Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Bíiist til árásar AP/Slmamynd Hermenn Kólombíustjórnar búa sig undir árás á dómsböllina í Bógóta, þar sem skæruliðar halda í það minnsta sex hæstaréttardómurum sem gíslum. Pólland: Óeirðimar í Suður-Afríku: Yfír 800 hafa látið lífið á 14 mánuðum Jóhannesarborg, Suóur-Afrfku, 7. nóvember. AP. í DAG greindu lögregluyfirvöld frá því, að fundist hefði lík fangavarðar, svertingja, í útborg Port Elizabeth, og hefði hann verið brenndur tií bana. Er tala þeirra, sem látið hafa lífið á þeim 14 mánuðum, sem liðnir eru frá því að óeirðir hófust á ný í landinu, þá komin yfir 800. Ed Koch sigraði með yfirburðum Hlaut 75 % atkvæða í borgar- stjórakosningunum í New York New York, 7. nórember. AP. FLESTIR þeirra borgarstjóra, sem buðu sig fram til endurkjörs i kosningunum á þriðjudag, náðu kosningu á ný. Þannig sigraði Ed Koch með yfirburðum í New York, þar sem hann fékk 75 % atkvæða. Er hann var spurður að því, eftir að úrslit lágu fyrír, hve lengi hann hygðist vera borgarstjórí í þessarí stærstu borg Bandaríkjanna, svaraði hann: „Um alla framtíð." Repúblikaninn George Voino- vich var endurkjörinn borgar- stjóri í Cleveland með yfirburð- um og sama máli gegndi um demókratana Richard S. Cali- guiri í Pittsburgh, George Latt- imer i St. Paul i Minnesota og Terry Goddard í Phoenix í Ari- zona. Repúblikaninn Leonard S. Paoletta, sem verið hafði borgar- stjóri í tvö kjörtímabil í Bridge- port, stærstu borg Connecticut, beið hins vegar ósigur fyrir demókratanum Thomas W. Bucci. Víða var kosið um ýms sérmál. { San Francisco bentu fyrstu tölur þess, að mikill meirihluti kjósenda væri andvígur tillögu um að gera marijuana löglegt. Ed Koch í broddi fylkingar {kosningarbaráttunni (New York. ERLENT Walesa á yfir höfði sér 2 ára fangelsi Varejá, Póllandi, 7. nóvember. AP. LECH WALESA, leiðtoga Samstöðu, hinnar bönnuðu verkalýðshreyfingar Póllands lenti saman við lögreglu og saksóknaraembættið, er hann neitaði að svara ásökunum þess efnis að hann hefði gefið upp rangar tölur yfir þáttöku í almennum kosningum nú nýlega. Yfirgaf Walesa dómsali í leyfisleysi, er hlé var gert á yfir- heyrslunum. Hann sagði að hann hefði látið saksóknara í té undirrit- aða yfirlýsingu, þess efnis að hann neitaði að vitna við yfirheyrsluna og þegar saksóknari hefði ftrekað virt það að vettugi, hefði hann ekki séð ástæðu til annars en að fara. Lögfræðingur Walesa lagði einnig fram læknisvottorð við yfir- heyrsluna þar sem fram kemur að hann sé óvinnufær og ekki megi beita hann miklum þrýstingi. Obinbera pólska fréttastofan segir að rannsókninni verði haldið áfram. Ef Walesa verður sakfelld- ur, getur dómurinn numið allt að tveggja ára fangelsi. Sjö lögreglumenn voru sendir til Þingmaðurinn Helen Suzman, sem er hvít og gamalkunnur andstæðingur aðskilnaðarstefn- unnar, flutti í gær ávarp og varaði við því, að framtíð Suður-Afríku yrði „nöturleg", ef hvítir og svart- ir íbúar landsins fyndu engan sameiginlegan viðræðugrundvöll. Lögreglan í Suður-Afríku gefur sjaldan upp tölu þeirra, sem látið hafa lífið af völdum óeirðanna í landinu. En í gær sagði Adriaan Vlok aðstoðarvarnarmálaráð- herra á fundi, að frá því að óeirða- aldan hófst í september í fyrra og til októberloka á þessu ári, hefðu 799 látið lífið og 12.668 verið handteknir. Þar sem a.m.k. fjórir hafa látið lífið það sem af er nóvembermán- uði, er ljóst, að tala fórnarlamba óeirðanna er komin yfir 800. Vlok kenndi Afríska þjóðarráð- inu um óeirðirnar, svo og Samein- uðu lýðræðisfylkingunni, sem er í stjórnarandstöðu og andstæður aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Veður víða um heim LmiI Haat Akureyri +7 snjókoma Amsterdam 4 11 rigning Aþena 14 18 skýjað Barcelona 17 skýjað Berlín 2 8 rigning Bruaael 0 10 skýjað Chicago 5 13 skýjað Dubiín 5 11 skýjaó Feneyjar 13 skýjað Frankturt 1 8 rigning Genf 6 10 heiðskírt Helsinki 4 6 skýjað Hong Kong 24 26 heióskfrt Jerúsalem 13 22 •kýjað Kaupmannah. Las Palmas 4 7 rigning vantar Lissabon 19 21 skýjað London 9 15 skýjað LosAngeles 14 27 heiðskírt Lúxemborg 6 súld Malaga 26 heiðskfrt Mallorca 22 skýjað Miami 17 26 skýjað Montreal 5 9 skýjað Moskva 0 2 skýjað New York 11 12 heiðskfrt Osló 1 6 skýjað París 6 13 skýjað Peking 0 7 rigning Reykjavfk +4 léttskýjað RíódeJaneiro 17 28 heiðskírt Rómaborg 15 23 heiðskírt Stokkhólmur 8 8 heiðskírt Sydney 20 28 skýjað Tókýó 15 19 skýjað Vínarborg 8 11 heiðskírt Þórshötn 2 skýjað að ná í Walesa aftur til yfirheyrsl- anna, en gáfust upp eftir nokkrar klukkustundir, er læknir staðfesti læknisvottorð það sem lagt var fram um heilsufarsástand Walesa. Walesa þjáist af of háum blóð- þrýstingi og magasári. Walesa hefur verið fyrirskipað að koma til yfirheyrslu aftur næstkomandi laugardag. Sovétríkin: 90 fórust í jarðskjálfta Mosltvu, 7. nóvember. AP. SOVÉSKT dagblað hefur upplýst að 29 manns aö minnsta kosti hafi farist og 80 slasast í snörpum jarðskjálfta er varð í Tadzhikistan í síðasta mán- uði. Blaðið fjallar eingöngu um mann- tjón og skaða í héruðunum Kairakk- um og Khdzhent sem fóru verst út úr jarðskjálftanum hinn 13. október sl. Jarðskjálftinn mældist átta stig á tólf- stiga mælikvarða sem notaður er í Sovétríkjunum. Jarðskjálftinn olli skemmdum á vatnsorkuveri, nokkrum verksmiðj- um, skólum og sjúkrahúsum. Tass- fréttastofan sagði frá jarðskjálft- anum daginn eftir að hann varð, en upplýsti ekkert um manntjón af hans völdum. Horfur á að máli Millers verði vísað frá Los Angeles, 7. nóvember. AP. HORFUR eru á að máli Richards W. Millers, eina alríkislögreglumann- íns, sem nokkru sinni hefur verið ákærður fyrir njósnir, verði vísað frá þar sem kviðdómur treystir sér ekki til að komast að samhljóða niður- stöðu. Héraðsdómarinn, David Kenyon, lýsti því yfir að málinu yrði vísað frá eftir að kviðdómurinn hafði tilkynnt að hann gæti ekki komist að niðurstöðu, en kviðdómurinn hafði þá fjallað um málið ( 71 klukkustund alls á 14 dögum. Miller, sem starfað hefur í 20 ár hjá bandarísku alríkislögreglunni, á lífstíðarfangelsi í vændum verði hann fundinn sekur um allar sakar- giftir. Ákvörðun dómarans hefur valdið deilum meðal lögmanna, en sumir þeirra telja að kviðdómurinn gæti komist að niðurstöðu fengi hann lengri tima til að íhuga málið. Verði málinu vísað frá þýðir það ekki annað en að málið verður þegar tekið upp aftur. Ríkisstjórakosningarnar í Bandaríkjunum: Stórsigur repúblik- ana í New Jersey Npw Ynrk 7. nóvpmher. AP. New York, 7. nóvember. AP. DEMÓKRATAR héldu því fram í dag, að þeir hefðu sigrað f kosningunum, sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kosið var um embætti rikis- stjóra í tveimur ríkjum, embætti borgarstjóra í mörgum stórborgum og um margs konar sérmál á ýmsum stöðum. Demókratinn Gerald L Baliles var kosinn ríkisstjóri í Virginíu, en repúblikaninn Thomas H. Kean var endur- kjörinn með yfirburðum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Þar sigruðu repúblikanar einnig í kosningunum til rikisþingsins. Paul G. Kirk, talsmaður demó- krata lýsti kosningaúrslitunum í Virginíu sem „kraftmiklum, sögu- legum og jákvæðum". „Þessi úrslit gefa Demókrataflokknum nýjan styrk og skapa honum sigurlíkur í framtiðinni ekki sízt með tilliti til kosninganna 1986,“ sagði Kirk. Frank J. Fahrenkopf, talsmaður repúblikana, benti á yfirburðasig- ur Keans í New Jersey og sagði, að fylgi héldi áfram að færast frá demókrötum yfir til repúblikana. Kean hlaut 70% atkvæða og.repú- blikanar unnu jafnframt meiri hluta á ríkisþinginu í fyrsta sinn í 12 ár. Hlutu þeir þar 50 þingsæti en demókratar aðeins 30. Þeir síðarnefndu hafa þó en meirihluta í öldungadeild ríkisþingsins. Larry Speakes, talsmaður Hvfta hússins, sagði í dag, að úrslitin í Virginíu ættu rót sína að rekja til vinsælda Charles Robbs, fráfar- andi ríkisstjóra þar, sem hefði lagt sig mjög fram i kosningabarátt- unni fyrir demókrataflokkinn. Það vakti athygli að Marry Sue Terry var kosin ríkissaksóknari í Virginíu og er hún fyrsta konan, sem gegnir embætti ríkissaksókn- araþar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.