Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 43

Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 43 Játuðu á sig morð Moskvu, 17. desember. AP. STJÚPSONl'R og sonur mexíkansks sendistarfsmanns, sem fannst myrt- ur ásamt þjónustustúlku sinni í Moskvu 30. október sl., hafa játaö á sig bæöi morðin og veröa væntanlega dregnir fyrir rétt innan tveggja mán- aða. Piltarnir heita Jorge Portilla, 22 ára, og Jose Portilla, sem er 15 ára gamall. Skýrði mexíkanska sendiráðið í Moskvu frá því á laug- ardag, að þeir hefðu játað á sig morðin á þeim Manuel Portilla og þjónustustúlkunni Mariu del Carmen Cruz Hernandez. Þá hefur fyrrverandi eiginkona sendistarfsmannsins, sem er rússnesk, verið ákærð fyrir smygl og ólöglega sölu á „lúxusvörum og listmunum". Það kom þó ekki fram í tilkynningu mexíkanska sendi- ráðsins í Moskvu, hvort smygl- ákærurnar stæðu í tengslum við morðin. Manuel Portilla, tvítugur sonur hins myrta sendistarfsmanns, skýrði svo frá á sunnudag, að hann hefði ekki séð móður sína, Valen- tinu Sumin né Jorge, síðan þau voru fyrst handtekin af sovézkum yfirvöldum 28. nóv. sl. Vestur-Þýskaland: Njósnað um þingmenn Bonn, 17. desember. AP. TALSMAÐUR innanríkisráöuneytis- ins í Bonn hefur staöfest aö gagn- njósnaþjónusta V-Þýzkalands hefði „safnað upplýsingum" um þing- menn stjórnarandstöðunnar, en neitaði aö um kerfisbundnar njósnir hefði veriö aö ræða. Tímaritið Stern heldur því fram að njósnað hafi verið um þingmenn Jafnaðarmannaflokksins jafnt sem græningja. Aðstoðarforstjóri gagnnjósnaþjónustunnar sagði í síðustu viku að háttsettur maður i innanríkisráðuneytinu hefði ósk- að eftir því að fylgst yrði með þingmönnum græningja, en Stern fullyrðir að fylgst hafi verið með fleiri stjórnarandstæðingum, einkum þeim sem kunnir voru fyrir andstöðu við kjarnorkuvopn og stuðning við ýms baráttumál róttæklinga. Friður í Uganda Nairobi, 17. desember. AP. HERSTJÓRNIN í Uganda og leiötogi skæruliöa, sem barizt hafa gegn stjórninni undanfarin fimm ár.'undir- rituðu í dag friðarsamkomulag, sem felur í sér skiptingu valds milli stjórnar og skæruliða. Styrjöldin í Uganda hafði nánast skipt landinu upp í tvö áhrifasvæði. Samkvæmt friðarsamkomulaginu fá skæruliðar sæti í herráði lands- ins. Tito Okello hershöfðingi, forseti Uganda, verður forseti ráðsins sem fyrr og skæruliðahreyfingar, sem börðust með stjórninni eftir að Milton Obote forseta var steypt 27. júli, fá þar einnig fulltrúa. il jólagjafa Mælitæki og stakir mælar fyrir áhugamenn Oryggisþríhyrningar Glitaugu í úrvali til skrauts og öryggis Gúmmí-spoilers fram- an, meö eöa án lukta. Þola högg og má mála í lit bílsins. Hleöslutæki 6, 12, 24 volt. Startkaplar í úrvali Verkfærasett, margar geröir og mikiö úrval ýmissa verkfæra. Oryggisluktir Vasaljós Viftur Inniljós og ýmsir skemmtilegir smáhlutir inn í bílinn Spoilers aftan Þokuluktarsett, margar gerðir Bremsuljós í aftur- glugga, ýmsargeröir Þvottakústar og snjósköfur ímiklu úrvali Bílaryksugur 12 volt Bílaviögeröabækur Rafmagnsverkfæri Borvélar, slípivélar og aukahlutir Speglar í úrvali Grill meö þokuljósum Hjólkoppar, margar gerðir |T Sætaáklæöi í úrvali, margar geröir, margir litir Barnaöryggisstólar Barnabílbelti Barnabílpúöar Burðarrúmsfestingar Öryggisbílbelti fyrir flesta bíla, fram- og aftursæti Rimlar á afturrúður Airpress á hliöarrúöur Límlistar á hliöarnar Limrendur í miklu litaúrvali og fjöldi skemmtilegra tegunda ö a SKIÐABOGAR. (fflmnausr h.f WSíöumúla 7—9, sími 82722

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.