Morgunblaðið - 16.11.1985, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.11.1985, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Becker aldrei betri VESTUR-ÞÝSKA tennisstjarnan Boris Becker, segir að hann sé í betri æfingu nú en þegar hann vann Wimbledon í júli. Hann keppir nú é Benson og Hedges- mótinu í tennis, sem fram fer á Wembley-íþróttasvæðinu í Lond- on í þessari viku og lýkur á sunnu- dag. „Ég hef mun meira sjálfstraust nú. Slæ boltann fastar og er fljótari. Ég hef einnig lagt áherslu á fóta- buröinn," sagöi Becker, sem er aöeins 17 ára og hefur veriö talinn undrabarniö í tennisíþróttinni. Becker hefur verið mikiö í sviös- Ijósinu eftir aö hann varö sigurveg- ari á Wimbledon-mótinu í tennis í júli í sumar. Hann er yngsti tennis- leikarinn sem unniö hefur þennan eftirsóttatitil. Becker mun á laugardag mæta Svíanum Anders Jarryd í undanúr- slitum. Ivan Lendl, sem talinn er besti tennisleikari heims í dag, mætir Larry Stefanki frá Bandaríkj- unum. Óskaúrslitaleikur keppninnar er viöureign Beckers og Lendl. Beck- er vann Lendl í keppni landsliöa Vestur-Þýskalands og Tókkó- slóvakíu í síöasta mánuöi. HSÍ færi bensínpeninga Þóröur Ásgeirsson, forstjóri OLÍS, afhendir Jóni Hjaltlaín Magnússyni, formanni HSÍ, ávísun að fjárhæð kr. 150.000.- Hér er um að ræða fyrstu greiðsluna af sex sem HSÍ fær vegna þess að OLÍS greiðir í landsliðs- sjóð 0,05 kr. fyrir hvern bensínlítra sem selst á bensínstöðvum OLÍS á tímabilinu 1. október 1985 til 19. mars 1986. Veröi bensínsala OLÍS svipuö og á sama tíma í fyrra fær HSÍ þannig alls 800-900 þús- und krónur en aukist bensínsala OLÍS kemur það HSÍ til góða. Vorum að fá sendingu af Nor-hillu- samstæðum á kr.JASOO stk. Það kallar maður svefnbekksverð. Einnig: Stólar frá kr. 1.500, sófaborð frá kr. 3.500, leðurskemlar frá kr. 1.500, speglar frá kr. 1.000 og síðast en ekki síst svefnbekkir á stólaverði aðeins 6.000 kr. Sendum í póstkröfu um allt land. Opið um helgina til kl. 17.00. bólsírun GUÐMUNDAR Nöiinugötu 16, Re'i’k]a\ík, s. 22890 Meistaramótið í Shotokan-karate f DAG fer fram í íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi meistaramót í Shotokan karate. Þetta er í þriöja sinn sem slíkt meistaramót er haldiö en eins og kunnugt er þá er karate ung íþrótt hér á landi. Mótið hefst klukkan 11 árdegis og búist er við aö úrslitin hefjist um klukkan 14. Karatefélagiö Þórshamar í Reykjavík hefur sigraö á þeim mót- um sem haldin hafa veriö til þessa en nú hafa hin fjögur félögin sem þátt taka fullan hug á aö gera ein- hverja breytingu þar á. Þaö eru rúmlega 50 karatemenn sem taka þátt i þessu móti og koma þeir frá fimm karatefélögum, Þórs- hamri, Breiöabliki, Gerplu, Selfossi og fráSindra í Höfn í Hornafiröi. Meöal keppenda eru allir okkar bestu karatemenn og má þar nefna Ævar Þorsteinsson úr Breiöabliki sem stóö sig svo vel á Noröurlanda- mótinu sem fram fór í Laugardals- höll fyrr í haust. Karl Sigurjónsson, Gísli Pálsson og Kristín Einarsdóttir keppa öll en þau lentu í fjóröa sæti áNM. Þrír úr GR á Evrópumótum j NÆSTU viku hefst á Aloha-vell- inum í Marbella á Spáni Evrópu- keppni félagsliða í golfi. Þar sem Golfklúbbur Reykjavtk- ur sigraöi í sveitakeppni GSi sl. sumar, þá mun sveit klúbbsins keppa í mótinu fyrir islands hönd. Sveitin veröur þannig skipuö: Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafs- son og Siguröur Pétursson. Liös- stjóri veröur Björgúlfur Lúövíksson. Hannes og Björgúlfur héldu utan í gær, föstudag, en Ragnar og Sig- uröur eru erlendis viö æfingar. Mót- iö hefst á mánudag meö æfinga- dögum, en keppnin sjálf á miöviku- dag til laugardags. Flutt í Br&utarholt 3 JL. nr (MJÖLNISHOLT 14) Sýning á nýjum INVTTA innréttingum laugardaginn 16. nóv. kl. 10 — 17 og sunnudaginn 17. nóv. kl. 13-17. ELDASKÁLINN Nóatún BRAUTARHOLTI 3 e NYTT SIMANUMER: 621420

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.