Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Lög um viðskiptabanka: Engar takmarkanir um hámarkslán til einstakra lánþega í LÖGUM um viðskiptabanka á íslandi eru engin ákvsði um hámarkslán til einstakra lánþega. í núgildandi lögum um sparisjóði frá 1941 eru hins vegar ákvæði sem takmarka útlán til eins aðila, eða tengdra aðila, við þak sem nemur 50%af bókfærðu eigin fé hlutaðeigandi sparisjóðs. í nýju bankalögunum sem taka gildi um næstu áramót verður ákvæðið um hámarkstakmarkanir á útlánum sparisjóða til einstakra aðila fellt úr gildi. Á hinum Norðurlöndunum nema eru settar of þröngar skorður um í Svíþjóð er þessu öfugt farið, þar eru strangar lagalegar takmarkan- ir á því hversu mikið má lána einum aðila, en í Svíþjóð er það lagt í vald bankaeftirlitsins að ákvarða hámarkið. 1 öllum tilfellum er há- markið verulega lægra en sem svarar þaki sparisjóða hérlendis. Sömu sjónarmið að því er þessa takmörkun varðar eru víðast hvar í bankalöggjöf vestrænna ríkja og á undanförnum árum hefur fremur verið tilhneiging til þess að þrengja þessi mörk en víkka. Þessar upplýsingar fengust hjá Þórði Ólafssyni forstöðumanni bankaeftirlits Seðlabankans. Þórð- ur sagði að þetta kerfi gæti leitt til ófarnaðar: „Við hjá bankaeftir- litinu höfum sífellt bent á nauðsyn þess að setja ákvæði um hámarks- lán til eins lánþega í bankalögin. En við stöndum þar frammi fyrir ákveðnum vanda. Rekstrareiningar bankakerfisins eru svo smáar hér að þær geta ekki veitt fyrirtækjum nauðsynlega fyrirgreiðslu ef þeim hámarkslán. Umsvif fyrirtækja á íslandi hafa aukist mjög undan- farin ár á meðan bankarnir eru ennþá tiltölulega smáir. Eina raun- hæfa lausnin á þessum vanda er að stækka rekstareiningar bank- anna, og þá kæmi sameining tveggja eða fleiri banka vel til greina. Með því næðist tvennt: Aukin hagræðing í rekstri og bank- arnir gætu veitt stórum fyrirtækj- um betri þjónustu með minni áhættu," sagði Þórður. Þórður sagði að áhættan hefði aukist mjög í bankarekstri undan- farin ár: „Því veldur meðal annars verðtrygging lána, auknar fjár- skuldbindingar fyrirtækja, sem kunna að valda því að fyrirtæki lendi í fjárhagslegum erfiðleikum. Sú staðreynd þýðir aftur á móti að forráðamenn bankastofnana verða að að gæta þess að haldbærar greiðslutryggingar séu fyrir veitt- um lánum, en oft á tíðum hefur reynst erfitt að innheimta skuld vegna veða sem eru aftarlega í röðinni," sagði Þórður. Reglur um hámarksútlán bankanna: Engar slíkar reglur hjá Útvegsbankanum segir Lárus Jónsson bankastjóri Útvegsbankans „ÞAÐ ERU engar reglur um há- marksútlán til einstakra fyrirtækja í gildi hjá Útvegsbankanum. Vissu- lega má til sanns vegar færa, að svo þyrfti að vera, en þetta heyrir undir yfirstjórn bankamála fremur en einstaka banka,“ sagði Lárus Jóns- son, bankastjóri Útvegsbankans, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort einhverjar reglur væru hjá bankanum um hámark útlána Axel Gíslason aðstoðarforstjóri SÍS: Gæti verið fýsilegur kostur að stofna félag með Hafskip segir þennan möguleika veröa kynntan í Sambandsstjórn á mánudag „VIÐ HÖFUM verið að skoða dæmið hjá Hafskip - höfum heyrt og hlustað á hvað þeir hjá Hafskip hafa fram að færa. Við höfum skoðað hvort það gæti verið fýsilegur kostur fyrir okkur að stofna með Hafskipsmönn- um sjálfstætt félag til þess að halda uppi samkeppninni," sagði Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri SÍS, þeg- ar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær hvort stjórnendur SÍS væru alvarlega að íhuga stofnun skipaflutningafyrirtækis með hlut- höfum Hafskips, eins og látið hefur verið að liggja. „Við munum kynna þennan val- kost fyrir Sambandsstjórn nú á mánudaginn," sagði Axel, og bætti við að það færi alveg eftir þeim forsendum sem menn gæfu sér, hvort þetta væri fýsilegur kostur eða ekki. „Þetta getur verið fýsi- legur kostur, en til þess þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi," sagði Axel. Axel sagði að þeir hjá SÍS skoð- uðu þetta mál af fullri alvöru, vegna þess að þeir, eins og þeir aðilar sem þeir hefðu verið að ræða við, hefðu áhyggjur af því ef einn aðili kæmist í næstum algjöra einokunaraðstöðu á flutn- ingamarkaðnum. „Við teljum að það sé nauðsynlegt fyrir verslun- ina í landinu og þá um leið fyrir landsmenn alla, að tryggja eðlilega verðmyndun í þessu, því flutning- arnir eru mikilvægur þáttur í verðmyndun á vörum í landinu," sagði Axel. Hann var spurður hvort þeim hjá Sambandinu stæði enginn stuggur af því að fara út í stofnun fyrirtækis með mönnum sem hvað helst hafa verið orðaðir við einka- framtakið — þ.e.a.s. ákveðnir stjórnendur Hafskips: „Þetta samstarf er náttúrlega algjörlega háð því að samstaða náist um grundvöllinn fyrir starfsemi slíks fyrirtækis. Auðvitað getur ekkert orðið úr slíku samstarfi, ef menn eru ekki sammála um það hver markmiðin eiga að vera, og hvaða leiðir skulu farnar að þeim mark- miðum." til einstakra fyrirtækja og einstakl- inga. Lárus benti á að bankakerfið væri þannig uppbyggt að stórfyrir- tæki væru með öll sín viðskipti í einum banka í flestum tilvikum. Vísaði hann í því sambandi til fyrir- tækja eins og ESSÓ, SÍS og fleiri. Erfitt væri að neita slíkum fýrir- tækjum um stóra fyrirgreiðslu, því þau sæktu hana ekki annað en í sinn viðskiptabanka. Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins er hann var spurður hvort sér- stakar reglur um hámark lán- veitinga til einstakra aðila væru í gildi hjá bankanum: „Við erum með reglur frá árinu 1976, sem eru enn í fullu gildi. Þær eru einfaldlega þannig að einn við- skiptavinur, þ.e. viðskiptamaður eða viðskiptamenn tengdir hon- um, má ekki hafa meiri fyrir- greiðslu hér í bankanum, hvað varðar lán eða ábyrgðir, en því sem nemur 2% af heildarútlánum og útistandandi ábyrgðum bank- ans hverju sinni." Valur sagði jafnframt að formaður bankaráðs gæti samþykkt með bankastjórn- inni allt upp í 4% af heildarútlán- um, en ef ætti að fara fram úr þeirri prósentutölu þyrfti sam- þykki bankaráðs fyrir því. Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri Verzlunarbankans, sagði er hann var spurður sömu spurning- ar: „Við höfum ákveðnar viðmið- unarreglur sem við vinnum út frá, þó að slíkar reglur séu ekki til skrifaðar hjá okkur." Hann vildi ekki upplýsa hverjar þessar viðmiðunarreglur væru, en sagði þær hafa reynst vel í gegnum tíðina. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru reglur um hámarkslánveitingar til ein- stakra aðila eða fyrirtækja svip- aðar hjá Verzlunarbankanum og Iðnaðarbankanum. Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Hafskips: Rætt um stofnun nýs skipafélags með þátt- töku Skipadeildar SIS „ÉG GET ekki tjá mig um það á þessu stigi hvort Hafskip muni óska eftir greiðslustöðvun. Við erum að skoða alla þætti málsins og hvaöa viðbrögð koma helst til greina og það skýrist væntanlega snemma í næstu viku hvað verður uppi á teningnum,“ sagði Ragnar Kjartansson stjórnar- formaður Hafskips í samtali við Morgunblaðið í gær. Ragnar sagði að sem stæði væri það einkum einn kostur sem um væri rætt, eða stofnun nýs fyrir- tækis í samvinnu við Skipadeild SÍS: „Eftir að stjórn Útvegsbank- ans hafði gert okkur grein fyrir Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips: Gætum náð meiri rekstrarlegri hagkvæmni með kaupum á Hafskip „VIÐ ERUM tilbúnir til þess að halda áfram viðræðum við Útvegsbankann innan þess ramma sem við höfum verið að ræða við hann að undanfórnu," sagði Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, þegar hann var spurður hver staðan væri í viðræðum við Útvegsbankann, varðandi kaup Eimskips á íslandssigl- ingum Hafskips. Hörður sagði að á þessu stigi væri ekkert hægt að segja til um það hvort samningar tækjust, eða ekki. „Við höfum verið í þessum viðræðum við Útvegsbankann um yfirtöku eigna Hafskips og að einhverju leyti um yfirtöku flutn- inga Hafskips til og frá Islandi," sagði Hörður. „Auðvitað höfum við áhuga á þessum viðskiptum sem Hafskip hefur haft og okkur er það ljóst að þó að við kaupum þessar eignir og yfirtökum viðskiptaleg sambönd að einhverju leyti, þá fáum við ekki nema hluta af þeim.“ Hörður sagði að ef samningar við núverandi hluthafa Hafskips næðust á skynsamlegum grund- velli mætti tryggja að sem mestur hluti flutninganna yrði í höndum Eimskips. Það gerði það að verkum að Eimskip gæti náð meiri rekstr- arlegri hagkvæmni. Það sagði Hörður að myndi koma viðskipta- vinum Eimskips og öllum lands- mönnum til góða. „Okkur er það fullljóst, að okkur er mikill vandi á höndum," sagði Hörður, „með því að vera með stóra hlutdeild í þessum flutning- um. En í því sambandi teljum við að hér komi ekki til greina nein einokun lengur, vegna þess að sagan hefur sýnt það að slíkt er ekki liðið til langs tíma. Einnig myndi það auðvelda og flýta fyrir því að aðrir aðilar kæmu inn á þennan markað og yxu þar, ef við t.d. værum með of há flutnings- gjöld.“ því að umræðugrundvöllur Eim- skipafélagsins væri ekki fýsilegur og ófær fyrir bankann, töldum við nauðsynlegt að skoða aðra mögu- leika og hófum viðræður við for- ráðamenn Skipadeildar sam- bandsins," sagði Ragnar. Hann sagði að umræðan snerist ekki um það að Sambandið keypti Hafskip, heldur væri verið að íhuga mögu- leikann á nýju hlutafélagi, sem að stæðu hluthafar Hafskips og Skipadeild Sambandsins. Ragnar sagði að það væru eink- um þrjár skýringar á slæmri stöðu Hafskips nú: „Fyrst er að telja verðhrun á skipum okkar, sem rýrir eignir Hafskips um allt að 300 milljónir króna. í öðru lagi höfum við tapað sem nemur 700 milljónum króna brúttó á því að missa flutninga fyrir varnarliðið í hendur Rainbow Navigation. Þar hafa bandarísk ólög leikið okkur grátt. Vegna þessa missis fórum við að þreifa fyrir okkur í Atlants- hafshlutningum, og þótt veltan hafi þrefaldast hefur kostnaðurinn orðið meiri en gert var ráð fyrir. Skekkja í kostnaðaráætlun nemur 10-15%, sem er ekki mjög há pró- senta, en vegna þess hve tölurnar eru stórar og bolmagnið lítið hefur það farið illa með fyrirtækið," sagði Ragnar Kjartansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.