Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 39 Auður Péturs- dóttir - Minning Fædd 28. júlí 1907 Dáin 10. nóvember 1985 Sunnudaginn 10. þ.m. andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur Auður Pétursdóttir, húsmóðir í Hóla- brekku, Miðneshreppi. Auður var fædd á Eyrarbakka, dóttir Péturs Guðmundssonar kennara, er þar var skólastjóri um áratuga skeið og konu hans, Elísa- betar Jónsdóttur. Á Eyrarbakka ólst Auður upp í glöðum systkina- hópi. Foreldrar hennar eignuðust saman 11 börn og náðu 9 þeirra fullorðinsaldri. Pétur faðir hennar hafði áður eignast 2 börn. Á uppvaxtarárum Auðar var Eyrarbakki enn fjölmennur stað- ur, félagslíf stóð þar með blóma og það var lifsglaður hópur barna og unglinga sem lék sér í flæðar- málinu, við sjógarðshliðið og í grennd við Vesturbúðina og Kaup- mannshúsið. Frá þessum árum geymdi Auður margar minningar og miðlaði síðar ungum vinum sinum í frásögnum af gleði æsku- áranna og sorgum, og minnisstæð- um atburðum á þorpsgötunni og gleymdi þá ekki að geta um skjólið sem hún átti hjá ömmu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur. Þar fannst henni gott að hjúfra sig. I minn- ingu Auðar og hugskoti voru bernsku- og æskuárin hamingju- dagar. Þegar Auður var um fermingu lést Pétur faðir hennar. Var þá fárra kosta völ fyrir ekkju með stóran barnahóp. Varð að ráði, fyrir atbeina elstu systkinanna að fjölskyldan flyttist til Reykjavík- ur. Er þangað kom var þar dýrtíð, atvinnuleysi og kreppa, en vonin blíð var förunautur fjölskyldunnar og einhvernveginn rættist úr mál- um er allir lögðust á eitt. Hver og einn lagði fram eftir því sem kraft- ar leyfðu og bar úr býtum eftir þörfum. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur gekk Auður í góð- templarastúkuna Iþöku. Þar starf- aði hún af miklum áhuga og eign- aðist góðkunningja og vini er hún minntist oft síðar. Á þessum árum voru stúkurnar allt í senn skemmtifélag, fræðslu- og félags- málaskóli. Auður var bókhneigð og félagslynd og tók virkan þátt í starfinu meðan hún átti heima í Reykjavík. Á veturna vann Auður með móður sinni við heimilisstörf, en á sumrin fór hún í kaupavinnu, einsogþá vartítt. Árið 1933 gengu þau í hjónaband Auður og Kristófer H. Jónsson. Bjuggu þau nær tvo áratugi á Miðhúsum á Mýrum, í sambýli við Jón, bróður Kristófers, og Nellý, systur Auðar. Helga Jónsdóttir, móðir þeirra bræðra, Kristófers og Jóns, hafði áður búið á jörðinni ásamt manni sínum, Jóni Einars- syni, og var þar áfram um langa hríð. Mikil vinátta var milli systr- anna Nellýjar og Auðar og alls þeirra fólks. Margar voru ferðirn- ar og yndislegar, sem farnar voru að Miðhúsum, sumar eftir sumar. Ungir og gamlir fóru að hitta Nellý og Áuði frænku og fjölskyld- ur þeirra. Þar var Elísabet amma tíðum og með henni Ástþór dóttur- sonur hennar. Þar voru sólríkir sumardagar og öll Miðhúsabörnin sem ein fjölskylda, Páll, kjörsonur Auðar og Kristófers, og börn Nell- ýjar og Jóns. Frændfólkinu verður tíðrætt um þessa samfundi á sumrum og ógleymanlegar minningar. Frá Miðhúsum fluttust Auður og Kristófer að Langárfossi á Mýrum og dvöldust þar um skeið. Þaðan lá svo leið þeirra á Suðurnes er þau festu kaup á Hólabrekku í Miðneshreppi árið 1952. Þar hefir heimili þeirra verið síðan. Það var með miklum söknuði að hjónin fluttust að vestan, úr sveitinni sinni, og stundum læddist að manni sá grunur, að erfitt yrði fyrir þau að festa rætur á Suður- nesjunum. En þau áttu sér draum sem rættist. Ungi maðurinn sem fluttist með þeim varð efnis- og dugnaðarmaður. Þau hjónin Páll Kristófersson og Ingibjörg Gests- dóttir hafa verið ellistoð og stytta Auðar og Kristófers. Börnin þeirra og barnabörn voru ævintýri í lífi hennar Auðar okkar. Systkinin frá Miðhúsum hafa alla tíð sýnt þeim hjónum mikla tryggð. Systkini Auðar voru: Jón Axel, Steinunn, Nellý, Guðmundur, Ás- geir, Tryggvi, Steinunn Bergþóra, Ásta, Pétur, Bergsteinn. (Steinunn eldri dó 10 ára, Bergsteinn á fyrsta ári.) Hálfsystkini Auðar voru: Petrónella og Haraldur. Kærar kveðjur og þakkir fyrir liðnar samverustundir. Birna Jónsdóttir Það var gott að eiga Auði Pét- ursdóttur að frænku og minning hennar yljar manni. í hugann koma bernskustundir og mér finnst ég heyra hana hlæja, kát- asta í öllum krakkaskaranum á Miðhúsum. Minnisstæðir eru koll- hnísarnir sem hún steypti sér blíðu og blessunarorðum. Hvergi var okkur betur tekið. Búðarleikur var hvergi skemmtilegri, allar skúffur og skápa mátti tæma í leit að varningi að verzlá með, svo kom hún í búðina, keypti rnikið og hrós- aði afgreiðslufólkinu lipra þjón- ustu. A kvöldin voru sagðar sögur, svo var breitt vel ofan á mann. Þegar von var á Kidda heim úr frystihúsinu, varð húsfreyju tíð- förult að glugganum, og þegar hann birtist ljómaði hún öll, því þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð. Ekki amaðist hann við manni fremur en hún og það var gott að vera barn í návist þeirra. Það er stundum talað um vandræða- krakka og fárast yfir óþekkt þeirra og óknyttum. Svoleiðis skinnum var stundum komið fyrir í Hlíðar- brekku, þeim leið vel þar, voru aldrei skömmuð, yfirsjónum tekið af umburðarlyndi, en leiðbeint með festu.“Þar réð ekki dómharkan og vistin var mannbætandi. Þegar við komum til hennar í sumar fagnaði hún mér og mínum eins og forðum, sagði mér frá sonarbörnum sínum og langömmu- börnum, sem voru líf hennar og yndi, og hló að því að ég væri orðin amma. Sólin skein þegar við kvöddumst á hlaðinu í Hólabrekku og það var sólskin í minningunni um Auði Pétursdótturv Ragnheidur Asta Pétursdóttir niður hólinn, og aldrei gleymi ég því þegar hún grúfði sig hlæjandi meðan við sungum: tína ber, tína ber, skessan er ekki heima. Svo tók maður til fótanna undan skess- unni, sem skemmti sér bezt af okkur öllum og var 34 árum eldri en ég. Hún glataði aldrei barninu í sjálfri sér, enginn fullorðinn kunni eins vel og hún að vera barn með börnum. Við systkinabörn fengum að heimsækja Auði í Hólabrekku, fór- um stundum tvö saman i rútunni suður í Garð og hlökkuðum til. Hún beið okkar á áfangastað og fagnaði okkur með faðmlögum, 11* Vinsælasti herrafatnaður í Evrópu Þú nýtur þín vel í MELKA. Úlpur - blússur - frakkar - buxur - skyrtur. Gæðin eru frábær — verðið f sérlegahagstætt. ^ Þú færð MELKA-vörur í öllum bestu herrafatabúöum landsins. Ika Ú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.