Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Er svarið við alnæmi fundið? Læknar rannsaka nýtt lyf Boston, 14. nóvember. AP. LÆKNAR segja ad komið sé fram nýtt lyf, sem virðist Ieysa alnæmisvírus- inn upp án þess að skaða mannslíkamann. Lyf þetta er nú á tilraunastigi og er það talið lofa góðu í baráttunni við þennan banvæna sjúkdóm. Þeir, sem rannsakað hafa lyfið, slá aftur á móti þann varnagla að allar tilraunir með lyfið séu á frumstigi og það hafi enn ekki verið gefið alnæmissjúklingi. En fari svo að lyfið hafi tilætluð áhrif er komin fram ný aðferð til að vinnaásýklum. Lyfið nefnist AL 721. Það eyðir ysta lagi alnæmisvírusins og getur vírusinn þá ekki ráðist inn í heil- brigðar frumur. Þegar lyfið var reynt í tilraunaglasi reyndist það koma í veg fyrir að alnæmisvírus- inn smitaði veikbyggð hvít blóð- korn. í raun eyðir AL 721 kólesteróli í ysta lagi vírusins og breytir uppbyggingu þess. Við það að ysta lagið skaddast verður vírusinn óvirkur. Vísindamenn hafa lengi vitað að leysiefni geta gert vírusa skaðlausa, en engum hefur hingað til dottið í hug að vinna á vírusum í mannslíkamanum með því að draga úr þeim kólesteról. Kóleste- ról gerir húðina utan á vírusum harða og stinna og án kólesteróls bráðnar hún. Svo virðist sem lyfið hafi engin áhrif á kólesteról í mannsfrumum og þykir það mikill kostur við AL 721. AL 721 var þróað í Weizmann— vísindastofnuninni í ísrael og fara nú fram tilraunir með það í Kali- forníu í Bandaríkjunum. Nú er gaman Trúðurinn er kominn í gluggann. . Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. RAtiMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Grikkland: Mótmæla efnahagsráð- stöfunum með verkfalli Aþenu, 14. nóvember. AP. RÚM milljón manna lagði niður vinnu f Grikklandi í einn sólar- hring til þess að mótmæla efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnar Andre- asar Papandreou. Bankar og verk- smiðjur voru lokaðar og hafði verk- fallið mikil áhrif á samgöngur í landinu. Til verkfallsins var boðað af vinstrisinnuðum verkalýðsleið- togum, sem klufu sig frá al- þýðusamtökum landsins vegna deilna um efnahagsráðstafanirn- ar, sem meðal annars fela í sér að launahækkanir verða ekki leyfðar næstu tvö árin og 15% gengisfellingu gríska gjaldmið- ilsins. Myndin sýnir fjöldafund verkamanna í Aþenu í dag. Yfir 70 þúsund manns sóttu fundinn. Japanir ríkasta þjóð heims eftir 3 til 5 ár? Washington, 14. nóvember. AP. JAPANAR gætu eftir þrjú til fimm ár náð því að verða ríkasta þjóð í heimi. Þessu heldur bandarískur sérfræðingur um efnahagsmál fram. „Þjóð, sem vinnur baki brotnu sex daga vikunnar, sparar eftir megni og veigrar sér við að fara í frí, hlýtur að auðgast," segir Lawrence Krause, háttsettur Brotlenti eftir Fayetteville, Arkansas, 14. nóvember. AP TVEGGJA hreyfla flugvél brotlenti skammt frá flugvellinum við Fayette- ville eftir að farþcgi í vélinni hafði tilkynnt um að flugmaðurinn væri látinn. Konan sagði flugumferðar- stjórum að eiginmaður sinn hefði orðið bráðkvaddur við stjórnvölinn og hún kynni ekki að fljúga vélinni. Konunni tókst þó að fljúga flug- vélinni í rúmlega klukkustund áð- starfsmaður Brookings-stofnunar- innar í Washington. Stofnun þessi er sjálfstæð og vinnur að rann- sóknum á því, sem lýtur opin- berum stjórnmálum. Krause sagði í setningarræðu sinni á árlegu þingi Brookings- stofnunarinnar að líkast til myndu Japanar græða mest á því að fjár- festa og ríkið dafna á því að fram- lát flugmanns ur en hún brotlenti um 5 km frá flugvellinum við Fayetteville. Flugmanni annarrar flugvélar sem var á flugi á sömu slóðum tókst að ná sambandi við hana og leiðbeina henni á fluginu. Lík eig- inmannsins fannst í flugvélinni en konan hafði kastast út úr henni og var flutt á sjúkrahús. Hún var ekki sögð alvarlega slösuð. leiða fyrir innlendan markað, fremur en útflutningi. Krause telur að Japanar þurfi að gefa verð á hrísgrjónum frjálst í Japan. Það hefði í för með sér að hrísgrjón seldust á svipuðu verði í Japan og annars staðar í heiminum og myndi auka innflutn- ing til Japans. Verð á jörðum myndi lækka við það að arðsemi hrísgrjónaræktar minnkaði. Þar með gætu menn keypt sér ódýrar lóðir og reist hús, sem samsvari efnahag. Krause sagði að Japanar ættu nú við stöðnun að stríða. Hann spáir því að jenið hækki í verði, ef til þessa kemur. Af því leiði að Bandaríkjamenn kaupi síður japanskar vörur og Japanar taki að flytja verksmiðjur sínar út fyrir landsteinana. Krause sagði að þessi spá sín væri reist á fyrirmynd eða módeli úr stærðfræðinni, sem Paul Arm- ington hefði lagt fram. Notaðir fsérflokki Dodge Aries Coupé 1981 4 cyl. framdrifinn, sjálf- skiptur, vökvastýri, afl- hemlar o.fl. Ekínn aðeins 27.000 km. Sérlega glæsi- legurbíll. Skoda 120 L1982 Ekinn aðeins 27.000 km. toppvagn með 6 mánaða ábyrgð. Hvítur. Sumar og vetrardekk. Jeepster V61971 Sérlega faliegur orginal jeppi í mjög góðu standi. Sjón ersögurikari. Bronco 66 Gamall og góöur harðjaxl í fínu lagi. Goð kjör. Daihatsu Charmant 1977 Ekinn 100.000 km. Falleg- urbíllítoppstandi. SK®DA CZflíij Opiö í dag 1—5 JÖFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.