Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
. A
Frotti sloppar frá
Schiesser#
Stuttir — síöir — hvítir — gulir — bleikir
i — bláir.
,—
lympTi
Glæsibæ, sími 31300.
Laugavegi 26, sími 13300.
Ný „
semiing
nf Wnnnm na C-?
55
af kápum oe
jokkum í
Fiskabeinsmynstri
u
KÁPUSALAN
BORGARTÚNI 22
SÍMI 23509
V------------
Næg bílastæði
AKUREYRI
—^SÍMJ 96-25250
30 börn og 30 grísir í pylsu-
veislu á Kjarvalssýningu
I HÁHOLTI hjá Þorvaldi Guð-
mundssyni forstjóra í Sfld og fisk
var haldin mikil pylsuveisla síð-
astliðinn laugardag, þegar afhent
voru verðlaun í jólagrísagetraun,
sem fyrirtækið efndi til í nóvem-
ber sl. Þrjátíu börn á aldrinum 3
til 14 ára víðsvegar að af landinu,
hlutu jólapakka með tíu mismun-
andi Ali-svínavörum fyrir sig og
fjölskyldu sína í verðlaun.
Rúmlega 2.000 börn tóku þátt
í getrauninni og var helmingur
þátttakenda með rétt svör. Dreg-
ið var úr réttum svörum og þeim
heppnu boðið til veislu þar sem
boðið var upp á Ali-pylsur og
Svala um leið og verðlaununum
var úthlutað. Til veislunnar, sem
haldin var í sýningarsalnum í
Háholti, innan um 155 Kjarvals-
málverk, var einnig boðið 30 lif-
andi grísum frá svínabúinu á
Minni-Vatnsleysu. „Börnin höfðu
mjög gaman af að fá tækifæri
til að halda á grísunum og fór
vel á með þeim þó að grísir séu
lítið gefnir fyrir að láta hampa
sér og hrína þegar þeir eru teknir
upp,“ sagði Þorvaldur. „Verð-
launahafarnir voru allir mynd-
aðir með grís í fanginu og verða
myndirnar sendar til þeirra
seinna. Veislugestir voru vel á
annað hundrað, feður, mæður,
afar og ömmur og hér ríkti mikil
lukka."
Öll börnin, sem ekki voru
meðal verlaunahafa, frá í pósti
jólakveðju frá Ali-sjálfum ásamt
barmmerki.
Verðlaunahafi með 4ra vikna Hampshire-grís í fanginu.
„Sjáðu hvað hann er sætur...“