Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Sjávarútvegur — undirstaða og upp spretta velferðar Utfærslur fiskveiðilögsögu okkar í 12, síðan 50 og loks 200 mílur höfðu fyrst og fremst þann tilgang að stugga erlend- um veiðiflotum af Islandsmið- um og tryggja heimastjórn á nýtingu þeirra. Þær vóru mikil- væg skref til að tryggja efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar til frambúðar. Þannig hefur engu að síður tekizt til, bæði vegna ytri áfalla og pólitískra eða stjórnsýslu- legra mistaka, að sjávarútveg- urinn, mikilvægasta undir- stöðugreinin í þjóðarbúskap okkar, hefur hangið á rekstrar- legri horrim í meira en áratug, gengið á eignir og safnað skuld- um. Hinsvegar sjást nú teikn á lofti um nokkurn bata. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, komst svo að orði á aðalfundi samtaka útvegsmanna: “Á þessu ári hafa ytri aðstæð- ur yfirleitt verið sjávarútvegin- um hagstæðar, bæði hvað varð- ar aflabrögð og markaðsverð. Hitastig í sjónum við ísland hefur hækkað verulega og líf- ríkið hefur haft tækifæri til þess að þroskast og dafna. Þetta eykur okkur bjartsýni, að helztu nytjastofnar við landið muni auðvelda okkur uppbyggingu þeirra, atvinnugreininni og þjóðinni til hagsældar." Gert er ráð fyrir að útfluttar sjávar- vörur 1985 nemi rúmlega tutt- ugu og tveimur milljörðum króna, eða nálægt 70% af heild- arútflutningi landsmanna. Það kom fram í ræðu for- manns LÍÚ að útflutningur á ferskum fiski hafi aukizt veru- lega, fyrst og fremst vegna þess að verðhækkun á ferskum fiski, fluttum út í gámum, hafi numið 14% (í Englandi) og 16% á fiski úr veiðiskipum sem sigla með afla sinn, umfram breytingu á gengi. Stuttur greiðslufrestur á andvirði aflans hafi og ýtt undir þessa þróun, sem og skortur á starfsfólki í fiskvinnslu. Hluti af þessari verðhækkun fersk- fisks í Englandi tengist óhag- stæðu tíðarfari í Norðursjó og litlum afla brezkra skipa. Það er því óráðlegt að reikna með áframhaldandi aukningu fersk- fisksölu á næsta ári. Það eykur á bjartsýni í ís- lenzkum sjávarútvegi að horfur eru betri um aflabrögð á næsta ári og heildaraflamark á þorski ætti að verða umtalsvert hærra en á þessu ári, þótt ekki liggi enn fyrir, hvert það verður. Mikilvægt er að væntanlegar heimildir til aukins aflakvóta verði notaðar til að bæta rekstr- arstöðu sjávarútvegsfyrir- tækja. Skuldabyrði og fjár- magnskostnaður vegna halla- rekstrar mörg gengin ár hvíla enn þungt á atvinnugreininni. Staða sjávarútvegsfyrirtækja hefur og versnað síðustu mán- uði vegna verðlagsþróunar inn- anlands og kostnaðarhækkana, til dæmis á olíu. „Ekki leikur minnsti vafi á því,“ sagði formaður LÍÚ þegar hann fjallaði um veiðistjórn, “að takmörkunar er þörf þegar litið er til stofnstærðar aðal- nytjafisks okkar, þorsksins, og sóknarmöguleika fiskiskipaflot- ans. Það á að vera óumdeilan- legt markmið og að byggja stofninn upp, svo veiði verði árviss og aflasveiflur minni.“ Skiptar skoðanir eru um form veiðistjórnunar, en ekki um nauðsyn þess að veiðisókn verði miðuð við veiðiþol nytjafiska. Mestu máli skiptir að ná þeim afla úr fiskstofnum, sem fiski- fræðileg rök standa til, með sem minnstum tilkostnaði, og vinna og/eða selja afurðina með þeim hætti, að sem hæst verð fáist fyrir. “Við búum við tiltölulega flókið verðmyndunarkerfi þar sem eru lögbundnar greiðslur umfram hið ákveðna fiskverð,“ sagði formaður LÍÚ í setningar- ræðu sinni. „Æskilegt er að fella allt þetta kerfi niður,“ sagði hann, “og einnig það sem eftir er af sjóðakerfi sjávarút- vegsins og þær millifærslur milli manna, sem það hefur í för með sér. Væri það gert, yrði unnt að taka þetta allt inn í fiskverðið, jafnframt því, að hlutaskiptum yrði breytt, þann- ig að sjómenn og útgerð hefðu að meðaltali það sama, sem hvor hefur í dag. Breyting af þessu tagi myndi draga úr tor- tryggni sem er í garð þessa kerfis og gera hvern og einn ábyrgari fyrir sínum rekstri. Þessi atriði eru öll lögbundin og verður því ekki breytt nema fyrir atbeina Alþingis." Nýsköpun íslenzks atvinnu- lífs er óhjákvæmileg. Það þarf að tryggja atvinnuöryggi tug- þúsunda einstaklinga sem bæt- ast á íslenzkan vinnumarkað næstu tvo áratugi. Það þarf að efla framleiðni og hagvöxt, auka þjóðartekjur svo, að þær rísi undir sambærilegum lífs- kjörum og 1 grannríkjum. Til þess að svo megi verða þurfum við að tileinka okkur öra tækni- framvindu í framleiðslu og styrkja stöðu okkar á alþjóðleg- um mörkuðum. En fyrst og síðast verðum við að gera sjáv- arútveginum kleift að byggja sig upp til viðvarandi rekstrar- öryggis - og jafnstöðu i sam- keppni við aðrar atvinnugreinar - svo hann megi áfram þjóna því hlutverki, sem hann hefur gegnt lengi, að vera undirstaða og uppspretta velferðar í landinu. Er sjúklingum mt sinnt sem skyldi i — eftir Hallgrím Magnússon Inngangur Ef litið er yfir dagblöðin í Reykja- vik allt yfirstandandi ár kemur í Ijós að umræðan um heilsu aldr- aðra snýst aðallega um hinn sára skort sem er á langleguplássum fyrir aldrað fólk. Annað aðalum- ræðuefnið er Alzheimer sjúk- dómurinn svo nefndi og í þriðja lagi er kvartað yfir skorti á starfs- fólki til heimilishjálpar en aldrað- ir þurfa öðrum fremur á slíkri hjálp að halda. Segja má að þessi þrjú aðalum- ræðuefni dagblaðanna um heil- brigðismál aldraðra fyrstu 8 mán- uði þessa árs séu nálægt því að vera höfuðatriðin í þessum mála- flokki. Alzheimers sjúkdómurinn og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun eða elliglöpum er það sjúkdómsástand sem veldur öldr- uðum og aðstandendum þeirra einna mestum þjáningum og legg- ur oft þungar byrðar á fjölskyldu sjúklingsins. Þá er oft gripið til þess ráðs að biðja um heimilis- hjálp og heimahjúkrun, en á end- anum þegar sjúkdómurinn er langt genginn verður þörfin fyrir lang- tímavistun sjúklingsins á stofnun mjög brýn. Á undanförnum árum hefur talsvert verið byggt af íbúðum fyrir aldrað fólk og eru þær gjarn- an tengdar ýmiss konar þjónustu, sem kemur sér vel fyrir aldraða. Elliheimili hafa verið byggð, dag- deildir settar á stofn o.fl. Allt þetta hefur einkum komið til góða þeim hópi aldraðs fólks sem býr við tiltöiulega góða heilsu, en minna þeim sem sjúkir eru, eink- um þeim sem eru ósjálfbjarga vegna veikinda sinna. Algengastur þessara sjúkdóma eru elliglöpin eða heilabilun. Ekki hefur enn tekist að finna gott ís- lenskt orð yfir þennan sjúkdóm, heilabilun er ekki gott orð því að bilunin er ekki á öllum sviðum heilastarfseminnar, heldur eru aðeins vissir hlutar hennar úr lagi gengnir. „Elliglöp" er skárra orð, en hefur þann ókost að það er ef til vill í hugum flestra fremur neikvætt vegna þess að það líkist orðum eins og „afglöp". Mun ég nota það hér, þar sem heilabilun er beinlínis rangnefni. Málvenja hefur verið hér á íslandi að tala um „kölkun“ þegar átt er við elli- glöp, „þessi eða hinn sé orðinn kalakaður". Þessi málvenja á væntanlega rætur sínar að rekja til þess að áður fyrr var talið að æðakölkun í heila ylli elliglöpum. Þetta er nú talið rangt og ætti samkvæmt því að leggja þessa málvenju niður. Hvað eru elliglöp? Við elliglöp bilar minni sjúkl- ingsins og dómgreind og persónu- leikinn getur breyst. Sjúklingur- inn hættir að þekkja umhverfi sitt og nánustu ættingja og tímaskynið ruglast. Hann hættir að geta fram- kvæmt einföldustu athafnir og ratar ekki um, innan dyra sem utan. Þessi einkenni versna smám saman á nokkrum árum. Að lokum verður sjúklingurinn algerlega rúmlægur og er að öllu leyti „út úr heiminum" eins og sagt er. Það þykir nokkuð vel sannað að dánar- tíðni sjúklinga með elliglöp er hærri en hjá þeim sem ekki hafa sjúkdóminn en eru að öðru leiti sambærilegir. Elliglöpum má skipta í tvo aðal- flokka, annars vegar elliglöp af Alzheimers gerð og hins vegar elliglöp vegna endurtekinna smá- blæðinga eða æðastíflna í heilan- um, sem smám saman skemma stóra hluta heilavefsins. Hvorug þessara tegunda elliglapa er lækn- anleg. Ennfremur eru til ýmsar aðrar orsakir fyrir elliglöpum og eru sumar þeirra læknanlegar. Þær eru allar sjaldgæfar, en að sjálf- sögðu ber að huga að þeim hjá öllum sjúklingum sem elliglöp fá. „í fjölmiðlum hefur ný- lega verið talað um að 900 einstaklingar bíði þess að komast á elli- eða hjúkrunarheimili og þar af séu 300 í mjög brynni þörf fyrir vistun. Biðlistinn á eftir að lengjast á næstu árum ef ekkert verður að gert, þar sem öldruðum mun fjölga verulega á næstu árum og áratugum“. Rannsóknir á íslandi Elliglöp hafa verið rannsökuð allítarlega hér á landi og fyrir liggja áreiðanlegar upplýsingar um fjölda þeirra, sem þennan sjúk- dóm hafa á hverju aldursskeiði. Út frá þessum upplýsingum mætti áætla hver þörfin á þjónustu við aldraða þyrfti að verða á næstu árum og jafnvel áratugum. Öllum fslendingum sem fæddir eru árin 1895 til 1897 hefur verið fylgt eftir í áratugi með tilliti til geðsjúkdóma. Tíðnin hefur svo verið reiknuð út með tilliti til ýmissa þátta, bæði félagslegra og heilsufarslegra. Allmargar grein- ar hafa birst um þessa rannsókn í tímaritum hérlendis og erlendis og niðurstöður úr henni víða kynntar á ráðstefnum um geð- læknisfræði. TAFLAl Dreifing sjúklinga (%) við væg elliglöp á aldrinum 75-87 ára eftir búsetu Við 75 ára Við 81 árs Við 87 ára aldur aldur aldur Býr einn 20,1 11,9 Býrmeðöðrum 85,5 53,9 43,7 Á stofnun 14,5 26,0 44,4 Alls 100,0 100,0 100,0 Hugleiðingar vegna < indis Þorsteins Pálss — eftirSvein Valfells Á fundi Sambands Fiskvinnslu- stöðva I síðustu viku októbers flutti Þorsteinn Pálsson athyglis- vert og greinargott erindi sem birtist í Morgunblaðinu 1. nóvem- ber sl. Einum þætti gleymir hann er gæti leyst vandamál sjávarútvegs- ins að einhverju leyti en það er minnkun sóknar með fækkun skipa. Ef togarar eru teknir sem dæmi, er úthlutaður aflakvóti þeirra um 3000 tónn af fiski I ár, en þeir sem hafa valið sóknarkvóta, sem þýðir að skipin eru bundin tæpa hundrað óaga yfir árið, munu afla um 4000 tonn. Nokkrir hafa og keypt kvóta af öðrum skipum og aukið afla sinn þannig. Við góð skilyrði ættu þessi skip að geta auðveldlega veitt 5000 tonn. Þorsteinn gefur upp eftirfar- andi tölur um kostnað I sjávarút- vegi i erindi sínu. „erlendur kostn- aður án fjármagnskostnaðar er 25% af tekjum meðan innlendur kostnaður er 61%. Framlagið til vaxta, afskrifta og hagnaðar er 14% en þyrfti að vera 20% V Ef við gerum ráð fyrir að auka mætti nýtingu fjárfestingar í skip- um og vinnslu I sama hlutfalli og aflaaukning úr 3000 i 5000 tonn nemur, liti dæmið svona út. Er- lendur kostnaður 23%, innlendur kostnaður 55%, f ramlegð til vaxta, afskrifta og hagnaðar 22%. Skil- yrðinu um 20% framlegð væri fullnægt. Niðurstaðan er sú að ef offjárfestingin í veiðum og iisk- vinnslu hefði ekki átt sér stað „Eina leiðin út úr vand- anum virðist því vera að fækka bæði skipum og fískvinnslustöðvum, þannig að nýting fjár- magns í þeim stöðvum er halda áfram rekstri verði það góð að þær skili arði.“ væri sjávarútvegurinn rekinn með hagnaði í dag! Eina leiðin út úr vandanum virðist þvi vera að fækka bæði skipum og fiskvinnslustöðvum, þannig að nýting fjármagns I þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.