Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÖVEMBER1985 fHwgtii Utgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraidurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. „Vernd“ ríkisbanka Fyrsta umræða um Hafskips- málið fór fram á Alþingi á fimmtudaginn. Eins og við var að búast einkenndist hún meira af því, að talsmenn einstakra flokka reyndu að ná pólitískri fótfestu í málinu en að rætt væri um ein- staka og sérgreinda þætti málsins. Það verður ekki unnt, fyrr en meiri upplýsingar birtast opinberlega. Einn' þátt gátu þingmenn bó rætt ítarlegar en aðra, hlut Ut- vegsbankans. Var það raunar yfir- lýst tilefni þess, að formaður Alþýðuflokksins hóf umræður um Hafskipsmálið utan dagskrár á þingi, að staða Útvegsbankans væri komin í algjört óefni. Lýsti Jón Baldvin Hannibalsson sérstök- um áhyggjum yfir því, að við- skiptavinir Útvegsbankans gætu misst fé, sem þeir hefðu lagt inn í bankann, nema skattgreiðendur hlypu undir bagga og réttu honum hjálparhönd. Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, sagði, að Út- vegsbankinn hefði ríkistryggingu og viðskiptavinir hans þyrftu ekki aðóttast um fjármuni sína. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, sagði, að nú ættu skatt- greiðendur að „borga eyðslu ný- ríku kapítalistanna", svo að vitnað sé til frásagnar Morgunblaðsins. Þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson eru formenn stjórnmálaflokka, sem hafa það á stefnuskrá sinni að byggja á þeim sögulega hugsjónagrunni, að at- vinnurekstur og stjórn fjármála sé betur komin í höndum ríkisins en einstaklinga. Engum hefur þótt fráleitara en forvígismönnum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, að hugað sé að því, hvort ekki megi breyta rfkisbönkum á íslandi í fyrirtæki, sem standi á eigin fót- um án þess að njóta verndar ríkis- ins. í umræðunum á þingi vakti Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmaður Alþýðuflokksins, máls á því, að hún hefði á sínum tima viljað setja það í lög, að ríkisbankar mættu ekki lána einu fyrirtæki nema að ákveðnu marki með hliðsjón af bókfærðu fé bankans. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga. En hefði hún verið nauðsynleg, ef þingmenn hefðu gengið skrefið til fulls og ákveðið að ríkið hætti að standa á bak við rekstur stærstu banka landsins? Svarið er einfaldlega: nei. Bæði Iðnaðarbankinn og Verslunarbankinn, svo að tveir einkabankar séu nefndir, hafa sett sér þá reglu, að eitt einstakt fyrir- tæki fái ekki lánafyrirgreiðslu nema að vissu marki miðað við fjárhagslegt bolmagn bankans. Fyrstu umræðunni á þingi um Hafskipsmálið lauk á þann veg, að öllum er ljóst, að viðskiptavinir Útvegsbankans tapa ekki sparifé sínu, það er ríkistryggt. Hvernig væri að þingmenn veltu því fyrir sér fyrir aðra umræðu um málið, hvað það réð miklu leynt og ljóst í ákvörðunum stjórnenda Útvegs- bankans um lánveitingar til Haf- skips, að þeir vissu um vernd ríkis- ins? Er þessi „vernd“ eða „trygg- ing“ ríkisins ekki í raun öfugmæli, þegar upp er staðið? Öll helstu fjárfestingamistök undanfarinna ára hafa orðið í skjóli ríkisins eða með beinum atbeina þess. Það er ekki undarlegt, þótt talsmenn rík- isforsjárflokka, beini athyglinni að „eyðslu nýríkra kapítalista", en forðist að minnast á þau úrræði, er best duga til að stuðla að heil- brigðum atvinnurekstri: að halda honum sem lengst frá ríkisfor- sjánni eða ríkishítinni. Ungfrú heimur <r Islendingar eru lítil þjóð. Þeir hugsa mikið um landkynningu. Sú viðleitni þeirra að kynna sig vel hefur síður en svo dregið úr dómgreind þeirra heldur orðið þeim hvati til þess að standa sig vel í viðskiptum við aðrar þjóðir. íslendingar hafa sem betur fer ekki orðið heimsþekktir af hryðju- verkum eða vopnaburði þótt þeir eigi til fornra vígamanna og ribb- alda að telja. En þessir forfeður okkar gáfu okkur einnig mikla menningu 1 arf. Við teljum okkur með réttu til siðmenntaðra menn- ingarþjóða og reynum að halda jafnvægi í hafróti válegra tíma. Nú er sótt að æsku okkar með ýmsu móti. Okkur er öðru fremur nauðsynlegt að rækta hana vel svo að hún standist ásóknina, bæði aðförina að tungu okkar og öðrum verðmætum. Þá er ekki sízt nauð- synlegt að hún sé í stakk búin til að standast fíkniefnaásóknina. Fögur sál í hraustum líkama er ágætt vígorð á okkar tímum. Þess vegna er ástæða til að fagna æsku- þokka. Þess vegna getum við heils- hugar glaðzt yfir þeim árangri sem Hólmfríður Karlsdóttir hefur nú náð þegar hún er orðin Ungfrú heimur. Þessi árangur er ekki minni hvað landkynningu snertir en ef við ynnum heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu. Slík land- kynning er ómetanleg. Það þýðir ekkert að setja upp hundshaus og segja: kroppasýning. Heimurinn metur enn æskuþokka og kvenlega fegurð eins og þeir sem skrifuðu íslendinga sögurnar. Það er allt og sumt. Svo getur kvennafram- boðið verið með öll þau skrípalæti sem það vill. í þeim er engin land- kynning. Þau eru bara venjuleg sveitamennska, merki um þá til-. hneigingu okkar að gera uppákom- ur að leiðindamálum. Fegurðar- samkeppnin um Ungfrú heim var að sjálfsögðu uppákoma. En hún var skemmtileg uppákoma. Og þá umfram allt ódýrasta auglýsing sem við gátum fengið — og einhver sú skemmtilegasta. Samt mun hún engum sköpum skipta. Hún minnir einungis á að við eigum gjörvilega æsku. Það þarf þó nokkuð til að sigra í slíkri keppni. Það þarf meifa en fallegan líkama. Það þarf einnig þokka. íslenzkt kvenfólk hefur nóg af honum. Og hann er góð landkynning, meira að segja í takt við boðskap fornra sagna um hetjur og fagrar konur sem gerðu garðinn frægan. jitaigiM tnáfl Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 312. þáttur { Pálsbréfi því, sem um gat í síðasta þætti, voru flestar klausurnar með dæmum um rangar beygingar og stagl. Er það sem í fyrri bréfum. Nú skal nokkuð hyggja að röngum beygingarmyndum sem fyrir komu í tilvitnunum Páls. Sögnin að hylla (skyld holl- ur og hollusta) er í 3. flokki veikra sagna og beygist sam- kvæmt því hylla, hyllti, hyllt. Það verður því að teljast rangt mál að fara með hana yfir í 1. flokk og segja að fáninn hafi verið „hyllaður". Sögnin að tróna er hins vegar, eftir málvitund okkar Páls Helgasonar, í 1. flokki. Þetta er að vísu tökusögn, víst ekki mjög gömul, svo að beyg- ingin kann að vera álitamál, en okkur þykir réttara að segja trónar í nútíð og trónaði í þátíð heldur en trónir og tróndi. Verra er þó, þegar orðið trjóna hefur áhrif á þessa tökusögn og menn fara jafnvel að segja og skrifa trjónir í stað trónar. Þessi sögn er náttúrlega dregin af tökuorðinu trónn (e. throne) = hásæti. Sagnirnar að skorta og langa taka með sér þolfall. Mig skort- ir, þig skortir, einhvern skortir eitthvað. Mig langar, þig lang- ar, einhvern langar til einhvers. Mann langar til að stökkva upp úr sætinu, ekki: „Manni lang- ar“ o.s.frv. Fyrirtækið skortir verkefni, ekki: „Fyrirtækinu skortir", og Sævar skorti aðeins herslumuninn, ekki: „Sævari skorti", o.s.frv. Talsverður vandi getur verið að mynda viðtengingarhátt þátíðar af sterkum sögnum, enda tekst það ekki alltaf sem skyldi. Reglan er sú að hann er dreginn af þriðju kennimynd (þátið flt.) sagnarinnar með i-hljóðvarpi, ef stofnsérhljóð þriðju kennimyndar getur tek- ið því. Dæmi: Af fara er þriðja kennimynd fórum. Viðth. þát. er þá (þótt ég) færi (ó>æ með i-hljóðvarpi). Af liggja er 3. km. lágum og vth. þát. samkvæmt þessu (þótt ég) lægi. Ekki getur i tekið i-hljóðvarpi, og því verð- ur vth. þát. af hníga (myndaður af hnigum) hnigi og af stíga (myndaður af stigum) stigi. Stundum getum við lent í vanda, ef sagnir, sem hafa haft sterka beygingu, eru orðnar „veikar" eða „blandaðar". Tök- um sögnina að þiggja. Hún var sterk og beygðist alveg eins og liggja; þiggja, þá, þágum, þegið. Og samkvæmt þessu á vth. þát. að vera í eintölu (þótt ég) þægi og í flt. (þótt við) þægjum. En nú er svo komið að beyging sagnarinnar að þiggja er orðin blönduð, jafnvel veik. Það er því ef til vill ekki að undra, þótt sjá megi: „Þrátt fyrir að bæði þessi sjúkrahús þæðu rekstr- arfé sitt af fjárlögum.“ Eigi að síður er það tilfinning okkar Páls Helgasonar, að þarna skuli nota hinn gamla og góða viðtengingarhátt þægju. Breyta mætti upphafi málsins líka og segja: Enda þótt bæði þessi sjúkrahús þægju rekstrarfé sitt af fjárlögum. Það væri kannski enn betra að tala líka um að sjúkrahúsin þægju rekstrarfé sitt úr ríkissjóði heldur en af fjárlögum. ★ Lítum nú aðeins upp úr Páls- bréfi og látum það bíða í bráð- ina. Svo sem í framhaldi af því, sem sagði í tveimur síðustu þáttum um erlend áhrif á ís- lensku, langar umsjónarmann til að birta hér hluta af grein sem Halldór Laxness skrifaði í Eimreiðina fyrir rúmum ára- tug(1974): „Mætti ég taka mönnum vara fyrir þrem dönskum hor- tittum, sem við líklega notum öll í tali dögum oftar, a.m.k. þori ég ekki að sverja neinn þeirra af mér, hef meira að segja reynslu fyrir því að einn þeirra er samgróinn mínu tal- máli þó ég geri mér að skyldu að draga hann samviskusam- lega út í prentuðum textum. Fyrst skal telja orðið „jú“, notað samkvæmt dönsku sem atviksorð inní miðjum setníng- um, í þeirri trú að það ljái ræðunni aukna áherslu; dæmi, maturinn er jú ágætur. Er hugsanlegt að sá matur sé góð- ur sem þessa einkunn fær? Ég bygg flestir mundu gera ráð fyrir að slíkur matur væri hálf- gert óæti. Danir segjast hafa feingið orðið „jo“ úr lágþýsku og gefa á því flóknar útskýríng- ar eftir samanburðarmálfræði. Stundum bæta íslendíngar orðinu „bara“ við: í blaði 1. febrúar stóð t.d. þessi fróðleik- ur: „orðið fjölskylda þýðir jú bara fjöldi skyldna." Annar danskur hortittur sem stundum kemur fyrir í mörgum greinum á dag í sama blaði er danska orðtækið „saa sandelig", og skjóta menn því einsog hinu fyrrnefnda inní nær hvaða setníngu sem vera skal. Þessi hortittur merkir reyndar næstumþví sama og Jo“. Sumir halda bersýnilega að þeir járnbendi mál sitt með svona innskoti, en vara sig ekki á að innantóm uppfyllíngarorð gera textann ekki aðeins au- virðilegan og veikja hann, heldur fara lángt með að snúa merkíngu hans við. Maður sem sagður er „svo sannarlega góð- ur“ á víst að teljast meira en góður, og „svo sannarlega gott veður" meira en gott veður, en maðurinn sem fær þessa ein- kunn getur varla verið góður maður fortakslaust og veðrið ekki gott veður ... Hortittur étur ævinlega merg málsins innanúr setníngu, eins þó hann sé lánsfé úr dönsku. Þriðji algeingur danskur hortittur í íslenskum fjölmiðl- um er upphrópunin „sko“ sem blaðaskrifarar skjóta inn í texta sína á nákvæmlega sama stað í setningu og orðinu „sgu“ er skotið inn í óvandaðri dönsku. Af þessu má sjá að íslendíngar halda að „sko“ á íslensku sé sama orðið og sgu í dönsku, eða að minstakosti þýði eitthvað svipað. Þetta hefði hafnaríslendíngum fyrri tíma aldrei dottið í hug, þeir voru of góðir í dönsku til þess ... „Sko“ er einhverskonar íslenskt barnamál, virðist vera boðháttur af sögninni að skoða, og þýðir allt annað en danska orðið sgu sem blaðamenn okk- ar vilja láta það samsvara. Orðið sgu kalla danir sjálfir orðskrípi í máli sínu, fyrir nú utan sem það er eftir uppruna sínum og eðli ruddalegt blóts- yrði af þeirri tegund sem varla er til í íslensku, enda á dönsku talið óprenthæft orð...“ ★ Auk þess leggur Kolbeinn Sigurbjörnsson á Akureyri til að læknir heiti framvegis læknir, en ekki sjúkdómafræð- ingur, svo sem einhvers staðar mátti heyra eða sjá, og umsjón- armaður mælir með orðinu rakadrægur (fyrir absorbent) sem nú heyrist í auglýsinga- máli. Dalvík: Ágreiningur milli bæjarstjórnar og bygginganefndar um hvort veita eigi leyfi atvinnureksturs í bflgeymslu ^ Dalvík, 15. nóvember. ÁGREININGUR er uppi milli bygginganefndar og bæjarstjórnar Dalvíkur vegna umsóknar um leyfi til að reka hjólbarðaverkstæói í bflgeymslu við íbúðarhús að Dalbraut 14, Dalvík. Forsaga þessa máls er sú að íbúi hér í bæ sendi umsókn til bæjarstjórnar ura leyfi til starfrækslu hjólbarðaverkstæðis við íbúðarhús sitt. Bæjarstjórn vísað; umsókn þessari til bygginganefndar, sem afgreiddi það á þann veg að erindinu var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Þegar fundargerð bygginganefndar kom síðar fyrir bæjarstjórn, gat hún ekki fallist á af- greiðsiu nefndarinnar og samþykkti umsóknina þó með skilyrðum. Þar sem hér var kominn upp ágreiningur milli bæjarstjórnar og bygginganefndar var ljóst að til að fá niðurstöðu í málinu varð lögum samkvæmt að leita úrskurð- ar félagsmálaráðuneytisins. Áður en til þess kom boðaði bæjarstjórn bygginganefnd til fundar þar sem reynt var að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli. Á fundin- um kom fram að víða er atvinnu- starfsemi í bílskúrum og í auka- rými íbúðarhúsnæðis á Dalvík og hafa húsráðendur í fæstum tilvik- um sótt um leyfi til þeirrar starf- semi. Hefur það verið látið óátalið af bæjaryfirvöldum. Töldu bæjar- fulltrúar óeðlilegt að banna slíkt meðan starfsemi þessi væri innan skynsamlegra marka og í tilviki sem þessu mætti veita leyfið til skamms tfma. Ekki tókst að ná sameiginlegri niðurstöðu en samþykkt var að leita eftir áliti skipulagsnefndar Dalvíkurbæjar. Þaðan fer málið aftur til bygginganefndar og síðan til bæjarstjórnar og bíða menn spenntir eftir málalyktum. Fréttaritarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.