Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 10

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1986 Jakobína Johnson Ferskeytlur úr safni Jakobínu Johnson komnar út BÓKAÚTGÁFAN Dyngja hcfur sent fri sér bókina Ferskeytlur úr safni Jakohínu Johnson skáldkonu frá Se- attle. Bókin er 75 blaðsíóur með vísum eftir ýmsa menn og eru margar hverjar áður óbirtar. Jakobína Johnson andað- ist sumarið 1977 i 94. aldursiri. Bókin skiptist í tvo hluta, „Vísur úr norðurferð í júlí 1935“ og „Ýmsar stökur", en þar er m.a. að finna vísur eftir Skáld-Rósu og Stephan G. Þá er og í bókinni birt brot úr Haf- meyjarkvæði, sem Jakobína Johnson lærði sem smábarn en hún vissi ekki eftir hvern það var og enginn sem hún hitti og bar kvæðið undir gat bætt við það en á það vantar fyrstu fjórar Ijóðlínurnar. Setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Hólar. Þetta var ótrúlega gaman — sagði Helga Þórarinsdóttir sem lék með „alheimshljómsveitinni“ í Stokkhólmi „ÞETTA VAR ótrúlega gaman. Allt gekk vel og hljómsveitin var miklu betri en ég þorði að vona,“ sagði Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari úr Sinfóníuhljómsveit íslands, í samtali við Morgunblaðið, en sunnudaginn 8. desember lék hún í „alheimssinfóníuhljómsveit" þeirri sem sagt var frá hér í blaðinu á dögunum. Tónleikarnir fóru fram í Konserthallen í Stokkhólmi. Helga sagði að strax á fyrstu æfingu hljómsveitarinnar hefðu hljómar blásturshljóðfæranna verið „klukkuhreinir" og allt samspil mjög gott þrátt fyrir að hljóðfæraleikararnir kæmu víðs vegar að. í hljómsveitinni voru t.d. 16 konsertmeistarar — allt frábærir fiðluleikarar að hennar sögn. „Ég hef aldrei heyrt annan eins hljóm," sagði Helga um fiðluleikarana. Dregið var um sætaröð til að forðast misskilning og leiðindi. Allir tónlistarmenn- irnir voru sérlega viðkunnanleg- ir, samstarfsfúsir og ánægðir með að fá tækifæri til að leika með þessari friðarhljómsveit. „Það voru allir tilbúnir að leggja allt í þetta sem þeir gátu — í sátt og samlyndi." Stjórnandi hljómsveitarinnar var ítalinn Carlo Maria Giulini — „glæsilegur maður um sjötugt. Hljóðfæraleikararnir báru gífur- lega virðingu fyrir honum. Um leið og hann gekk í salinn datt allt í dúnalogn. Giulini er stór- kostlegur listamaður og setti hugmyndir sínar einkar skipu- lega fram. Allt sem hann sagði komst vel til skila — hann talaði fimm tungumál, ítölsku, frönsku, spænsku, þýsku og ensku. Hann átti því ekki í vandræðum með að leiðbeina hljóðfæraleikurun- um frá hvaða heimshorni sem þeir komu! „Hún nefndi eittdæmi um einbeitingu hans: sænska sjónvarpið tók tónleikana upp og kvikmyndatökumenn voru að æfa um leið og við — staðsetningu vélanna — og á „generalpruf- unni“ er hörpurnar léku áberandi hlutverk varð honum litið upp og sá þá sjónvarpsmyndavél hreyf- ast beint fyrir aftan hörpurnar. Hann stöðvaði þá hljómsveitina og öskraði upp: „Hreyfið ekki þessa myndavél. Ef þið gerið þetta á morgun (á tónleikunum) þá stoppa ég alveg eins og nú. Ég er ekki ábyrgur gerða minna þegar ég er kominn inn í mitt verk og eitthvað þessu líkt kemur fyrir. „Dauðaþögn rikti í salnum Helga Þórarinsdóttir. í fimm mínútur áður en Giulini byrjaði á ný. Helga sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að hitta tón- listarmenn alls staðar að úr heiminum, „og úr öllum tegund- um hljómsveita. Einn hljóðfæra- leikarinn, sem kom frá Costa Rica, er til dæmis dýralæknir að mennt — og kemur úr hljómsveit sem ekki á langan feril að baki. Svo voru þarna menn frá Kon- sertgebauw í Amsterdam, Berlín- arfílharmoníunni og víðar úr öðrum vel þekktum hljómsveit- um. 1 næsta herbergi við mig á hótelinu bjó t.d. fiðluleikari frá Austur-Berlín — og einn morg- uninn vaknaði ég við undurfagra fiðlutóna. Ég varð furðu lostinn - en það var þá sá austur-þýski sem var að spila." Sænska sjónvarpið sýndi hálfr- ar klukkustundar langan þátt í tilefni af hljómleikunum og kom Helga meðal annarra fram í honum. Menn frá sænska sjón- varpinu komu hingað til lands fyrir skömmu og tóku þá viðtal við Helgu og mynduðu hana m.a. á sinfóníuæfingu og einnig á vappi við Kerið í Grímsnesi með víóluna. „Ég missti af þættinum — hann var sýndur á sama tíma og við vorum í veislu eftir gener- alprufuna. En mér er sagt að íslandi hafi verið gert hátt undir höfði,“ sagði Helga. „Þetta var alveg einstakur viðburður og ég vona að fleira af samstarfsfólki mínu gefist tækifæri sem þetta í framtíðinni." SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOCM JOH ÞOROARSON HDl Sýnishorn úr söluskrá: 5 herb. ný úrvalsíbúö Á fyrstu hæð í suðurenda 127,5 tm nettó. Fullbúin undir tréverk nú þeqar Sameign innan húss og utan öll fullfrágengin. Sérþvottahús. Bílhýsi fullfrágengió. Stór geymsla i kjallara. Eltt rúmgott herbergi getur veriö sér. Teikning og nánari upplýsingar aöeins á skritstofunni eftir óskum seljanda. Viðskiptum hjá okkur | r fcl fcl A fylgja ráðgjöfog AL |V1 C N NA FASTE|GNtSftlAjj LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, •: 21870,20998 Ábyrgð - reynsla - öryggi Úrval fasteigna viö allra hæfi Hilmar Valdimarsson t. 887225 Kolbrún Hilmarsdóttir s. 76024, Sigmundur Böðvarsson hdl. Englendingur smaug úr greipum yfirvalda: Fanginn tók á rás og hljóp yfir múrinn — fíkniefnalögreglan sótti hann skömmu síðar í hús hjá kunningja LÖGREGLUMENN úr fatniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar handtóku á 685009 685988 Hólahverfi. 2ja herb. snotur íb.á 4. hæö í lyftuh. Bílskýli. Laus strax. Asparfell. 2ja herb. íb. á 1. hæö. Lítiö áhv. Afh. í jan. Verö 1600 þús. Granaskjól. 2|a herb 70 tm fb. í þríbýtish. Tíl afh. strax. Væg útb. Kríuhólar. 2ja herb. snotur íb. ofarlega í lyftuh. Verö 1450 þús. Rekagrandi. 3ja herb. ný glæsil. íb. á 2. hæö. Afh. samkomulag. Verö 2500-2600 þús. Kóngsbakki. 3ja herb. rúmg. íb. í góöu ástandi á 1. hæö. Laus strax. Verö 1900 þús. Hulduland. 3ja herb. rúmg. íb. á 1. hæö. Sérgaröur. Laus í jan. Verð 2400 þús. Sólheimar. 4ra herb. íb. á jaröh. í f jórb.h. Til afh. strax. Verö 2300 þús. Garðabær. Ný giæsti. sár- hæö., tæpir 100 fm. Stór lóó. BAsk. Fráb. úts. Afh. í jan. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. Eskihlíð. 4ra-5 herb. snotur íb. á 2. hæö. Æskil. sk. á 2ja herb. íb. í Kóp. Seljahverfi. Endaraöh. ca. 200 fm. Bílskýli. Eignask. mðgul. Verö 4000-4500 þús. Smáíbúöarhverfi. Hæö og ris i góöu stelnh. Sérinng. Bflsk.réttur. Verö 3500 þús. Kópavogur. Nýtt endaraöh. Tll afh. strax. Hagstasöir skilmálar. í smíðum. Einbýlishús og raöhús á ýmsum stööum. Eignaskipti möguleg. KjöreignVt Ármúla 21. Dnn. V.S. Wiium Iðgfr. Ólafur Guðmundason sölualjóri. Rfi**jáinM(rlatján»aof^fiðákiptafr þriðjudagsmorgun enskan mann, sem hafði hlaupið úr vörslu fangavarða og Útlendingaeftirlitsins í garði Hegning- arhússins við Skólavörðustíg skömmu áður. Verið var að flytja manninn úr húsinu og til Keflavíkur, þar sem hann átti að fara um borð í Dugvél til Bretlands. Manni þessum var vísað úr landi í lok október sl„ þegar hann hafði verið uppvís að fíkniefnamisferli í félagi við tvær íslenskrar stúlkur. Auk þess að vera vísað úr landi var Englendingurinn dæmdur í 51 þúsund króna sekt. Þá upphæð gat hann ekki greitt og varð hann því aö afplána dóminn með 45 daga varðhaldi í staðinn. Sá tími var liðinn á þriðjudag og því var það um sex- leytið um morguninn að fangaverðir færðu manninn úr klefa sínum í Hegningarhúsinu. Fulltrúi Útlend- ingaeftirlitsins ætlaði að taka við manninum og aka með honum í lög- reglubíl til Keflavíkur. Þegar kom út úr dyrum, sem liggja úr sjálfu húsinu og yfir í fangelsisgarðinn, þar sem á eru aðrar dyr út á götu, tók fanginn skyndilega undir sig stökk, hljóp upp á öskutunnur við múrinn, vatt sig yfir hann og hvarf út í myrkrið. Þegar blm. Morgunblaðsins ræddi við forstöðumenn Hegningarhússins og Útlendingaeftirlitsins bar þeim ekki saman um í hvors vörslu fanginn hefði verið er hann slapp. Þess var þó ekki lengi að bíða að hann næðist aftur, því menn fíkniefnadeildarinn- ar héldu þegar að húsi nokkru í Norðurmýri í Reykjavík, þar sem vitað var að maðurinn átti sér kunn- ingja. Þar biðu þeir fyrir utan nokkra stund - uns fanginn birtist í dyrunum á útleið. Hann var þá handtekinn umsvifalaust aftur og færður í klefa sinn í Hegningarhúsinu. Þaðan átti hann að fara til Englands í gærmorg- un. Englendingurinn, sem er frá Dev- onskíri á Englandi, er 27 ára gamall. Hann kom hingað til lands i suraar- byrjun og vann í fiski á Raufarhöfn í sumar. I haust hélt hann í skemmti- ferð til Marokkó í félagi við tvær íslenskar stúlkur og þaðan munu þau hafa smyglað um 200 grömmum af hassi til landsins. Þá höfðu um 800 grömm af efninu verið hirt af þeim af yfirvöldum í Marokkó. Þau þrjú voru svo handtekin á Herkastalanum í Reykjavík í lok október eftir að tveir menn, sem voru gripnir með tvö grömm af hassi á Raufarhöfn, höfðu sagt til þeirra. Fannst efnið í grind- um bakpoka þeirra, skv. upplýsing- um sem blaðið fékk hjá fíkniefna- deildinni á sínum tíma. Ekki er vitað með vissu hvað veld- ur því, að Englendingurinn þrjóskast við að fara heim til sín - helst er talið að kærleiksmál ráöi þar mestu. Morgunblaðiö/Júlíu8 Þarna stökk strokufanginn yfir í myrkrinu í gærmorgun. Hann var afhentur í herbergi innan við dyrnar til vinstri og var að koma út þegar hann tók á rás, stökk upp á öskutunnurnar og yfir múrinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.