Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 70

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 INNFLYTJENDURNIR K.R.: 800 NÆSTA KYNSLÓÐ KR.: 800 VALDAKLÍKAN KR.: 900 ARFURINN KR.: 1288 ... í bókaflokknum um Lavette fjölskylduna er komin út. ,,Innflytjendurnir“, ,,Næsta kynslóð“ og ,,Valdaklíkan“ hlutu allar frábærar viðtökur enda er höfundurinn, Howard Fast margfaldur metsöluhöfundur. ,,Arfurinn“ er 4. og síðasta bókin í bókaflokknum og þetta er bók sem heldur lesandanum vakandi uns birtir af degi... Otsölustadir: Mikligaröurv/Sund JL húsiö, rafdeild Rafha Ausfurveri Gellir, Skipholti Teppabúðin Suöurlandsbraut KB, Borgarnesi KBH, Egilsstaöir KASK, Höfn Rafbúö RÓ, Keflavík Arvirkinn, Selfossi Einkaumboð á íslandi æJÓHANN ÓLAFSSON & CO 43 Sundaborg 104 Reykjavík Htín er betri! □ 1000 watta — kraftmikill mótor □ Sogkraftur 54 sekúndulítrar □ 2400 mm vatnsúla □ 7I. poki □ 4 fylgihlutir i innbyggðri geymslu □ Mjög hljóölát (66 db. A) □ Fislétt, aðeins 8,8 kg □ Þreföld ryksla □ Hægt aö láta blása □ Teppabankarifáanlegur □ 9,7 m vinnuradfus □ Sjálfvirkur snúruinndráttur □ Hagstættverð Míele RYKSUGAN Helgikvöld á aðventu Frá aðventukvöldi f Hrepphólakirkju. Morgunblaðiö/Sig. Sigm. Syðra-Langholti, 16. desember. NÚ Á aðvcntunni hafa verið haldnar helgisamkomur tvö föstudagskvöld í sóknarkirkjunum tveim hér í sveit, í Hrunakirkju þann 6. desember og í Hrepphólakirkju þann 13. desem- ber. Auk sóknarprestsins, séra Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar, prófasts í Hruna, og kirkjukóra safnaðanna tóku börn þátt í þessum athöfnum og lásu upp. í Hrunakirkju lék Glúmur Gylfason á orgel og einnig dóttir hans, Kristín. í Hrepphólakirkju talaöi og séra Flóki Kristinsson, nýkjörinn sóknarprestur í Stóra- Núpsprestakalli. í safnaðarheimil- inu okkar í Hrepphólum var sam- eiginleg kaffidrykkja kirkjugesta. Þar hefur verið komið fyrir jólatré eins og þau voru algeng á alþýðu- heimilum fyrir um 40—60 árum, þ.e. smíðuð tré og skreytt með marglitum jólapappír. Að sjálf- sögðu voru logandi kerti á hverri grein og þar héngu jólapokar fullir af sælgæti sem börnin fengu eftir að séra Sveinbjörn hafði rætt við þau um jólatréð sem voru svo algeng á þeim tíma þegar afar þeirra og ömmur voru á þeirra aldri. Nú í haust var Tungufellssókn lögð niður og voru 5 bæir í sókn- inni. I Tungufelli, sem er efsti bær í sveitinni og jafnframt sá bær sem stendur lengst frá sjó á íslandi, er bændakirkja sem er á annað hundrað ára gömul. Hætt er fyrir nokkrum árum að nota þetta litla en vinalega guðshús, en það mun verða varðveitt áfram. Sóknin hefur verið lögð undir Hruna- kirkju en atkvæðisbærir í söfnuð- inum voru 14 manns. Sig. Sigm. á íslensku KOMIN er út hjá Iðunni bókin Pedro Paramo (Pétur heiði) eftir suður-ameríska rithöfundinn Juan Rulfo í þýðingu Guðbergs Bergsson- ar sem einnig skrifar eftirmála að bókinni um höfundinn og verk hans. í fréttatilkynningu Iðunnar segir m.a.: „Juan Rulfo fæddist 1918 og var gerður að þjóðskáldi Mexíkó árið 1980. Hann hefur orðið fyrir mikl- um áhrifum frá íslenskum bók- menntum, einkum „heiðasögun- um“ eins og hann segir sjálfur." Áður hefur komið út á íslensku eftir hann sagan „Sléttan logar" sem Guðbergur þýddi einnig. Um söguþráð bókarinnar segir m.a. í eftirmála: „Maður að nafni Juan Preciado fer að ósk móður sinnar að leita að föður sínum, til að hefna sín á honum fyrir van- rækslu hvað varðar umsjón hans og uppeldi. Á leiðinni yfir heiði hittir hann mann sem heitir Abúndíó. f sögunnar rás kemst lesandinn að því að Abúndíó þessi er líka sonur Pedro Paramo. Það er þess vegna hálfbróðirinn sem leiðir Juan Preciado á vit sögunnar svo hann komist í allan sannleik- ann um föðurinn, og ekki bara um hann heldur líka í sannleikann um sögu mexíkanskra sveita og þjóð- félags, þar sem stórbóndinn ræður öllu, líka ástamálum manna. Yfir eitt kemst stórbóndinn þó aldrei: hann kemst aldrei yfir konuna sem hann elskar, Súsönu. Hún ver sig með sjúkdómum og geggjun. Og ef Pedro ætlar að nálgast hana, andlega eða líkamlega, gýs upp úr látnu minni hennar fyrsti eigin- maður hennar. Hann er sá draugur sem Pedro fær framan í sig meðan hann lifir og við hann ræður hann ekki, þrátt fyrir auð sinn og yfir- ráð.“ Bókaútgáfan Iðunn gefur bókina út með styrk úr Þýðingarsjóði. Magnús Kjartansson málaði mynd á kápu. Oddi hf. prentaði. Önnur bók Juan Rulfos

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.