Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 t SIGMUNDUR GRÉTAR SIGMUNDSSON varkstjóri, Spóahólum 12, lést í Borgarspítalanum 6. nóvember. Valgoröur Björgvinsdóttir, Sigmundur Sigmundsson, Lilja Sigmundsdóttir, Rúnar Sigurjónsson. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍOUR HELGA EINARSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja i Steinmóöarbæ, sem lést 2. nóvember veröur jarösungin frá Stóradalskirkju laugar- daginn 9. nóvember kl. 13.00. Bílferö verður frá Umferðarmiöstööinni kl. 10.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskulegur eiginmaöur minn, ANTON SCHNEIDER, lést aöfaranótt 7. nóvember. Guórún Schneider. Jaröarför + EINARS GUÐFINNSSONAR útgeröarmanns, sem andaöist í sjúkrahúsi Bolungarvikur 29. október, fer fram frá Hólskirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vínsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hólskirkju eöa líknarstof nanir. Guðfinnur Einarsson, María Haraldsdóttir, Halldóra Einarsdóttir, Haraldur Ásgeirsson, Hjalti Einarsson, Halldóra Jónsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Benedikt Bjarnason, Jónatan Einarsson, Halla P. Kristjénsdóttir, Guömundur Péll Einarsson, Kristín Marsellíusdóttir, Jón Friögeir Einarsson, Margrét Kristjénsdóttir, Pétur Guöni Einarsson, Helga Aspelund. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, LAUFEY JÓNSDÓTTIR, Grensásvegi 58, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Jón Ingi Júlíusson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Ósk Halldórsdóttir, Guöný Halldórsdóttir, Erla Halldórsdóttir, Pálhildur Guömundsdóttir, Karl Torfason, Stefán H. Sigfússon, Björn Úlfar Sigurösson, Diörik Ó. Hjörleifsson, Gestur Gíslason og barnabörn. + Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁRSÆLS MARKÚSSONAR, Hákoti, Þykkvabæ, veröur gerö frá Hábæjarkirkju laugardaginn 9. nóvember klukkan 14.00. Húskveöja veröur frá heimili hins látna klukkan 13.30. Ferö verður frá Umferöarmiöstööinni sama dag kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóö karlakórsins Stef nis. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartkær dóttír okkar og systir REGÍNA EINARSDÓTTIR, Hamri, Gaulverjabæjarhrepp, veröur jarösungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00. Einar Steindórsson, Þóra Egilsdóttir, Steindór Einarsson, Aöalheiöur Einarsdóttir. Minning: Gísli Gíslason frá Mosfelli Fæddur 9. aprfl 1909 Dáinn 29. september 1985 Um Guð og menn sögðu vor miklu skáld Matthías Jochumson og Valdimar Briem: „Hann heyrir mínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörftu á“ M.J. „Guðs anda andardráttur sé óslítandi þáttur á milli mín og þín.“ V.B. Á mælitækjum nútímans hefur það sést, þegar móðir sat hjá meðvitundar-lausum syni, ungum manni í dauðadái, að hjartaslög og andardráttur sjúklingsins og hin daufa líkamsstarfsemi varð allt léttara, þegar móðir hans sat hjá honum. — ótrúlegt hefði það þótt á dögum Matthíasar og Valdi- mars að hægt væri að mæla hjartaslög og andardrátt manns- ins með vísindatækjum. — En samt kom fram í þeirra trú og fleyga hug sú mynd, að með hverju hjartaslagi væri fylgst, og V.B. tók andardráttinn sem dæmi um óslít- andi þátt við Guð. — Hjá Guði voru hjartaslög og andardráttur mæld og yfir þeim vakað. Til voru þeir menn, sem grunaði það einnig, er þeir sátu yfir sjúkum manni, að lífskraftur hins heil- brigða manns gengi í styrkjandi samband við þann, sem þjáning- una leið. Og línuritin virðast sanna það. — Hér er einnig um að ræða kraft bænarinnar og mátt kærleik- ans. Það er huggunarríkt fyrir ást- vini að vita, að þeir sáu um það, að einmanaleikinn bættist ekki við þungbæra líðan. Á þeirri öld, sem vér höldum að fjölskyldubönd væru sterkari en nú er almennt orðið, sagði Hall- grímur: Dvínarogdregstíhlé á dauftastundinni ástvinir, frændurfé fallvalt hygg ég aft það sé. Oft mun það reynast svo. — En hér á það ekki við. Gísli Gíslason háði langt og strangt stríð á gjör- gæsludeild. En hann var umvafinn ástvinum sínum til hinstu stundar. Gísli Gíslason fæddist á Mosfelli í Grímsnesi 9. apríl 1909. Hann var ellefta barn prestshjónanna séra Gísla Jónssonar og frú Sigrúnar Kjartansdóttur. Af því að ég kynntist móður hans, seint að vísu á hennar ævi, þá get ég með vissu sagt, að öðrum syni meðal sjö dætra, sem líka fögnuðu honum, hefur verið tekið ástúðlega í örmum kærleiksríkrar móður. — Sá sonur, sem á undan var kominn, var fyrsti sonur og fyrsta barn fætt á Mosfelli. — En þangað komu hjónin frá Meðal- landsþingum með fjórar ungar dætur. Fyrri sonurinn hlaut nöfn beggja afa sinna, Kjartan Jón. — Hann var dökkhærður með brún augu. Nú var sjö árum síðar annar sonur í heiminn borinn, bláeygur, ljós og hrokkinhærður drengur. Hópurinn stóri skiptist nokkuð jafnt á dökkhærð börn og dökkeyg og svo ljóshærð og bláeyg börn. Það kom snemma fram að Gísli hafði óvenju mikla og fagra söng- rödd. Mjög sérstæðar, margþættar og fagrar voru vöggugjafir þessara barna. Og gleðin yfir þeim ekki ósvipuð því, sem Matthías Joch- umsson lýsir hjá móður sinni. Prestsekkja Ragnhildur, móðir frú Sigrúnar og frændkona séra Gísla, var á heimilinu og hélt dótt- urbörnum sínum all strangt að vinnu, sérlega systrunum, sögðu dætur séra Gísla og brestu að. — Enda hefur verið nauðsyn mikil á svo mannmörgu heimili. Mest hefur þó sú nauðsyn verið talin að lærdómstími barnæskunnar væri notaður snemma og vel til þroska, bæði við andlegt nám og vinnu. Þá var bókalestur, söngur og organleikur ekki talið erfiði né vinna. Engum manni datt í hug, og síst af öllu kennurum, að börn ættu fram undir fermingu að vera að læra lestur, sem er undirstaða allrar fræðslu. Það er víst, að snemma hefur stóri systkinahópurinn verið fal- lega læs. — Enda afburða flutn- ingsmenn, hvort heldur var ræða eða upplestur. Elínborg og Kjartan voru 9 og 10 ára börn orðin organistar í Mosfellskirkju. Séra Gísli kenndi þeim sjálfur. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför STEINGRfMS SIGMUNDSSONAR frá Hróaldsstöðum. Unnur Steingrímsdóttir, Ástvaldur St&ingrímsson, Karl V. Steingrímsson, Sigmundur Steingrímsson, Krístín Steingrímsdóttir, Hilmar Steingrímsson, Steingerður Steingrímsdóttir, Kolbrún Steingrímsdóttir, Þorgeróur Karlsdóttir, Hilmar Gunnarsson, Auður Jónsdóttir, Þóröur Helgason, Ólafur R. Gunnarsson, Grétar Ólafsson. barnabörn og langafabarn. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug vió andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur, RAGNARS SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Grýtubakka 22. Björg Erlingsdóttir, Ingunn Ragnarsdóttir, Kristinn Sigtryggsson, Guðmundur Birgir Ragnarsson, Elfsabet Siguröardóttir, Soffía R. Ragnarsdóttir, Valgeir Ingi Ólafsson, Ásþór Ragnarsson, Kolbrún Kjartansdóttir, Ellen Á. Ragnarsdóttir, Frióþjófur Bragason, Þorkell Ragnarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Kristín Þ. Ragnarsdóttir, Ólafur S. Guömundsson. Níu ár lifði Gísli Gíslason í áhyggjuleysi barnæskunnar á Mosfelli. Sviplegur sorgarskuggi, sem skyndilega lagðist yfir heimili þeirra um vor, þegar séra Gísli dó í slysi, náði þó aldrei að þurrka sólskinið út, sem ríkti í heiðríkju minninganna frá bernsku og æskuárum þeirra systkina. Alltaf lifði sólskinið í fegurðinni við fjallið og gleðin frá þessu sér- stæða söng- og ljóðaheimili, þar sem margar, fagrar barnaraddir blönduðust saman við undirleik prestsins á orgelið og forsöng móð- ur þeirra. Um það sagði vel orðifarin kona, fermingarbarn séra Gísla: „Það er ógleymanlegt, þegar hún frú Sigr- ún hóf forsönginn í Mosfellskirkju, að heyra þessa miklu fögru rödd.“ Og minnisstætt var það heimili sóknarbörnum eftir áratugi, bæði gestrisnin, gleðin og ástúðin og raddirnar fögru að ógleymdu org- eli og organleik. Á þeim dögum var einnig vor- söngur fuglanna margbreyttur og óendanlegur. Stutt stund um óttu- skeið skar sig úr. Þannig var ísland þá. í öllum vandkvæðum þess tíma og lífsins stranga skóla, kom „vor- boðinn ljúfi“ með gleðisöng á glaðri stund — og himneskan söng, ef sorg ríkti á bænum. Þeir vissu það, hinir vængjuðu sönggestir vorsins. Sumarið, sem í hönd fór eftir að sorgin kvaddi dyra hjá ekkju og börnum. — Þá gekk Ingibjörg á hverju kveldi að gröf föður síns til þess að bjóða honum góða nótt. Þetta sagði mér dóttir séra Þor- steins Briem, sem fylgdi Ingi- björgu ári seinna út í garðinn til kveðjunnar, þá lítil stúlka. Mikla ást og umhyggju hafði Gísli lagt við yngstu systur sína, Ágústu Þuríði, sem var á fyrsta ári, er þau misstu föður sinn. Gísli Gíslason hlaut góða menntun, þótt ekki yrði úr lang- skólanámi. Má vera að hans ríka tónlistargáfa hafi átt þar nokkurn þátt í. — Það var það nám, sem hæfði gáfum hans allra best. — En það var dýrt nám og líklega ekki talið á þeirri tíð heppilegt til lífsafkomu. Þá voru ekki allar hendur á lofti til þess að styrkja söngnám söngvarans og hljómlist- arnám ungra tónskálda, utan lands og innan. Ungir menn fóru jafnvel dult með slíka hæfileika. Það breytti miklu um framtíð- aráform og möguleika, þegar þessi fjöl-velgefnu systkini misstu föður sinn. Séra Gísli var ekki eingöngu mikill búmaður og tungumálamað- ur og kennari, heldur einnig víð- sýnn og bjartsýnn maður, sem hafði mikinn áhuga á námi barna sinna, — að líkindum skyggn á það, hvað hverjum hæfði best. Ekki er ólíklegt, að það hafi móðir þeirra séð líka. En jarðneskur auður var enginn, ríkidæmi henn- ar var frá öðru ríki. Og Iangt komst það ríkidæmi í samheldni fjöl- skyldunnar, því að öll fengu börnin skólagöngu, þótt mislöng væri, Gísli Gíslason þó mest. En sjálfsnám þeirrar kynslóðar, sem nú er óðum að hverfa, þeirra sem góðum gáfum voru gæddir, var margra kynslóða arfur, sem nú er verið að glata. Gísli Gíslason skólaði sinn söng í Karlakór Reykjavíkur. Þar starf- aði hann fjölda mörg ár. — Hann var skrifstofumaður í Reykjavik. — En ég minnist hans fyrst og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.