Morgunblaðið - 08.11.1985, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.11.1985, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐÍÐ, PÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Gaman og al- vara í Skerveri Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur Daníelsson: TÓLF- TÓNAFUGLINN. 182 bls. ísafoldarprentsmiðja hf. Reykjavík, 1985. Þorpið Skerver er þungamiðjan í Tólftónafuglinum. En líka hillir undir Hlaðbæ, sem er annað þorp — í nánd við Skerver. Helstu sögu- hetjur eru Valdimar rithöfundur, séra Meyvant, sóknarprestur í Skerveri, Elías sveitarstjóri, Oddný Mark, forseti Slysavarnafé- lags Skervers með meiru og fræði- maðurinn Rósmundur sem er að vísu burtfluttur Skerverji en skreppur heim við og við eins og aðrir slíkir. Skerver nýtur að því leyti sér- stöðu að þaðan eru upprunnir óvenjumargir frammámenn í þjóð- félaginu, þeirra á meðal einn helsti bókaútgefandi landsins, mynd- höggvari frægur, tónlistarmaður í fremstu röð og fjármálamaður af hærri gráðu svo nokkuð sé nefnt. Valdimar rithöfundur er jafn- framt skólastjóri barnaskólans. Og nú stendur fyrir dyrum að halda upp á hundrað ára afmæli skólans. Elías sveitarstjóri setur saman langan lista yfir boðsgesti, en þeirra á meðal eru auðvitað hinir mörgu burtfluttu Skerverjar sem aukið hafa hróður þorpsins með frægð sinni og afrekum. Hafa þeir heítið því að heiðra þorpið og skólann hver með sínum hætti, myndhöggvarinn t.d. með því að gera höggmynd mikla og bókaút- gefandinn með því að gefa út afmælisrit sem séra Meyvant hef- ur tekið að sér að semja. Valdimar rithöfundur hefur lúmskt gaman af umstanginu en þolir þó önn fyrir. Því hann er að byrja nýtt skáldverk og þarfnast næðis. Hann er kominn á blaðsíðu tuttugu. »Þetta á að verða skáld- verk skrifað saman í tengdum hringjum, sem þrengjast inn á við og enda í punkti í því miðju.« Stórmennin, burtfluttir Sker- verjar sem gert hafa garðinn frægan, eru sífellt í sjónmáli, undirbúningur hátíðahaldanna byggist að verulegu leyti á fram- lagi þeirra. Aðeins Rósmundur annálaritari telst ekki njóta þeirr- ar virðingar að honum sé boðið. Eigi að síður læðist sá grunur að rithöfundinum að annálaritarinn sé ekki síður athyglisverður en mikilmennin frægu, hann »kemur óviljandi við einhverja næma taug í mér«. Við sögulok er Valdimar rit- höfundur fluttur að Hlaðbæ en Rósmundur verður umsjónarmað- ur forngripasafns sem komið hefur verið á fót í Skerveri. Hinir burt- fluttu frægu Skerverjar eru með nokkrum hætti horfnir heim í þorpið sitt — lifa þar í minnis- varða þeim sem þeir hafa reist sér og þorpinu; og í endurminningu þorpsbúa. Valdimar rithöfundur segir á einum stað um verk sin: »Mínar sögur eru ekki annað en heilafóstur, þar sem ofið er saman því sem ég held að hafi gerst og þvf sem gæti hafa gerst, en hefur þó aldrei gerst.« Þessi orð geta vafalaust átt við skáldverk Guðmundar Daníelsson- ar, þar með talinn Tólftónafuglinn. Manni koma ósjálfrátt í hug fólk og atburðir á Suðurlandi. Guð- mundur var lengi skólastjóri á Eyrarbakka. Skólinn þar átti ald- arafmæli 1952. Þess var meðal annars minnst með útgáfu af- mælisrits. Og oft var á orði haft þau árin hversu margir Eyrbekk- ingar hefðu komist til vegs og virðingar í þjóðfélaginu. Sumir röktu það til menningaráhrifa frá »húsinu«, en svo vildi til að Guð- mundur hafði þar aðsetur í nokkur ár — og raunar fleiri rithöfundar þvi eitt sinn lánaði hann Halldóri Laxness »húsið« meðan hann dvaldist sjálfur erlendis. Guð- mundur Daníelsson hefur alltaf verið næmur fyrir sínu umhverfi og háð sér efni úr lffsbaráttunni á heimaslóðum. Því er síst að furða þó sumum verkum hans verði fundinn staður á landakorti. Tólf- tónafuglinn er byggður á jarð- föstum grunni raunveruleikans, á því leikur ekki nokkur vafi. Hins vegar er hér alls ekki á ferðinni sögulegt skáldverk í venjulegum skilningi orðsins. Skáldskapurinn situr í fyrirrúmi. Þorpið er leiksvið þar sem ólíkum manngerðum er teflt fram, hverri andspænis annarri. Átök eru ekki mikil í sögunni; engir brotsjóir en nokkuð taktföst undiralda. Sögu- efnið er að miklu leyti fólgið í stflnum; lfkingum, myndmáli og nýstárlegum hugmyndatengslum. Tólftónafuglinn er að mínum dómi stórskemmtileg bók. Að sönnu er ekki hægt að þræta fyrir að skemmtunin kunni að vera þeirri dægradvöl blandin að samanburð- ur við sennilegar fyrirmyndir komi stöku sinni upp í hugann. Engu að síður held ég að njóta megi Guðmundur Daníelsson sögunnar þó maður hafi ekki komið á Eyrarbakka og hafi ekki f höfðinu afreksmannatal það sem setti svip á menninguna fyrir þrjá- tíu, fjörutíu árum. Skerverjar Guðmundar Daníels- sonar eru heiðarlegt og atorku- samt — en þó fyrst og fremst þægilegt fólk. Metnaður þeirra er i raun mestur á menningarsviðinu, ef til vill fyrir áhrif hinna burt- fluttu. En þrátt fyrir bróðurlegt samkomulag eru þeir á verði hver fyrir öðrum; fela meiningu sína gjarnan undir umbúðum marg- ræðra tilsvara og varast f lengstu lög að missa út úr sér barnalega einlægni. Viljandi og yfirvegað eru þeir ekki allir þar sem þeir eru séðir. Minningin um glæsta fortíð lifir með þeim. Stöku Skerverji horfir þó meir til komandi daga og vill framfarir. En slíkar raddir þjóta með eyrum eins og vindurinn sem kemur og fer. Táknmynd þorpsins verður gamalt grenitré sem sífellt breiðir úr sér en getur engu bætt við hæð sína þar eð saltir vindar af hafi gera jafnóðum út af við nýgræðing þann sem upp af því vex. Hafnarbætur dragast á langinn. En minnismerkið rís, hátt og tígulegt. Skerverjum þykir það framand- legt: »Listaverk skal það heita, þó að einum sýnist það brotið há- spennumastur, öðrum hvalfiskur hengdur upp á sporðinum.* En þrátt fyrir metnað Skerverja og löngun þeirra til að njóta að nokkru frægðar hinna brottfluttu gengur lífið sinn vanagang; hvorki aldarafmæli skólans né aðrar uppákomur hreyfa vísana á lífs- klukku þorpsbúa. Æðruleysið er runnið þeim í merg og bein. Eins og fjara kemur á eftir flóði, þannig rís og hnígur það menningarskeið sem Skerverjar báru uppi. Loks er Skerver staðurinn þar sem »mætast í einum punkti upphaf og endalok og þrætast á um hlut- verk sitt«. Þorp er að því leyti kjörið sögu- svið að þar er hægt að lýsa mörg- um innviðum samfélags með fáum dráttum. Tólftónafuglinn felur í sér þess háttar þverskurðarmynd. Guðmundur Daníelsson varpar jafnan ljósi á söguhetjur sínar eins og þær koma fyrir sjónir í sam- skiptum hver við aðra. Einmana- leiki er ekki algengur í sögum hans. Auðvitað tengist saga þessi ýms- um fyrri skáldsögum Guðmundar, t.d. Húsinu, Járnblóminu og fleiri. Að öðru leyti má segja að höfund- urinn komi fram endurnýjaður með þessari bók. Stíllinn er með nýjum undirtónum. Byggingin nýstárleg. Það gefur sögunni til að mynda vissa dýpt að annálarit- arinn gamli er látinn rekja forsögu þess tímabils sem sagan greinir annars sérstaklega frá. Rithöfund- urinn í þorpinu þráir vinnufrið og dettur í hug að loka sig inni. En það er hægara sagt en gert. Þorpið knýr hann til þátttöku í sínu dag- lega lífi. Þar til undir sögulok að höfundurinn er horfinn á braut — tapaður þorpinu — en annálaritar- inn snúinn heim til að gerast þar safnvörður. í sögunni fer lítið fyrir afmælishátíðinni sjálfri. Hún get- ur aldrei skipt sköpum fyrir Sker- ver. Er ekki fjarri lagi að segja að þetta sé saga um atburðaleysi. Því færi ég það óskert í tekjudálk- inn höfundar megin að slíkt verk skuli vera bæði hugtækt og — að mínum dómi — spennandi; að jafnfábreytilegt efni skuli geta orðið jafnmikill skáldskapur og raun ber vitni. Ástarbréf á villigötum Kvikmyndir Árni Þórarinsson Nýja bíó: Skólalok — Secret Admirer** Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Jim Kouf, David GreenwalL Leik- stjóri: David Greenwalt. Aðalhlut- verk: C. Thomas Howell, Lori Loughlin, Kelly Preston, Dee Wallace, Fred Ward, Cliff De Young, Leigh Taylor Young. Sex bíómyndir, segi og skrifa sex biómyndir í kvikmyndahús- um Reykjavíkur þessa dagana, geta flokkast undir amerískar unglingamyndir. Ég veit að þeir sem lesa dálka að staðaldri eru búnir að fá leið á því að lesa stunur okkar yfir þessum mynd- um. En þeir ættu þá að sjá þær líka. Þá getum við öll stunið i kór. Vandræðin eru einkum þau að þessar myndir eru allar eins. Þær fjalla um unglinga sem segja „holy shit!“ og „fuck you!“ og gefa skít í umhverfið, en eru svo innst inni eins og rómantísk ljóð- skáld frá 19. öld með óslökkvandi þrá eftir draumadísum eða draumaprinsum, helst af öllu til að fara með þeim i rúmið og gera hið eina sanna „hitt“. Kvikmynd Nýja bíós, Secret Admirer, sem fær hinn misvís- andi titil Skólalok i íslenskri þýðingu, fjallar líka um þetta fólk. En þessi mynd, eins og að sínu leyti lika Baby It’s You eftir John Sayles í Regnboganum, nær þeim markverða árangri að kreista ofurlitinn safa úr þessari margkreistu sítrónu sem ungl- ingamyndirnar eru. Fyrir það er maður þakklátur. Höfundar myndarinnar gera þetta með því að innlima gamalkunna farsa- leikfléttu í gelgjuskeiðshama- ganginn, þ.e. nafnlausa ástar- bréfið sem fer á flakk til granda- lausra og vandalausra viðtak- enda sem lenda í óskaplegum vandræðum af þess völdum. Uns úr greiðist þegar misgripin komast upp. Þessi flétta hefur haldið uppi mörgum farsanum gegnum tíðina og hún heldur Secret Admirer uppi með eleg- ans. Þessi mynd nýtur mikils hraða og útsjónarsemi handritshöf- unda og leikstjóra, og skemmti- legs leikhóps í bæði fullorðins- og unglingadeildunum. Hún kemur hvergi beinlínis á óvart, enda væri slíkt til of mikils ætl- ast af þeim tveimur formúlum sem hún byggist á, farsanum og unglingamyndinni. En hún er dágóð og snyrtilega höndluð afþreying. Hér má sjá háhyrningana um borð í þotunni. MorgunblaAið/Einar Falur Ingólfsson. Háhyrningar til Japans ARNARFLUG flutti síðastlióinn sunnudag tvo háhyrninga frá Kefla- víkurflugvelli til Japans fyrir jap- anska fyrirtækið Kamogawa. Til flutningsins var notuð Bo- eing 707-vöruflutningaþota, en með í förinni auk áhafnar vélar- innar voru fimm starfsmann jap- anska fyrirtækisins, dýralæknar og aðstoðarmenn. Er þetta fyrsta beina flugið sem farið hefur verið milli íslands og Japans. Flugið tók alls um 20 klukku- stundir með millilendingu í Van- couver í Kanada, þar sem tekið var eldsneyti á þotuna og bætt ís í kerin, sem háhyrningarnir voru fluttir í. Arnarflug hefur í gegnum tíðina flutt nokkra háhyrninga frá ís- landi til útlanda, en þetta var þriðja ferðin á þessu ári. Boeing 707-þotan var hlaðin vörum í Japan, sem fluttar voru til Amsterdam í Hollandi. JD/SG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.