Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIP, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
Þaðfcest margl skemmtilegt íÁlafossbúðinni, t.d stílfirein matar- og
kaffistell úr fivítu postulíni frá fiinum þekkta framleiðanda Arzberg.
Þarna erauk þess að finna listilega fiönnuð vínglös, hnífapörog ýmsa
skrautmuni.
^llafossbúöin
VESTURGÓTU 2, SIMI 13404
GIAFAVORUR
meiriháttar
/TIGPk
BRUNSLEDI
tryllitæki!
með stýri og öryggisbremsum og þú
getur sveigt, beygt og bremsað að viid. Stiga
brunsleðinn er níðsterkur: Hann ber jafnt börn
sem fullorðna.
Með stýrisskíðinu nærðu krappri beygju.
Skíðin eru úr þrælsterku Etan-plasti og
renna því mjög vel.
Örugg handbremsa við
allar aðstæður og varn-
argrind fyrir framan
fæturna.
Með sérhönnuðum útbúnaði
sveigir sleðinn til hliðar og
stöðvast sjálfkrafa ef þú missir
hann.
ÖRNINN
Spítalostig 8 vió Óóinstorg simor; 14661,26888
Ljósmynd/Valdis Óskarsdóttir
Löggulíf þeirra Daníels og Þórs hafíð undir stjórn Varða varðstjóra, Flosa
Ólafssonar, sem stendur lengst til hægri, ásamt sinum mönnum og víkinga-
sveitinni. Næstur honum er Eggert Þorleifsson (Þór) og lengst til vinstri
Karl Ágúst Úlfsson (Daníel).
Kvikmyndin Löggu-
líf frumsýnd
Kvikmyndafélagið Nýtt líf frum-
sýnir gamanmyndina Löggulífí Nýja
Bíói í kvöld. Þetta er þriðja myndin
um þá félaga Þór og Danna, en áður
hafa verið sýndar Nýtt líf og Dalalíf.
Auk þessara þriggja gaman-
mynda hefur kvikmyndafélagið
Nýtt líf gert myndina Skammdegi,
sem var valin framlag íslands til
óskarsverðlaunakeppninnar á
næstaári.
Löggulíf var kvikmynduð í
Reykjavík í júlí og ágúst síðastliðið
sumar og hlaut 1,9 milljóna króna
styrk úr Kvikmyndasjóði íslands.
Kostnaður við myndina á frum-
sýningardegi er orðinn 12% millj-
ón króna segir í fréttatilkynningu
fráNýjulífi.
í hlutverkum Þórs og Danna eru
sem fyrr Eggert Þorleifsson og
Karl Ágúst Ulfsson. Meðal ann-
arra leikara eru Lilja Þórisdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Flosi ól-
afsson, Guðrún Þ. Stephensen,
Sigurveig Jónsdóttir, Þórhallur
Sigurðsson, Rúrik Haraldsson og
Bríet Héðinsdóttir.
Þráinn Bertelsson skrifaði
handrit að Löggulífi ásamt Ara
Kristinssyni, sem einnig annaðist
kvikmyndatöku og klippingu. Leik-
mynd gerðu Hallur Helgason, Árni
Páll og Stefán Hjörleifsson, bún-
inga Dóra Einarsdóttir og Jón
Karl Helgason sá um förðun.
Hljóðmeistari var Sigurður Snæ-
berg, en umsjón með tónlist höfðu
þeir Guðmundur Ingólfsson og
Lárus Halldór Grímsson. Fram-
kvæmdastjóri myndarinnar var
Ingibjörg Briem og leikstjóri Þrá-
inn Bertelsson.
Ámeshreppi á Ströndum:
Góðæri hjá mink-
um og músum
Árnesi, Árneshreppi, 4. desember.
AÐVENTAN er gengin í garð með
norðaustanstrekkingi. Veður má þó
kallast sæmilegt, þó þrútið sé loft
og færð tekin að daprast. Fram til
þessa hefur þó tíð verið góð og bfl-
fært að kalia alla leið suður.
Fé hefur unað sér úti í haga og
fjöru í góðu yfirlæti, og er það
nokkur sárabót eftir hrakviðri
síðsumarsins. Heyskapur gekk þó
sæmilega fyrir sig, enda nær ein-
göngu verkað í vothey, sem betur
fer. 620 líflömb voru seld Þingey-
ingum, Skagfirðingum og Svarf-
dælingum. Hafa líflömb löngum
verið eftirsótt héðan sakir heil-
brigði og afurðasemi. Slátrað var
3.560 fjár hjá Kaupfélagi Stranda-
manna, Norðurfirði í haust. Meðal-
fallþungi reyndist 14,8 kg en það
er um hálfu öðru kílói lakara en í
fyrra.
Vinnu við hafnargerð á Norður-
firði er lokið að sinni, og hafa
strandferðaskipin lagst þar að
bryggju frá miðjum ágúst. Er það
mikill munur frá því sem áður
var. Þá hefur nokkur landauki
verið myndaður við kaupfélagið,
og gerir það aðkomu þar og umsvif
öll hagfelldari. íbúðarhús er í
smíðum á Kjörvogi.
Mikil lukka var með sjálfvirka
símann í ársbyrjun, en því miður
virðist ekki sjálfvirknin vera eins
trygg og til var ætlast. Stendur
það vonandi til bóta.
Taisvert var unnið á mink og
virðist hafa verið góðæri hjá því
kyni í sumar. Söinuleiðis var
gróska músaþjóðarinnar með ein-
dæmum, og vonandi rætast hér
ekki gamalla manna spár um
harðan vetur. Er mönnum vita-
skuld ami að uppgangi óþjóðar
þessarar, og er hver sæll sem á
góðan veiðikött.
Fiskveiðar gengu bærilega í
sumar, þrátt fyrir stirðar gæftir
og helgarveiðibönn. Um 30 tonn
af saltfiski voru verkuð hjá Kaup-
félagi Strandamanna, og rúmlega
annað eins í Djúpuvík. Megnið af
þessum fiski fór í 1. flokk.
Það var þungt hljóðið í þeim
Gjögurbændum vegna aflatak-
markana í sumar, en þeir byggja
afkomu sína á grásleppu og færa-
fiski. Kváðu þeir nógu erfitt að
höfuðskepnurnar settu mönnum
stólinn fyrir dyrnar, þótt stjfnvöld
bættu ekki gráu ofan á svart. Hart
væri að vera kallaðir frekjuhundar
af alþingismönnum, og væri nær
að huga betur að því sem kastað
er í sjóinn hjá netabátum og togur-
um. Einnig væri athugandi að
flokka trillur öðruvísi, t.d. í opna
báta og dekkbáta, og sjálfsagt
væri að ónotaður kvóti félli niður.
Senn er þetta ár á enda runnið,
eins og öll hin, og framundan er
hátíð Ijósa og friðar. Þrátt fyrir
að ýmislegt mætti betur fara hér
sem annars staðar, una Árnes-
hreppsbúar þó á sínum reit í ró,
og ég þykist vita að á þessari jóla-
föstu, sem hinum fyrri, verður
hungruðum heimi ekki gleymst.
- Einar.