Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 11 Matthías Johannessen lestur. Með þessa ritgerð Matt- híasar í höndum verður sá lestur mun auðveldari. Þá kemur stutt hugleiðing um Athvarf í himingeimnum eftir Jó- hann Hjálmarsson — rituð eftir að sú bók kom út. Matthías minnir á að Jóhann hafi »sýnt óvenjumik- inn skáldlegan þroska í fyrstu ljóðabók sinni, Aungull í tímann (1956)« og víkur nokkuð að ljóðlist hans fram að því er Athvarf í himingeimnum kom út. Hann segir að »ástæða væri til að skrifa langa og upplýsandi ritgerð um ljóðlist Jóhanns Hjálmarssonar« og er óhætt að taka undir það því Athvarf í himingeimnum markaði fremur upphaf en endi á ljóðlistar- ferli Jóhanns Hjálmarssonar. Með þeirri bók hvarf Jóhann frá myrkri tjáning og dulúðugu táknmáli áleiðis til opnara ljóðs. Má líta svo á, að bækur þær, sem hann hafði áður sent frá sér, séu æskuverk en Athvarf í himingeimnum og allar bækur hans upp frá þvi séu hans meginframlag til islenskrar ljóðlistar. Þó ljóðlist Jóhanns sé ekki hávær er hún eigi að síður seiðmögnuð og sterk. Ljóð hans búa yfir mystískri skynjun á hversdagsleikanum svo stuðst sé við orð Matthíasar. Töfrar mikillar ljóðlistar verða seint skýrðir eða skilgreindir og eru ljóð Jóhanns Hjálmarssonar síst undantekning frá þeirri reglu. Því opnari sem ljóð hans hafa orðið því áleitnari og magnaðri verða þau í einfald- leik sínum. Hitt er svo annað mál að fyrri ljóðabækur Jóhanns, sem Matthías fjallar um, hafa líkast til orðið drýgri til áhrifa; mörg ung skáld hafa síðan fetað í þau spor. Þá er loks þáttaröðin sem í efnisskrá ber yfirskriftina Um- hverfis Sturlu Þórðarson. Þetta er langlengsta ritgerðin í bókinni og hin eina sem er með nokkru kapp- ræðusniði. Eins og nafnið bendir til er Sturlunga í brennidepli — menn og málefni — en þó fyrst og fremst skáldið og sagnaritarinn Sturla Þórðarson. Niðurstaðan er sú að Sturla hafi skrifað fleira en íslendinga sögu í Sturlungu, t.d. að öllum likindum Njálu. Miklu fleiri en fræðimenn láta sig varða þetta efni. Fornritin eru enn tilfinningamál. Og allt frá því er Barði Guðmundsson setti fram þá kenning að Þorvarður Þórarins- son væri höfundur Njálu hafa menn rætt málið fram og aftur, tekið við kenningu Barða sem góðri og gildri eða hafnað henni og stungið upp á öðrum og fundið máli sínu rök og gagnrök. Þarf varla að minna á bók Hermanns Pálssonar sem kom út fyrir skömmu, en hans maður var Arni biskup Þorláksson. Matthías nálg- ast ekki efnið með svipuðum að- ferðum og Hermann Pálsson, skoð- ar það ekki aðeins sem bókmennta- fræðingur heldur skyggnir hann það einnig frá sjónarhóli skáld- skapar. Um Sturlu sem líklegan höfund Njálu segir Matthías á einum stað: »Svo margt er líkt með íslendinga sögu, Þorgils sögu skarða og Njáls sögu að ekki getur leikið vafi á þvi að þar kemur sami höfundur við sögu með einhverjum hætti.« En Matthías tekur líka fram að seint eða aldrei muni verða sannað hver ritað hafi Njálu. Sem heild markast sérstaða þessara Bókmenntaþátta af því að höfundurinn er bæði skáld og bók- menntafræðingur. Margir þætt- irnir eru að nokkru leyti byggðir á persónulegum kynnum höfundar og þeirra skálda sem fjallað er um. Sömu viðhorfin tengja þættina saman og gera þessa bók að sam- stæðri heild. Ahersla er lögð á samband lífs og skáldskapar, að skáldskapurinn sé hverju sinni lifandi tjáning, sprottinn upp úr lífinu sjálfu. siotanúrt 367 \er\ð 77 AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÚTA HF VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Morgunblaðið/Júlíus Frá blaAamannafundinum, þar sem hljómplöturnar fjórar voru kynntar. Á myndinni eru talió fri vinstri: Þorkell Sigurbjörnsson formaóur Tónskáldafélags íslands, Hjálmar Ragnarsson fulltrúi stjórnar íslenskrar tónverkamióstöóvar, Karólína Eiríksdóttir fulltrúi stjórnar íslenskrar tónverkamióstöóvar, Höróur Vilhjálmsson fjármálastjóri ríkisútvarpsins og Vióar Gunnarsson fulltrúi Vöku— Heigafells sem sér um dreifingu plötunnar innanlands. Aslaug Ragnarsdóttir tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jónas Tóm- asson, Atla H. Sveinsson og Hjálm- ar H. Ragnarsson. Fjórða platan í þessum flokki nefnist “Islensk raf- tónlist", þar sem getur að heyra verk eftir Lárus Grímsson og Þor- stein Hauksson. Hreinsið teppin ■ W ■ Æ UTLEIGA A TEPPAHREINSIVELUM Margir hafa á undanfömum árum sann- reynt hversu frábærar teppahreinsivélar við leigjum út. Fyrir jólin er rétt að panta vél tímanlega ef hreinsa þarf teppiö eöa sófa- settið. Viö bjóðum einungis nýjar, öflugar hreinsi- vélar með háþrýstikrafti og frábæru hreinsi- efni. ítarlegar leiðbeiningar fylgja. En hreinsunin sjálf er reyndar jafnauöveld og ryksuga og þettaeródýraraen þig grunar. Teppaland Dúkajand Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430 ATH. PANTANIR TEKNAR í SÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.