Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 23

Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 23 tímamóta meó fjölbreyttri plötu- útgáfu. Fyrir börnin er það jóla- plata Strumpanna, unnendur jass- rokktónlistar frá eitthvað við sitt hæfi á safnplötu Mezzoforte „The Saga So Far“. Grínistinn Laddi fer á kostum á plötunni „Einn voða vitlaus". Unnendur hugljúfra mansöngva fá safnplötuna Ballöð- ur, endurfundir 2“ og unglingarnir safnplöturnar „Perlur", „Dúndur" og „Hits album 3“. Að lokum skal nefnd safnplatan „Með lögum skal land byggja", sem inniheldur vin- sæl lög 28 flytjenda, sem starfað hafa undir merkjum Steina hf. á síðustu 10 árum. Hér er um tvær plötur að ræða sem seldar eru á verði einnar plötu. Þá verða endur- útgefnar 13 „sígildar" íslenskar plötur undir slagorðinu „gott boð“. Steinar Berg Isleifsson, forstjóri Steina hf., fylgir safnplötunni „Með lögum skal land byggja" úr hlaði með nokkrum orðum og þar segir meðal annars: „Nú 10 árum síðar, á ég minningar tengdar upptökum, vinnslu og sölu allra laganna sem hér er að finna. Allur sá fjöldi flytjenda, hljóðfæraleik- ara, upptökustjóra og annarra er lagt hafa hönd á plóginn, á einnig minningar um þá vinnu sem fór í gerð hvers einstaks lags. Ég vona að jafnframt eigi sem flestir ís- lendingar ljúfar minningar tengd- ar þessum lögum, sem rifjast upp þegar þeir hlusta á þessar tvær hljómplötur." Hafa ber í huga að hér er um að ræða einn hlekk af mörgum í heil- brigðiskerfinu. Góð samvinna við stofnanir s.s. Hjartavernd, Krabbameinsfélagið, skólastofn- anir, félagsmálastofnanir og aðrar stofnanir er því nauðsynleg, ef sem bestur árangur á að nást. Brestirn- ir í þessari keðju eru einna helst hér á höfuðborgarsvæðinu, þar eð uppbyggingu heilsugæslunnar hef- ur seinkað til muna. Forvarnar- starf verður því fyrst og fremst eflt hér á landi með því að bæta aðstöðuna í heilsugæslunni og þá sérstaklega á Reykjavíkursvæð- inu, miðað við núverandi aðstæður. Ilöfundur er heimilislæknir f Hafnarfirði og béraðslæknir Reykjaneshéraös. Jóhann Agúst Sigurðsson „Heilsugæsla utan sjúkrahúsa er einn mik- ilvægasti þátturinn í öllu forvarnarstarfi í læknisfræðinni. Hafa ber í huga að hér er um að ræða einn hlekk af mörgum í heilbrigðis- kerfinu“. er sífellt kvefaður eða einfaldlega bent á reykmettað andrúmsloftið í íbúðinni, þegar læknirinn kemur í vitjun. Ein milljón samskipta, þar af 40.000 vitjanir á ári, ætti að nýtast vel í þessari baráttu. Ymsar aðrar forvarnir Það leikur ekki nokkur vafi á því að þáttur heimilislækna í krabbameinsleit er umtalsverður. Forkönnun hefur leitt í ljós að með samvinnu Krabbameinsfé- lagsins og heimilislækna er hægt að ná til fleiri kvenna en ella við leit að leghálskrabbameini. Heilsugæslan hefur nú tekið að sér skipulagt forvarnarstarf gegn tannskemmdum hjá skólabörnum í formi flúorskolunar og fræðslu um tannhirðu. Svona mætti lengi telja en þetta látið nægja að sinni. Lokaorð í skýrslu nefndar, sem skipuð var af Matthíasi Bjarnasyni, fyrr- verandi heilbrigðismálaráðherra, um úttekt á heilsugæslunni, kom skýrt fram að kostnaður vegna þeirrar þjónustu, sem veitt er hjá heimilis- og heilsugæslulæknum, er mjög lítill miðað við aðrar sér- greinar og aðra útgjaldaliði í heil- brigðiskerfinu. Heilsugæsla utan sjúkrahúsa er einn mikilvægasti þátturinn í öllu forvarnarstarfi í læknisfræðinni. ;cippkz Canon Jólagjöfín handa fyrirtakinu , s frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Canon. Canon A-200 PC-samhæfða tölvan hefurl alls staðar hlotið hæstu einkunn fyrir frá-| bæra hönnun, vinnsluhraða og gæði. Þetta er PC-tölvan sem hæfir þeim er gera mikl- ar kröfur. Jólatilboð útborgun Va eftir-| stöðvar á 6—10 mán. Jolagjöfín handa nutímafolki — Macintosh frá Apple • tölvan sem var aðlöguð vinnubrögðum mannsins • tölvan sem þú lærir á á ör- skömmum tíma, vegna þess að Macintosh er hönnuð til þess að gera þér lífið létt • tölvan sem þú getur byrjað að nota strax, í stað þess að eyða löngum tíma á nám- skeiði. Jólatilboð 99.980.- stgr. Útborgun 20.000.- eftirstöðvar á 6—8 mán. Jólaajöfin handa heimilinu LJ X VIÐ TOKUM VEL SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 — Apple IIc lítil að utan en stór að innan • ein fjölhæfasta tölvan á mark- aðnum í dag. • Apple IIc er samhæfð hinni heimsfrægu Apple Ile, sem er notuð í fleiri skólum um allan heim en nokkur önnur tölva. • Apple IIc státar af stærra og fjölbreyttara úrvali forrita en nokkur önnur tölva af sambærilegri stærð. • yfir 20.000 forrit til kennslu, til leikja og til vinnu. Jólatilboð 49.980.- stgr. útborgun| 10.000.- eftirstöðvar á 6—8 mán. A M0TI ÞER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.