Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 41

Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 41 Noregur: Willoch tókst að af- stýra stjórnarslitum Fjárlög hækkuð um 201 milljón nkr. Osló, 17. desember, frá frétUrilara Morgunblaósins, J.E. Laure. Káre Willoch forsætisráðherra Noregs hefur komist hjá því að fá stjórnarslit { jólagjöf. Eftir margra daga fundahöld hefur loks náðst samkomulag milli stjórnarflokkanna þriggja og Framfaraflokksins um ríkisfjárlögin fyrir árið 1986. Sam- komulagið sýndist langt undan og náðist fyrst þegar samningaviðræður virtust hafa siglt í strand. Við umræður um fjárlagafrum- varpið í haust fengu Verkamanna- flokkurinn, Sósíalíski vinstriflokk- urinn og Framfaraflokkurinn meirihluta fyrir töluverðum auka- útgjöldum ríkisins. Ríkisstjórnin samþykkti hluta þessara aukaút- gjalda en hafnaði öðrum alfarið. Loks setti Káre Willoch forsætis- ráðherra hnefann í borðið og varaði við því að með hliðsjón af efnahag Noregs tæki hann ekki í mál að bæta við aukaútgjöldum, og myndi ríkisstjórnin frekar segja af sér. Dauðadómuryfir eiturlyfjasmygl- urum staðfestir Kuala Lumpur, Malaysíu, 18. desember. AP. í DAG synjaði hæstiréttur Mala- ysíu náðunarbeiðni tveggja Ástr- alíumanna, sem dæmdir voru til dauða fyrir að smygla tæpum 180 grömmum af heróíni inn í landið. Dómarinn, sem sat í forsæti réttarins, sagði, að engin ástæða væri til að breyta dómunum, en þeir voru kveðnir upp 1. ágúst sl. Mennirnir voru gripnir með eit- urlyfin á alþjóðaflugvellinum í Puiau Pinang 9. nóvember 1983. Viðræður hófust við Framfara- flokkinn sem fær því ráðið með hinum tveim fulltrúum sínum hvort meirihlutinn í norska stórþinginu er borgaralegur eða til vinstri. Formaður Framfaraflokksins Carl I. Hagen setti tvö skilyrði fyrir samstarfi. 1) Fjárlög skyldu hækk- uð um 150 milljónir norskra króna framyfir það mark er ríkisstjónrnin hafi sett. 2) Frá því skyldi skýrt úr ræðustóli á stórþinginu að Fram- faraflokkurinn væri hinn þingræð- islegi grundvöllur hinnar borgara- legu ríkisstjórnar. Var seinni krafan sett fram í þeim tilgangi að Framfaraflokkurinn nyti meiri viðurkenningar í ríkisstjórninni en nú er. Tveir stjórnarflokkanna, Mið- flokkurinn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn, snérust öndverðir gegn þessari kröfu, og vildu ekki taka þátt í neinni samvinnu við Hagen og flokk hans. Fyrir því varð Káre Willoch forsætisráðherra að beygja sig og leit út fyrir að stjórnarslit yrðu næstkomandi fimmtudag. Það urðu peningarnir sem réðu úrslitum. Framfaraflokkurinn fær ekki neina „opinbera viðurkenn- ingu“ frá ríkisstjórninni. Þess í stað gekkst ríkisstjórnin inná að auka ríkisútgjöldin um 201 milljón nkr. — þ.e. um 51 milljón nkr. í viðbót við það sem Framfaraflokkurinn hafði upphaflega farið framá. Þar með voru allir flokkar ánægðir og norska stórþingið getur farið í jóla- frí með góðri samvisku. Verhershöfðingja fagnað Hermenn úr strandgæslu Filippseyja stilla sér upp klæddir áprentuðum skyrtum til að fagna Fabian C. Ver hershöfðingja. Ver var nýlega endurskipaður yfirmaður hersins eftir að hann var sýknaður af aðild að morði Benigno Aquino. Ver segir að það sé alfarið undir Ferdinand Marcos forseta komið hversu lengi hann gegnir stöðunni. SuÖur-Afríka: Blaðamenn kærðir fyr- ir að efna til óeirða? Jóhannc.sarborg, 18. desember. AP. LÖGREGLAN í Suður-Afríku veltir nú fyrir sér hvort kæra eigi tvo blaðamenn breskrar fréttastofu fyr- ir að hvetja svarta til óeirða. Sjónar- vottur hefur borið því vitni að fréttamennirnir, Roger og Patrick Lucey, séu saklausir af þessum áburði. Reagan beitir neitunarvaldi gegn innflutningshömlum Washington, 18. desember. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti beitti neitunarvaldi á miðvikudag til að hindra að löggjöf, sem fól í sér innflutningsbann á skófatnaði og fataefnum kæmist á og sagði að slíkar viðskiptahömlur væru of dýru verði keyptar. „Við viljum ekki að bandarískir verkamenn missi vinnu sína og viðskiptalíf í Bandaríkjun- um fari hnignandi," sagði Reagan í ræðu sinni. Reagan, sem tók þessa ákvörðun á síðustu stundu, sagði að löggjöfin bryti í bága við viðskiptasamninga við margar þjóðir og myndu kalla á gagnráðstafanir af þeirra hálfu gegn bandarískum útflutningi. „Afleiðingarnar yrðu aukið at- vinnuleysi á öðrum sviðum at- vinnulífsins og samdráttur í efna- hagslífi Bandaríkjanna," sagði Reagan. „Þeir komu að brennandi eldi og kvikmynduðu óeirðirnar," segir Maredi Chueu, þingmaður í heima- landinu Lebowa. Hann var með Lucey-bræðrum í borginni Moutse norðaustur af Pretóríu, þegar til óeirðanna kom. „Þeir lentu milli lögreglu og ungmenna í vígahug og voru á engan hátt ábyrgir. R.F. Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, sagði í dag að stjórnvöld í Zimbabwe hefðu á nýjan leik sagst mundu úthýsa skæruliðum. Suður-afrísk stjórn- völd halda því fram að skæruliðar hafi aðsetur í Zimbabwe og bregði sér yfir landamærin til Suður- Afríku til að koma fyrir jarð- sprengjum. Stjórnvöld í Zimbabwe neita þessum ásökunum alfarið. V. er komið út ásamt endurprentun á fyrri bindum. Askrifendur vitji bókanna hjá okkur. Prentsmiðjan Íddi hf. Höfðabakka 7 — Sími 83366

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.