Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Esbjörn Rosenblad og kona hans, Rakel Siguröardóttir, á heimili þeirra hjóna í Kópavoginum. ísland er mitt annað föðurland „FYRSTU kynni mín af íslending- um voru árið 1947 þegar nokkrir blaðamenn komu frá íslandi til Uppsala þar sem ég var við nám. Ég var á þessum tíma ritari Nor- ræna félagsins í Uppsölum og kynntist því þessum mönnum nokkuð. Eftir þessi kynni hafði ég lítið af íslendingum að segja þar til ég kom hingað, 1977, þó svo ég hafi fylgst nokkuð með menningar- málum og lesið íslenskar bók- menntir.“ Á þessa leið komst Esbjörn Rosenblad, sendifulltrúi f sænska sendiráðinu, að orði þegar blm. Mbl. hitti hann á heimili hans og konu hans Rakelar Sigurðard- óttur, í tilefni að því að Esbjörn verður 65 ára á mánudaginn, þann ll.nóvember. „Ég byrjaði í utanríkisþjón- ustunni 1948 eftir nám í Uppsöl- um og dvaldi meðal annars í Rómaborg, Lundúnum og Bonn áður en ég kom hingað. Það var svo árið 1977 sem mér var boðið að fara til íslands. Þar sem ég hafði ekki komið hingað áður fékk ég að fara í 2 mánuði til að skoða mig um og athuga hvernig mér líkaði. Þetta var sama árið og ég varði doktorsritgerðina mina við Stokkhólmsháskóla, en hún heitir International Human- itarian Law of Armed Ck>nflict. Some Aspects of the Principle of Distinction and Related Probl- ems. Alþjóða Rauði krossinn, Henri Durant-stofnunin I Genf, gaf ritgerðina út árið 1979. Mér Kkaði mjög vel við land og þjóð þennan tveggja mánaða reynslu- tíma, og ákvað þá að koma hing- að aftur að hausti til starfa." Esbjörn hefur mikinn áhuga á menningarlífi á Norðurlöndum og er mikill listunnandi. „Þennan menningaráhuga held ég að ég hafi fengið að nokkru leyti í arf frá forfeðrum mínum en í minni ætt eru mörg skáld og tónlistar- menn, eins og Hans Christian Lumbye. En ég hef einmitt haft mestan áhuga á menningarmál- um í tengslum við norræna samvinnu, þó svo að aðrir þættir séu ekki síður mikilvægir." Mikilvægi nor- rænnar samvinnu — En hvernig er best hægt að auka samvinnu milli Norður- landa? „£in alvarlegasta hindrun þess MorgunblaAið/Júllus Esbjörn Rosenbland Rætt við Esbjörn Rosenblad, sendifulltrúa í sænska sendiráðinu að aukin séu tengsl milli íslands og Skandinavíu er hversu há fargjöldin eru til landsins, en einn grundvöllur aukinna menn- ingartengsla eru persónuleg samskipti. Af þessum sökum er nauðsynlegt að reynt verði að efla ódýrar ferðir milli landanna. Einnig er mikilvægt fyrir íslend- inga að aukin verði fjárframlög frá Norðurlandaráði til Norræna hússins hér, en það hefur starfað ötullega að því að auka tengsl milli landanna og boðið hingað fjölda góðra listamanna. Ég hitti oft þessa gesti því það er hluti af mínu starfi að vera með mót- tökur á heimili okkar hjóna. Ég tel að það sé mikilvægt að íslendingar fái að velja hvaða Norðnrtandamál þ«ir vilja læra. Nú hefur fræðslustjórinn í Reykjavík heimilað fjárveitingu til þess að flytja sænsku- og norskukennslu út i skólana. Þetta er mikið til bóta. Eins hin frábæra sænsk-íslenska orðabók sem kom út og þeir Gösta Holm prófessor og Aðalsteinn Davíðs- son cand. mag. eiga heiðurinn af. Samvinna milli Norðurlanda- þjóða er mjög mikilvæg fyrir þær allar. Ekki bara í hagsmunaskyni heldur ekki síður á menningar- sviðinu og mannlegum samskipt- um. Ef við lítum á Svíþjóð t.d. búa þar núna rúmlega 3000 fs- lendingar sem er töluverður fjöldi frá ekki fjölmennari þjóð. fslendingar fara mikið til náms til hinna Norðurlandanna og eiga tiltölulega auðvelt með að fá þar vinnu. Þessar þjóðir eiga mjög margt sameiginlegt eins og sögu og hefðir og bera sömu virðingu fyrir einstaklingnum. Viðhorf til lífsins eru mjög lík hjá þeim öllum. Ætlar að setjast hér að — Nú hættir þú í utanríkis- þjónustunni eftir rúmt ár, hvað tekur við? „Ég ætla að halda áfram rann- sóknum og skrifum, eins og ég hef gert mikið hingað til. Einnig ætla ég að halda áfram að starfa að samskiptum Norðurlanda- þjóðanna eins og ég hef gert, því þetta er að stórum hluta hug- sjónastarf. Mín lífsspeki byggir á því að ekkert er sjálfsagt og það er nauðsynlegt að berjast fyrir skoðunum sínum. Fyrst og fremst fylgi ég mannúðarstefnu sem byggir á fullri virðingu fyrir einstaklingnum. Ég ætla að setj- ast að á Islandi því ég lit á ísland sem mitt annað föðurland, enda er ég giftur íslenskri konu. Hér finnst mér mjög gott að vera og finnst ekkert vera framandlegt.“ Ekki einu sinni pólitíkin? „Nei, mér finnst hún ekki framandleg," segir diplómatinn. „Ég skil yfirleitt íslendinga vel og held að þe>r breyti yfirleitt rétt.“ „Og þú saknar einskis frá Sví- þjóð?“ „Jú, skóganna", segir Esbjörn að lokum og með það kveður blm. hjónin Rakel og Esbjörn og óskar þeim heilla og vonar að Islend- ingar eigi eftir að njóta krafta hans sem lengst. Kynslóðaskipti á toppnum í skákinni Skák Margeir Pétursson ÞRÍR ungir sovézkir stórmeistarar boluðu burt gömlu Ijónunum á áskor- endamótinu í Montpellier og sigr- uðu. Þeir Andrei Sokolov, 22ja ára, Artur Jusupov, 25 ára, og Rafael Vaganjan, 33ja ára, hlutu allir níu vinninga og fá sæti í áskorendaein- vígjunum, sem fara fram seinna í vetur. Um fjórða og síðasta sætið í einvígjunum verða tveir sérstaklega litríkir skákmenn að tefla, það eru þeir Jan Timman, síðasta von Vestur- landa í yfirstandandi heimsmeistara- keppni, og Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari. Sex skáka einvígi þeirra Timmans og Tals hefst nú um helgina. Urslitin á mótinu eru mikill sigur fyrir sovézka skákskólann, auk þ ás sem Rússar eiga þá Karpov og Kasparov, eiga þeir einnig menn 3—5, af úrslitunum í áskorendamótinu að dæma. Rúss- arnir ungu slógu við köppum eins og Korchnoi, Beljavsky, Portisch og Spassky, sem hafa verið fram- arlega í síðustu heimsmeistara- keppnum. Sérstakur sjónarsviptir er að Viktor Korchnoi, sem átti við slæma flensu að stríða á mót- inu. Sigurvegararnir á þessu móti mega hrósa happi með að vera lausir við hann sem andstæðing í einvígjunum. Þeir Jusupov, Sokolov og Vag- anjan hafa verið í stöðugri framför að undanförnu og eiga það allir sameiginlegt að vera afar sterkir á taugum. Það er einmitt tauga- styrkurinn sem gæti hafa ráðið úrslitum á þessu jafna móti. Allir þessir þrír hafa nýlega unnið stórsigra og árangur þeirra nú þarf því ekki að koma ýkja mikið á óvart, þó nöfnin séu ekki enn farin að láta kunnuglega i eyrum. Sokolov varð Sovétmeistari í fyrra og í öðru sæti á milli- svæðamótinu í Biel í sumar. Jusu- pov tefldi ekki vel á afmælismóti Skáksambandsins í febrúar og varð jafnvel að þola aðhlátur áhorfenda er Van der Wiel bisk- upsmátaði hann á skondinn hátt á Loftleiðahótelinu. En sá hlær bezt sem siðast hlær og fyrst sigraði Artur á millisvæðamótinu í Túnis og nú á áskorendamótinu. Vaganj- an er töluvert eldri en hinir tveir, em samt nýliði í áskorendakeppn- inni. Hann var yngsti stórmeistari í heimi fyrir 15 árum, en uppfyllti ekki þær vonir þá sem Sovétmenn bundu við hann. Persónuleg vandamál munu síðan hafa háð Vaganjan nokkuð, þar til síðustu 2—3 ár, að hann hefur unnið hvert mótið á fætur öðru, t.d. milli- svæðamótið í Biel. Vaganjan notar furðulega lítinn tima á skákir sínar, sérstaklega með tilliti til þess að hann situr nánast aldrei við borðið í tíma andstæðingsins. Gárungarnir segja að hans tími fari aldrei í hugsun, heldur aðeins f það að standa upp, ganga um gólf, setjast niður aftur og leika. Leikfléttusnillingurinn Mikhail Tal er allra skákmanna vinsælast- ur frá gamalli tíð og flestir skáká- hugamenn fögnuðu velgengni hans á mótinu. Hefði Tal ekki tapað fyrir Seirawan í næstsiðustu um- ferð, hefði hann orðið eini taplausi þátttakandinn, þrátt fyrir að gamla góða dirfskan hafi ráðið ferðinni. Nú bíður hans erfitt ein- vígi við Jan Timman, sem margir vilja fá að sjá i heimsmeistara- keppninni. Timman hefur nú um skeið verið þriðji stigahæsti skák- maður heims, en taugarnar hafa oft brugðist á mikilvægum augna- blikum. Svo var einnig nú, i 13. umferð áskorendamótsins varð hann að lúta i lægra haldi fyrir neðsta manni mótsins, Kevin Spraggett frá Kanada. Þær fregnir hafa borist frá Montpellier að verði jafnt eftir sex skákir í einvígi Tals og Timmans, komist Sovét- maðurinn áfram. Hitt er orðin hefð ... því miður eftir Úlfar Þormóðsson Herra ritstjóri! Tilefnið er nýafstaðinn stjórnar- fundur í Útgáfufélagi Þjóðviljans. Ég skal verða stuttorður. Ekki rengi ég að Morgunblaðið hafi haft rétt eftir viðmælendum sínum um hvað fram fór á fundi þessum. Hitt veit ég að þeir létu hafa rangt eftir sér. Þvi það er ekki rétt að varamenn í stjórn Útgáfufélagsins hafi at- kvæðisrétt á stjórnarfundum þeg- ar aðalmenn eru mættir. Og því engin hefð. Hitt er rétt að varamenn hafa um langan tíma verið boðaðir á fundi í stjórn félagsins og tekið fullan þátt í störfum sem aðal- menn væru; öllum öðrum en at- kvæðagreiðslum nema í fjarveru aðalmanna og þá í þeirri röð sem þeir eru kjörnir. Þetta hefur verið gert til að dreifa valdi og kalla fleiri til ábyrgðar 3vo sem háttur er sósíalískra flokka á Vesturlönd- um. Á margnefndum stjórnarfundi f útgáfufélaginu var prófessor ólaf- ur Ragnar með múður. En það virðist því miður vera orðinn hátt- ur hans á flestum mannamótum hin síðari misseri. Um atkvæðisrétt varamanna sagði ólafur í fyrstu lotu af þrem: Mig minnir að varamenn hafi alltaf verið í fullum rétti við atkvæða- greiðslur... síðan nokkrar setn- ingar út í hött sumar, og þá: Ég man ekki betur en varamenn hafi o.s.frv. Þá fleiri setningar og til- raun til umræðna. Og loks: Vara- menn hafa alltaf verið i fullum rétti og það er orðin hefð... Og siðan klifað á þessu aftur og enn aftur. Þetta var að sjálfsögðu leiðrétt á fundinum og Olafi gerð fyllilega grein fyrir þvi að hann færi þarna með rangt mál. Það bara hreif ekki. Ekki á hann. Og þaðan af síður að lærisveinar hans tækju tillit til þess sem rétt var. En það er skiljanlegra. Það er því ekki hefð að vara- menn hafi atkvæðisrétt í stjórn Útgáfufélagsins nema aðalmenn séu ekki mættir til leiks. Og því engum bolabrögðum beitt við úr- skurð um atkvæðisrétt stjórnar- manna. Hitt er hins vegar að verða, jafnvel orðin, hefð, að Ólafur Ragnar fari rangt með. Og er það miður. Rvfk að morgni byltingardags- ins 7. nóvember 1985. Höfandur er fyrrveraadi formaöur ‘ ÚtgiMéhgs ÞjMriljana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.