Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Kynorka og kjaftæði Baneitrað samband á Njálsgötunni Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jackie Collins: Eiginkonur í Hollywood. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Útgefandi Skjaldborg 1985. Séu skoðaðir metsölulistar bandarískra kiljubóka síðustu mánuði og kannski allra síðustu ár, skýtur nafni Jackie Collins og bóka hennar oft upp kollinum. Bækur hennar seljast eins og heit- ar lummur og sú bók sem hér um ræðir var á metsölulista lengi. Þó er freistandi að setja gæsalappir utan um að þessi bók, svo og aðrar sem ég hef lesið eftir Jackie, séu bókmenntir. Auðvitað er ekki skil- yrði að bækur þurfi að bera bók- menntaverk til að komast á met- sölulista, kannski allra sízt í Bandaríkjunum. En þær þurfa heldur ekki að vera slæmar. Og það væri beinlínis grimmdarlegt og dónalegt að ætla að bókmennta- smekkur heillar þjóðar sé í sam- Þeir gömlu geta þetta ennþá Hljómplötur Siguröur Sverrisson ZZTop Afterburner Warner Brothers/Steinar Það hefur reynst margri hljómsveitinni erfitt að fylgja eftir metsöluplötu, jafnvel þótt viðkomandi eigi að baki 10—15 ára feril. Þetta sannaðist áþreif- anlega með REO Speedwagon hér um árið og margir voru á því að ZZ Top myndi lenda í sambærilegum vandræð'".! i kjölfar metsöluplötun.iar Elim- inator, sem kom út árið 1983. Þær spár hafa að nokkru leyti staðist, að öðru leyti ekki. Afterburner er nánast eins og forveri hennar, það er heila málið. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið býsna snjall leikur hjá þremenningunum í ZZ Top. Eliminator hafði að geyma nýja samsetningu bandarísks suður- ríkjarokks, byggða á gömlum merg en með ýmsum nútíma- hljóðversbrellum í ofanálag. (Jt- koman varð plata sem höfðaði í senn til rokkara frá sjötta ára- tugnum og ungu kynslóðarinnar, sem heldur að rokkið hafi hafist um 1980. Það eru tvö ár liðin frá því að Eliminator kom út, reyndar hálft þriðja ár ef út í það er farið, en ZZ Top hefur ekki flanað að neinu. Þremenningarnir hafa skellt skollaeyrum við ráðlegg- ingum þeirra sem lögðu til að þeir reyndu eitthvaö splunkunýtt og reyndu þannig að fylgja bresku bylgjunni, sem riðið hefur yfir Bandaríkin undanfarin 2—3 ár. Þó ekki alveg því trommu- sláttur er býsna breskættaður á köflum. Ótrúlegt en satt. Ég neita því ekki að fyrst í stað varð ég fyrir óheyrilegum vonbrigðum með þessa plötu ZZ Top. Það stafaði kannski af því að eftirvæntingin var orðin svo mikil eftir jafn langa bið eftir ræmi við þessar bækur. En auðvitað er fróðlegt að reyna að sjá, hvað er í þessum bókum, sem höfðar svo mjög til bandarí- skra lesenda, það sem meira er; varla er komin Collins bók, að ekki sé gerð eftir henni kvikmynd. í mynd sem var gerð eftir „Eigin- konum í Hollywood" léku tvær þekktar leikkonur, Kathryn Cros- by, sem á sínum tíma var systir Sue Ellen í Dallas, og Suzanne Sommers. Sommers sagðist aldrei áður hafa leikið eins ómerkilega druslu, sem væri jafn kaldlynd, gráðug, kynóð og ég veit ekki hvað. Og þetta lýsir í raun ágætlega bókarefninu, enda væri það að æra óstöðugan að ætla sér að rekja Tþráð Eiginkvennanna. bókinni eru allir, að undan- skildum englingum Angel, spilltir, vondir, drykkfelldir, uppdópaðir, óvenjulega glæsilegir og gneist- andi af kynorku. Og sem betur fer er kyngetan oftast í samræmi við útlitið og útgeislunina. Annars er eiginlega allt í steik. Ég héit satt að segja að svona rosaleg kynhvöt nýrri plötu og raun bar vitni. Smám saman vék þessi gremja fyrir ánægjutilfinningunni. Kannski er ég hlutdrægur af því að ZZ Top eru „mínir menn“ eins og oft er sagt, en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að Afterburner er plata í háum gæðaflokki hvernig sem á hana er litið. Það sem meira er: Menn þurfa að vera gersneyddir allri tilfinningu fyrir takti og rythma til þess að hrífast ekki með þess- um skíðskeggjuðu köppum í mörgum laganna, sem sum hver eru reyndar nánast eins og tekin beint af Eliminator með smá- vægilegum breytingum. Hvergi er þetta eins áþreifanlegt og í laginu Dippin Low, sem er nán- ast Gimme All Your Lovin’ í óbreyttri mynd. Frá mínum bæjardyrum séð er málið það að þeir geta þetta enn strákarnir í ZZ Top þrátt fyrir háan aldur, rétt eins og Rolling Stones, Elton John, Tina Turner o.fl. Það eitt er afrek. Allt umfram það er hreinn og klár „bónus". Bflar sem ekki ryöga The Cars Greatest Hits Elektra/Steinar Allt frá því að hún sendi fyrst frá sér plötu 1978 hefur The Cars verið ein af leiðandi hljómsveit- um bandarísks rokks. Þótt ótrú- legt kunni að virðast var nafn hennar svo til alveg óþekkt hér á landi þar til í fyrra og fyrr á þessu ári er lagið Drive komst hátt á vinsældalista. Jackie Collins og nákvæmar lýsingar á því sem henni er samfara hefði farið úr tízku fyrir æðilöngu; að lýsa sam- förum bara til að lýsa þeim án þess að í því felist nokkur annar tilgangur. En bandarískir lesendur eru sólgnir í að lesa þetta og reynd- ar skýra ýmsir bandarískir fram- haldsmyndaflokkar það að þeim finnist sérlega eftirsóknarvert að lesa eða horfa á myndir um sem allra mesta spillingu og svínarí. Hafi sem sagt einhverjum dottið i hug að það geti verið eitthvað heilbrigt, hvað þá fallegt eða merkilegt við lífið í Hollywood þá virðist það vera helzta keppikefli höfundar að sannfæra okkur um að svo er ekki. Þá vitum við það líka á íslensku. Og þvílíkt kjaftæði. Tónlist Cars er að uppistöðu til sáraeinfalt rokk en kryddað með oft á tíðum stórskemmtileg- um raddsetningum. Ofan á bæt- ist að Ric Ocasek á einkar létt með að semja grípandi lög, hvort heldur þau eru rokkuð eða róleg. Saga Cars er stjörnum stráð, þótt hún kunni e.t.v. að vera lítt kunn hér á landi. Lög á borð við Just What I Needed, Good Times Roll, Drive, My Best Friend’s Girl og Shake It Up réttlæta það öll hvert í sínu lagi, að fjárfest sé í plötunnu. Samankomin á einu og sömu skífuna myndi ég telja bestu lög Cars ómótstæði- legan grip. Þetta eru a.m.k. einu bílarnir sem ég þekki sem ekki ryðga. Sharkey á réttri hillu Feargal Sharkey Feargal Sharkey Virgin/Steinar Þrátt fyrir óumdeilanlegan hæfileika náði írska sveitin Undertones aldrei neinni al- mennri hylli, utan lítillega í heimalandi sínu, írlandi og Bret- landi. Svipaða sögu var að segja um Boomtown Rats með Bob Geldof í broddi fylkingar sem vegnaði þó betur, m.a. fyrir til- stilli lagsins „I Don’t Like Mondays". Einir síns liðs hafa forsprakk- ar Undertones og Boomtown Rats hins vegar getið sér gott orð undanfarna mánuði. Fyrst Geldorf í tengslum við Live-Aid- tónleikana og nú Sharkey með ágætri sólóplötu sinni, meistara- lega upptekinni af David Stew- art, helmingi Eurythmics- dúettsins. Lagið A Good Heart hefur þegar notið verskuldaðra vin- sælda og ekki kæmi mér á óvart þótt Someone To Somebody ætti eftir að ná vinsældum. Lögin á þessari plötu Sharkeys eru ann- ars dálítið misjöfn að gæðum: Þau bestu mjög góð, hin lökustu lítt áheyrileg. Söngur írans er hins vegar einkar áheyrilegur og það samfara pottþéttum vinnu- brögðum í hljóðveri lyfta plöt- unni vel uppfyrir meðallag. PS Sharkey hefði að ófyrir- synju mátt sleppa útgáfu sinni á Stones-slagaranum All Over Now. Bókmenntlr Sigurður Haukur Guðjónsson Baneitrað samband á Njálsgötunni Höfundur: Auður Haralds Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn Það er undarlegt samband mæðginanna á Njálsgötunni, ban- eitrað, eins og segir í bókarheiti. Þau eru sóðakjaftar bæði tvö, tal- ast við á þann hátt að með ein- dæmum er. En þau eru skemmti- Ieg, það verður ekki af þeim skafið, fim í þeirri orrustu sem þau heyja. Já, þó undir slái hjörtu sem virða, elska, þá er stríð þeirra í millum, og má slíkt undarlegt heita, svo mjög sem þau leiða huga að stríðs- brölti heimsins og mengun þeirrar náttúru er umlykur okkur. f orði fordæma þau þá veröld er hinir „voldugu” sláturhúsastjórar aust- urs og vesturs hafa búið þjóðum, en lifa samt enga stund sjálf án stríðs. Það er blekking lífs þeirra, óheilindin milli orða og athafna. Höfundur segir sögu sína af mikilli fimi, og það andar af síðun- um, hversu óstjórnlega mæðginin skemmta honum. Það er styrkur sögunnar. Veikleiki hennar hins vegar, að sagan er í raun alltof löng, lesandinn þekkir persónurn- ar miklu, miklu fyrr en bókinni lýkur, þær hafa ekkert nýtt að segja, örvar þeirra verða að lokum hver annarri líkar. Ég er samt ekki að halda því fram að lesand- anum leiðist, nei, það væri rangt, en sem verk hefði sagan orðið heilsteyptari styttri. Ég velti því fyrir mér, meðan á lestri stóð, hvort höfundur hefði ekki náð að lýsa umkomuleysi þeirra mæðgina með ögn mildari orðum. Jú, víst held ég að slíkur stílisti, sem Auður vissulega er, hefði getað það. En hún valdi þeim þennan búning og hefur fullt leyfi til, og ég sé á ungu fólki, að því er skemmt með bókina í höndum. Lestur prófarkar mjög góður og handverk bókargerðarmanna með ágætum. Eyjakvöld í upptökusal Hljómplötur ÁrniJohnsen Ég vildi geta sungið þér heitir ný plata sem varð til í framhaldi af rómuðum skemmtikvöldum á veitingastaðnum Skansinum í Vestmannaeyjum sl. haust, en þar sungu nokkrir félagar ýmis lög úr Eyjum. Það er hinn ágæti tónlistarmaður Jónas Þórir sem hefur útsett lögin á plötunni, flest eftir Oddgeir Kristjánsson, en Jónas Þórir var einnig upp- tökustjóri. Átta lög af 10 eru eftir Oddgeir við ljóð Asa í Bæ, Árna úr Eyjum og Loft Guðmundsson en hin lögin eru Kvöldsigling Gísla Helgasonar við ljóð Jóns Sigurðssonar og Minning um mann eftir Gylfa Ægisson. Lög Oddgeirs eru sígild og einstæð á sinn hátt, því þau búa yfir blæ sem hvergi annarsstaðar er að finna. Sum lögin eru búin að hljóma í liðlega hálfa öld án þess að blikna og það er því komin veruleg hefð á túlkun þeirra. Jónas Þórir gerir skemmtilega tilraun til að færa lög Oddgeirs í nýjan búning, en stundum finnst mér hann ganga skrefið of langt í erfiðri stöðu, það er þegar melódía Oddgeirs dettur út og ný hljómaröð kemur inn. Útsetning Jónasar Þóris er listilega vel gerð í þeim tilvikum, en það er ávallt smekksatriði hvað má gera miklar breytingar á Heimakletti. Lög Oddgeirs eru flest mjög vandmeðfarin, bæði í leik og söng og þótt dagskrá þeirra félaga sem syngja á plötunni hafi verið dúndurgóð á skemmtikvöldum á Skansinum, þá nýtur sönggleði þeirra félaga sín ekki til fulls þegar þeir standa án hóp- stemmningarinnar í upptökusal. í hinum þéttu útsetningum Jón- asar Þóris með viðamikilli hljómsveit í undirleik hljómar söngur þeirra bræðra Helga og Hermanns Inga ekki eins eðlilega og þeim er tamt í nokkrum lögum sem í þessari útsetningu eru reyndar vart á færi nema lærð- ustu söngvara. Það eru þeir Hermann Ingi Hermannsson, Helgi Hermannsson, Einar Klink Sigurfinnsson, Jónas Þórir og Runólfur Dagbjartsson, sem syngja á þessari Eyjaplötu og það er skemmtilegt að heyra hina hlýju náttúrurödd Runólfs Dag- bjartssonar, Dúdda múrara, koma til leiks á plötunni eins og brú milli gamallar og nýrrar út- setningar. Það er ekki óþekkt að sígild tónverk eru færð í nýstárlegan búning og það getur verið skemmtileg tilbreyting, en það má svo lítið bjaga hinn hreina tón að ekki hljótist vandræði af. Sama er að segja um taktinn í lögum Oddsgeirs, tónsmíði hans var svo nákvæm, lagið og taktur- inn slík heild í snilld sinni að engu má í rauninni muna svo hinn einstæði tónn Oddgeirs verði ekki eitthvað annað en til stóð. Það er styrkur þessarar plötur sem kemur í kjölfar Eyjakvöld- anna á Gestgjafanum að hún er gerð að mikilli einlægni en einnig þeim gáska sem fylgir tónlist Eyjamanna. Öll Oddgeirslögin nema eitt eru þjóðhátíðarlög og þau hafa því fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu landsmanna. Bestu lögin í heild á plötunni þykja mér Glóðir, Minning um mann, Fyrir austan mána og Góða nótt sem Dúddi múrari syngur svo undur varfærnislega og blítt sem væri síðasta lag á vel heppnaðri þjóðhátíð í Eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.