Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 ISLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • r LÍFS- HÆTTIR m i REYKJA' VÍK SigurðurG. Nlagnússon Efni bókarinnar er á þá lund að höfundur rekur tilefni henn- ar í formála en fjallar síðan í inngangi um kreppuástandið á þeim tíma er frá segir. Þá tekur við meginkaflinn þar sem greinir frá híbýlum, hús- munum og daglegum lifnaðar- háttum fjölskyldnanna fimm, en þar er lýst heimilum Krist- ínar Guðmundsdóttur og ólafs Þorsteinssonar læknis að Skólabrú 2, Oddrúnar Sigurð- ardóttur og Helga Magnússon- ar kaupmanns að Bankastræti 7, Margrétar Gísladóttur og Guðmundar Gíslasonar skipa- smiðs að Vesturgötu 30, Vil- borgar Jónsdóttur og Aðal- steins Guðmundssonar verka- manns að Hofsvallagötu 15 og Ragnars Jónssonar verka- manns og fjölskyldu hans í Bjarnaborg og Pólunum og á fleiri stöðum. Siguröur G Magnússon ÚFSHÆTTIR í REYKJAVÍK 1930-1940 J n...a Bókaúfgöfa /V1ENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTkS 7* REYKJAVÍK • SlMI 621822 ÍSLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • rv TÖLUD ORD Andrés Björnsson Hugvekjur þessar sverja sig víða í ætt við ágætar ritgerðir og fagrar bókmenntir. Þær hefjast yfir stað og dægur þó oft sé lagt út af tilefni líðandi stundar, knýjatil umhugsunar, víkka andlegan sjóndeildar- hring og marka tímabæra stefnu. Andrés Björnsson ræðir meginatriði íslenskrar menningar af athygli og einurð og minnir iðulega á hversu okkur beri að varðveita hana og efla. En jafnframt sér hann og heyrir út í heim og hyggur að málefnum veraldar og mannkyns. t Bökaúfgöfa /MENNING4RSJÓÐS SKALHOLTSSTlG 7* REYKJAVlK • SlMI 62182? I SALTAR SÖGUR Jónas Guðmundsson Sögur Jónasar Guðmunds- sonar fjalla nær allar um sjó- mannalíf og farmennsku eða minnsta kosti hlutskipti fólks við sjávarsíðuna. Höfundur var jöfnum höndum rithöfund- ur og myndlistarmaður. Sögumar bera þessu vitni. Þær einkennast löngum af frásagnargleði og hugkvæmni Jónasar en eru eigi síður myndrænar. Saltar sögur eru margar skemmtileg listaverk sem spegla aldarfar, baráttu og sífellda hamingjuleit. SALTAR SOGUR Bókaúfgáfa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK • SÍMI 621822 Taimskemmdir og gosdrykkir Gosdrykkj aneysla hefur aukist mikið á undanförnum árum. Árið 1960 drukku íslendingar 3,6 milljónir lítra, en árið 1983 var magnið komið í 21,7 milljón lítra, sem samsvarar 1001 á mann á ári eða um 1 flösku á mann á dag. í þessu er þó ekki talin með neysla á ýmsum drykkjum sem oftast eru með ávaxtabragði, en þeir eru allmisjafnir að gæðum. Sé miðað við Nor- eg(mynd 2)er þróunin ákaflega óheppileg í þess- um efnum. Heilbrigðis- og tiyggingamálaráðuneytið. Þróun gos- drykkjaneyslu á íslandi ■ 1000 lítrum 3.602 9.357 17.910 21.700 1960 1970 1980 1983 Neysla gosdrykkja á mann á íslandi og í Noregi. Ár ísland Noregur 1960 20,11 — 1970 45,71 40,11 1980 78,11 59,01 1983 100,01 — Bók um spili og leiki BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafé- lagsins hefur gefid út bókina Spil og leikir um víóa veröld. Þýóandi bókarinnar er Björn Jónsson skóla- stjóri. í bókarkynningu í Fréttabréfi klúbbsins segir m.a.: „Bókin lýsir í máli og myndum á annað hundrað vinsælum spilum og leikjum víðsvegar að úr veröld- inni, allt frá kotru til 30 alda gamals konungsspils frá Úr, frá austurlenskri drekakeppni til reip- togs og frá fingrafit til dóminó- spils. Einnig er lýst sögu leikjanna og hvernig leiktækin eru búin til. Spil og leikir um víða veröld fjallar um leiki sem staðist hafa ásókn tímans og einnig um nýrri leiki, svo sem kassabílarall. Þetta eru leikir sem bera vitni kænsku og hugkvæmni mannsins. Úrvalið er geysifjölbreytt, spennandi leikir með flóknum sóknaraðgerðum og einföldustu leikir sem læra má á fáum mínútum, sérstæð og ókunn- ugleg spil og gömlu rótgrónu eftir- lætisleikirnir sem gegnt hafa miklum hlutverkum í sögu Evrópu og Ameríku. Hér eru leikir sem ungir og aldnir geta verið í sam- tímis, útileikir og innileikir fyrir margvíslegustu aðstæður, inni í stofu rólega síðdegisstund, í sam- kvæmum, á leikvöllum, í þéttbýli eða úti á víðavangi. Ennfremur eru margskonar brögð og mynda- þrautir. Og síðast en ekki síst leiðir bókin okkur víðs vegar um hnött- inn og veitir okkur tækifæri til að athuga afþreyingu fólks í öllum heimsálfum, gefa gaum furðuleg- um hliðstæðum og athyglisverðum frávikum. Spil og leikir um víða veröld er 280 bls. að stærð í stóru broti með miklum fjölda mynda, sem eru að meirihluta litmyndir." Bókin er filmusett í Prentstofu G. Benediktssonar en prentuð og bundin suður á Spáni. Unglinga- saga um friðinn ÚT ER komin hjá Forlaginu ungl- ingasagan Ekkerl stríd eftir þýska rithöfundinn Tilman Röhrig. Hann er einn umdeildasti barna- og ungl- ingabókahöfundur Þjóðverja núna, bækur hans hafa vakið mikla athygli víða um lönd og hlotið margháttaða viðurkenningu. Árið 1984 hlaut þessi bók Þýsku barna- og unglingabóka- verðlaunin, virtustu verðlaun sem þýskum barnabókahöfundum hlotn- ast í heimalandi sínu. Sagan gerist í Þýskalandi árið 1641, þegar þrjátíu ára stríðið hefur staðið yfir í 23 ár og aðeins elstu menn muna friðinn forðum daga, en börn og unglingar skilja varla hvað orðið friður merkir. í fréttatilkynningu Forlagsins segir m.a.: „Ekkert stríð er meist- aralegt framlag til friðarumræðu okkar daga, spennandi og rituð á máli sem börn og unglingar skilja. TILMAN RÖHRIG EKKERT STRÍÐ Hún er andsvar við ruddaskap þeirrar sjónvarpsmenningar sem fóstrar unglinga á Vesturlöndum. Sagan segir sögu þeirra sem raun- verulega verða fyrir barðinu á styrjöldum og gleymast yfirleitt í yfirborðsmennsku æsifregna og ofbeldismynda. Tilman Röhrig lýs- ir veruleika styrjalda á þann hátt að enginn getur setið hlutlaus, heldur ekki börn og unglingar." Ekkert stríð er 111 bls. Þorvald- ur Kristinsson þýddi söguna. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.