Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 33 Félagasaga Bókmenntir Erlendur Jónsson STRANDIR 2. Lýður Björnsson sá um útg. Búnaöarsamband Stranda- manna. 1985. Strandamenn ákváðu fyrir nokkrum árum að taka saman myndarlegt rit um héraðið og íbúa þess. »Fljótlega var ákveðið, að landlýsingin og jarðalýsingin skyldu vera í fyrsta bindi verksins og saga félaga og samtaka í öðru bindi þess,« segir Lýður Björnsson, umsjónarmaður útgáfunnar. Eru þessi orð tekin upp úr formála hans fyrir öðru bindi sem nú er nýkomið út. Fyrsta bindið er ókomið. Vinnan við það hefur skilj- anlega reynst miklu meiri og taf- samari. Þessi félagasaga er engin smá- bók, 578 blaðsíður. Efnisyfirlitið er hálf þriðja síða, þéttprentuð. Höfundar eru milli sextíu og sjö- tíu, flestir búsettir í Strandasýslu. »Árið 1980 bjuggu 1184 íbúar í Strandasýslu. Lætur því nærri, að tuttugasti hver íbúi eigi grein eða greinarhluta í bókinni,* segir Lýð- ur Björnsson. Efni bókar þessarar er langmest um félög á þessari öld, enda fátt af slíku að segja frá fyrri öld eða öldum. Nákvæmlega er því farið í sakirnar. Hér er rakin saga búnað- arfélaga, kvenfélaga, kaupfélaga og ungmennafélaga svo nokkuð sé nefnt. Strandasýsla er einhver fá- mennasta sýsla landsins en byggð- in dreifð. Þéttbýlisstaðir þessir eru fáir og fámennir. Og samgöngur voru löngum erfiðar, einkum á vetrum. Sveitarfélögin eru því til- tölulega mörg og þar af leiðandi þörf fyrir mörg félög. Bók þesi ber merki þess. Sums staðar hefur byggð eyðst í sýslunni þar sem erfiðast er til búskapar og samgangna. Arndís Benediktsdóttir segir frá skóg- ræktarfélagi sem stofnað var á Hólmavík. »Áhugi félagsmanna var mikill fyrstu starfsárin,« segir Arndís, »en dvínaði er menn kom- ust að raun um, að land og veðrátta í Strandasýslu skapar ekki góð skilyrði til skógræktar. Við bætt- ist, að margir félagsmenn fluttu burtu vegna bágs atvinnuástands, og má helst líkja þessu við Vestur- heimsferðirnar um sl. aldamót.* Þessi orð geta skoðast sem út- tekt á vanda héraðsins. En fá- menni fylgir sá kostur að þá verður hver og einn að búa betur að sínu, taka ábyrgð mála sinna á eigin herðar. Fjöldi manna kemur við þessa félagasögu. í fámennu byggðarlagi verður varla stofnað félag nema með almennri þátt- töku. Eitt frægasta félag, sem stofnað hefur verið í Strandasýslu á þess- ari öld, var nefnt því yfirlætislausa nafni: Verkalýðs- og smábændafé- lag Hrútfirðinga. Það var á kreppuárunum. Ef til vill hefur nafngiftin orðið til fyrir áhrif frá byltingunni rússnesku sem þá var í fersku minni. Þetta var fámennt félag og friðsamt en varð eigi að síður landsfrægt vegna bardaga norður á Akureyri sem í sögunni fékk heitið Borðeyrardeilan »og hefur Borðeyri og nágrenni ekki í annan tíma orðið verulegur blaða- matur,* segir Jón Kristjánsson í þætti um félagið og deiluna. Þáttur Jóns er greinagóður og lýsandi m -4 -4 Her inn á lang flest heimili landsins! fyrir pólitíkina á þessum árum. Tel ég það ekki spilla frásögn Jóns að hann tekur sýnilega nokkra afstöðu í þessu löngu liðna deilu- máli. Sjóðir heitir einn kafli bókarinn- ar. Þar er meðal annars þátturinn Gróustaðalegat, skráður af Lýði Björnssyni. Segir þar frá jörð sem gefin var til fátæktarframfæris snemma á 19. öld. Af andvirði hennar var stofnaður sjóður og Lýður Björnsson mælt svo fyrir að úr honum skyldi veita driftarmönnum og dugnaðar- mönnum sem orðið hefðu fyrir skakkaföllum. En hinir, »sem ekkert duglegt aðhafast,« skyldu ekkert fá. Bók þessari lýkur svo á stuttum þáttum um átthagafélög Stranda- manna sem stofnuð hafa verið á þéttbýlisstöðum fjarri heimahög- um. í Reykjavík var Átthagafélag Strandamanna stofnað snemma á sjötta áratugnum. Fyrir stofnfund höfðu menn farið yfir manntal »og komist að þeirri niðurstöðu, að í Reykjavík væru nú heimilisfastir 550 manns, sem fæddir eru í Strandasýslu, auk þeirra er þar dvelja vetrarlangt við nám eða störf og hverfa heim aftur að vori.« — Þar sem Strandamenn dreifðust miklu víðar má geta nærri hvílíkur fjöldi hefur horfið úr héraði á fyrri hluta aldarinnar. Vonandi líður ekki á löngu þar til fyrra bindi rits þessa sér dags- ins ljós. Með það í höndum verður fyrst hægt að gera sér fulla grein fyrir verkinu. Byggðalýsingin sjálf hlýtur að vera kjarni rits af þessu tagi. Þegar hún er komin út má vissulega líta á þessa félagasögu sem nauðsynlega stoð og viðauka. Strandamenn eru vanir að rækja vel sín fræði. 1986 árgerð af NORDMENDE V-1015 myndsegulbandinu er komið i verslunina Ennþá betra og fullkomnara en áður. Nordmende V-1015 er búið léttrofum, sem gera notandanum kleift að velja hratt á milli 12 stöðva. Aðeins einn rofi er notaður til að setja upp- töku af stað og til að slökkva á henni. Þennan rofa má líka nota til að rjúfa upptöku, þannig að henni líkur nokkru eftir að slökkt er á tækinu (Sleep function). r A tækinu er teljari sem getur sýnt hve langt er liðið frá byrjun upptöku. Xeljarann má einnig nota til forrita myndsegul- bandið þannig að það taki sjálfvirt upp dag- skrá og endurtaki aðgerðina daglega, eða viku- lega allt eins og þörf krefur. Myndleit er auðveld annað hvort á 9-földum hraða fram og til baka, eða með minnistelj- ara. ma Ollum aðgerðum myndsegulbandsins stjórna með þráðlausri fjarstýringu. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR NORDMENDE Intermix-straumrásin er sjálfvirk um að stjórn- skipanir séu framkvæmdar í réttri röð. T.d. má - skipta beint úr hraðri bakspólun yfir í mynd- sýningu. Til að tryggja bestu hugsanlegu myndgæðin, þá hefur þetta tæki líka skerpustilli fyrir mynd. # A ljósaborðinu sést hvað tækið er að gera, hvort sem það er að taka upp, spila eða spóla aft- ur á bak eða áfram. Og svo er það líka mikið nettara og fallegra. Kr. 44.980.- stgr. Kr. 49.980.- afb. Útborgun 10.000.- Góö greiðslukjör. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.