Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 11 Heilsugæslustöðin við Hraunberg: Áætlaður kostnaður um 50 milljónir króna FYRSTA skóflustungan að heilsugæslustöðinni við Hraunberg var tekin síðastliðinn þriðjudag og var það Davíð Oddsson, borgarstjóri, sem stjórnaði gröfunni við það tækifæri. Aætlað er að hönnun hússins Ijúki um næstu áramót og verða þá gerð útboðsgögn og útboð auglýst í janúarmánuði. Hin nýja heilsugæslustöð við Hraunberg verður um 808 fermetr- ar að grunnfleti og verður öll starf- semi hússins á einni hæð. Á aðal- hæðinni er inngangur úr vestri á miðju húsi, frá torginu norðan við menningarmiðstöðina Gerðuberg. Húsið verður að hluta til gert úr steyptum einingum, þar á meðal allir útveggir. Aætlað er að bygg- ingarkostnaður verði um 46 millj- ónir króna miðað við byggingavísi- tölu 229 stig, en 58 milljónir ef miðað er við áætlaða meðalvísitölu næsta árs, 290 stig. Er þá með- talinn kostnaður við frágang lóðar og kaup á búnaði. Samkvæmt lögum greiðir ríkis- sjóður 85% stofnkostnaðar heilsu- gæslustöðvar, en borgarsjóður 15%. Framlög samkvæmt fjárlög- um voru 100 þúsund krónur árið 1984, en 3,5 milljónir á yfirstand- andi ári og framlag borgarsjóðs 620 þúsund krónur. A árinu verður um 4 milljónum króna varið til verksins, í hönnun, girðingar á vinnusvæði og jarðvinnu. Hönnuðir hússins eru arkitekt- arnir Ormar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall. Verkfræðistofan Önn annast hina verkfræðilegu hlið og lóð hannaði gerir Einar Sæmundssen, landslagsarkitekt. Útlitsteikning að heilsugæslustöð- inni við Hraunberg. Morgunblaðið/Árni Sæbert Umsjón með hönnun og gerð út- boðsgagna og verklýsinga hefur byggingadeild borgarverkfræð- ings. Forstöðumaður hennar er Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur. Davfð Oddsson borgarstjóri sýndi á sér nýjar hliðar í hhitverki gröfustjóra er hann tók fyrstu skóflustunguna að heilsugæslustöðinni við Hraunbem. Niðurstöður könnunar á húsnæðiskjörum: Fasteignakaupendur telja að lækkun útborgunar leysi helst vanda þeirra FÉLAGSVÍSINDADEILD Háskóla íslands hefur gert könnun á húsnæðis- kjörum, sem byggist á svörum frá 110 einstaklingum sem keyptu fasteign á höfuðborgarsvæðinu í aprfl-júní 1984. Könnunin var unnin fyrir og í samvinnu við nefnd er félagsmálaráðherra skipaði 6. júní 1984 til þess að kanna fasteignamarkaðinn og gera tillögur um úrbætur í húsnæðismálum. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra og Stefán Ólafsson lektor kynntu niðurstöður könnun- arinnar á fundi með blaðamönnum. í niðurstöðum könnunarinnar kemur m.a. fram að mjög mikill aðstöðumunur er milli þeirra sem eru að kaupa húsnæði j fyrsta sinn og þeirra sem eiga húsnæði fyrir, en tveir af hverjum þremur kaup- endum sem könnunin náði til eiga húsnæði fyrir. Fyrri eign fjármagn- aði að jafnaði 78% af útborgun í nýrri eign. Veigamestu lánin sem þeir sem kaupa í fyrsta sinn fá eru G-lán og eigin hfeyrissjóðslán og nægja þau samanlögð að meðaltali fyri 42% af útborguninni. Eigið sparifé, bankalán og stuðningur ættingja brúa stærsta hlutann af því sem eftir er. Athyglisvert er að flestir kaupendur segja mikla óvissu ríkja um fjármögnun hluta af eftirstöðv- um og þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn eru að jafnaði óvissir um hvernig þeir fjármagni um 11% af útborgun. Rúmlega fimmtungur þeirra sem kaupa í fyrsta sinn nota lán úr öðrum lífeyrissjóði en sínum eigin til að fjármagna útborgun. Þeir sem kaupa í fyrsta sinn nota skammtímabankalán í mun ríkari mæli en hinir sem eiga íbúð fyrir. Notkun langtímabankalána er áþekk hjá báðum hópunum, en þau eru að jafnaði veitt til 2ja ára. Kaupendur verja að meðaltali 48% af mánaðartekjum fjölskyld- unnar í húsnæðiskostnað á 4. árs- Starfsemi Byggung lýkur í ársbyrjun 1988: Félagið á eignir upp á 25 milljónir króna — segir Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri, sem lætur af störfum um næstu áramót „BYGGUNG stendur mjög vel fjárhagslega og félagið á eignir upp á 25 millj- ónir króna. Hins vegar er staðan á markaðinum þannig að við sjáum ekki ástæðu til að halda rekstrinum áfram,“ sagði Þorvaldur Mawby, framkvæmda- stjóri Byggung, í samtali við Morgunblaðið, en ákveðið hefur verið að leggja félagið niður þegar núverandi verkefnum er lokið. Þorvaldur Mawby sagði að ekki væri lengur markaður fyrir hina miklu afkastagetu félagsins, en fé- lagið hefði yfir að ráða tækjum til að steypa upp milli 700 til 800 íbúðir á ári. „Þegar félagið var stofnað fyrir tíu árum var það gert til að auðvelda ungu fólki að byggja yfir sig. Nú er staðreyndin hins vegar sú, að ungt fólk sækir í gamalt húsnæði vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á verði og greiðslu- kjörum, gömlum íbúðum í vil,“ sagði Þorvaldur. Það er því ekki grundvöllur fyrir rekstri félagsins við núverandi aðstæður," sagði Þorvaldur. . Þorvaldur Mawby sagði að Bygg- ung myndi standa við þær skuld- bindingar sem félagið hefur þegar gert. „Við munum ljúka við þau verkefni sem við erum með og hættum svo, en það verður í árs- byrjun 1988. Á þessu ári skilar fé- lagið 150 íbúðum, 200 íbúðum á næsta ári og á árinu 1987 50 íbúð- um.“ Eignir Byggung verða seldar og hafa byggingarkranar þegar verið auglýstir til sölu. Áætlað er að tekjum af sölu eignanna verði varið til að lækka byggingarkostnað á þeim íbúðum, sem verið er að byggja á vegum félagsins. Þegar starfsemi Byggung lýkur, i árs- byrjun 1988, hefur félagið byggt alls um 900 íbúðir frá því félagið var stofnað fyrir tíu árum. Þorvald- ur Mawby mun láta af störfum framkvæmdastjóra um næstu ára- mót, en hann hefur flust búferlum til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni. fjórðungi útborgunarárs. Þessi tala er hærri hjá þeim sem kaupa í fyrsta sinn eða 68%. Húsnæðis- kaupendur vinna að jafnaði 12% lengri vinnutíma en verkamenn almennt og 22% lengri en skrif- stofumenn á almennum markaði. Flestir kaupendur telja að lækkun útborgunar sé það úrræði sem kæmi þeim best. Næst mesta áherslan var lögð á lækkun vaxtakostnaðar. I könnuninni var einnig athugað viðhorf kaupenda til fasteignasala. Þar kom fram að 64%-84% þeirra telja sig hafa fengið réttar upplýs- ingar frá fasteignasölum um ýmis- legt varðandi eignina og kaupin. I 16%-36% tilvika voru upplýsingar sagðar ónákvæmar, villandi eða rangar. Helst var talið að upplýsing- ar um skattamál væru lélegar, eða f 82% tilfella. Tveir af hverjum þremur lögðu áherslu á að fá ráðgjöf um hús- næðismál á vegum hins opinbera. í könnuninni kom fram að greiðslu- aætlanir hafa ekki staðist hjá nærri þriðjungi kaupenda þegar þrír árs- fjórðungar eru liðnir frá undirritun samnings og hafa þeir orðið fyrir óvæntum aukakostnaði af þessum sökum. Stefán Ingólfsson deildarverk- fræðingur hjá Fasteignamati ríkis- ins hefur athugað fjármögnun fast- eignakaupenda á íbúðakaupum í apríl tii júní 1984. Athuganir þessar vann hann upp úr könnun félagsvís- indadeildar sem greint er frá hér að framan. 1 þessari athugun er miðað við tvo hópa, þ.e. þá sem eru að kaupa sína fyrstu eign sem eru 34% kaup- enda og þá sem eru að skipta um eign, 66% kaupenda. Stefán telur aðalorsök mikillar fjárþarfar markaðarins vera háa útborgun, en 34,5% af veltu hans er reiðufé. Sem dæmi nefnir hann að ef útborgun lækkaði úr 75% í 50% af söluverði minnkaði fjár- þörfin í 19,7% af veltu. Þetta þýddi að lánsfjárþörf húsnæðiskaupenda 1984 hefði minnkað um 460 milljónir króna. Ef útborgunin minnkaði í 50% mundi það auka kaupgetuna á markaðnnum í heild um tæp 15%. Hækkun opinberra lána til kaupa á notuðu húsnæði mun hafa tak- mörkuð áhrif á kaupgetuna 1 heild, en sérstök hækkun lána til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu eign mundi þó nýtast vel og auka kaup- mátt þess hóps. Ef G-lán til þeirra hækka um 138 milljónir á verðlagi 1984 eykst kaupmátturinn um 10%. Það jafngildir 45% raunhækkun á upphæð einstakra lána og 27% hækkun heildarfjárhæðar G-lán- anna. Bankalán eru rúm 5% af heildar- veltu fasteignamarkaðarins. Þau eru til jafnaðar veitt til tveggja ára, þó kaupendur telji þau langtímalán. Bankalán eru nokkru stærri hluti af lánsfjárþörf þeirra sem eru að skipta um fasteign en hinna sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Þeir sem kaupa í fyrsta sinn leggja fram um 18,7% af kaupverði sem eigið fé, á móti 3,4% af kaupverði hjá þeim sem eru að skipta um fasteign. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VAL0IMARS L0GM JOH Þ0RÐARS0N HOL Þurfumaö útvega fasteignir af flestum stærðum og geröum: Sérstaklega óskast: 3ja-4ra herb. ibúö á 1. hæö viö Háaleitisbraut eöa i nágrenni. 4ra-5 herb. nýleg íbúö í borginni meö bílskúr eöa bílskursrétti. 3ja herb. íbúö i borginni á 1. haeö eöa i lyftuhúsi. Raðhús í Fossvogi, ýmsar stæröir koma til greina. Húseignmeð tveim íbúðum aö stærö um 100-110 fm hvor. 2ja-3ja herb. íbúö má vera i kjallara í vesturborglnni eöa í Hlíöum. Einbýlishús eöa raöhús i nágrenni Borgarspítalans. 100-200 fm verslunarhúsnæöi i gamla miöbænum gegn útborgun. 3ja herb. íbúö á 1. eöa 2. hæö i vesturborginni. í mörgum tilfellum meiri útborgun en nú é sér almennt stað í fast- eignaviöskiptum. Margskonar makaakipti möguleg. Allar upplýsingar trúnaöarmál sé þess óskaö. Viðskiptum hjá okkur fylgja ráögjöf og trausfar upplýsingar. AtMENNA FASIEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 26600 Allirþurfa þakyfir höfuðid Ljósheimar 2ja herb. ca. 60 fm íb. í háhýsi. Góð sameign. Verö 1650 þús. Neshagi 3ja herb. íb. á 3. hæö í blokk. fsíýtt eidhús. Herb. í risi fyigir meö aðgangi aö sameiginl. snyrtingu og eidhúsi. Bilsk.rótt- ur. íb.erlaus. Rauöalækur 147 fm hæð í fjórb.húsi. Allar innr. nýlegar. Verö 3,2 millj. Munid myndböndin okkar vinsælu Fasteignaþjónustan Auslurstræti 17, s. 26600 Þorsteinn Steingrimsson lögg. fasteignasali. 26600 FASTEIGNA WONUSTAN Ný28síönamynd- skreytt íbúöa-sölu- skráog 14síöna söluskráum atvinnuhúsnæöi Hringiöeöakomiö eftir eintaki Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, s. 26600 Þorsteinn Steingrimsson lögg. fasteignasali. hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.