Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 4

Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Morgunblaðið/ Júl íus Fjórir stjórnarmenn í Hinu íslenska fornritafélagi ásamt Ólafi Halldórssyni, sem sá um hina nýju útgáfu af Eiríks sögu rauða. Þeir eru, taldir frá vinstri: Óttarr Möller, Jónas Kristjánsson, Jóhannes Nordal formaður, Ólafur Halldórsson og Andrés Björnsson. Hið íslenska fornritafélag: Ágrip af sögu Noregskonunga og Fagurskinna gefin út á bók Minni afföll á spari- skírteinum ríkissjóðs — frá næsta mánudegi AFFÖLL af spariskírteinum ríkis- sjóðs, sem bera 7% vexti umfram verðtryggingu, minnka nokkuð frá og með næsta mánudegi. Fram til 30. október sl. voru þessi bréf seld á nafnverði, svoköll- uðu gengi 100, en undanfarna viku hefur verið hægt að fá þau á gengi 94, sem gefur 9,23% ársávöxtun umfram verðbólgu miðað við þriggja ára binditíma, að því er segir í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. Á mánudaginn verður verðið hækkað aftur - upp í gengi 97, en það gefur 8,09% árs- ávöxtun umfram verðbólgu miðað við þriggja ára binditíma. Meiri afföll bréfanna frá 30. október sl. voru ákveðin, þegar sýnt þótti, að ekki tækist á annan hátt að ná þeim markmiðum, sem ákvörðuð höfðu verið með láns- fjárlögum ársins 1985. Þá stóð ríkissjóður frammi fyrir tveimur kostum: að taka erlent lán eða selja bréfin með afföllum. Salan undanfarna viku hefur gengið mjög vel, að sögn Höskuldar Jóns- sonar, ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu, og hafa verið seld spariskírteini fyrir á annað hundr- að milljónir króna. Hækkun á áyöxtunarkjörum spariskírteina ríkissjóðs, sem næst með því að lækka sölugengi þeirra, hefur þau áhrif að verð skírteina, sem keypt eru fullu verði, lækka í endursölu. Kínverjar hugsa ráð sitt í álmálum Zilrich, 6. nórember. Fri önnu Bjarnadóttur fréttarítara Morgunblaónina. HIÐ íslenska fornritafélag hefur gefið út Fagurskinnu og er hún 19. bindi íslenskra fornrita. Félagið hefur einnig gefið út nýja Ijósprent- aða útgáfu af Eyrbyggjasögu en með henni fylgir viðauki sem hefur að geyma nýja útgáfu af Eiríks sögu rauða. í tengslum við útgáfu bók- anna hefur stjórn félagsins ákveðið að efna til sölu- og kynningarherferð- ar til að auka útbreiðslu fornritanna meðal almennings á fslandi. Verða fornritin boðin með 20% afslætti til áramóta og sérstökum afborgunar- kjörum. Hér á eftir fer fréttatilkynning sem Hið íslenska fornritafélag sendi frá sér í gær í tilefni útkomu ritanna: „f dag kemur út hjá Hinu forn- rita, 29. bindi, en höfuðefni þess er annars vegar Ágrip af sögum Noregskonunga, en hins vegar Fagurskinna, öðru nafni Noregs konunga tal. Er hér um að ræða Vinnuveitendasamband íslands mun á næstu dögum krefjast þess að Félagsdómur úrskurði um lög- mæti ákvörðunar Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar í Reykjavík um að stöðva uppskipun og afgreiðslu á vörum frá Suður-Afrfku, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, aðstoðar- framkvæmdastjóra VSÍ. Ákvörðun VSÍ um þessa aðgerð var tekin eftir fund, sem forystu- menn sambandsins áttu með for- ystu Dagsbrúnar á miðvikudaginn. Á þeim fundi skýrðu fulltrúar beggja aðila sjónarmið sín ; af hálfu VSÍ var ítrekuð sú skoðun, að afgreiðslubannið væri ólögmætt og stangaðist á við gildandi samn- inga og af hálfu Dagsbrúnar var haldið fast við að láta afgreiðslu- bannið koma til framkvæmda frá og með næsta fimmtudegi, 14. nóv- ember, skv. upplýsingum Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. Þórarinn Þórarinsson sagði að af hálfu VSÍ væri litið svo á, að þetta mál snerist um „það grund- vallaratriði hvort verkalýðsfélag geti ákveðið hvað félagsmenn þess, sem vinna ákveðin verk samkvæmt gildum samningum, megi og megi ekki gera,“ eins og hann orðaði það. Ákvörðun stjórnar Dagsbrúnar um afgreiðslu- og uppskipunar- bannið var tekin að tillögu hafnar- verkamanna í Sundahöfn, sem samþykktu ályktun þar að lútandi eftir fund með fulltrúa Afríska þjóðarráðsins • í fyrra mánuði. fyrstu útgáfu beggja þessara rita á íslandi. Útgefandi bindisins er dr. Bjarni Einarsson, sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar. Einnig kemur nú út ný ljós- prentuð útgáfa af 4. bindi fs- lenzkra fornrita, en aðalefni þess er Eyrbyggjasaga og Grænlend- ingasögur. Með þessari ljósprent- uðu útgáfu fylgir viðauki, sem hefur að geyma nýja útgáfu af Eiríks sögu rauða, sem gerð er eftir texta Skálholtsbókar, sem talinn er standa nær frumgerð sögunnar en sá texti, sem notaður var í eldri útgáfunni. Dr. ólafur Halldórsson, handritafræðingur, hefur séð um útgáfu þessa viðauka. Viðiukinn verður einnig gefinn út sérprentaður, svo að þeir sem þegar eiga 4. bindi fornritanna geti bætt honum i safn sitt. Með hinu nýja bindi, sem nú kemur út, er fornritaútgáfan alls orðin nítján bindi. Er verð hvers Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur nýlega lýst yfir ein- dregnum stuðningi við ákvörðun bindis nú 1250 kr., sem er mjög hagstætt verð fyrir svo veglegar og efnismiklar bækur. í tengslum við útgáfu Fagur- skinnu og hinnar nýju ljósprent- unar Eyrbyggju hefur stjórn Hins íslenzka fornritafélags jafnframt ákveðið að efna til sölu- og kynn- ingarherferðar til að auka út- breiðslu fornritanna meðal al- mennings á íslandi. Verða forn- ritin boðin á sérstökum afsláttar- kjörum til áramóta og nemur sá afsláttur 20% af útsöluverði bók- anna, sem þá verður aðeins 1000 kr. hvert bindi. Til að auðvelda fólki að eignast fornritin hefur jafnframt verið ákveðið að bjóða þau á afborgunarskilmálum og þá óháð því hversu mörg rit eru keypt. Afborgunarkjörin eru á þann veg, að kaupandinn greiðir 20% sölu- verðs við afhendingu ritanna, en eftirstöðvar með jöfnun afborgun- um á 8 mánuðum." Dagsbrúnar og segir hana „svar við kalli hins kúgaða meirihluta" í Suður-Afríku. DR. PAUL H. Miiller, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alusuisse og nú- verandi ráðgjafi Alþýðulýðveldisins Kína, er á förum til Kína eftir nokkra dag. Hann sagðist eiga von á að hugsanlegt samstarf svissneska ál- fyrirtækisins Alusuisse og Alþýðulýð- veldisins í Straumsvík bæri á góma í ferðinni. Nýja gæslu- þyrlan af- hent í gær GUNNAR Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók um hádeg- isbilið í gær formlega á móti nýju Dauphine-þyrlunni, sem Gæslan hefur keypt í stað þyrlunnar TF-RÁN, sem fórst í Jökulfjörðum í fyrra. Nýja þyrlan heldur áleiðis til íslands um miðja næstu viku. fs- lensk áhöfn verður á þyrlunni, tveir flugmenn og flugvirki. Upphaflega átti að afhenda þyrl- una í ágúst siðastliðnum en vegna ýmissa tæknilegra vandræða dróst afhendingin þar til Gunnar tók við henni í nágrenni Marseilles á Mið- jarðarhafsströnd Frakklands í gær. „Ráðamenn í Kína hafa haft upplýsingar um hugmyndir Alu- suisse um samstarfið til umfjöll- unar undanfarnar vikur," sagði Múller í samtali við Morgunblaðið „og ég á von á að málin skýrist í ferðinni." Múller verður í Kína til mánaðarloka. Hann kvaðst vera bundinn þagnareiði við Kínverja og ekki vita hvað hann mætti segja mikið um fyrirætlanir þeirra opin- berlega, þegar hann kemur aftur til Sviss en hann mun væntanlega hafa samband við íslenska ráða- menn í stóriðjumálum þá. Vinsældalisti rásar 2 TÍU vinsælustu lögin á rás 2 vikuna 7.-13. nóvember voru sungin og leikin í gærkvöldi. Listinn er svolátandi (í sviga staða laga í síðustu viku): 1 (1) This Is the Night Mezzoforte 2 (5) Nikita Elton John 3 (2) Maria Magdalena Sandra 4 (4) WhiteWedding Billy Idol 5 (3) ElectionDay Arcadia 6 (10) Cherry Cherry Lady Modern Talking 7 (6) Gambler Madonna 8 (12) EatenAlive Diana Ross 9 (9) Rock’n’Roll Children Dio 10 (18) Alive and Kicking Simple Minds Bónusvið- ræðum nyrðra frestað VIÐRÆÐUM verkalýðsfélagsins Einingar og atvinnurekenda á Akur- eyri um nýjan bónussamning miðaði lítið á miðvikudaginn eftir að nokkur skriður hafði komist á samningana fyrr í vikunni. Að ósk atvinnurek- enda var fundinum frestað þar til klukkan tíu í fyrramáiið, að sögn Jóns Helgasonar, formanns Eining- ar. f gærkvöldi var fyrirhugaður fundur stjórnar, samninganefnd- ar, baknefndar og trúnaðarmanna- ráðs Einingar, þar sem ræða átti stöðu mála, en líklegt var að fund- inum yrði frestað vegna ófærðar af völdum snjóa í Eyjafirði. Verður fundurinn því að líkum haldinn í kvöld. Þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands: Verður flotanum siglt f land vegna risnudeilna? SÚ HUGMYND kom upp á þingi Farmanna- og fiskimannasambands fslands að sigla skipaflotanum í land, verði Höskuldi Skarphéðinssyni, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, vikið úr starfi eða barátta hans fyrir hagsmunamálum stéttarfélags síns látin koma niður á honum á annan hátt. Ennfremur kom upp sú hugmynd að höfða mál gegn Gæzlunni á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þingið tekur væntanlega endanlega afstöðu til málsins í dag, fostudag. Höskuldur kynnti mál sitt á ins yrði að halda aðskildum og þinginu, en hann situr þar sem formaður Skipstjórafélags fs- lands. Málið snýst samkvæmt upplýsingum hans um það annars vegar hvort skipstjórar Gæzlunn- ar eigi að halda risnugreiðslum við störf sín í landi og hins vegar um það, hvort hann hafi brotið lög er hann aflaði sér afgreiðslunótna fyrir áfengiskaup samkvæmt risnu skipstjóra. Höskuldur hefur verið kærður fyrir skjalafals meðal annars og verið settur á biðlaun meðan málið er í rannsókn og fær hann ekki að gegna skipstjórnarstörfum á meðan. Þingfulltrúar FFSÍ töldu, að þessum tveimur þáttúm máls- ekki kæmi til greina að láta félags- málastörf hans sem formanns stéttarfélags blandast saman við rannsókn vegna meintra laga- brota. Höskuldur sagði í ræðu sinni, að málið hefði hafizt á því, að hann hefði keypt áfengi sam- kvæmt nótu, sem svaraði til risnu- greiðslu í tiltekinn fjölda mánaða. Áður en hann hefði innheimt risnugreiðsluna, hefði honum ver- ið ráðlagt að fá nótunni breytt þannig að hún skiptist niður á umrædda mánuði. Það hefði hann gert með því að fá afgreiðslumann í ÁTVR til að rífa fyrri nótuna og skrifa nýjar nótuf á hvern mánuð fyrir sig. Svo óheppilega hefði viljað til að dagsetningar á nótunum hefðu lent á laugardegi. Hér væri á engan hátt um auðgun- arbrot að ræða, þar sem hann hefði sannanlega keypt áfengið. Hann væri þó ákærður fyrir skjalafals og auðgunarbrot, en starfsmanni ÁTVR hefði verið vikið úr starfi. Höskuldur gat þess, að frá því málarekstur þessi hefði hafizt á síðasta ári, hefði honum meðal annars verið boðið að taka launa- laust leyfi í eitt ár og gæti hann að því loknu komið til starfa að nýju eins og ekkert hefði í skorizt. Hann kærði sig ekki um slíkan skollaleik. Mannorð hans væri ekki til sölu, heldur vildi hann að dómsmálið fengi eðlilega af- greiðslu, en félagsmálastörf hans yrðu ekki látin bitna á vinnu hans, mannorði og stöðu innan Land- helgiagæzlunnar. Efnahagsþvinganir gegn S-Afríku: VSÍ vísar uppskipunarbanni Dagsbrúnar til Félagsdóms

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.