Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Misnotkun eða fíkn — eftir Sölvínu Konráðs 2. HLUTI „J“-kúrvan Myndin af „J“-kúrvunni hefur verið notuð til þess að setja fram, á myndrænan hátt, tölfræðilegar niðurstöður úr rannsóknum sem hafa verið að athuga og lýsa áfeng- isneyslu og tengslum hennar við skaða. Þetta líkan getur gefið mjög skýra mynd af samvirkni þátta í áfengisneyslu. (Sjá myndir 1, 2, og 3.) Áfengisnotkun er flókið fyrirbæri. Allar mælingar verða að taka til a.m.k. þriggja þátta: 1. magns neyslu, 2. þess tíma sem neyslan stendur yfir, 3. stig ölvun- ar. Það má flokka áhættu á mis- notkun út frá tíðni og magni neyslu. Til þess að gera flokkunina nákvæmari og nothæfa til stefnu- mótunar um aðgerðir gegn áfeng- isvandanum verður að taka inn félagslegar breytur, og tölfræði- legar upplýsingar um skaða af völdum áfengis. „J“-kúrvan gefur því möguleika á að skoða í samhengi tíðni, magn og líkur á ölvun. Einnig tíðni slysa sem tengjast notkun áfengis og tíðni sjúkdóma sem eru afleiðingar misnotkunar. Sé litið á hina ýmsu flokka, sem kúrvan greinir, má sjá eftirfar- andi; 1. Bindindi eða lítil neysla án skaða. 2. Tímabundin misnotkun (DSM III greinir þennan flokk sem misnotendur). 3. Dagleg neysla, í þessum flokki eru fíknir, þ.e. þeir sem eru andlega og líkamlega háð- ir efninu. (DSM III greinir þennan flokk sem háða áfengi). Það kemur í ljós að um tæp 14% í könnuninni á vegum Félagsvísindadeildar eru í bindindi og að í bandarísku úrtök- unum eru það um 30% sem ekki neyta áfengis, en að öðru leyti þá sýna myndirnar að svipaður fjöldi i úrtökunum neytir svipaðs magns af áfengi. Vissulega ber að taka þennan samanburð varlega því hann er settur fram myndrænt en ekki með tölfræðilegum prófunum á marktækni. Það eru u.þ.b. 1,5% til 5% af misnotendum, búsettum í Norðurálfu, sem falla í þennan flokk. (Til samanburðar má geta þess að í Morgunblaðinu þann 24. september 1985, er frétt frá SÁÁ þess efnis að 3% íslensku þjóðar- innar hafi farið í meðferð á þeirra vegum síðan árið 1977. Áætlaðar misnotkunarlíkur hér á landi eru 10%, Tómas Helgason et al 1983.) Síðastnefndi flokkurinn er sá sem Jellinek nefndi Gamma. Beta og Delta misnotendur valda ekki skaða þótt þeir séu fíknir. Ef litið er á fjölda í hvorum flokki, þá kemur í ljós að það eru sjö sinnum fleiri í flokki misnotenda en fík- inna. Hver einstakiingur í fyrra flokknum er síður líklegur til þess að valda skaða en einstaklingur sem er fíkinn, en sem hópur valda misnotendur 75% alls skaða sem tengist áfengisneyslu. Hér er því komin tiltölulega skýr mynd af mjög flóknu fyrirbæri. Á þennan hátt er hægt að skilja dreifinguna innan hvers hóps og sjá hvaða hópur það er, sem veldur mestum skaða. Eins og er, þá er algengast að áfengisvandamálið sé sett fram í orðræðu, sem lituð er af reynslu þess sem um það fjallar. Kenn- ingarammi „paradigm", ráðandi hugmyndir eða málskrúð, sem einstaklingar eða hópar halda fram um ákveðin málefni, ákvarða að miklu leyti skilgreiningu á fyr- irbærinu sem fjallað er um og einnig hvernig bregðast skuli við ef málefnið er þess eðlis að til ígripa þurfi að koma. Öll opinber stefnumótun við vandanum er því frekar byggð á þessum kenningum en empírískum niðurstöðum. í þessu tilfelli hafa allar leiðir til lausnar á áfengisvandanum verið byggðar upp í kringum skilgrein- ingar á misnotkun fíkinna. { hefð- bundnum meðferðum við fíkn er því haldið fram að bindindi sé lausnin fyrir hinn fíkna. Það má vel vera að svo sé. En það er ekkert sem bendir óyggjandi til þess að svo sé. Þetta er ekki raunhæf lausn við þeim vanda sem aðrir misnot- endur valda. Það er ekki hægt að fara fram á það við einstakling sem ekur undir áhrifum áfengis, að hann fari í bindindi, en hins vegar er lausin að gera honum ókleift að aka undir áhrifum áfengis. Það er heldur ekki raunhæft að ætla að þessi hugmyndafræði komi í veg fyrir sífellt lægri upphafsald- ur áfengisneyslu. Til þess að hægt sé að setja fram heilstæða stefnu um lausn á vanda þarf fyrst að skilgreina hver hann er og á hverju skuli vinna. Öll stefnumótun sem gerð er án þess að nokkur hafi yfirsýn yfir það sem takast á við, verður einungis Sölvína Konráðs „Fjölmennastir í hópi misnot- enda eru ungir karlmenn. Það eru einkum þeir sem ekki hafa fundið markmið aö stefna að og félagslegar skyldur að rækja og eru í umhverfi sem umber mis- notkun, skaða og truflun henni samfara.“ til þess að auka á þann rugling og skaða sem fyrir er. Lausn á vandamálum sem eru afleiðingar misnotkunar áfengis f dag er ýmislegt vitað um mis- notkun áfengis. Það er líka ýmis- legt vitað um það hvernig fíknir og misnotendur svara aðgerðum sem beitt er til þess að draga úr skaða. Fíkni hópurinn hefur verið rannsakaður mun meira en mis- notendur. Fjölmennastir í hópi misnotenda eru ungir karlmenn. Það eru einkutn þeir sem ekki hafa fundið markmið að stefna að og félagslegar skyldur að rækja og eru í umhverfi sem umber mis- notkun, skaða og truflun henni samfara. Þeir eru því oft í félags- legu umhverfi þar sem þessi hegð- un er norm. Þær breytur sem spá fyrir um misnotkun eru kyn, aldur, virkni í félagssamtökum, trú- rækni, hjúskaparstaða, atvinna. Þessar breytur eru félagslegar, þannig að misnotkun verður skil- greind sem félagslegt fyrirbæri. Við félagslegum vanda duga engar innlagnir á meðferðarstofnanir. Athuganir hafa leitt í ljós, að drykkja og þar með misnotkun minnkar marktækt hjá þessum hópi, er meðlimir nálgast þrítugs- aldurinn. Hugtakið „þroski" hefur verið notað til þess að skýra þessa breytingu. En það er varhugavert, þar sem slík skýring felur í sér, að engra aðgerða sé þörf, þetta lagist af sjálfu sér. Það hefur ekki verið rannsakað hvort þroski er hér réttmæt skýring, hér er aðeins um tilgátu að ræða. Það er þó öllu líklegra að breytur s.s. félagsleg festa, fjölbreytt félagsleg tengsl og stofnun fjölskyldu eigi beinan þátt í þessari breytingu. Reynist sú tilgáta rétt, rennir það enn frekari stoðum undir kenninguna um að misnotkun sé félagslega ákvörðuð hegðun. Ennfremur er misnotkun hjá konum algengust í aldurshópnum 21 til 34 ára. Þær breytur sem spá fyrir um misnotkun kvenna í þessum aldurhóp er hjúskapar- staða (fráskildar og ógiftar konur eru í mestri áhættu) og drykkju- venjur maka eða sambýlismanns. Drykkja minnkar marktækt hjá þessum hóp ef drykkjuvenjur maka eða sambýlismanns breytast til batnaðar, og ef þær ná félags- legri festu. (Wilsnack, et al 1984). Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar á fyrirbæri sem við getum kallað „ímyndunarfyllerí". Marlatt við Rutgers-háskólann er einn þeirra sem fengið hefur áhuga á þessu fyrirbæri. Niðurstöður til- rauna hans studdu tilgátuna um að drykkjuhegðun og misnotkun sé samvirkni huglægra og félags- legra þátta. Viðföngin voru 32 aðilar sem neyttu áfengis í hófi og 32 sem greindir voru sem fíknir neytend- ur. Viðföngum var skipt niður í fjóra hópa, tveir fengu áfengi en tveir fengu tonic. Öðrum hópnum sem fékk áfengi var sagt að þeir væru að drekka tonic, og öðrum hópnum sem fékk tonic var sagt að þeir væru að drekka áfengi. Þeir sem voru að drekka áfengi og þeir sem héldu að þeir væru að drekka áfengi sýndu merki ölvunar og sögðust finna fyrir áhrifum. Þeir gerðu fleiri villur í námsverk- efni sem þeir fengu til að leysa, jafnvægisskyn versnaði og árasar- girni jókst og þeir fylgdu frekar hópþrýsting en hinir tveir hóparn- ir. Þeir sem héldu að þeir væru að drekka tonic og þeir sem fengu tonic og vissu það, sýndu engin merki ölvunar. Það var enginn munur á því hvort um var að ræða hófdrykkjumenn eða fíkna. Breyt- an sem olli mismun á hegðun var hvað menn héldu að þeir væru að drekka. Öll viðföngin höfðu leyst sambærileg verkefni áður en drykkjan hófst, og þau leystu meðan á drykkju stóð. Aðrir sem framkvæmt hafa samskonar til- raunir, eru m.a. Marlatt et al, 1973, Marlatt 1978, Marlatt 1980, Lang et al 1975, Wilson & Lawson 1976, Wilson & Abrams 1978, Wilson 1978. Allar þessar tilraunir sýna samdóma niðurstöður. Misnotkun áfengis, ábyrgðar- laus hegðun og sá skaði sem þetta veldur verður aldrei meiri en umhverfið umber. Það er því umburðarlyndi umhverfisins gagnvart misnotkun sem þarf að minnka til þess að draga úr skaða. Hér er því vænlegra til árangurs að beina spjótum að félagslegum normura en að hverjum einstakl- ingi. Þeir sem misnota áfengi valda hvoru tveggju, beinum og óbeinum skaða. Með óbeinum skaða er átt við að þeir umbera samakonar hegðun og þeir fram- kvæma sjálfir, án þess að þeir geri sér grein fyrir því. Vandi og skaði sem þessi hópur veldur er viðráð- anlegt fyrirbæri. Þessi hópur svar- ar vel óbeinum félagslegum höml- um og refsiaðgerðum. Fíknir not- endur svara beinum hömlum og refsiaðgerðum. Þetta eru stað- reyndir sem nota á við stefnumót- un til lausnar á áfengisvandanum. í flestum samfélögum eru hópar sem nota áfengi sér og öðrum til skemmtunar og upplyftingar, og það er sá hópur sem getur skapað fyrirmynd fyrir misnotendur. Sjúkdómshugtakinu fylgir að allir misnotendur séu fíknir, en staðreyndin er sú að fíknir eru í miklum minnihluta misnotenda. Jellinek varaði við þessu á sínum tíma, eða öllu heldur spáði fyrir um þessa misnotkun á líkaninu. „ ... óréttmæt notkun sjúkdóms- hugtaksins (um alla flokka mis- notkunar á áfengi) er skaðleg vegna þess að fyrr eða síðar mun slík misnotkun skekkja viður- kennda notkun hugtaksins, og enn hættulegra er að það mun veikja þann siðgæðisgrunn sem félagsleg- ar hömlur og refsiaðgerðir byggja á.“ (1952, bls. 647.) Thomas Szasz rekur þetta hugtak aftur til heima- húsanna. „Óhófleg drykkja er ávani. Ef við viljum kalla slæman vana „sjúkdóm" eru engin takmörk fyrir hvað má skilgreina sem sjúk- dóm.“ (1972, bls. 84.) Það er full ástæða til þess að yfirvöld beini athygli meira að misnotkun en gert hefur verið. Hér er um að ræða mun umfangsmeira vandamál en hina klínísku fíkn, það nær til mun fleiri þátta þjóð- lífsins og snertir alla þegna þjóð- félagsins. Meira en helmingur misnotenda hættir misnotkun án bindindis. Lausn þess vanda sem misnotkun hefur í för með sér hefur reynst vera félagslegs eðlis en ekki læknisfræðilegs. Það eru óbeinir félagslegir þættir sem valda breytingum. Það á því að leggja áherslu á aðgerðir sem draga úr skaða en ekki að predika um bindindi. Tengsl milli mis- notkunar og fíknar Næstum allir Gamma-fíknir (en ekki Beta og Delta) lýsa tímabili þar sem þeir misnotuðu áfengi án fíknar (Jellinek 1952). í fljótu bragði virðist því misnotkun leiða til fíknar. En það er þó ekki svo. Misnotendur eru vissulega í nieiri áhættu en þeir sem ekki misnota áfengi. Fíkn virðist heldur ekki vera undirflokkur misnotkunar, því að minna en helmingur þeirra sem verða fíknir eiga sögu um misnotkun. Þannig að misnotend- ur í dag eru ekki endilega „alkóhól- istar" framtíðarinnar. j. .. , Dreifingáárlegriáfengis- I- j o 1 d i i neyslu fullorðinna Banda- prósentu. ríkjamanna, upplýsingar eru frá Moore & Gerstein, 1981. Meí.altal drykkja á degi hverjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.