Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985
5
Húsfreyjan á Höfðabrekku, Sólveig Sigurðardóttir, ásamt dúfnabændunum á bænum, Björgvin 7 ára, Kristjáni
11 ára, danska vinnumanninum Christian Stuk 17 ára og Ingvari 3 ára, við dráttarvélina.
Færdum okkur úr svefn-
herberginu til öryggis
— sagði húsfreyjan á Höfðabrekku í Mýrdal eftir að snjóskriða féll á bæinn
VIÐ steinsváfum og vissum
ekkert af þessu fyrr en við vökn-
uðum um morguninn," sagði
Sólveig Sigurðardóttir, húsfreyja
á Höfðabrekku í Mýrdal, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Aðfaranótt miðvikudagsins féll
snjóskriða úr Höfðabrekkuhálsi
alveg niður að bæjarhúsum og
fóru tveir bflar og dráttarvél, sem
stóðu á hlaðinu, í kaf. Sólveig
sagði að ekki væri fullkannað
hversu mikið tjón hefði hlotist
af snjóskriðunni, en unnið var
að því að hreinsa til og ryðja
snjóinn í gær.
„Skriðan stoppaði á húsinu og
til öryggis færðum við okkur úr
svefnherberginu í nótt, því að þar
er stór gluggi sem snýr upp að
hlíðinni," sagði Sólveig. „Hins
vegar held ég að lítil hætta sé á
annarri skriðu hérna fyrir ofan
bæinn. Það er hengja á milli
íbúðarhússins og fjárhússins, en
hún fellur þá sennilega út á tún.“
Dúfnabændurnir á bænum,
synir þeirra hjóna Sólveigar og
Jóhanns Kristjánssonar, urðu
einnig fyrir óþægindum vegna
snjóskriðunnar. Dúfnakofinn
þeirra fór á kaf, en strákarnir
brugðu skjótt við og grófu dúf-
urnar lifandi upp úr snjónum um
morguninn. Sólveig sagði að hún
vissi ekki til að snjóskriður hefðu
áður fallið á bæinn á Höfða-
brekku, en snjór er nú óvenju
mikill í Mýrdal.
Landsfundur Alþýðu-
bandalagsins hófst í gær
LANDSFUNDUR Alþýðubandalags-
ins var settur í gær I Austurbæjarbíói,
að viðstöddu fjölmenni. Flutt voru
þrjú ávörp félaga úr Æskulýðsfylkingu
Alþýðubandalagsins, upplestur var og
tónlistarflutningur. I lok setningarat-
hafnarinnar flutti Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins ávarp.
I ávarpi sfnu sagði Svavar m.a.
„bersýnilegt er að verkalýðshreyf-
ingin er nú að sameinast um sókn
að nýju marki: Krafan um kaup-
máttartryggingu er efst á blaði allra
verkalýðsfélaganna. Verkalýðs-
hreyfingin ætlar ekki að og má ekki
láta brjóta sig niður."
Síðar í ávarpi sínu sagði formað-
urinn: „Verkefni landsfundarins eru
þvf þessi: — Að undirstrika sam-
stöðu Alþýðubandalagsins um aðal-
atriði stefnu okkar.
— Að móta skýr svör og hvöss við
kröfum dagsins.
— Að afhjúpa blekkingar gróða-
hyggjunnar — sem er ekki frjáls-
hyggja því hún hefur í för með sér
ófrelsi fjöldans, en frelsi lítilla for-
réttindahópa.
— Að sýna hvernig framtið við vilj-
um búa fólkinu i landinu — framtið
sem vísar bjartsýn og baráttuglöð
til nýrrar aldar.“
Gert var kvöldverðarhlé um kl.
19 í gær, en að því loknu var lands-
fundi haldið áfram í Borgartúni 7
kl. 20.30 og hófst hann á ræðu
Svavars Gestssonar, formanns Al-
þýðubandalagsins.
Við upphaf landsfundar Alþýðubandalagsins í Aussturbæjarbíó í gær. Svavar
Gestsson formaður Alþýðubandalagsins ræðir hér við Vilborgu Harðardóttur,
fráfarandi formann Alþýðubandalagsins. Svavari við hlið er sonur hans Gestur.
Herrafrakkar
Ný sending af dönsku herrafrökkunum
tekinuppídag.
4.350
. Veröaöeinskr.
GEíSiB
FULLKOMIÐ ÖRYGGI
í VETRARAKSTRI
Á GOODYEAR VETRARDEKKJUM
Öruggari akstur Gott grip i brekkum Gööir aksturselglnleikar
á isliögöum vegum meö iausum snjo á ojöfnum vegum
GODDYEAR vetrardekk eru hljóðlát og
endlngargóð.
Fullkomin hjölbarðaþjónusta
Tölvustýrð Jafnvægisstilling
GOODfÝEAR
GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ
HEKLAHF
Uaugaveai 170-172 Simar 21240-28080
■■-----