Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fréttamenn eiga þakkir skildar fyrir morgunútvarp Velvakandi. Um seinustu mánaðamót tóku fréttamenn á fréttastofu útvarps- ins að sér að sjá um morgunútvarp. Bjóst þá margur við að það myndi bera keim af fréttastofunni meira en gott væri og ekki falla hlustend- um í geð svo sem hjá aðkomu- mönnum. Eftir þennan reynslutíma, sem nú er að baki, get ég ekki annað en látið í ljósi ánægju mína yfir þessu útvarpi. Það er bæði fjöl- breytt, lifandi og það tínt til sem áhugavert er á hverjum tíma. Hljómlistin margbreytileg og aldr- ei leiðinleg. Ef svona heldur sem horfir, verða þeir fleiri og fleiri sem fá áhuga fyrir þessum þætti. Mér er kunnugt um að það þarf mikið til að halda svona útvarpi líflegu og því er það þakkarefni þegar vel tekst til. Ég hefi rætt um þetta við vini mína á förnum vegi og eru þeir ánægðir. Kom okkur saman um að rétt væri að flytja umsjónarmönnum þakkir fyrir skemmtilegar stundir og óska þættinum góðra lífdaga undir góðri stjórn. Stykkishólmi, Árni Helgason. Vinna kvenna í 1100 ár Filippía Kristjánsdóttir skrifar: Velvakandi góður heill og sæll. Ég hef verið að lesa nýútkomna stórmerkilega bók. Hún heitir „Vinna kvenna á Islandi í 1100 ár“, eftir frú önnu Sigurðardóttur. Ég hef ekki gefið mig út fyrir að skrifa ritdóma enda ekki nema fáum fært en ég get ekki látið vera að segja mitt álit á ritverkinu. Þetta er snilldarverk og ráðlegg ég unga fólkinu sérstaklega að kynna sér bókina. Þar er mikla fræðslu að fá um það sem forverar okkar urðu að búa við. Bókin er sannar- lega þess virði að henni sé gaumur gefinn. Tilvitnanir og myndir veita lesendum mikinn fróðleik og lær- dóm. Ef ég væri ung nú á tímum held ég að bókin myndi kenna mér sérstaklega að líta i eigin barm, svo ég lærði að gera kröfur fyrst og fremst til sjálfrar mín. Mann- dómur fólksins sem bókin fjallar um og hægt er líka að lesa á milli línanna vekur hjá manni undrun og hrifningu, þegar litið er á þægindaleysi og fátæktina í heild. Konurnar hafa sannarlega ekki látið sitt eftir liggja, þótt þær hafi orðið að sæta kúgun. Myndi kvenþjóðin í dag taka því með þögn og þolinmæði að þurfa að vaka og nota hvíldartimann sinn til þess að þjóna karlmönnunum meðan þeir hvíla sig, hafa fótabúnað þeirra og föt tilbúin að morgni og fá ekki neina aukaþóknun fyrir. Kannski ekki einu sinni þakklæti. Það mátti margt breytast. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Spurt: Margrét Eggertsdóttir hafði samband við Velvakanda og hafði hug á að finna hver væri höfundur ljóðsins „Koma engin skip í dag?“ Fyrir nokkrum árum söng Kristín Á. Ólafsdóttir þetta kvæði inn á plötu. Kæri Velvakandi. Ég hef I vörslu minni sálm er heitir „Trúarjátningin" með lagi: „ó, sýng þínum Drottni", þetta eru 8 vers og læt ég hér með fylgja tvö þau fyrstu: ungt fólk nú á dögum geti skilið það ástand sem víða var ríkjandi á dögum langafa og langömmu, þegar allt virðist núorðið ganga fyrir vélum og tölvum og kapp- hlaupið um þægindin gengið út i öfgar. Þökk fyrir þessa bók. Svarað: Velvakandi sneri sér til tónlist- ardeildar útvarpsins og fékk þær upplýsingar að Magnús Eiríksson væri höfundur bæði lags og Ijóðs. Ér trúi á Guð fðður og tigna hann *. Lýðir, lofið Guð. Hann skapaði himin og hauður og sæ. Ó, dýrð sé þér himnanna Drottinn. Ég trúi á Guðs eingetinn eilifan son. Lofið lambið Guðs. Hann Guð er af andanum, maður af mey. 0, þúsundfðld þðkk sé þér Jesú. Spurningin er, hver orti sálm- inn, ég hef spurt kennimenn og leikmenn en engu orðið nær. Sú eina ábending er ef tirfarandi: Sigurbjörg Einarsdóttir kennari frá Endagerði i Sandgerði f. 14.6. 1888, d. 8.7. 1979, lét nemendur sína skrifa þetta upp í íslensku- tima i skólahúsinu hjá Nýlendu i Hvalsneshverfi, skólaárið 1911— 12. Höfundinn nefndi hún aldrei, var það þó ekki vani hennar. Sigur- björg var föðursystir spyrjanda. GBJ Frábært starfs- fólk á heilsu- gæslustöð Sel- tjarnarness Tilefni skrifa þessara er að láta í ljós þakklæti til starfsfólks heil- sugæslustöðvarinnar á Seltjarnar- nesi fyrir frábæra þjónustu. Til heilsugæslustöðvarinnar virðist hafa valist frábært vel menntað starfsfólk. Frá sjónarhóli leikmanns fer þar saman mikil fagleg kunnátta, dugnaður, trún- aður, þjónustuvilji og hæfni til mannlegra samskipta. Auk reynslu minnar af „venjulegum" ferðum þangað að degi til eða á kvöldin byggi ég þessa skoðun mína af námskeiðshaldi sem þar hefur farið fram. Ánægður viðskiptavinur. Frá Kvennasmiðjunni. Kommakvennasmiðjan Karl hringdi: „Ég fór í heimsókn í Kvenna- smiðjuna um daginn eins og fleiri. Sýningin var mjög skemmtileg og fræðandi og sýnir að þó að vel hafi miðað í mennt- unarmálum kvenna, hefur lítið þokast í launamálum þeirra. Sem sagt, ágætis sýning sem ég var ánægður með nema að einu leyti. Eitt kvöldið var flutt- ur grínþáttur um karlaveldið, gert grín að Steingrími, Þor- steini, Davíð og fleiri körlum og einni konu, Ragnhildi Helgadótt- ur heilbrigðisráðherra. Nú er þetta kvennasmiðja. Af hverju þá að ráðast á Ragnhildi sem hefur hafist til æðstu met- orða og ættu konur að vera stolt- ar og eru það eflaust margar. Én kommakerlingarnar sem sömdu umræddan grínþátt sjá allt rautt þegar Ragnhildur er annars vegar. Skyldu þær hafa látið svona ef Guðrún Helgadótt- ir hefði verið ráðherra?" spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Sálmurinn „Trúarjátningin“ Útsala Svartar terelynebuxur með og án fellinga. Ýmsir litir, kr.995,-. Gallabuxur og terelynebuxur, litlar stærðir, kr. 350,-. Skyrturfrákr. 195,-o.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. tneðm Cremedas — besta umhirda sem þú getur veitt húð þinni. Hin einstœða samsetning Cremedas veitir húð þinni þann raka, sem nauðsynlegur er í okkar hreytilega loftslagi kulda, hita og vinda. Notaðu Cremedas Nordic andlitskrem eitt sér eða undir „make up", og Cremedas „bodykrem" eða „bodylotion" í hvert sinn eftir bað. JOPCO HF. VATNAGÖRÐUM 14 - SÍMAR/39130, 39140 KR0SSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verði SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.