsins urðu á ■ grennd við Sakhalin-eyju og leiddu til þess, að sovéskar orrustuflugvélar hófu sig á loft í skyndingu og veittu þotunni eftirför. Varð þessi atburður ekki langt frá þeim stað, þar sem kóreska þotan var skotin niður fyrir tveimur árum. Talsmaður flugfélagsins sagði, að þotan, Boeing 747, með 132 farþega innanborðs, hefði verið á leið frá Tókýó til Parísar, með viðkomu í Moskvu, hinn 31. októ- ber sl. og hefði flogið um 100 km austur fyrir áætlaða flugleið yfir alþjóðasiglingaleiðinni á milli Síberíu og sovésku eyjarinnar Sakhalin. „Þetta var augljóslega athugun- arleysi flugmannsins að kenna," sagði Yasuhiro Nakasone, forsæt- isráðherra Japans, á fundi með fréttamönnum. „Við verðum að hafa strangt eftirlit á þessu sviði til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig.“ Flugmaður þotunnar, Morihiko Nishioka, viðurkenndi á fundi með fréttamönnum, að hann hefði gleymt að skipta aftur yfir á sjálf- stýrikerfi þotunnar eftir að hafa handstýrt henni um stund til að sneiða hjá sterkum vindsveip. „Þetta var mér að kenna," sagði hann, „og þegar aðvörunarljósið kviknaði í mælaborðinu gerði ég mér grein fyrir, að ég var illa staddur og varð að hafa hraðan á til að komast á rétta leið.“ Hann náði sambandi við flug- umferðarstjórnina í Khabarovsk í Sovétríkjunum og fékk leyfi til að breyta um stefnu. Um svipað leyti og Nishioka átt- aði sig á villu síns vegar, sást á ratarskermum japanska hersins, hvar óþekktar flugvélar, sennilega sovéskar orrustuþotur, flugu í humátt á eftir farþegaþotunni, sem þá var í grennd við Sakhalin- eyju. Að sögn talsmanns JAL sáu flugmennirnir aldrei sovésku þot- urnar og var farþegunum ekki skýrt frá atviki þessu. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu sagði, að flugöryggis- samkomulag það, sem tekist hefði milli Japans, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í síðasta mánuði, hefði að öllum líkindum átt þátt í að koma í veg fyrir harmleik á við þann, er kóreska þotan var skotin niður með 269 manns innanborðs. Sjóræningja- útvarp hættir útsendingum Lundúnum, 7. nóvember. AP. EFTIR útvarpssendingar í 18 mán- uði sem náðu til milljóna Evr- ópubúa, hefur ameríska sjóræn- ingjaútvarpsstöðin Laser 558 neyðst til að hætta útsendingum. Útvarpsstöðin hafði aðsetur í skipi á Norðursjó og það var hvassviðri, sem neyddi skipið til að leita hafn- ar í Bretlandi eftir að útsendingar- búnaður um borð í skipinu hafði skemmst vegna veðursins. Þar sem skipið hélt sig utan 12 mílna lögsögu Bretlands var ekki hægt að neyða það til hafn- ar. Hins vegar lögðu Bretar bann við því að til skipsins væru færð- ar vistir og varahlutir og náöi það bann einnig til landa innan Evrópubandalagsins vegna veru Breta I því. Það var að lokum skortur á varahlutum, sem olli því að útsendingar stöðvuðust. Það er í höndum saksóknara- embættisins á Bretlandseyjum að ákveða hvort forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar verða lög- sóttir. Útsendingar hófust I mai 1984 og var stöðin rekin að amerískri fyrirmynd. Þetta var auglýsingaútvarp, en þó var auglýsingum haldið í lágmarki. Athugun í Bretlandi í nóvember sýndi að þar í landi voru 5 millj- ónir manna, sem hlýddu á út- sendingar stöðvarinnar að stað- aldri, en forsvarsmenn hennar töldu að í Norður-Evrópu hlust- uðu að staðaldri 15 milljónir manna á stöðina. Eureka-ráðstefnan í Hannover: Samþykkt um 10 forgangsverkefni Hannover, Vestur—Þýskmlandi, 7. nóvember. AP. FULLTRUAR 18 Vestur—Evrópu- ríkja á EUREKAR-áðstefnunni í Hanover samþykktu á miðvikudag að hefja undirbúningsvinnu við 10 forgangsverkefni sem hluta af við- leitni EUREKA til að stuðla að því að Evrópaskur iðnaður þróist til jafns við bandaríska og japanska tækni. Síðasta ályktun fulltrúa á ráðstefn- uani varðaði fjármögnun hinnar metnaðarfullu EUREKAáætlunar. Þessar álykanir fela þó ekki í sér neinar skuldbindingar um fjárfram- lög til EUREKA, sem hefur orðið að takmarka starfsemi sfna mjög sök- um fjárskorts. Aðeins þrjú lönd hafa lagt fram fé til EUREKA: Frakkland, Vestur-Þýskaland og Holland. Ákvörðunin um forgangsverk- efnin 10 sem tekin var 1 lok ráð- stefnunnar í Hannover er frekari skilgreining hátækniáætlunar EUREKA, að sögn Geoffrey Pattie, iðanaðarráðherra Breta. Verkefnin varða þróun hátækni- búnaðar, allt frá flóknum laser- kerfum til fyrirferðalítilla grein- ingartækja á kynsjúkdómum. EUREKA var stofnuð fyrir til- stuðlan Francois Mitterrand Frakklandsforseta til að koma í staðin fyrir þátttöku Evrópuríkja í geimvarnaráætunar Bandaríkj- anna og til að skapa vettvang fyrir þróun hátækni í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.