Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
25
Nítjánda bók
Hammond Innes
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur gefid
út nítjándu bók Hammond Innes á
íslensku. Nefnist hún Olíubylgjan
blakka. Álfheiður Kjartansdóttir
þýddi.
Um efni bókarinnar segir m.a. í
kynningu forlagsins: „Hver var
maðurinn með mörgu nöfnin sem
fór huldu höfði og hafði ótal sjó-
slys á samviskunni? Var hann
kaldrifjaður glæpamaður og morð-
ingi eða ástríkur faðir sem lét
nota sig til óhæfuverka? Trevor
Rodin lét það sig engu skipta, hann
vissi að þrjóturinn David Price
hafði valdið dauða Karenar, er
olíuskipið Jupiter strandaði og var
á góðri leið með að eyðileggja hans
eigið líf. Hann ásetur sér að finna
Price, en sú leit kostar raunir og
hættur. Vikum saman lifir hann
og hrærist í undirheimum Austur-
landa, þar sem mannvíg og mis-
ferli eru daglegt brauð. Það er
ekki fyrr en í þjónustu illmennis-
ins og skipstjórans á Aurora B að
Price kemur í leitirnar, en hin
fagra dóttir Price er vís til hefnda
og ruglar Trevor í ríminu."
Oddi hf. prentaði bókina og kápa
er hönnuð á Auglýsingastofunni
Octavo.
Bók um feimni
ÚT ER komin bók um feimni hjá
bókaútgáfunni Ióunni eftir dr. P.G.
Zimbardo. Bókin er gefin út í sama
flokki og bækurnar Elskaðu sjálfan
þig og Vertu þú sjálfur.
I fréttatilkynningu frá Iðunni
segir m.a.: „ótrúlega margir liða
fyrir feimni einhvern tima ævinnar
en þessi bók sem ber einfaldlega
heitið Feimni sýnir á aðgengilegan
hátt, að hægt er að brjóta af sér
feimnifjötrana ef einlægur ásetn-
ingur og vilji eru fyrir hendi. Höf-
undur leitar svara við orsökum
feimni og lýsir áhrifum hennar,
hvernig vanmetakennd og áhyggjur
af áliti annarra lita hegðun og til-
finningar. Seinni hluti bókarinnar
fjallar um hvað gera skal. Raktar
eru ítarlegar og greinagóðar leið-
beiningar, heilræði og æfingar sem
hver og einn getur beitt og reynst
hafa áhrifaríkar til að sigrast á
feimni. T.d. er fjallað um hvernig
skilja megi sjálfan sig betur, byggja
upp sjálfstraust og efla jákvætt
sjálfsmat, kynnast fólki og halda
uppi samræðum.
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi.
Auglýsingastofan Octavo hannaði
kápu. Oddi hf. prentaði.
GÖITÞEGAR
BLANDA
AGEÐI
w. s
GINGER ALE I LITRATALI