Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1986 Jólabangsinn AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Þingkosningar í Frakklandi í marz á næsta ári: Borgaralegu flokkun um er spáo stórsigri ALLT BENDIR til þess að borgaralegu flokkarnir fari með stórsigur af hólmi í þingkosningum, sem fram fara í Frakklandi í marz á nssta ári, og að stjórn sósíalista renni þá skeið sitt á enda. Benda kannanir til að þingmönnum nýgaullista, Lýðveldisfylkingar Jacques Chirac (RPR), og Lýðrsðissambandsins, flokks Valery Giscard d'Estaing (UDF) muni fjölga um 210 og að flokkarnir muni eftir kosningar hafa 365 þingmenn af 555. Þar með yrði staða Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, sér- kennileg, þar sem kjörtímabili hans lýkur ekki fyrr en árið 1988. Jæja, hér kemur hann, sá stóri, sem svo margar ykkar eru einatt að biðjaum. Þessi er 55 sentímetra hár og þið þurfið að skrifa Dyngjunni ef þið viljið fá nákvæmt snið. í hann þarf 50 sm af plussefni, þannig er hann fallegastur, 140 sm breiðu. Sömuleiðis 15 sm af efni í sólana og „þófana“. Annað hvort ljósara plussefni eða gróft, rifflað flauel, sem fer vel við litinn sem þið veljið á bangsann. Öll snið- stykkin eru merkt og númeruð og klippast án saumfars. Stykkin saumast saman rétt móti réttu, kantarnir heftir sam- an með títuprjónum, og hárunum þrýst vel innundir, kantarnir síð- an saumaðir saman með þéttu sig-sag-spori. Byrjið að sauma kroppinn (nr. 96) saman að framanverðu, síðan bakstykkin (97) nema opið, sem þið saumið saman í höndunum síðast. Saumið hliðar saman. Geymið. Saumið svo þófana (ann- an lit) á innri helming handleggja (102). Saumið handleggi saman og gleymið ekki opinu til að snúa efninu við. Saumið fótleggina á sama hátt og sólana á þá (i öðrum lit). Látið alltaf tölustafina stand- ast á, á öllum sniðum. Höfuð: Saumið miðstykkið (98) við hlið- arstykki (99). Saumið trýnið á höfuðstykki. Saumið augun í. Saumið miðsaum á trýni (ath. númer) og áfram niður að háls- máli. Saumið eyrun saman, hafið opið að neðan. Snúið öllum stykkj- unum við og fyllið með svamp- kurli (púðafyllingarefni). Það er ykkar að ákveða hve mikla fyilingu þið notið, en það er skemmtilegra að hafa bangsa mjúkan. Saumið öll op saman í höndunum og þegar þið hafið fyllt út trýnið þræðið þá umhverfis það til að þrýsta þvi aðeins fram og gangiö frá endanum. Saumið með dökku ullargarni munn og nef. Eins og ég hef getið um áður má kaupa ýmsar stærðir af augum, til dæmis í tómstundabúðinni Litum og föndri við Skólavörðu- stíg, einnig „nef“. Þegið þið saumið höfuð, eyru, handleggi og fótleggi á búkinn sjáið þið á sniðunum merkt hvar þetta á að vera. Það þarf tölu- verða nákvæmni við að setja bangsann saman svo vel fari og betra að hafa einhverja reynslu í saumaskap, en hann er alveg þess virði. Þegar upp er staðið er kominn þessi líka sætasti bangsa- vinur og tilvalin jólagjöf handa yngstu meðlimum fjölskyldunnar. Gleymið ekki að hafa fallega slaufu um hálsinn á bangsa. Að lokum, ef það er eitthvað sem vefst fyrir ykkur er ég alltaf reiðubúin að leiðbeina ykkur. Utanáskriftin er: Dyngjan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. P.s. Guðbjörg á fsafirði. Sniðin eru á leiðinni í pósti. Samkvæmt nýjum skoðana- könnunum fá borgaralegu flokkarnir öruggan meirihluta í kosningunum í marz. í Gallup- könnun, sem birt var fyrir mán- uði, fengu borgaralegu flokkarn- ir 59% fylgi, vinstri flokkarnir 38% og flokkur umhverfisvernd- armanna, græningja, 3%. Er könnunin nær samhljóma könn- unum, sem birtar voru í júní og september. í nýjustu könnuninni skiptist fylgi borgaralegu flokkanna þann veg að nýgaullistar, RPR, fengju 25% atkvæða og UDF, sem er flokkur mið- og hægri- manna, 20%. Þjóðarfylkingin, flokkur hægri öfgamannsins Jean-Marie Le Pen, fengi 8,5% og aðrir flokkar fengju 5,5%, eða um 30 þingmenn. Til samanburðar fengi Jafnað- armannaflokkurinn, flokkur Mitterrands forseta, 23% fylgi, Kommúnistaflokkurinn 10% og tveir smáflokkar vinstrimanna 5%. Lýðveldisfylkingin, RPR, og Lýðræðissambandið, UDF, hafa ákveðið að bjóða fram sameigin- legan lista í 45 kjördæmum af 96 við kosningarnar í marz. Lík- legast bjóða flokkarnir fram sinn listan hvor í 40 kjördæmum. Hefur flokkunum reiknast til að með kosningabandalagi fengju þeir 365 þingmenn af 555, en 345 ef þeir byðu ekki fram sameigin- legan lista. Vinstri flokkarnir fengju 189 þingmenn ef stóru borgaralegu flokkarnir bjóða fram sameiginlega, en 208 ella. Jafnaðarmenn fengju 145 þing- menn eða 163, eftir því hvernig staðið verður að framboði, og kommúnistar 41 eða 45. Græn- ingjar fengju einn þingmann eða tvo. Jafnaðarmenn héldu lands- fund fyrir mánuði og þar sættust stríðandi fylkingar á að sýna samstöðu á yfirborðinu, fram yfir kosningar am.k. Talið er að það muni duga skammt og að flokkurinn eigi á brattann að sækja. f vor komu miklar deilur í flokknum upp á yfirborðið, milli vinstrisinna, þeirra sem vildu að flokkurinn héldi sig við boðorð jafnaðarmennskunnar og hinna, sem vildu að flokkurinn færðist nær miðju. Lionel Jospin, flokks- leiðtogi, fór fyrir fyrri hópnum en Laurent Fabius, forsætisráð- herra, og Michel Rocard, sem reyndar er sagður hægrisinni innnan flokksins, voru helztu talsmenn miðjumanna. Stjórn jafnaðarmanna, sem kommúnistar áttu aðild að i fyrstu, hefur orðið fyrir fylgis- tapi jafnt og þétt. Sýnu verst hefur fylgistap stjórnarinnar orðið undir hið síðasta, jafnvel þótt dregið hafi úr verðbólgu og viðskiptahalla, og útlitið sé betra á ýmsum sviðum efnahagslífsins en fyrir ári. Miklir örðugleikar steðja engu að síður að Frökkum og atvinnuleysi er mikið, eða um 10%. Þá hafa fjárlög stjórnar- innar fyrir kosningaárið mætt mikilli gagnrýni, utan þings sem innan, og þykir einkennast af óraunsæi. Flokksmenn hafa misst tiltrú á stjórnarstefnunni, einkum í röðum óbreyttra launa- manna, þangað sem flokkurinn hefur sótt mest fylgi. Þá varð aðild stjórnar Mitterrands að tilræðinu við Greenpeace- samtökin, er skipi samtakanna, Rainbow Warrior, var sökkt í höfn á Nýja Sjálandi, til þess að draga stórlega úr trausti manna á stjórninni. Talið er að jafnaðarmenn og Mitterrand forseti muni nota tímann fram til kosninga til að reyna að efla stjórninni vin- sælda. Fróðir menn telja að Fabius forsætisráðherra verði gerður að blóraböggli og honum fórnað í þeirri von að fylgið aukist. Til þess að halda velli telja jafnaðarmenn sig þurfa 30% atkvæða, en sem fyrr segir er þeim nú spáð 23%. Fengi flokkurinn 30% yrði hann áfram stærstur flokka landsins og RPR og UDF næðu ekki einföldum meirihluta. Kæmi sú staða upp hefðu borgaralegu flokkarnir um þrennt að velja; mynda meiri- hlutastjóm með aðild Þjóðar- fylkingar Le Pen, mynda minni- hlutastjórn, eða mynda sam- steypustjórn með jafnaðarmönn- um. Ljóst er að það mundi falla hófsamari stuðningsmönnum afar illa í geð ef RPR og UDF tækju upp samstarf við Le Pen. Þá yrði hætt við að minnihluta- stjórn flokkanna fengju litlu ágengt undir slfkum kringum- stæðum vegna þingstyrks vinstri flokkanna. Fróðir menn telja afar ólíklegt að jafnaðarmönnum takist að auka fylgi sitt í 30% á svo skömmum tíma, sem til kosninga er. Flokkurinn hlaut 37% at- kvæða í kosningunum 1981, en aðeins 21% í kosningum til þings Evrópubandalagsins, EB, í fyrra. í sveitarstjórnakosningum í vor fékk flokkurinn 25% atkvæða, en talið er að þingfylgi flokksins sé nær 22-23%. Fylgisaukningu kæmu jafnaðarmenn og helzt til með að ná með því að taka at- kvæði frá öðrum vinstriflokkum, einkum Kommúnistaflokknum. Fylgi kommúnista hefur stór- lega minnkað, eða úr 20,5% 1978 í 10% nú, og er flokkurinn á góðri leið með að verða að nær engu. Hugmyndafræði flokksins þykir verða æ forneskjulegri og af þeim sökum m.a. hefur af honum hrunið fylgi. Ekki bætir úr skák að Georges Marchais, flokksleið- togi, hefur ekki slakað á tryggð sinni við Moskvu og hefur honum tekizt að bæla niður allar til- raunir innanfrá til að gera flokk- inn umburðarlyndari og aðlaga stefnu hans að frönsku nútíma- samfélagi. Af þessum sökum hafa menntamenn og ungt fólk snúið baki við flokknum í stórum stíl á undanförnum misserum. Árið 1978 nutu kommúnistar t.d. stuðnings 28% allra Frakka á aldrinum 18-24 ára, en í kosning- unum til þings EB í fyrra fékk flokkurinn aðeins 5% atkvæða 18-20 ára kjósenda og 9% 21-24 ára kjósenda. Einn stjórnmála- skýrandi úr röðum jafnaðar- manna orðaði það svo nýlega í viðtali við tímaritið Le Point að kommúnistar ættu fyrst og fremst fylgi í hópi aldraðra og þar sem að því kæmi að þeim fækkaði væri Kommúnistaflokk- urinn einnig dauðadæmdur. Vinni borgaralegu flokkarnir þann stórsigur, sem þeim er spáð, verður staða Mitterrands óneit- anlega sérstæð, því kjörtímabil hans rennur fyrst út árið 1988. Jafnaðarmenn hyggjast reyna semja við borgaraflokkana um að Mitterrand verði ábyrgur fyrir utanrfkismálum en stjórn þeirra sinni innanríkismálum. Borgaralegu flokkarnir segja ókleift að draga mörkin milli þessara málaflokka, þar sem málefni EB eru snar þáttur f innanríkispólitíkinni og því kynni að koma-til árekstra. Innan RPR og UDF eru þeir fjölmennastir, sem telja Mitter- rand verði að fara frá, komizt flokkarnir til valda. Samkæmt síðustu könnun Gallup voru 34% aðspurðra sömu skoðunar, en 51% taldi hann eiga sitja út kjörtímabil sitt. Á næstu mánuðum mun betur skýrast hvaða útkomu er að vænta úr þingkosningunum í Frakklandi og hvað við tekur að þeim loknum. Á þessu stigi er t.d. fremur óljóst hvaða hlutverki Þjóðarfylking Le Pen getur komið til með að gegna. Það eina, sem nær öruggt er talið á þessari stundu, er að borgaraflokkarnir muni vinna stórsigur í kosning- unum. Heimildir: Time, HinradsUdsbUtdet. Staða Francois Mitterrand forseta verður sérkennileg. sigri borgaralegu Dokkarnir eins og spáð er nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.