Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
53
Rauðhærði riddarinn á filmu
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Sýning Nemendaleikhússins á
bandariska leikritinu When You
Comin’ Back Red Ryder? eða
Hvenær kemurðu aftur rauðhærði
riddari? nú í haust vakti tals-
verða hrifningu og fékk góða
aðsókn. Um svipað leyti kom á
myndbandamarkaðinn kvik-
mynd eftir þessu sama leikriti
og með sama nafni. Ekki veit ég
hvort þetta er tilviljun og ekki
veit ég að hve miklu leyti myndin
fylgir leikverkinu, því sýninguna
sá ég ekki. Hitt veit ég að fyrir
þá sem ekki sáu hana eins og ég
og vilja samt kynnast þessu verki
Marks Medoff þá er þessi spóla
vel brúkleg.
Mark Medoff skrifar kvik-
myndahandritið sjálfur en
myndin er að öðru leyti runnin
undan rifjum manns að nafni
Marjoe Gortner. Sá á sér óvenju-
lega ævi að baki þótt ekki sé
hann gamall. Gortner var frá
barnæsku alinn upp til að vera
prédikari og kraftaverkalæknir,
en slíkir menn eru margir og
umsvifamiklir í bandarísku þjóð-
lífi. Þeir ferðast um landið og
halda fjölmennar samkomur, þar
sem þeir æsa upp lýðinn með
mikilli sefjunarkúnst og leggja
síðan hendur yfir sjúka og hug-
stola og lækna þá af meinum
líkama og sálar. Þetta gerði
Gortner frá því hann var lítill
drengur og var orðinn frægasti
huglæknir Bandaríkjamanna af
þessu tagi sem unglingur. En á
þennan unga mann fóru hins
vegar að renna tvær grímur.
Gortner iðraðist þeirrar mis-
notkunar sem hann, varnarlaus
unglingurinn, var látinn beita
trúgjarna og örvæntingarfulla
sjúklinga, því allt voru þetta
blekkingar og sjónhverfingar
sem meira áttu skylt við
skemmtibransann en trú og
lækningar. Gortner gekk því
fram fyrir skjöldu og afhjúpaði
sjálfan sig og sína nánustu. Um
þennan viðburð og ævi Gortners
var gerð heimildakvikmynd sem
mikið umtal vakti vestra og
hefur reyndar verið sýnd hér-
lendis.
Þetta var nú útúrdúr til fróð-
leiks. Eftir þetta uppbrot tók
Marjoe Gortner til við alvöru
leik, og hefur hann ágæta hæfi-
leika í þá átt, eins og við er að
búast. Og kvikmyndina Hvenæar
kemurðu aftur rauðhærði ridd-
ari? framleiðir hann og leikur
aðalhlutverkið, en Mark Medoff
kemur hins vegar sjálfur fram í
litlu hlutverki kraftaverkalækn-
is á borð við þann sem Gortner
var lengst af ævinnar. Hvenær
kemurðu aftur Rauðhærði ridd-
ari? gerist á því fræga umbylt-
ingarári 1968 á stað sem ætti á
hinn bóginn að vera óhultur fyrir
þeirri umbyltingu, — strjálbýl-
um víðáttum Nýju-Mexíkó. Mið-
punktur verksins er veitingavagn
nokkur og við kynnumst roskn-
um eiganda hens (Pat Hingle)
og tveimur ungmennum sem
sveima í kringum hann, feitri
þjónustustúlku (Stephanie
Faracy) og rótlausum ungum
manni, „rauðhærða riddaranum“
(Peter Firth) sem víll komast
burt úr þessu krummaskuði.
Síðan kynnumst við nokkrum
gestum veitingavagnsins, eink-
um aðkomuhjónum sem leið eiga
hjá á hljómleikaferðalagi frúar-
innar sem er fiðluleikari. Þau
(Hal Linden og Lee Grant) eru
að ganga í gegnum hina gamal-
kunnu kreppu miðaldra hjóna.
Inn í þennan félagsskap kemur
svo annað par, fulltrúar umróts-
ins og hippanna; hún er frekar
friðsöm blómastúlka (Candy
Clark) en hann er gjörsamlega
öfugsnúinn félagslegur hermdar-
verkamaður, skaddaður eftir
Víetnamstríðið (Marjoe Gortn-
er). Persóna Gortners snýr lífi
þessa fólks á hvolf. Hann tekur
veitingavagninn herskildi og
beitir fólkið sálfræðilegu og lík-
amlegu ofbeldi svo það missir
fótanna.
Það vantar meir en herslumun
á að Mark Medoff skapi úr þess-
um efnivið varanlegt og eftir-
minnilegt verk. Uppstillingin er
ágæt en úrvinnslan, a.m.k. eins
og hún birtist í myndinni, er
ekki tiltakanlega snjöll. Sem
minnisvarði um þau viðhorf sem
uppi voru í mannlífsólgunni ’68
þjónar það þó ákveðnum tilgangi.
Það sem einkum gefur myndinni
gildi er feikilega góður leikur
allra ofantaldra leikara, einkum
þó Gortners og hinnar óþekktu
Stephanie Faracy. Milton Kats-
elas leikstjóri og Medoff fletja
byggingu verksins talsvert út
með fjölgun persóna og leikvett-
vanga eins og er algengt úrræði
í kvikmyndun leiksviðsverka.
Textinn er hins vegar yfirleitt
leikhúslegur. Kvikmyndin Hve-
nær kemurðu aftur rauðhærði
riddari? er á köflum býsna
harðsnúin lýsing á sjálfsblekk-
ingu og niðurlægingu og ekki við
allra hæfi.
Stjörnugjöf: Hvenær kemurðu aft-
ur rauðhærði riddari? ★★
Sýning á
Mokkakaffi
10. DESEMBER opnaði Grímur
Marinó Steindórsson sýningu á
málverkum og skúlptúr á Mokka-
kaffí við Skólavörðustíg í Reykja-
vík.
Þetta er fimmta einkasýning
Gríms, en hann hefur líka tekið
þátt í fjölda samsýninga.
Á sýningunni eru oliumálverk
og lágmyndir úr járni. Verkin eru
náttúrustemmningar og tengd
sjónum.
Sýningin verður í desember og
fram í janúar.
Afmæliskyeðja:
Guðmundur
Brynjólfsson á
Hrafnabjörgum
SLÆM mistök urðu hér í blaðinu
í gær. Nafn Guðmundar Brynjólfs-
sonar á Hrafnabjörgum misritað-
ist gjörsamlega í fyrirsögn á af-
mæliskveðju til hans. Er Guð-
mundur beðinn afsökunar á þessu
svo og greinarhöfundur.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Þetta er sjötta bókin um iátna bændahöfðingja. Bækurnar eru allar sjálfstæð-
ar og spanna nú frásagnir af yfir 60 góðbændum úr öllum landshlutum.
Hér er sagat frá 12 bændum og eru þættimir skrifaðir af fólki sem þekkti vel
til þessara manna og búskapar þeirra.
Þeireru: Þórarinn Georg Jónsson á Reynistað í Skerjafirði, Gísli Magnússon
í Eyhildarholti, Hafliði Guðmundsson í Búð, Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu,
Jón Guðmundsson á Ytri-Veðraá í Önundarfirði. Pétur Þorsteinsson Miðfoss-
um. Jóhann Baldvinsson, Eiríkur Stefánsson og Sigþór Jónsson allir bændur á
nyrsta býli landsins, Rifi á Sléttu, Valdemar Pálsson Möðruvöllum í Eyjafirði,
Þorbjörn Guðjónsson (Tobbi) á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og Þorsteinn
Stefánsson Þverhamri.
Allar bækumar hafa verið undir ritstjórn Guðmundar Jónssonar fyrrv. skóla-
stjóra á Hvanneyri.
Þessar bækur gefa glögga lýsingu á búskaparháttum í landinu á fyrri hluta
þessarar aldar. Þær eiga erindi við þá sem vilja þekkja sögu íslensks landbúnað-
ar.
Verðkr. 1288
OKHL.AÐAN
r#f -*■ 4>n i4ii ilh n4b ^