Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
fclk i
fréttum
Sylvester SUllone er ekki beint fbngulegur á þessari mynd þar sem hann fagnar sigri.
ÞAU LEIKA BÆÐI í FJÓRÐU ROCKY MYNDINNI
SYLVESTER OG BRIGITTE
LÉTU PÚSSA SIG SAMAN
FYRIR NOKKRUM DÖGUM
Vinsældum Rocky-mynd-
anna virðist seint ætla að
linna og senn er von á fjórðu
myndinni hingað til lands.
í þessari mynd leikur einnig
Brigitte Nilsen en eftir því sem
„Fólkið" kemst næst gengu þau
í heilagt hjónaband fyrir nokkr-
um dögum, Sylvester Stallone og
danska stúlkan sú arna.
En semsagt nokkrar svip-
myndir úr kvikmyndinni sem
frumsýnd verður hér á landi í
janúar samtímis og í London.
one
Rocky (Sylvester SUllone) og Drago sem leikinn er af Dolph Lundgren en í myndinni fer Brigitte Nielsen
einmitt með hlutverk eiginkonu Drago.
Skipstjórar
á skólabekk
■
Sigurjón Jóhannesson skólastjóri.
Víða um land er nú haldið rétt-
indanám skipstjóra og vél-
stjóra með undanþágur í starfi í
samvinnu við Sjómannaskólann
þar sem stjórnvöld eru nú að herða
mjög reglur viðvíkjandi slíkar
undanþágur. Á Húsavík heimsótti
blaðamaður Morgunblaðsins einn
slíkan skóla, þar sem sátu 11
áhugasamir námsmenn, þar af sjö
menn sem verið hafa skipstjórar
í fjölda ára. Tveir þeirra höfðu
komið alla leið frá Akureyri og
Vopnafirði til að ná sér í réttindi.
Er blaðamann bar að garði var
íslenskutími að hefjast undir
stjórn skólastjóra gagnfræðaskól-
ans, Sigurjóns Jóhannessonar, en
nemendur fá auk þess tilsögn í
siglingafræði, stærðfræði, sjórétti,
skyndihjálp, brunavörnum og
stjórnun tækja.
Eftir þennan 14 vikna skóla, sem
nú stendur yfir, fá nemendurnir
80 tonna réttindi, en að eigin sögn
vilja þeir halda áfram næsta vetur
á námsbrautinni til að verða sjó-
færir á 200 tonna skip. Allir þurftu
þeir að hætta vinnu til að geta
stundað námið og var það í raun
mjög auðsótt þar sem þeir höfðu
veitt upp kvóta sína fyrir árið sl.
vor.
„Okkur líst mjög illa á stjórnun
fiskveiða eins og henni er nú hátt-
að. Atvinnuleysið í landinu er al-
farið kvótakerfinu að kenna. Það
mætti a.m.k. skipta kvótanum
réttlátara en nú er gert. Gaman
væri að vita hverjir það væru sem
nú, í lok árs, eru að selja kvóta
sína á okurverði - allt upp í 7 krón-
ur kílóið heyrir maður miðað við
3 krónur í vor. Tveir bátar hér eru
á línu og er afla þeirra keyrt alla
leið suður. Þetta er neyðarúrræði,
sem kaupandinn hlýtur að sjá sér
einhvern hag í,“ sögðu þeir félagar.
Sigurður Olgeirsson sagði að
flestir bátanna á Húsavík hefðu