Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Leiðtogafundurinn í Genf: Hvorugur vill slíta af- vopnunarviðræðunum — eftir Björn Bjarnason Um næstu jól verða sex ár liðin síðan Sovétmenn réðust inn í Afganistan. Það er jafn langur tími og leið frá upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar þar til Jap- anir gáfust upp í september 1945. Á þessu árabili hafa Sovétmenn ekki aðeins barist með vopnum við nágranna sína í suðri þeir hafa einnig háð orrahríð við Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra um friðar- og vígbúnaðarmál. Fjórir menn hafa setið á æðsta valdastóli Sovétríkjanna. Fulltrúi nýrrar kynslóðar alræðisaflanna í austri hefur á nokkrum mánuðum skipað sér handgengna menn í æsðtu embætti. Reynslumesta utanríkisráðherra kommúnista- ríkjanna, Andrei Gromyko, hefur verið veitt valdalaust embætti forseta. Eftir innrásina í Afganist- an sagði Jimmy Carter, þáverandi forseti Bandaríkjanna, að hann hefði á örfáum dögum áttað sig betur á raunverulegum sovéskum markmiðum en nokkru sinni fyrr. Nokkrum mánuðum síðar náði Ronald Reagan kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst Sovétríkjunum sem illu heimsveldi og lagt kapp á að treysta hernaðar- mátt Bandaríkjanna. í Vestur- Evrópu hefur verið tekist á um það, hvort koma ætti fyrir nýrri tegund bandarískra kjarnorku- vopna til að svara ógn frá Sovét- ríkjunum. Friðarhreyfingar hafa verið stofnaðar til að hindra fram- gang þeirrar ákvörðunar Atlants- hafsbandalagsins. Jafnaðar- mannaflokkar, sem stóðu að ákvörðuninni, hafa snúist gegn henni. Ríkisstjórnir, sem hrundu ákvörðuninni um bandarísku með- aldrægu eldflaugarnar I fram- kvæmd, hafa hlotið endurnýjað traust í kosningum. Og á þriðju- daginn ætla þeir að hittast á fundi í Genf Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, og Mikhail Gorba- chev, flokksleiðtogi Sovétríkjanna. Er þess að vænta að sá fundur marki þáttaskil? Er þess að vænta að á þeim fundi skapist nýtt and- rúmsloft í samskiptum austurs og vesturs? Kjarnorkuvopnin í nýútkomnu riti Alþjóðaher- málastofnunarinnar í London (Int- ernational Institute for Strategic Studies, The Military Balance 1985—1986, kemur fram að á síð- ustu 3 árum hafi kjarnaoddum Sovétmanna fjölgað um 37% en Bandaríkjamanna um 10%, og sé nú nálægt því jafnræði með þjóð- unum á þessu sviði. Sé litið til kjarnaodda i langdrægum eld- flaugum á landi og um borð í kafbátum hafa Sovétmenn yfir- burði I hlutfallinu, 1,20:1. Þegar þær kjarnorkusprengjur, sem flytja má með flugvélum eru taldir með, verður heildarfjöldinn hjá Bandaríkjamönnum 10.174 en hjá Sovétmönnum 9.887, þar sem þeir eiga færri langdrægar eða strat- egiskar sprengjuvélar. Sé hins vegar litið á eyðingarmátt kjarn- orkuvopnanna þá telur stofnunin, að Sovétmenn hafi yfirburði í hlutfallinu 2,39:1 með langdrægum eldflaugum á landi og i kafbátum og i hlutfallinu 1,61:1, þegar sprengjur um borð í flugvélum eru taldar með. Þegar þeir Reagan og Gorbachev ræða niðurskurð kjarnorkuvopna beinist athyglin að þeim vopnum, sem hér hafa verið talin. Hvorir tveggju hafa lýst yfir vilja til að fækka þessum vopnum um allt að 50%. Jafnframt vilja þeir setja þak á fjölda meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Nú er talið, að Sovétmenn eigi 441 eldflaug af SS-20 gerð, sem beint er gegn Vestur-Evrópu, Kína og Japan, alls með um 1300 kjarna- oddum. í Vestur-Evrópu á að koma fyrir 572 meðaldrægum bandarísk- um eldflaugum með jafnmörgum kjarnaoddum. Rætt verður um fækkun þessara eldflauga. Banda- ríkjamenn hafa lagt til að fjöldi þeirra verði 140 hjá hvorum um sig. Geimvarnir I mars 1983 lýsti Ronald Reagan því yfir, að hann myndi láta hefja rannsóknir með það fyrir augum að hannað yrði varnarkerfi gegn árás langdrægra eldflauga á Bandaríkin. Rannsóknirnar myndu beinast að hátækni, sem nota mætti til að smíða slikt varn- arkerfi í geimnum. Strax eftir að ræðan hafði verið flutt, kenndu fjölmiðlar hugmyndir forsetans við stjörnustríð. Síðan hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að verja 26 milljörðum Bandaríkjadollara til þessara rannsókna á næstu árum. Bandaríkjamenn hafa boðið bandamönnum sínum að taka þátt í þessum rannsóknum. Hafa sumir þeirra fallist á það, en undir for- ystu Frakka hafa Evrópuríki sameinast um EUREKA-áætlun- ina, sem miðar að svipuðum rann- sóknum á sviði hátækni. Sovétmenn hafa snúist harka- lega gegn geimvarnaáætlun Bandaríkjastjórnar og vilja hana feiga. Bandaríkjamenn benda á, að Sovétmenn hafi ekki aðeins stundað rannsóknir heldur einnig tilraunir á þessu sviði. Um það er deilt hvort áform Bandaríkja- manna brjóti í bága við samning þeirra við Sovétmenn frá 1972 um bann við gagneldflaugakerfum, ABM-samninginn. Bandaríkja- menn segja að rannsóknir sinar séu innan ramma samningsins og þeir geti raunar lagt stund á þróun og tilraunir án þess að brjóta hann, en þeir ætli ekki að gera það að óbreyttu. Bandaríkjamenn saka Sovétmenn um að hafa brotið ABM-samninginn með því að reisa risavaxna ratsjá í Krasnoyarsk í Síberíu. Sovétmenn vilja, að samkomu- lag um niðurskurð kjarnorku- vopna verði háð takmörkun eða banni á rannsóknum vegna geim- varna. Bandaríkjamenn segjast ekki munu fallast á neinar slíkar takmarkanir. Ýmsir bandamenn Bandaríkjanna hafa hvatt Reagan til að halda ekki svo fast í geim- varnaáætlunina, að hún hindri samkomulag um önnur atriði. Sovétmenn nota þetta mál I til- raunum sínum til að reka fleyg á milli Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra, ekki síst með því að höfða beint til almennings á Vesturlöndum. Hræðsla Sovét- manna við geimvarna-áform Bandaríkjastjórnar hefur tví- mælalaust ýtt þeim að samninga- borðinu í Genf. Ekki er við því að búast, að Bandaríkjamenn afsali sér þessari „svipu", en samkomu- lag kann að takast um, hve harka- lega henni verður beitt. Eftirlit Það er enn óljóst 50% af hverju Bandaríkjamenn og Sovétmenn vilja skera, þegar þeir ræða um fækkun langdrægra kjarnorkueld- flauga. Ekki dugar að miða við fjölda eldflauga, því að þær eru af mörgum gerðum og geta flestar flutt fleiri en einn kjarnaodd. Ef ætlunin er að fækka kjarnaoddun- um, verður deilt um það, hvaða oddum á að fækka. Og sé miðað við eyðingarmáttinn, er unnt að meta hann frá ólíkum forsendum. Líklegt er, að leiðtogarnir ítreki á fundinum í Genf, að þeir vilji niðurskurð og síðan verði sérfræð- ingum falið að semja um fram- kvæmdina. Þá verður deilt um eftirlitið. Bandaríkjamenn vilja, að stuðst verði við alþjóðlegt eftirlit. Sovét- menn telja nægilegt, að hvor aðili um sig beri ábyrgð á eftirlitinu. Á milli þessara sjónarmiða er því hyldýpi, sem erfitt er að brúa, ef ekki ógjörlegt. I Bandaríkjunum er unnt að halda uppi eftirliti, sem byggist á innlendum stofnunum. í lýðræðislegu stjórnkerfi verða stjórnvöld að standa við gerða samninga, annars eru þau sökuð um svik af stjórnarandstöðu eða fjölmiðlum. Ekkert slíkt aðhald er að finna í alræðisríkjum. Þar er ekki um neina stjórnarandstöðu að ræða og fjölmiðlar lúta vilja stjórnvalda. Deilurnar um það, hvort staðið hafi verið við ABM-samninginn, sýna, hve erfitt er að framfylgja samningum um takmörkun víg- búnaðar, ef óhlutdrægur aðili kemur ekki til sögunnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sakað Sovétmenn um að standa ekki við SALT- samninginn, sem þjóðimar hafa sagst ætla að virða í reynd. Ekki einungis afvopnun Andrei Gromyko og George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hittust á fundi í Genf í janúar síðastliðnum og ákváðu að skipa menn til viðræðna um tak- mörkun vígbúnaðar og geimvopn. Með vísan til þessara viðræðna má segja, að vilji til að takmarka vígbúnað sé forsendan fyrir leið- togafundinum nú. En að fleiru er að hyggja. Það er yfirlýst stefna Reagans að ræða um það, sem hann hefur kallað „svæðisbundnar deilur“ við Gorbachev. Með þeim orðum beinir Bandarikjaforseti athyglinni að innrásinni í Afgan- istan, undirróðursstarfsemi Sovét- manna I Nicaragua, stríðsrekstri Víetnama með sovéskum stuðningi og fleiri ágreiningsmálum af sama toga. Löngum hefur verið um það deilt á Vesturlöndum, hve mikla áherslu ætti að leggja á mál af þessu tagi, þegar rætt væri um takmörkun vígbúnaðar. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að svo miklu skipti að oá háleitum markmiðum I af- vopnunarmálum, að ekki beri að setja nein skilyrði um framgang eða breytni á öðrum sviðum. Síðasti leiðtogafundur Banda- ríkjamanna og Sovétmanna var sumarið 1979, þegar þeir hittust Jimmy Carter og Leonid Brezhnev. Þá rituðu þeir undir SALT II samkomulagið. Það reyndist Cart- er erfitt að fá Bandaríkjaþing til að staðfesta samkomulagið. Eftir innrás Sovétmanna í Afganistan um jólin 1979 féll Carter frá öllum tilraunum til þess. Sú saga sýnir, að samningar um takmörkun víg- búnaðar ráðast af fleiru en vilja til að fækka kjarnorkuvopnum. Það er óraunsæi að álíta, að af- vopnunarmál sé unnt að skilja frá almennri þróun alþjóðamála. Sov- éskir ráðamenn, sem þurfa ekki að taka tillit til almenningsálits, skilja ekki tengslin milli fram- ferðis sovéska hersins eða útsend- ara KGB og vilja Vesturlandabúa til að gera samninga um afvopnun eða annað. Mannréttindi verða einnig rædd í Genf. Afstaða Sovétstjórnarinn- ar til þeirra mála ræður miklu um það, hvort vestrænir stjórnmála- menn og kjósendur þeirra, telja æskilegt að eiga við hana náin samskipti. Á fundinum í Helsinki í sumar, þegar minnst var 10 ára afmælis Helsinki-samþykktarinn- ar, skiptust talsmenn Vesturlanda í tvö horn eftir því hve harðorðir þeir voru í gagnrýni sinni á mann- réttindabrot Sovétstjórnarinnar. Hér á landi og í Noregi var til dæmis vakin athygli á því, hve Geir Hailgrímsson var markviss- ari í ræðu sinni en Sven Stray, utanríkisráðherra Noregs. George Shultz varði verulegum tfma til þess að lýsa örlögum þeirra, sem sætt hafa harðræði í Sovétríkjun- um vegna skoðana sinna. Fundurinn skiptir mestu Síðustu daga hafa fjölmiðlar velt vöngum yfir því, hvort leið- togarnir séu i raun hæfir til að ræða saman í alvöru. Eftir að Shultz hitti Gorbachev og Eduard Shevardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í Moskvu á dögun- um hefur það komið fram, að hvorugur þeirra hafi verið mjög vel að sér um þau málefni, sem Bandaríkjamenn vilja ræða í Genf. Þá telja ýmsir, að Reagan sé alls ekki fær um að ræða viðkvæm afvopnunar- og alþjóðamál við leiðtoga Sovétríkjanna. Ástæðulaust er að hafa miklar áhyggjur af því, að fundurinn fari í handaskolum hjá ríkisoddvitum risaveldanna, af því að þeir viti ekki, hvaða erindi þeir eigi til hans. Vangavelturnar um þennan þátt málsins eru ekki síst vis- bending um að fjölmiðlar hafi ekki neitt frekar um málefni viðræðn- anna að segja fyrirfram en þurfi samt að halda áhuga almennings vakandi. Ekki má gleyma því, að fjölmiðlar leggja í gífurlegan kostnað vegna fundarins, og þar sem samkeppni um fjölmiðlun er hörð, láta menn ekki deigan siga fyrr en í fulla hnefana. í upphafi var tveimur spurning- um varpað fram: Hvort fundurinn markaði þáttaskil og hvort vænta megi, að nýtt andrúmsloft skapist í alþjóðamálum vegna hans. Fund- urinn sjálfur er til marks um það, að nýtt skeið geti verið að hefjast í samskiptum Bandarikjanna og Sovétríkjanna. Eftir sex ára heit- ingar og orðaskak setjast leið- togarnir niður við sama borð. Það eitt markar þáttaskil. Viðræður Shultz og Gromykos í janúar síð- astliðnum leiddu til þess, að þráð- urinn var tekinn upp að nýju i tvíhliða afvopnunarviðræðum. í Genf munu þeir Reagan og Gorb- achev að minnsta kosti hafa þann heiður að verja, að þeir slíti ekki þennan þráð. Hvorir tveggju segj- ast stefna að því að afvopnunarvið- ræðurnar skili árangri. Þeim er báðum kappsmál að sanna einlæg- an vilja sinn til samkomulags, þótt ekki verði gefin út sameiginleg ályktun um annað að viðræðum loknum en rætt hafi verið um það, sem veldur ágreiningi. Aðdragandi fundarins hefur þegar breytt and- rúmsloftinu i samskiptum austurs og vesturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.