Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER 1985
Hestar
IWyndlist
Valtýr Pétursson
Mér hefur borist í hendur ein
fegursta bók, sem ég hef séð hér
á landi. Þetta er listaverkabók,
sem er svo til fyrirmyndar úr
garði gerð, að vart verður fundið
sambærilegt í útgáfum á lista-
verkabókum hér. Þarna eru ein-
göngu ljósmyndir á ferð, og tema
bókarinnar er hestar — vetur,
sumar, vor og haust.
Þessar ljósmyndir, sem Sigur-
geir Sigurjónsson hefur tekið og
unnið að síðustu tíu árin, eru svo
sérstakar, að ástæða er til að
kalla hann fremur listamann en
ljósmyndara. Ljósmyndun er
nefnilega listgrein, ef rétt er að
farið og sá er vélunum stýrir
hefur listræn tök á verkefnunum.
Kann að notfæra sér hið eina
rétta augnablik og lætur mynd-
byggingu ganga fyrir ásamt
mannlegu innsýni. Allt þetta
virðast meðfæddir hæfileikar
Sigurgeirs, og það sem meira er,
hann er sérlega næmur fyrir að
notfæra sér þessa hæfileika á
myndrænan hátt, eins og glöggt
er af hestamyndum hans í þess-
ari bók. Eitt er það einnig, sem
er sérstakt við myndir Sigurgeirs
— hann hefur ekki aðeins gert
hesta að viðfangsefni sínu, hann
hefur einnig notfært sér íslenskt
landslag á þann hátt, að um leið
og hér er um hestabók að ræða,
er hér íslandsbók í orðsins
fyllsta skilningi. Bæði landslag
og mannfólkið í landinu kemur
mikið við sögu. Ég hef þekkt til
vinnubragða Sigurgeirs í mörg
ár, en ef satt skal segja óraði
mig ekki fyrir þeim árangri, sem
kemur í ljós í þeirri sérstöku bók,
sem nú er komin á markað.
Textinn í þessari myndabók er
ekki veigamikill, en vel úr garði
gerður, og hefur hestamaðurinn
Ragnar Tómasson staðið þar að
verki. Lesmálið er á fjórum
tungumálum, íslensku, dönsku,
ensku og þýsku. Og ekki má
gleyma að nefna hestastökur
eftir Jón Sigurðsson bónda í
Skollagróf, sem gefa verkinu
hefðbundinn hestamannssvip og
sýna greinilega það vináttusam-
band, sem löngum hefur verið
milli manns og hests hér á landi.
Öll uppsetning á hestabókinni er
gerð af Kristínu Þorkelsdóttur
og er henni til mikils sóma.
Annað hefði heldur ekki verið
viðunandi, þegar jafn fögur lista-
verk eiga í hlut og finnast í
þessari bók.
Eftir útkomu þessarar merku
bókar, verður ekki um það deilt,
að Sigurgeir Sigurjónsson hefur
unnið mikinn listrænan sigur
með þessum myndum sínum og
skipað sér í fremstu röð ljós-
myndara hér á landi. Að lokum
vonast ég til, að fleiri en ég eigi
eftir að hafa óskipta ánægju af
þessum myndum og þessari bók.
Útkoma hennar er sérstakur
viðburður í mínum augum og ég
sendi árnaðaróskir til allra, sem
hluteiga að máli.
Sigmund
Myndlist
Valtýr Pétursson
Enn einu sinni er útkomin bók
frá hendi snillingsins Sigmunds.
Það er í sjöunda sinn, sem við
fáum myndir hans í bókarformi,
og eins og áður er þarna á ferð
úrval af öllum þeim myndum,
sem hann hefur gert fyrir Morg-
unblaðið að undanförnu. Auðvit-
að er það að bæta í bakkafullan
lækinn að kynna verk þessa
snjalla meistara á sínu sviði fyrir
lesendum blaðsins, en það gæti
orðið svo hversdagslegt gaman
fyrir lesendur að sjá í hverju
blaði mynd frá hendi Sigmund,
að menn hættu að veita þeim
verðskuldaða eftirtekt. Það er
því fengur í því fyrir aðdáendur
Sigmunds, að fá þessi snilldar-
verk í bókarformi og af því verð-
ur sjálfsagt óskipt ánægja hjá
mörgum.
Stíll Sigmunds í skopteikning-
um er fyrir löngu fastmótaður
og ekki virðast breytingar ár frá
ári, en innviður teikninga hans
fer auðvitað eftir því, hvernig
kaupin gerast á eyrinni, ef þann-
ig mætti að orði komast. Það er
mikil guðsgjöf að geta séð hlut-
ina í skoplegu ljósi og enn meiri
náðargjöf að geta tjáð grínið í
skýrum og hnitmiðuðum mynd-
um. Allt leikur þetta í höndunum
á þessum frábæra teiknara i
Eyjum, og enn einu sinni langar
mig að vekja á því athygli á því
afreki, sem það hlýtur að vera
að geta haft myndir á reiðum
höndum á hverjum útkomudegi
Sigmund Jóhannsson
Morgunblaðsins. Þessi nýja bók
er um margt framhald þeirra
fyrri, og nú er svo komið, að hér
er að verða til bókaröð, sem segir
viðburði stjórnmála og annarrar
kímni í þjóðfélaginu á myndmáli.
Stólaleikur er undirtitill þessar-
ar seinustu bókar Sigmunds, og
þarfnast titillinn engrar skýr-
ingar.
Það er mikil bragarbót í mesta
skammdeginu að fá slíka bók inn
úr dyrunum og það birtir í
bænum við slíkt.
Mikiö úrval af íbróttavörum
Cm \ £L, \___í , \_I ^N
• Þetta eru nýju Crack-æfinga-
gallarnir frá Adidas. Þeir fást í
stærðum 5, 6, 7 og 8 og kosta
2.280 krónur. Litur: Blár/grár.
• Enn einn glæsilegur nýr æfinga-
galli frá Adidas. Colorado-gallinn
fæst í stærðum 46—54 og kostar
4.398 krónur.
• Þeir eru glæsilegir þessir nýju
æfingagallar frá Adidas. Long
Beach-gallarnir fást í stæröum
152, 164 og 176 og kosta 4.200
krónur. í stæröum 46—56 kostar
hann 4.575 krónur. Þetta er ný
vara frá Adidas og fæst einungis
í Boltamanninum. Litur: Dökkblár/
Ijósblár.
• Mjög faliegur odyr Act-glans-
galli sem er með hettu. Fæst í
stæröum 2, 4 og 6 á 2.280 krónur
og í stæröum 8, 10, 12 og 14 á
2.470 krónur. Fábært verö fyrir frá-
bæra vöru. Fjórir litir: Blár/hvítur,
rauöur/hvítur, svartur/grár, og
grár/svartur. Adidas Tangó-
fótboltinn kostar 3.050 krónur en
fótboltar kosta frá 950 krónum.
• Act-úlpur í miklu úrvali í stærö-
um 2, 4 og 6 á 2.310 krónur. Þær
fást í stæröum 8, 10, 12 og 14 og
kosta 2.475 krónur. Litir: Blár/grár,
rauöur/blár og blár/rauöur. Húfan
kostar aöeins frá 225 krónum og
gleraugun frá 280 krónum.
• Þetta er hreint ótrúlega úlpa.
Hvort sem þú trúir því eöa ekki er
hægt aö fá sex úlpur út úr þessari
einu úlpu. Sem sagt sex úlpur í
einni. Þetta er Northland-dúnúlpa.
Hún fæst í stæröum 140—152 á
3.995 krónur og í stæröum 164—
176 á 4.550 krónur. Einnig í small
og extra large á 4.988 krónur.
• iþróttatöskurnar frá Adidas eru í sérflokki.
Allir góöir íþróttamenn vilja íþróttatöskurnar
frá Adidas því þær eru einfaldlega þær bestu
á markaönum í dag. Um 20 tegundir af
íþróttatöskum fást í Boltamanninum.
• Þessir eru sígildir og alltaf jafngóöir. Stærö-
ir 3'/2—13 og þeir kosta aöeins 1.820 krónur.
Universal-skórnir duga í fjölda ára og eru því
peninganna viröi.
i Þetta er toppurinn í dag, Gore-Tax-skórnir
frá Adidas sem einungis fást í Boltamanninum.
Skórnir úr þessu undraefni þola alla bleytu,
eru lokaöir aö framan, vatnsþéttir og halda
jöfnum hita á fótum þess sem í skónum er.
Skórinn er nokkurs konar „annað skinn“ og
þú svitnar aldrei í þessum skóm. Þetta er
glæný framleiðsla frá Adidas. Stæröir 5—111/s
og kosta 3.515 krónur.
E
Boltamaðurinn
Laugavegi 27, sími 15599