Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 29 Ráðdeild og raunsæi, reisn og athafnasemi — einkenna stjórn borgarinnar — eftir Huldu Valtýsdóttur Sunnudaginn 24. og mánudag- inn 25. nóvember efnir Sjálfstæð- isflokkurinn til prófkjörs í Reykjavík vegna borgarstjórnar- kosninganna í vor. Prófkjör eru ef til vill ekki sú eina sanna lausn til þess að fá fram vilja hins almenna borgara um það hverja skuli velja á lista þegar hin endanlega kosning fer fram — enda mun slíkt prófkjör sem hér um ræðir ekki viðhaft hjá öðrum stjórnmálaflokkum. En þótt prófkjör séu ekki hin eina rétta aðferð þá er hún þó ein aðferða af mörgum sem velja má. Og þótt samherjar keppi inn- byrðis þessa dagana er það jafn- víst að allir mæta hressir til leiks á ný að prófkjöri loknu. Það er eðlilegt að borgarmál- efni séu ofarlega á baugi í fjöl- miðlum sem manna á meðal um þessar mundir. Þeir sem að borg- armálum starfa líta yfir farinn veg og tíunda hvað áunnist hefur á síðustu rúmlega þremur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu. Slík úttekt hlýtur að vera af hinu góða — ekki síst til fróðleiks fyrir borgarbúa, sem með því fá betri heildarsýn yfir þessi mál en ella. Ég hef oftar en einu sinni tekið þátt í slíku prófkjöri á vegum Sjálfstæðisflokksins og ég minnist þess sérstáklega hve mikill hugur var í okkur sjálf- stæðismönnum við allan undir- búning sveitarstjórnarkosning- anna vorið 1982, enda var þá mikið í húfi. Kjörtímabilið næsta á undan hafði fært okkur heim sanninn um að vinstri meirihlut- inn var allsendis ófær um að sitja hér við stjórnvöl, enda kom það í ljós að borgarbúar höfðu fengið sig fullsadda á honum við kosn- ingarnar og Sjálfstæðisflokkur- Hulda Valtýsdóttir „Á þessu kjörtímabili hafa Reykvíkingar feng- ið aukið athafnafrelsi eftir því sem það er á valdi borgaryfirvalda að veita síkt og menn eru fremur hvattir en lattir til athafna — hvattir til að hlýða því eðlilega kalli að sjá sér og sínum farborða.“ inn vann einn sinn glæsilegasta sigur. Það sem einkenndi vinstra tímabilið meira en nokkuð annað var sundrung, afturhald og seina- gangur og fjármunir nýttust með endemum illa vegna hrossakaupa á milli flokkanna sem með völdin fóru. Síðustu rúm þrjú ár hafa hins vegar skipast veður í lofti til hins betra. Reykjavíkurborg sem sett hafði niður á vinstratímabilinu, hefur breytt um svip bæði hið ytra og hið innra. Það sem ein- kennir yfirstandandi kjörtímabil er ráðdeild, raunsæi, reisn og athafnasemi. Þetta eru ekki inn- antóm orð. Tölur og staðreyndir tala. En það er í mörg horn að líta á stóru heimili ef líkja má Reykja- vík við slíkt. Reikningar borgar- sjóðs hljóða upp á rúmlega 3 milljarða króna árið 1985. Hér þarf styrka hönd að stýra svo allt fari vel. Við framlagningu fjárhags- áætlunar 1985 sagði borgarstjóri, Davíð Oddsson, að hún væri sönn- un þess sem haldið hefði verið fram af hálfu sjálfstæðismanna, að hægt sé að sameina tvennt — öflugan framkvæmdavilja annars vegar og hófsemi í álagningu á borgarbúa hins vegar. Þetta finna borgarbúar og kunna vel að meta. Vinstri meirihlutinn hafði hins vegar þann hátt á að hækka álög- ur á þorgarbúa árlega en halda stofnunum borgarinnar í algeru svelti svo engri endurnýjun varð við komið. Slíkt er ekki ráðdeild. Á þessu kjörtímabili hafa Reykvíkingar fengið aukið at- hafnafrelsi eftir því sem það er á valdi borgaryfirvalda að veita síkt og menn eru fremur hvattir en lattir til athafna — hvattir til að hlýða því eðlilega kalli að sjá sér og sínum farborða. Andstæðingar okkar f borgar- stjórn reyna að koma því orði á að staðið sé lakar að félagslegri þjónustu hér í borginni þessi síð- ustu ár, en tölur sýna að svo er hreint ekki. Staðreyndin er sú að þeim málum hefur síst hrakað á tímabilinu. Munurinn er eingöngu sá að sjálfstæðisfólk talar minna en framkvæmir meira. Ég ætla ekki að rekja hér gang máia í neinum einum af hinum fjölmörgu málaflokkum sem heyra undir borgarstjórn, en málaflokkarnir eru hver um sig áhugaverðir og ég vil hvetja sem flesta borgarbúa, karla sem kon- ur, til að kynna sér svo sem kostur er þessi mál sem snerta okkur öll að einhverju leyti. Sjálfstæðisfólk á að vera öllum öðrum fróðara á þessu sviði. Við eigum því láni að fagna að flokkur okkar, Sjálfstæðisflokk- urinn, hefur aldrei verið eintrján- ingslegur kredduflokkur. Hann er fjöldahreyfing framsækinna ein- staklinga sem hafa þá grundvall- arhugsjón að leiðarljósi að hver og einn skuli fá að þroskast og njóta hæfileika sinna heildinni til heilla. í þessu viðhorfi felst líka gagnkvæmt traust til náungans sem er miklu heillavænlegra við- horf en sú eilífa tortryggni sem ræður ríkjum hjá öðrum stjórn- málaflokkum. í Reykjavík býr gott og dug- mikið fólk sem vill hafa svigrúnf til að fá útrás fyrir athafnasemi og sköpunargleði. Með samstilltu átaki og einhug eins og ríkt hefur í borgarstjórn núverandi meirihluta undir styrkri stjórn Davíðs Oddssonar borgarstjóra er best tryggt að hægt sé að bjóða Reykvíkingum það holla og menningarlega umhverfi sem þeir eiga skilið. Hins vegar skulum við ekki gleyma því að þótt Reykjavík sé okkar borg þá er hún ekki síður höfuðborg allra landsmanna og. . henni á að stjórna svo að hún geti verið öðrum sveitarfélögum fyrirmynd. Okkar ábyrgð er vissulega mikil. Ég tek þátt í þessu prófkjöri vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum við lausn þeirra verk- efna sem framundan eru. Höfundur er borgmrfulltrúi í Keykjavík og á sæti í borgarráði. Sex póstpokar ultu út úr póstbíl Slys, sem á ekki að geta komið fyrir, segir pósturinn SEX póstpokar, fullir af blaðapósti, fundust snemma í gærmorgun á Snorrabrautinni í Reykjavík. Höfðu þeir fallið af póstbfl, sem var á leið frá póstafgreiðslunni í Ármúla á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er í annað sinn á um það bil einu ári, sem póstpokar flnnast á umferðar- götum í borginni. „Þetta var slys. Það bilaði læsing á afturhurð póstflutn- ingabílsins og pokarnir ultu út án þess að bílstjórinn yrði þess var,“ sagði Þorsteinn Kristjáns- son á póstafgreiðslunni í Ármúla í samtali við blm. Morgunblaðs- ins í gær. „Bílstjórinn telur sig hafa læst dyrunum rækilega áður en hann fór af stað en læsingin hefur bilað.“ -Menn eru farnir að spyrja sig hvort ekki sé lengur óhætt að treysta póstþjónustunni í Reykjavík fyrir bréfum sínum og bögglum. Hverju svarið þið>- því? „Bilanir gera ekki boð á undan sér en það geta alltaf orðið slys. I þessum pokum var eingöngu blaðapóstur, blöð, tímarit og þess háttar, en engin almenn bréf hvað þá ábyrgðarbréf. Þetta er nógu slæmt samt. Auðvitað á þetta ekki að geta komið fyrir og við leggjum mikla áherslu á, að vandlega sé búið um allan póst í flutningum. Þetta óhapp varð þó ekki til þess að þessi póstur missti af ferðum og nú síðdegis var hann allur kominn áleiðis til viðtakenda," sagði Þorsteinn Kristjánsson. Stórkostlegir tónleikar __________Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Karólína Eiríksdóttir Sinfóníetta Stravinsky Ballettsvíta úr Eldfuglinum Brahms Fiðlukonsert op. 77 Einleikari: Anne-Sophie Mutter Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Tónleikarnir hófust með ný- sömdu verki eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, sem fyrir stuttu var frumflutt í sjónvarpssal. Verkið nefnir hún Sinfóniettu í fjórum þáttum. Eitt og annað er áheyri- legt í verkinu og hljómaði það mun betur í hljómleikasal en við fyrstu heyrn í sjónvarpinu. Það, sem einkum mætti finna að verk- inu, er hversu það er einum of einhliða einfalt í gerð, þar sem oftlega er ekkert að gerast, nema að fábrotin laglína er leikin ein- rödduð, ekki sem andstæða á móti þykkum tónbálki, heldur oft langtimum saman án markmiðs eða stefnu í eitthvað meira. Þrátt Ánne-Sophie Mutter. * Morgunbl«6i»/RAX. fyrir þessa galla er verkið í heild áheyrilegt og lagférli hugmynd- anna beinlínis tónalt, eða á al- þýðlegu máli, laghæft. Annað verkið á tónleikunum var Eldfuglinn eftir Stravinsky og var flutningur sveitarinnar á köflum frábær, enda greinilegt að stjórnandinn Jean-Pierre Jacquillat hafði mjög ákveðnar hugmyndir um hljóðfall og „dyn- amik“ verksins. Síðasta verkið var svo fiðlukonsert eftir Brahms. Aðalviðburður kvölds- ins var einleikur Anne-Sophie Mutter, rúmlega tvítugrar stúlku, sem nú þegar stendur í fremstu röð fiðluleikara heims- ins. Það verður að segja eins og er, að Mutter er stórkostlegur listamaður, ekki aðeins tækni- meistari, heldur er henni gefinn sá hæfileiki að gæða tónlistina fegurð og dýpt, sem aðeins mikl- um listamönnum veitist til eign- ar og til að miðla öðru fólki. Þessi hæfileiki hennar kom hvað best fram í aukalaginu, sem var Sarabanda úr Partítu nr. tvö. Þar var leikur hennar sleginn slíkum galdri, gæddur hinum undarleg- asta trega og fegurð, er orð fá ei lýst. Það er sannarlega mikið tilhlökkunarefni að eiga von á að heyra Anne-Sophie Mutter leika Árstíðirnar eftir Vivaldi. Það er eins og að kveða gegn stormi og brimsjóum þeim er þruma íslendingum söng sinn þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.