Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
31
Eiður Guðmundsson
legum stað, festist betur í minni
en annað. Og vafalaust eru nú
búsettir í Skriðuhreppi forna
margir afkomendur þeirra sem
Eiður segir frá í bókum sínum.
Hið almenna gildi rits þessa er
hins vegar í því fólgið að af því
má draga víðtækar ályktanir um
búsetu á 19. öld. Hversu stöðug var
hún? Hversu algengt var að sonur
tæki við jörð eftir föður svo dæmi
sé tekið? Hve margir hurfu úr
héraði, eða jafnvel af landi brott?
Og hversu algengt var að fólk
kæmi úr öðrum sveitum og settist
að til fastrar búsetu? Hversu
margir töidust sjálfstæðir bænd-
ur? Og hve margir bjuggu í hús-
mennsku sem kallað var?
Allgóð svör við spurningum
þessum fást við lestur þessa rits
Eiðs Guðmundssonar. Þar er að
vísu einungis sagt frá lífinu í einni
sveit. Ekkert bendir þó til að það
hafi verið frábrugðið lífinu í öðrum
sveitum. Hér er því fróðleikur
saman dreginn sem kemur í góðar
þarfir, bæði nær og fjær.
mér svolítið á óvart, en í gott
skap á sama tíma, og lofa þær
afar góðu hjá þessum unga lista-
manni.
Guðmundur Thoroddsen á ekki
langt að sækja áhuga á myndlist,
þar sem Drífa heitin Thoroddsen,
málari og rithöfundur, var móðir
hans og aðeins lengra í frænd-
semi má finna sjálfan Mugg.
Teikningar Guðmundar fylgja
furðu vel texta Valgarðs, standa
á spássíum við hverja þulu, og
gefur það bókinni í heild
skemmtilegt útlit og sérstakt.
Stíll Guðmundar sver sig svolítið
í ætt við stíl Muggs, er hann
myndskreytti þulur móður
sinnar, en teikningar Guðmund-
ar hafa að sjálfsögðu nokkurn
nútímablæ, en sína kímni og
skila sér fullkomlega. Það er
fremur óvenjulegt að sjá hér á
landi bók sem þessa, og má láta
sér detta í hug í því sambandi,
að meira hefði mátt gera á þessu
sviði, og væri þá um auðugri
garð að gresja í myndskreytingu
hjá íslendingum. En sannleikur-
inn er sá, að í bókaskreytingu er
mikil fátækt á ferð. Sem sagt,
það er afar sjaldgæft hérlendis,
að myndlistarmenn og skáld
vinni saman, og þessi litla bók
þeirra Valgarðs og Guðmundar
ætti að sanna, hverjir möguleik-
ar eru hér til að spreyta sig á.
Að vísu er nýlega búið að halda
sýningu á verkum, sem Sveinn
Björnsson gerði við kvæði Matt-
híasar Johannessen, og fannst
mér það vera með því besta, sem
Sveinn hefur látið frá sér fara.
Væri það ekki verðugt verkefni
fyrir myndlistarmenn okkar að
fást við að lýsa ljóð og sögur
okkar bestu manna. Hver mundi
ekki vilja eiga myndskreyttar
útgáfur af perlum bókmennt-
anna? Væri ekki unaður að því
að eiga til að mynda Eddurnar,
myndskreyttar af Kjarval?
Almenna bókafélagið gaf út á
sínum tíma Einar Ben. með
myndskreytingum eftir Kjarval.
Nú eru yngri menn á ferð, og er
það sannarlega ánægjulegt, að
slíkt skuli gerast. Vonandi er
þarna um byrjun að ræða, sem
með góðu framhaldi getur auðg-
að bókagerð og byggt upp nýjan
markað fyrir Ijóð óg aðrar bók- t s
inenntir hérlendis.
Nr. I
Nr.2
UTVARPSMAGNARI: 2x40 vött. Mjög
fallegt og smekklega útfært útvarp og
magnari.
SEGULBANDSTÆKI: Samhæft, létt
stjórnkerfi, Dolby suðeyðir, glæsilegt
segulbandstæki.
PLÖTUSPILARI: Beltisdrifinn, hálfsljálf-
virkur, léttarmur, hágæða tónhaus og
stjórntakkar að framan.
HÁTALARAR: Kraftmiklir, 50 vatta, 2
way; bassareflex, hörkugóðir.
SKÁPUR: í stíl við tækin.
JÓLATILBOÐ: Kr. 29.980.- stgr.
Afborgunarverd kr. 33.800.-
útborgun kr. 8.000.-
VIÐ TOKUM VEL
A MÓTI ÞÉR
SKIPHOLTI 19 SIMI 29800
ÚTVARP: Öflugt útvarp með stórum
skala, móttökustyrkmæli og ljósastilli.
MAGNARI: Öflugur magnari, 2x43 vött,
stórir takkar með ljósamerkjum. Þetta er
magnari sem ræður við alla tónlist.
SEGULBANDSTÆKI: Samhæft, létt
stjórnkerfi, Dolby suðeyðir, glæsilegt seg-
ulbandstæki.
PLÖTUSPILARI: Beltisdrifinn, hálfsjálf-
virkur, léttarmur, hágæða tónhaus og
stjórntakkar að framan.
HÁTALARAR: Kraftmiklir, 50 vatta, 2
way, bassareflex, hörkugóðir.
SKÁPUR: í stíl við tækin.
JÓLATILBOÐ: Kr. 33.800.- stgr.
Afborgunarverd kr. 36.800.-
Útborgun kr. 8.000.-