Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Birtan var svo skær Kristín Bjarnadóttir ræðir við Ingu Huld Hákonardóttur, sagnfræöing, um nýútkomna bók hennar og fleira Inga Huld á að baki langan feril sem viðtalsbiaðamaður. Haustið 1965 byrjaði hún að skrifa viðtöl fyrir Sunnudagsblað Tímans. Seinna vann hún á DV um margra ára skeið. Einnig hefur hún unnið viðtöl fyrir Ríkisútvarpið. Árið 1981 gaf Iðunn út hennar fyrstu bók, „Hélstu að lífið væri svona?“, sem byggð var á viðtölum við tíu verkakonur í ýmsum starfsgreinum. Síðastliðið haust sendi Inga Huld aftur frá sér handrit að bók sem finna má á jólamarkaðnum í ár. Útgefandi er Ólafur í Vöku, sem nýlega festi kaup á Helgafellsútgáfunni. Bókin fjallar um lífsbaráttu alþýðukonu og er að sögn höfundar eins konar framhald af „Hélstu að lífið væri svona?“ Hér er aftur á ferðinni viðtalsbók, en að þessu sinni í ævisagnastfl og viðmælandinn er formaður starfsmannafélags- ins Sóknar, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Inga Huld er búsett í Kaupmannahöfn, en bókina skrifaði hún að miklu leyti í Stórhöfðavita í Vestmannaeyjum í sumar. Ég man að hann æpti Ég er að reyna að ljúka eins konar magisterritgerð um Stóra- dóm, þessa hörðu refsilöggjöf sem kom með Lútherstrúnni, segir Inga Huld aðspurð, þegar ég finn hana á milli vita, bæði hugarfarslega og landfræðilega á heimili sínu á Österbro í Kaup- mannahöfn. Það hvarflar að undirritaðri að ef til vill sé það goðgá að reyna að taka viðtal við svo þaulvana viðtalsblaðakonu. En fyrr en varir er Inga Huld farin að segja frá sjálfri sér sem byrjanda í blaðamennsku, fyrir tuttugu árum. Þegar ég tók mín fyrstu viðtöl var ég afar vandræðaleg og klaufsk. Vissi ekkert hvað ég átti að spyrja um. Ég var nýbyrjuð á Sunnudagsblaði Tímans þegar ég var send til Kjarvals. Ég komst nú til hans. En ég kom varla upp nokkru orði. Vissi hreinlega ekki hvað ég átti að segja. Ég held hann hafi hent mér út. Ég man að hann æpti: Ég hef gefið ykkur litina mína og er það ekki nóg! Hann vildi vera í friði, kærði sig lítið um blaðamenn og síst við- vaninga. Nei, ég stökk ekki al- sköpuð út í þetta. Ég var klaufsk og feimin. Hafði ekkert sjálfs- traust. En ég varð. Ég hafði ráðið mig til að taka eitt viðtal á viku fyrir Sunnudagsblaðið. Á þessum tuttugu árum hlýt ég að vera búin að tala við þúsund manns af öllu tagi. Vinnan á DV var góður skóli fyrir mig, þó það henti mér í rauninni alls ekki að vinna á síðdegisblaði, þar sem helst þarf að skrifa í gær um það sem gerist í dag. Það var harður skóli, en kannski hef ég hvergi lært meira. Fólk dýrmætara en bækur Nei, ég held það sé engin hætta á að bókmenntir líði undir lok, þrátt fyrir kvikmyndirnar og myndbandaframleiðsluna, segir Inga Huld þegar talið berst að framtíð bókmenntanna. Nú, svo er mikið af myndefni sem byggt er á sögum sem áður hafa komið út í bókarformi. Mér virðist ekki vera neitt lát á bóka- útgáfu. Hér í Kaupmannahöfn eru gefnar út margar bækur á dag. Og í Ameríku eru móðins núna bækur upp á fimm og sex hundruð blaðsíður. En þetta er eiginlega ekki minn höfuðverkur, hvort fólk heldur áfram að lesa bækur eða ekki. Það er engin ástríða hjá mér að skrifa bækur. Ég hef bara gaman af að reyna að átta mig á fólki. Velta fyrir mér örlögum þess. Ég held ég þurfi ekkert að vera hrædd um að verða verkefnalaus, því allir hafa gaman af öðrum. í raun og veru finnst mér fólk miklu dýr- mætara en bækur, skilurðu. Þannig að ég hef engar áhyggjur af því hvort skáldsagan lifir eða deyr. En það eru ekki lengur skrifað- ar skáldsögur um fólk. Nútíma- skáldsögur eru ævintýri um orð, eins og franska skáldið segir, Simon Claud, sem fékk Nóbels- verðlaunin um daginn. Þær eru tilraunir með stíl og form. Ég held að ævisögurnar, sem byggj- ast á heimildum og staðreyndum, komi því í staðinn fyrir skáldsög- urnar sem ekki eru lengur skrif- aðar um fólk. Töfrar ævisögunnar held ég séu fólgnir í að viðfangsefnið er manneskjan sjálf og hennar hugarheimur. Fólk hefur löngun til og þörf fyrir að bera sitt eigið líf saman við líf annarra. Það vill lesa um atvik, sem það á einhvern hátt getur tengt við sitt eigið líf. Eða sína eigin drauma. Eða vonbrigði. Ég reyndi að hafa þessa stað- reynd að leiðarljósi, þegar ég skrifaði sögu Aðalheiðar. Reyndi að draga upp trúverðuga lýsingu á ferðalagi mannssálar eftir holóttri og krókóttri ævibraut. Koma þannig til skila hug- myndaheimi hennar, sem mér finnst einkar áhugaverður. Ekki síst vegna þess hve mikla rétt- lætiskennd hún hefur. Auður stóll við borðið Hún er Skaftfellingur. Ég er það nú reyndar líka — að einum fjórða — en allt þetta öra, alla spennuna, það hef ég úr Þingeyj- arsýslunni. Mér finnst Aðalheiður vera fulltrúi fyrir menningararf sem varðveist hefur í sveitum lands- ins gegnum aldirnar. Það besta úr þeirri menningu. Því grimmd- in hefur lika ríkt í sveitum á árum áður. Grimmdin gagnvart fátæklingunum. Það er oft talað um þjóðarsál, sem enginn veit hvað er. En þjóð- arsálin ætti nú að vera einskonar samsafn af reynslu kynslóðanna og um leið tilfinning fyrir því hvað sé rétt og fallegt. Aðal- heiður er manneskja sem ekki hefur notið neinnar skólamennt- unar, en hún hefur fengið í arf góðan slurk af þessum ramma safa þjóðarsálarinnar og hún er raunsæ og glöggskyggn á birt- ingu nútímans. í dag sitjum við uppi með ruglað verðmætamat. Göslu- gangur er áberandi. Það eru margir sem hafa völd og peninga, sem eiga til að troða niður þá sem minna mega sín, án þess að gá að hverju þeir eru að trampa á. Það er mikil orka í þjóðfélaginu, fullt af duglegu og hæfileikaríku fólki. En það er eins og svo mikið sé að gerast í kringum það að þessi góða gamaldags virðing fyrir lífinu í kringum mann vilji gleymast. Það er meira lagt uppúr að berast á en að hlú að. Mér finnst Aðalheiður standa fyrir því jákvæðasta úr íslenskri bændamenningu. Það sem henni er mikils virði er að enginn þurfi að líða skort og eins að hlúð sé að fólki, þannig að það geti notið hæfileika sinna. Hún verður allt- af reið þegar troðið er á lítil- magnanum. Það bregst ekki. Eitt af þvi sem mig langaði til að komast að, var hvernig hún færi að því að verða alltaf reið. Það eru svo margir reiðir á sínum ungu árum en róast svo. Finnst reiðin tilgangslaus þegar þeir eldast. Hvort ég hafi komist að því er kannski ekki spurningin. Spurningin er hvort lesandinn kemst að því. Og þar langar mig til að vitna í orð Olofs Lager- krantz, sem segir að milli höf- undarins og lesandans eigi alltaf að vera auður stóll við borðið fyrir hugmyndaflugið. Ég myndi að vísu segja það þannig að milli mín og Aðalheiðar reyndi ég að hafa auðan stól við borðið. Aðal- heiður er á sínum stól, ég á mínum sem skrásetjari og þann þriðja langaði mig að taka frá fyrir lesandann að gera sínar eigin uppgötvanir. Ef það hefur tekist þá er ég ánægð. Aðalheiður hefur sjálf góða frásagnargáfu og talar skemmti- legt og kjarnmikið mál. Ég reyndi að láta hennar málfar njóta sín. Það eru engar spurn- ingar í bókinni, þetta er viðtal í ævisöguformi. En það sem viðtalið á sameig- inlegt með skáldsögunni er að það verður aldrei alveg satt. Það litast óhjákvæmilega af viðhorf- um skrásetjarans, hversu heiðar- lega sem hann vinnur. Það er valið og hafnað, eins og í skáld- skapnum. Lygin sem varð sönn Inga Huld var vitavörður í Stórhöfðavita síðastliðið sumar og sat þar jafnframt við skriftir. Það var alger tilviljun að ég gerðist vitavörður. Ég var búin að ákveða að skrifa þessa bók og mig langaði til að hún yrði brot úr samtíðarsögu — endurspegl- aði þá tíma sem söguhetjan hefur lifað. Mig vantaði rólegan stað til að grúfa mig yfir verkefnið. Upphaflega laug ég því upp á sjálfa mig í gríni að nú væri ég harðákveðin í að gerast vitavörð- ur. En staðreyndin var sú að það vantaði vitavörð út í Stórhöfða. Og smátt og smátt rann það upp fyrir mér að hugmyndin hentaði mér í raun og veru. Svo ég sótti umog lærði að taka veðrið. Ég var svo heppin að sumarið var það besta sem komið hefur í Vestmannaeyjum síðastliðin þrjátíu ár. Annars er afar hvass- viðrasamt þarna. Höfðinn er syðst á Heimaey og vitinn trú- lega syðsti mannabústaður á fslandi. En austanáttin er þrálát og gerir að verkum að í höfðanum vex fátt nema hvönnin. Það ligg- ur strengur meðfram landinu sunnanverðu, kemur að austan og fer með miklum ofsa yfir eyjarnar. Við vorum tvö sem skiptum með okkur vöktum, þannig að ég hafði góðan tíma til að skrifa. Það þarf að taka veðrið á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Ef einn maður er um það verður svefninn tættur, en fyrir tvo er það ekkert mál. Já, það er eitthvað rómantískt í hugum fólks í sambandi við vita. Það stafar kannski af því að hlutverk vitans er að vísa veginn, þegar höfuðskepnurnar fara hamförum. Bjarga manns- lífum. Viti stendur sem eitthvert tákn i hugum fólks. Tákn sem kveikir í ímyndunaraflinu. En ég hafði í rauninni ósköp lítið af vitanum að segja. Það var nú slökkt á honum helminginn af þeim tíma sem ég var þarna, meðan nætur voru bjartar. En það má benda þeim, sem vilja vita eitthvað um líf vitavarða, á bók Óskars Aðalsteins, „Dagbók vitavarðar". Það hefur ýmislegt verið skrifað í vitum gegnum tíðina. Skáld hafa sótt þangað innblástur. Það kemur fram til dæmis í ljóðum Hannesar Sig- fússonar. Eftir langa dvöl á malbikinu fannst mér gott að vera í svo nánum tengslum við veður og náttúru. Vitavörðurinn, sam- starfsmaður minn, gerði heil- mikið grín að mér fyrir að tala um hvað mér fyndist ég hátt uppi. Hundrað og tuttugu metra yfir sjávarmáli. Það hentar mér persónulega alveg prýðilega. Hans niðurstaða var að ég hlyti að kunna best við mig uppi á þaki á heiminum. Það getur vel verið satt. Ég get alveg ímyndað mér það. En hvað sem því líður þá er afskaplega víðsýnt þarna. Það er viss frelsistilfinning í að sjá svo vítt. Stundum fannst mér ég vera stödd í málverki eftir Van Gogh. Birtan var svo skær og sterkir litirnir. Þegar ég kom til Reykjavíkur aftur, sá ég allt í bláum lit. Eins og blái liturinn væri fastur í sjónhimnunni af að horfa svo mikið á haf og himin. Skáldsaga eftir Alistair MacLean NJÓSNIR á hafinu heitir bók Alist- airs MacLean, sem Bókaútgáfan Iðunn gefur út í ár í þýðingu Gunnars Gunnarssonar. „Hljóðlaust og átakalaust og án aðvörunar, rétt eins og þegar raf- straumurinn fer af stórborg, slokknuðu ljósin um borð í San Andreas klukkustund fyrir dög- un.“ Þannig hefst hin nýja bók spennuhöfundarins Alistairs Mac- Lean — söluhæstaþýddahöfundar á fslandi samkvæmt niðurstöðum Hagvangs," segir m.a. í fréttatil- kynningu Iðunnar. Um efni bókar- innar segir ennfremur: „En hér var ekki um venjulegt rafmagnsleysi að ræða. Einhver um borð er stað- ráðinn í að vinna skemmdarverk. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður særast alvarlega í óvinaárás: Archie McKinnon bátsmaður verð- ur að taka við stjórninni. Hann veit að um borð er óvinveittur aðili. Einhver úr áhöfninni hefur svikist að þeim og þessi skemmd- arverkamaður hefur í fórum sínum miðunartæki sem beinir þeim í hendur óvinanna. Og svo er átta- vitinn eyðilagður ...“ Oddi hf. prentaði bókina og Auglýsingastofan Octavo hannaði kápuna. Bækur um kúluhatt og froskagleypi IÐUNN hefur gefið út nýja barna- bók eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Nefnist hún Kalli kúluhattur og er níunda bók höfundar á íslensku. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Áður hafa m.a. komið eftir hann bókin Fúsi froskagleypir og hefur hún nú verið endurprentuð. f fréttatilkynningu frá Iðunni segir m.a.: „Ole Lund Kirkegaard er einn vinsælasti barnabókahöf- undur á Norðurlöndum og hafa sögur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál og margar þeirra kvik- myndaðar. Gúmmí-Tarsan hefur verið færður hér upp í leikrits- formi og um þessar mundir er verið að sýna barnaleikrit hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar eftir sögunni um Fúsa froskagleypi." Þessi nýja bók, Kalli kúluhattur, hefur að geyma fimm sögur. Myndir eftir höfundinn sjálfan prýða bókina. Oddi hf. prentaði. SLEPPTUI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.