Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 77 BrsAurnir Aðalgeir, Hreiðar og Sigurdur Olgeirssynir. Bræðurnir Óskar og Aðalsteinn Karlssynir. verið að dunda sér við að veiða verðlausa rækju síðan í vor. „Fisk- veiðum verður að haga eins og áður - gefa þær frjálsar og skikka menn í sumar-, páska- og jólafrí auk þess sem hægt er að stöðva þorsk- veiðar við og við, en fyrir alla muni þarf að gera eins við alla.“ Aðalgeir Olgeirsson sagði að þeir sem veiddu rækju á viðmiðun- arárunum hefðu eytt svo miklum tfma í rækjuveiðar á meðan aðrir hefðu verið að veiða þorsk. „Síðan eru rækjuveiðar gefnar frjálsar en þorskurinn fer allur í kvóta. Af- leiðingin er sú að þeir, sem veiddu þorsk allt árið, geta nú veitt 65% af aflanum nú og snúið sér síðan að rækjunni, en þeir, sem voru á rækju á viðmiðunarárunum, geta lítið sem ekkert aukið sína veiði. Við fáum enga loðnu, síld, skel aukinn þorsk eða annað á meðan aðrir koma beint á rækjumiðin til okkar þegar þeir hafa veitt upp kvóta sína. Þá bætti Sigurður því við að línuveiðar hefðu verið gefnar frjálsar að hálfu leyti og væri það í raun mikið óréttlæti gagnvart þeim bátum sem ekki gætu stund- að línuveiðar. „Ástandið myndi lagast mikið ef menn hættu að braska með kvót- ana,“ sagði Hreiðar Olgeirsson. „Sjómenn úti á landi eru jafnvel farnir að tala um að flytjast til Reykjavíkur og skreppa síðan í sín gömlu sveitarfélög í sumarfríinu til að veiða upp kvóta sína.“ Um togarann Kolbeinsey, sem nýlega var seldur á uppboði, sögðu nemendurnir að togarinn hefði aldrei skilað arðsemi - aflaverð- mætið hefði aldrei dugað fyrir fjármagnskostnaði. „Arðsemin hvarf úr bæjarfélaginu beint í vaxtakostnað, en það er svo margt annað en togarinn sem máli skiptir hér á staðnum. Ef minni bátarnir fengju að veiða, þyrfti ekki að greiða starfsfólki fiskvinnslunnar yfir tvær milljónir í atvinnuleysis- bætur, eins og gert var nú fyrir stuttu. Það eru allt of margir í landinu sem lifa á kvótanum. Þeir bíða hausts og lítils framboðs til að geta selt tonnið himinháu verði,“ sagði Hreiðar. Sigurjón Jóhannesson skóla- stjóri sagði að menn legðu sig virkilega fram við námið og væru jafnvel í símasambandi á kvöldin er þeir væru í vandræðum með heimanámið. „Þeim hefur farið mikið fram á stuttum tíma og að mínu mati er þetta mjög duglegur hópur sem leggur sig allan fram.“ Sigurjón ræddi við nemendur sína í íslenskutímanum um orðtök úr sjómannamáli s.s. sjaldan er ein báran stök, að vera á flæðiskeri staddur, að hafa agnúa á ein- hverju, bíta úr einhverju bakfisk- inn, taka djúpt í árinni, vera dauf- ur í dálkinn, vera kominn á fremsta hlunn, koma ár sinni vel fyrir borð o.s.frv. í lok tímans fór Sigurjón út í j-regluna frægu, sem segir að J“ skuli standa ef „a“ eða „u“ færu á eftir. Þeim félögum fannst erfitt í fyrstu að setjast allt í einu á skóla- bekk nú eftir margra ára hlé en sögðu jafnframt að námið hefði gengið að óskum og hefðu þeir mjög gaman af því. „Þótt flestir okkar hafi verið skipstjórar í mörg ár, eigum við margt ólært og auð- vitað er ekki nema sjálfsagt að senda menn í skóla sem axla slfka ábyrgð sem skipstjórar gera.“ SEIKO W JOLAGETRAUN Hjá þessum úrsmiðum getur þú tekið þátt í SEIKO jólagetrauninni. GARÐAR ÓLAFSS ON, Lækjartorgi, Rvík GILBERT GUÐJÓNSSON, Laugavegi 62, Rvík JÓN OG ÓSKAR, Laugavegi 70, Rvík GUÐMUNDUR HANNAH, Laugavegi 55, Rvík GEORG HANNAH, Hafnargötu 49, Keflavík TRYGGVI ÓLAFSSON, Strandgötu, Hafnarfiröi KARL GUÐMUNDSSON, Austurv. 11, Selfossi Þetta er bókin! Mörk og sætir sigrar eftir Sigmund Ó. Steinarsson er óskabók knattspymu- mannsins. Bókin er fyrsta bindi íslensku knattspymu- sögunnar. Hún er 208 blaösíður - prentuð á mjög góðan myndapappír. Já, þetta er bókin! « Tryggið ykkur elntak strax. * Takmarkað upplag prentað. * Bókin verður ekki endurprentuð. * Jólabók knattspymunnandans. * Aldrei hefur áður verið gefin út eins stór og vegleg knattspymubók hér á landi. Þrír kunnir íþróttafréttamenn hafa skrifað um bókina: Hallnr Simonarson, DV: „Litlar heimildir í þessum gaedaílokki hafa áöur birst um íslenska knatt- spymu. Það hefur verið algjöri tóma- rúm flest árin. 1 framtiðinni verður það baett og svo er útlitið mikill kostur. Það gerist ekki betra þó að miðað sé við það besta í útgáfu slfkra bóka erlend- is." Gylfi Kristjánsson, Dagur: „Þessi bók er hin mesta „gullnáma" fyrir knattspymuáhugamenn, og ekki er til annar eins fróðleikur um knatt- spymuna á Islandi á einum stað." Steinar J. Lnðviksson, ritstjóri íþróttablaðsins: „Það er meginstyrkur þessarar bókar að hún er skemmtileg og nær að laöa fram og undirstrika lyndisbragð margra leikmanna. Myndimar em einn af meginkostum bókarinnar. Það er hreint ótrúlegt hvað Sigmundi hefur tekist að safna saman miklu og einnig skemmtilegum ljósmyndum og það er lfka hróss vert hve vel honum tekst að flétta saman myndum og tezta og búa þannig til eðlilega samfellu. Það er fengur í bókinni Mörk og sætir sigrar. Hér er vel fariö af stað i ritun sögu fslensku knattspymunnar og höfundur nær að sameina skemmtun og fróöleik í bók sem er sett mjög lifandi og nýstár- lega upp. Það verður gaman að fá meira að heyra.". Upplýsingar í sima 32406
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.