Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 20
20
M0RGUNBLAÖ1Ð, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
Froskurinn sem vildi fijúga
— barnaleikrit eftir Ásgeir Hvítaskáld kemur út á snældu
Barnaleikritiö Froskurinn sem
vildi fljúga eftir Ásgeir Hvítaskáld
hefur nú veriö gefið út á snseldum
og fást þær í flestum bókabúðum.
Leikritið var flutt í útvarpi 1980
og eru leikendur Bessi Bjarnason,
Árni Tryggvason, Klemens Jóns-
son og Elfa Gísladóttir. Leikstjóri
og sögumaður er Gísli Alfreðsson.
„Leikritið fjallar um Hermann
frosk sem dreymir um að geta
flogið eins og fuglarnir," sagði
höfundurinn í samtali við Morg-
unblaðið. „Froskurinn færir
þetta í tal við hreppstjórann á
eyjunni, Palla páfagauk. Her-
mann ber sig aumlega og þykir
lítið til þess koma að vera bara
froskur sem getur ekki annað en
kafað. Tekur Palli páfagaukur
það til bragðs að fara með hann
til Bótólfs uglu, sem er með
læknisfræðidellu. Bótólfur græð-
ir svo vængi á Hermann — en
hvernig finnst frosknum svo að
fljúga?
„Þetta leikrit á sér að nokkru
rætur í mínum eigin bernsku-
minningum því eldri bróðir minn
sagði mér oft sögur af Palla páfa-
gauk og félögum hans þegar ég
var lítill. Sjálfur hef ég bæði
verið í köfun og svifdrekaflugi.
Krökkunum finnst mjög gaman
að leikritinu og hafa sýnt mér
þakklæti á ýmsan máta, hlusta
aftur og aftur allt að fimmtíu
sinnum," sagði Ásgeir.
Þór Sigfússon
ríkisins annars vegar og sveitarfé-
laganna hins vegar. Það væri eðli-
legra í alla staði að sveitarfélagið
sjái um áðurnefnda þætti, þar sem
með því væri búið að fyrirbyggja
mismunun á svipaðri menningar-
starfsemi milli landshluta. Einnig
væri með því treyst að þetta fjár-
magn rynni í raun til þeirra, sem
ástæða væri til að styrkja að mati
sveitarfélagsins. Sem dæmi um
þetta má nefna að einungis tvö
leikfélög á landinu eru styrkt af
opinberum sjóðum. Það er Leik-
félag Akureyrar og Leikfélag
Reykjavíkur. Það er óeðlilegt að
Vestfirðingur greiði niður leikhús-
ferð Reykvíkingsins.
í öðru lagi er ekki verið að setja
þessar tillögur fram að ástæðu-
lausu, þar sem þessir peningar eru
einfaldlega ekki til í sjóði. Má í
því sambandi benda á að hallinn
á fjárlögum nemur líklega 2,6
milljörðum króna, sem er sú upp-
hæð er sparast myndi ef „ráðdeild-
artillögurnar" kæmust til fram-
kvæmda.
f þriðja lagi beinast þessar til-
lögur að því að treysta núverandi
velferðarkerfi, þ.e. það kerfi sem
leggur áherslu á þá sem raun-
verulega þurfa aðstoðar með.
Ungir sjálfstæðismenn telja brýnt
að slík verkefni hafi algeran for-
gang. Við ætlum ríkinu þetta hlut-
verk, eins og við ætlum ríkinu ekki
það hlutverk að útdeila fjármun-
um til lista- og menningarmála á
„stöku stað“ á landinu. Kastljós-
þátturinn föstudaginn 13. desem-
ber verður okkur vonandi lengi
bankamálum ekki eins mikil eins
og hér á landi. Rök með því að
ríkið standi í svo umfangsmiklum
bankaviðskiptum hafa verið þau
að landið sé það lítið að einkabank-
arnir ráði ekki við þær upphæðir
sem til þarf í stórframkvæmdir.
Við skulum þó ekki gleyma að það
eru fleiri smáríki til í hinum vest-
ræna heimi en okkar. Algengt er
að stærri bankar reki útibú í ýms-
um löndum. Sama gæti verið upp
á teningnum hér á landi og þar
með yrði opnað fyrir nýjar leiðir
fjármagns inn í landið. í þeim
lánsviðskiptum yrði grunntónninn
allur annar en hann er hjá ríkis-
bönkunum. Fyrirtækin, sem
fengju lánað, þyrftu að sýna fram
á, að þær ákveðnu framkvæmdir
sem fara ætti út í væru hag-
kvæmar og skiluðu arði. Ekki væri
sem sagt nægilegt að vera sam-
sveitungur stjórnmálamannsins.
Ráódeild í
ríkisrekstri
Stjórn SUS hefur sett fram ítar-
legar tillögur um „ráðdeild í ríkis-
rekstri", sem miða að því, eins og
nafnið gefur til kynna, að draga úr
umsvifum hins opinbera og auka
með því kaupmátt heimilanna í
landinu. Það er mjög eðlilegt að
þegar settar eru fram jafn ítarleg-
ar tillögur um niðurskurð á ríkis-
búskapnum að ýmsar gagnrýnis-
raddir heyrist. Hafa ýmsir bent á
að óæskilegt sé að setja fram til-
lögur um niðurskurð fjárframlaga
ríkisins til menningarmála og
fleiri þátta, þar sem þeir sem að
því strndi séu það háværir að ekki
borgi sig, út frá einhverjum at-
kvæðamæli, að hrófla við sjóðum
þeirra. Hér þarf þó að skýra nokk-
ur af sjónarmiðum ungra sjálf-
stæðismanna.
Sjónarmið ungra
sjálfstæðismanna
í fyrsta lagi kom skýrt fram í
þessum tillögum að þær miða að
því að skilgreina betur hlutverk
eftir Þór Sigfússon
Stjórnmálamennirnir eru kosnir
á fjögurra ára fresti til að setja
lög en ekki til þess að stýra bönk-
um. Þessa staðreynd hljóta menn
að fara að telja marktæka, þegar
enn á ný er sýnt fram á skatt-
borgararnir þurfa að taka á sig
hundruð milljóna króna vegna
þessara óeðlilegu afskipta. (Jtvegs-
bankinn mun tapa verulegu fé
vegna samskiptanna við Hafskip
hf. Þetta tap verður ríkissjóður
eðli málsins samkvæmt að taka á
sig. Það er athyglisvert að allt í
einu skýtur upp umræðunni um
íslenskan fjármagnsmarkað og
velta menn nú fyrir sér hvernig
hliðra megi til í kerfinu. Ýmsar
hugmyndir hafa komið fram m.a.
sú að steypa Landsbankanum og
Búnaðarbankanum saman í einn
stóran ríkisbanka, ásamt því að
sameina Útvegsbankann einka-
Gerð A:
Breidd 40 cm
Hæð 22 cm
Dýpt 30 cm
bönkunum og sparisjóðunum. Enn
á ný fylgjumst við með umræðu,
þar sem ekkert er tekið á hinum
raunverulega vanda.
„Ríkisbönkum verði
breytt í hlutafélög“
Samband ungra sjálfstæðis-
manna ályktaði á síðasta stjórnar-
fundi um þessi mál, þar sem m.a.
er lagt til að Útvegsbankinn verði
lagður niður og Landsbankinn og
Búnaðarbankinn seldir. Þessi til-
laga olli miklu fjaðrafoki. Einn
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
hafði það á orði við blaðamann að
með þessari tillögu mætti það eitt
merkja að SUS væri orðin „ein-
kennileg stofnun" og fleiri hafa
tekið í sama streng. Þar með hljót-
um við að varpa fram nokkuð
óvæginni spurningu, sem er hvorki
ný af náiinni né sett fram í háð-
ungarskyni. Lesa þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins yfirleitt nokkuð af
því sem samþykkt er á landsfundi?
I verkefnaskrá þeirri sem sam-
þykkt var á síðasta landsfundi,
segir m.a.: „Dregið verði úr um-
svifum hins opinbera með lækkun
ríkisútgjalda og sölu ríkisfyrir-
tækja. Ríkisbönkum verði breytt í
hlutafélög." Svo mörg voru þau
orð. SUS hefur um árabil bent á
nauðsyn þess að þessum óeðlilegu
afskiptum stjórnmálamanna af
bankakerfinu linni. Með þessa
landsfundarsamþykkt í handrað-
anum hljóta sjálfstæðismenn að
geta krafist þess af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins að þeir leggi
áherslu á það í sínum málflutningi
að bönkunum verði breytt í hluta-
félög. Og þeim verði ekki steypt
saman í enn stærri ríkisstofnanir
en nú er. Með því er enginn vandi
leystur og gengið framhjá lands-
fundarsamþykktum. Það var sam-
róma álit landsfundarfulltrúa að
ríkið hefði ekki það hlutverk að
standa í umfangsmiklum banka-
viðskiptum.
Útibú erlendra banka
Víðast hvar í hinum vestræna
heimi eru afskipti ríkisvaldsins af
Cartomobili boxið er
framleitt úr sérstaklega
styrktum harðpappa
með áferðarfallegri
glanshúð.
Tilvalin geymsla t.d. fyrir
skóladót, blöð, leikföng,
fatnað, prjónadót og
margt fleira. Einnig má
útbúa úr boxinu skápa-
pláss og skrifborð. Enda-
lausir uppröðunarmögu-
leikar.
5 litir: Hvítt, rautt, gult,
grænblátt og bleikt.
Dreifing á íslandi:
r dropinn
Hafnargötu 90 - 230 Keflavík
Simar: 92-2652 og 92-2960
Útsöluttaðir i Reykjavík
Vörumarkaðurinn Ármúla
alltíeinum dropa
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
„Oft er sannleikur
eyrum beiskur“
minnisstæður. Þar var sýnt ungt
fólk, sem hlotið hafði varanleg
örkuml eftir slys og gat enga björg
sér veitt. Það hafði þó ekki getað
fengið þá aðstöðu sem við íbúar
þessa lands teljum að sé sjálfsögð
fyrir þetta fólk. Það rann upp fyrir
mér sú staðreynd, að þessi hópur,
líkt og með aðra hópa, sem minna
mega sín, átti sér ekki jafn hávær-
an málsvara sem ýmsir aðrir hóp-
ar hafa. Má nefna menningarfröm-
uði, íþróttamenn o.fl. Ef frétta-
manni sjónvarpsins hefði ekki
verið bent á þetta fréttaefni, þá
héldum við bæði ég og þú, lesandi
góður, að þessum hópi væri sinnt
meir en raunin er. Hinsvegar vissu
embættismennirnir um þennan
hóp, en þrýstingurinn á þá úr
ýmsum áttum að veita hinni fé-
lagslegu aðstoð inn á aðrar brautir
var meiri en hjá þeim hópi er hér
um ræðir. Fleiri dæmi mætti án
efa taka en það er alténd stað-
reynd, að þetta unga fólk varð að
bíða fram á næsta fjárhagsár ef
ekki lengur ...
Stóri sannleikur —
valddreifing
„Oft er sannleikur eyrum beisk-
ur,“ segir máltækið og má vera að
það eigi hér vel við. Þann eina
Stóra sannleik, sem lesa má út úr
„ráðdeildartillögum" ungra sjálf-
stæðismanna er að lausnarorðið út
úr þeim vanda, sem glímt er við,
er valddreifing. Bæði snertir þetta
afskipti stjórnmálamannanna af
fjármagnsmarkaðinum og verka-
skiptinguna milli ríkis og sveitar-
félaga. Það má vel vera að þessi
Stóri sannleikur reynist sumum
þingmönnum erfiður biti að
kyngja. En fyrir sjálfstæðismenn
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
hljóta þessar hugmyndir ungra
sjálfstæðismanna svo og í megin-
atriðum hugmyndir landsfundar
að hljóma ljúft í eyrum.
Höfundur er formaður Heimdallar
og framk væmdastjóri SUS.
Hreindýr
í fólkvang-
inn á Reykja-
nesi?
HRAFN Jóhannsson tækni-
fræðingur hefur sótt um leyfi
til menntamálaráðuneytisins
um að flytja 20 hreindýr frá
Austfjörðum í fólkvanginn á
Reykjanesskaga og freista
þess að endurvekja hreindýra-
stofninn þar.
„Eg hef kynnst hreindýrum
á Austurlandi þegar ég hef
verið þar á veiðum. Þetta eru
falleg dýr og finnst leitt til
þess að vita að þau skuli vera
horfin úr fólkvanginum.
Akvað ég að láta reyna á
hvort hægt væri að fá dýr
flutt þangað,“ sagði Hrafn.
„Hreindýr lifðu á Reykja-
nesskaga á annað hundrað ár
eða frá því að þau voru fyrst
fiutt til landsins og fram til
um 1920 til 1930 þegar síðustu
dýrin hurfu þaðan. Sagnir eru
til um að dýrunum hafi í
fyrstu fjölgað mjög ört og að
þau hafi verið veidd grimmi-
lega á tímabili en það er ekki
talin vera víðhlítandi skýring
á hvarfi þeirra.
Menntamálaráðherra tók
málaleitan minni vel og er
nú verið að leita umsagnar
þeirra aðila sem málið varð-
ar, Náttúruverndarráðs,
sveitarfélaganna á svæðinu
og yfirdýralæknis svo að ein-
hverjir séu nefndir. Bind ég
vonir við að fram fari rann-
sókn á gróðurfari á þessu
landssvæði samfara flutningi
dýranna þangað svo að hægt
sé að fá úr því skorið hversu
stóran stofn landsvæðið þol-
ir.“