Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Kosningar í Brazilíu Rio de Janeiro, Brazilíu, 15. nóvember. AP. ÍBÚAR um 200 borga mynduðu langar biðraðir á fostudag til að greiða atkvæði í fyrstu kosningum í Brazilíu í tvo áratugi sem ekki eru undir stjórn hersins. „Hver sem úrslitin verða mun vilji fóiksins verða virtur," segir í yfirlýsingu forseta landsins, Jose Sarney, um kosningarnar. Búist var við að um 18,5 milljón- ir kjósenda myndu greiða atkvæði í 201 borg. Meðal borganna eru höfuðborgir allra 23 ríkja Brazilíu, þ. á m. Rio de Janeiro, Sao Paulo, Bello Horizonte og Recife, ásamt borgum þar sem herinn hefur gert sérstakar ráðstafanir til að kome í veg fyrir óeirðir. „Ég hef lengi beðið eftir þessu. Mér finnst að við höfum öðlast eitthvað mikil- vægt,“ sagði kona sem stóð i biðröð kjósenda í Rio de Janeiro er hún var spurð út í kosningarnar í beinni útvarpsútsendingu. Argentína: Krafist fangelsis- dóms yfir Galtieri Buenos Aires, Argentínu, 15. nóvember. AP. Verjandi fyrrum forseta Argentíu, Leopoldo Galtieri, sagði fyrir her- rétti á þriðjudag að hertaka Falk- landseyja 1982 hefði ekki verið annað en andsvar Argentínu við yfirgangsstefnu Breta gagnvart ný- lendunum. „Á hvern var ráðist? Okkur, Argentínumenn!" sagði verjandinn. Réttarhöld fara nú fram gegn Galtieri ásamt tveimur öðrum yfirmönnum í herforingjastjórninni og 13 yfirmönnum hersins, og eru þeir allir ákærðir fyrir yfirsjónir í Falklandseyjastríði Argentínu- manna við Breta. Fréttamönnum og almenningi er meinaður aðgangur að réttar- höldunum á þeim forsendum að í yfirheyrslum sé fjallað um hern- aðar leyndarmál. „Hin pólitíska ákvörðun að yfirtaka Falklands- eyjar var rétt,“ sagði Mario Gur- ioli, frammámaður í stjórnarand- stöðuflokki Peronista, við frétta- menn útifyrir aðalstöðvum hers- ins þar sem réttarhöldin fara fram. Ákærandinn, Hector Can- ale hershöfðingi, hefur farið fram á að Galtieri forseti verði dæmdur til fangelsisvistar ásamt Jorge Anaya aðmírál og Basilio Lami Dozo sem fyrrum var yfirmaður flughersins. Hinir ákærðu: f.v. Jorge Anaya aðmíráil, Leopoldo fyrrum forseti Argentínu og Basilio Lami Dozo hershöfðingi. Líbería: Quiwonkpa líflátinn Abidjan, Fílabeinsströndinni, 15. nóv. AP. THOMAS Quiwonkpa hershöfðingi, fyrirliði uppreisnarmanna í Líberíu, hefur verið tekinn af lífi, að sögn ríkisútvarpsins í landinu. Tilkynn- Ixtndon, 15. nóvember. AP. BLINDUR maður með hvítan staf reyndi fyrir nokkru að ræna banka. Hann flúði á braut þegar gjaldkeri þrýsti á viðvörunarbjöllu, en lögregl- an var ekki lengi að hafa hcndur í hári hans. í dag var dæmt í máli blinda mannsins, David Worrell. Worrell játaði fyrir réttinum að hafa í júlí gert tilraun til banka- ráns í útibúi banka i einu úthverfa London. Neil Denison, dómari, dæmdi Worrell til eins árs fangavistar, en frestaði afplánun dómsins skil- orðsbundið. „Að öllu jöfnu hljóta menn langa fangelsisvist fyrir glæp af þessu tagi,“ sagði dómarinn. „En þessi glæpur er framinn við það óvenju- legar aðstæður og manndómur þinn slíkur að ég get frestað af- plánun dómsins.“ Brian Huyton, saksóknari, sagði að Worrell væri löglega blindur. Hann sæi ekkert með öðru auga og hefði fimmtán prósent sjón á hinu. Worrell hefði fikrað sig áfram inn í bankann með hjálp stafsins, gengið til gjaldkera og afhent honum seðil, sem á var ing þessi var flutt af forseta landins, Samuel Doe, og sagði hann að stjórnarherinn hefði framkvæmt aftökuna. ritað: „Afhendið mér tvö þúsund sterlingspund (um hundrað og tuttugu þúsund krónur) í fimmtíu punda seðlum. Ef þú gefur frá þér hljóð hefur þú verra af. Ég stend í röðinni með byssu.“ í raun var Worrell óvopnaður, utan hvað hann var með staf sinn, og þegar gjaldkerinn gangsetti viðvörunarkerfið greip Worrell til fótanna og hljóp beint á glerhurðir bankans. Hann hrasaði út á gang- stéttina og var handtekinn skömmu síðar. Verjandi Worrells sagði að hann hefði unnið sem endurskoðandi hjá tryggingafélagi. Honum var sagt upp störfum þegar hann missti sjónina. Worrell reyndi að opna skemmtistað og safnaði miklum skuldum. Á endanum var honum neitað um bankalán. Frá því Worrell var handtekinn hefur hann aftur á móti opnað nýjan skemmtistað og gengur hann vel. Worrell iðrast gerða sinna og játar að ekki var rétt að gera tilraun til að ræna banka. Hann er frelsinu feginn og kveður glæsta framtíð blasa við sér. Blaðamaður sem staddur er í Monrovíu, höfuðborg Líberíu, segir að Quiwonkpa hafi verið gripinn í úthverfum borgarinnar þegar hann reyndi að verða sér úti um mat og skotinn umsvifa- laust. Haft er eftir heimildum að stjórnarherinn sé byrjaður að handtaka stjórnarandstöðuleið- toga og fólk sem grunað er um að hafa stutt uppreisnarmenn. í útvarpsávarpi sínu lýsti Samuel Doe yfir útgöngubanni í Monrovíu og sagði að hver sá er léti sjá sig úti á götum borgarinnar eftir klukkan sex að kvöldi „yrði tekinn af lífi á staðnum". Tékkóslóvakía: Dæmdir fyrir mútuþægni Prag, 15. nóvember. AP. ÁTTA opinberir fulltrúar auk flug- manns hafa verið dæmdir í allt að 12 ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og flytja út fyrsta flokks stál og selja það sem annars flokks vöru. Dag- blaðið Rude Pravo skýrði frá þessu í dag. Það var yfirmaður stálútflutn- ingsfyrirtækis ásamt fulltrúum þess, sem dæmdur var. Sjö vestræn fyrirtæki tengjast málinu og er talið að tap fyrirtækisins vegna þessa nemi 1,4 milljónum dollara á árunum 1978-81. Ekki er frá því skýrt hvaða vestræn fyrirtæki það eru sem tengjast mútunum. Blindur maður rænir banka 2E Atlantis í geim- ferð í nóvemberlok KanaveralhöfAa, 15. nórember. AP. LOKAÆFING fyrir flug geimferj- unnar Atlantis tókst vel í dag og ef ekkert óvænt kemur upp verður ferjunni skotið á loft 26. nóvember næstkomandi. f ferðinni verður gerð tilraun með aðferðir til smíði geimstöðvar. Geimfararnir Jerry Ross og Sher- wood Spring munu fara í tvær sex stunda geimgöngur og setja saman bjálkaogbita. í áhöfn ferjunnar verður fyrsti geimfari Mexíkó, Rudolfo Neri, en í ferðinni verður fjarskiptahnetti komið á braut fyrir Mexíkana. Tveir aðrir fjarskiptahnettir verð; settir á braut um jörðu í þessar för Atlantis, annar í eigu Ástralíu manna og hinn í eigu bandarísk; fyrirtækisins RCA. Alls verða sjö geimfarar í áhöfr Atlantis. f síðasta mánuði vori átta menn, þar af ein kona, í áhöfr eimferjunnar Challenger og ei að fjölmennasta áhöfn geimferji til þessa. Challenger verður skotií næst á loft 20. janúar, en í millitíð- inni mun Kólumbía fara ferð desember. Áætlað er að Kólumbí; lendi á steyptri flugbraut Kennedy-flugstöðinni. Sýkn eða sekur? Skýrsla gefin út um mistök í bandarískum refsirétti New York, 14. nóvember. AP. 25 MENN hafa verið líflátnir sak- lausir í Bandaríkjunum frá því um aldamót og á sama tíma hafa 318 aðrir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir glæpi, sem þeir frömdu ekki. Þetta kemur fram í skýrslu, sem mannréttindanefnd Bandaríkjanna (ACLU) kynnti í dag. í sumum tilvikum hafði nefndin óræk rök fram að færa máli sínu til stuðnings, en önnur dæmi um hrapalleg glappaskot í réttarkerf- inu voru reist á rannsókn nefndar- innar og skoðun hennar. Lagaprófessorarnir Hugo Adam Bedau og Michael L. Radelet taka þetta fram í inngangi að skýrslu sinni. Þeir segja að ýmis mál megi deila um og þau gögn sem þeir hafi sjálfir fram að færa yrðu jafnvel túlkuð á annan veg al ýmsum starfsbræðrum þeirra. Mannréttindanefndin hafnar dauðarefsingu alfarið. Hún ætlar að nota skýrsluna til þess að sýna fram á hversu skeikull refsiréttur- inn sé. Höfundar skýrslunnar reisa úr- skurð sinn um réttarvömm í helm- ingi þeirra dómsmála, sem fjallað er um 1 skýrslunni, á eigin rökum, en ekki mati hins opinbera. Ýmis umdeild mál koma fyrir í skýrslunni og nægir þar að nefna mál Júlíusar og Ethel Rosenberg, sem dæmd voru til dauða fyrir meintar njósnir, og dauðadóminn, sem felldur var yfir anarkistunum Saccoog Vanzetti. Suður-Afríka: Áfram frysting á greiðslu erlendra lána Jóhannosarborg, 15. nóvember. AP. Suður-Afríka verður að framlengja banni við greiðslu erlendra lána fram á næsta ár, vegna tafa sem orðið hafa á því að endurskipuleggja greiðslur þjóðarinnar, að sögn sviss- nesks bankamanns. Búist er við stjórn Suður-Afríku tilkynni ákvörðun sína þessa efnis fljótlega. Ríkisstjórn Suður-Afríku frysti greiðslur á erlendum lántökum í ágústmánuði, eftir að erlendir bankar höfðu neitað að framlengja lán þjóðarinnar, samtals að upp- hæð 14 milljarða dollara, en alls nema erlendu lántökurnar 24 milljörðum. Ákvörðun bankanna var tilkomin vegna efasemda þeirra um stjórnmálaástandið í landinu. Síðan hefur verið unnið að því að semja um greiðslurnar ánýjan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.